Morgunblaðið - 17.08.1979, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.08.1979, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 Jón Þorláksson um Jan Mayen 1927: Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá utanríkisráðuneytinu: I skjalasafni Stjórnarráðsins, eldri gögnum sem nú eru varðveitt á Þjóðskjalasafni, eru nokkur skjöl varðandi réttindi yfir Jan Mayen. Er þetta skjalapakki auðkenndur „Jan Mayen I“, upphaflega skjöl tilheyrandi forsætisráðuneytinu en málaflokkur þessi gekk síðan til utanríkisráðuneytisins. Skjölin eru frá árunum 1924—1929 og 1940—1943. Á fyrra tímabilinu snúast skjölin um yfirráð yfir eynni og áskilnað íslands í því sambandi, en á síðara tímabilinu ek. rekavið. Hér á eftir skal rakið meginefni skjalanna. Landnám einkaaðila hafi ekki þjóð- réttarlegt gildi Elsta skjalið er bréf Jóns Magn- ússonar, forsætisráðherra, sem þá er staddur í Kaupmannahöfn, dags. 11. júní 1924, til utanríkisráðuneyt- isins þar. í bréfinu er vísað til erindis utanríkisráðuneytisins frá 30. júlí 1923, þar sem skýrt hafði verið frá því að Hagbard Ekeroll verkfræðingur hefði í nafni Norsku veðufræðistofnunarinnar og sam- kvæmt fyrirmælum ríkisstjórnar er orðinn Jón Þorláksson, fær framangreint bréf danska utan- ríkisráðuneytisins, er afrit af áður- nefndu bréfi Jóns Magnússonar frá 11. júní 1924 ekki tiltækt, en hann fær það með einkabréfi frá Jóni Krabbe dags. 6. janúar 1927. Þar tekur Krabbe fram að bréfið hafi verið skrifað til að draga málið og, ef mögulegt væri, komast hjá því um sinn að taka afstöðu. Síðan býðst Krabbe til að láta vita um viðhorf Dana til málsins, sem vænt- anlega muni liggja fyrir á næst- unni, og geti forsætisráðherra frestað að tjá sig um málið á meðan. Að lokum segist hann skilja vel að af íslands hálfu þyki mönn- um miður að mál þetta skuli hafa komið upp, en hvort það geti borgað sig að synja um viðurkenningu sé annað mál. Danir töldu Jan Mayen sig litlu skipta Um svipað leyti birðist forsætis- ráðherra hafa leitað upplýsinga um ferðir íslendinga til Jan Mayen eftir rekaviði, því að svohljóðandi skeyti dags. 4. des. 1926 er frá bæjarfógetanum á Akureyri: „21. júlí 1918 fór vjelskipið Snorri 36 tonn brúttó eign verslunar Snorra Jónssonar Akureyri til Jan Mayen til þess að sækja rekavið var skipið hálfan mánuð í túrnum og fjekk fullfermi skipstjóri Rafn Sigurðs- son nú skipstjóri á e/s Nonni." Nánari upplýsingar um afstöðu Dana berast frá danska utanríkis- ráðuneytinu dags. 8. júní 1927. Er Jan Mayen talin skipta litlu sem engu máli fyrir Danmörku. Innan- allt sem til fellur á eynni sé notað í þágu veðurstofunnar, eftir því sem hún telji sig þurfa, en að því leyti sem til greina gæti komið að nota eyjuna í öðru skyni óski ríkis- stjórn íslands að áskilja íslenskum ríkisborgurum jafnan rétt á við borgara hvaða annars ríkis sem er. Framangreindir fyrirvarar af Islands hálfu voru teknir að fullu upp í svar það, sem norska sendi- herranum í Kaupmannahöfn var afhent hinn 30. september 1927 (sjá fylgiskjal 1), jafnframt því sem þar er sagt að ekki þyki að öðru leyti ástæða til að taka afstöðu til þýðingar umræddrar ráðstöfunar í réttarlegu tilliti. Hæstiréttur Noregs hafnaði landnáminu Rétt er að skjóta því hér inn í, að norskir aðilar mótmæltu kröfum Norsku veðurfræðistofnunarinnar til Jan Mayen. Þannig bárust hing- að fyrir milligöngu danska utan- ríkisráðuneytisins mótmæli dags. 8. ágúst 1928 frá Chr. Ruud, sem taldi sig hafa numið eyjuna 1916 og 1917 og tilkynnt norska utanríkisráðu- neytinu í janúar 1920. Mótmæli þessi voru lögð fram í utanríkis- málanefnd Alþingis 11. október 1928, en engin afstaða tekin til þeirra af hálfu nefndarinnar eða ráðuneytis. Með dómi Hæstaréttar Noregs 3. maí 1933 var Birger Jacobsen dæmdur eigandi að öllu landsvæði á Jan Mayen milli 8°20’ og 8°50’ vegna landnáms hans árið 1921, og var þar með hafnað kröfum norska íslendingar haf i þar jaf n- an rétt á við aðrar þjóðir sinnar tilkynnt (24. mars 1922) um landnám á hluta Jan Mayen. I tilefni af þessu tekur forsætis- ráðherra fram, að ekki sé hægt að útiloka þann möguleika, að íslensk- ir hagsmunir séu tengdir eynni. Áður en íslenska ríkisstjórnin taki fullnaðarafstöðu til tilkynningar- innar sé því óskað umsagnar um að hvaða leyti landnám af hálfu ein- staklings eins or þarna um ræði geti talist hafa þjóðréttarlegt gildi. Svar danska utanríkisráðuneytis- ins við umsagnarbeiðninni er dags. tveimur árum síðar, 7. júní 1926, undirritað af Jóni Krabbe. Þar er fyrst skýrt frá nýrri tilkynningu dags. 5. maí 1926 frá sendiherra Noregs tii danska utanríkisráherr- ans um að landnám Norsku veður- fræðistofnunarinnar á Jan Mayen hafi verið fært út og nái nú til eyjarinnar allrar. Síðan segir í svarinu afdráttarlaust, að landnám einkaaðila hafi ekki þjóðréttarlegt gildi. En bent er á, að þar sem norska stjórnin hafi opinberlega tilkynnt dönsku stjórninni landnám þetta, kunni það að vaka fyrir henni að draga eyna síðar undir norska ríkið. Þá er tekið fram m.a. að eyjan hafi á síðari tímum ekki verið talin lúta neinum. Danir eigi þar nokkur hús og hafi ráðgert hitastigsmæl- ingar. Að lokum er tekið fram, að gagnvart norska sendiherranum hefði verið áskilinn réttur til að víkja málinu á ný, þegar m.a. afstaða ríkisstjórnar íslands sé kunn. Þegar forsætisráðherra, sem þá ríkisráðuneytið (Grænlandsstjórn- in) tekur fram, að eyjan hafi enga þýðingu fyrir Grænland, nema hvað þar mætti hugsanlega hafa útgerð- arstöðvar til veiða á þeim hafsvæð- um sem liggja að Grænlandi. Jafnframt segir, að Danir muni ekki hafa uppi neinar fullveldis- kröfur, enda hafi ekkert raunhæft verið gert sem grundvalla megi slíkar kröfur á og ganga verði út frá að þær mundu mæta eindreginni andstöðu í Noregi. Eftir atvikum sé áformað að svara norsku stjórninni að ekki þyki ástæða til að taka afstöðu til þýðingar umræddrar ráðstöfunar Norsku veðurfræði- stofnunarinnar í réttarlegu tilliti, en vekja jafnframt athygli á að hún geti altént ekki raskað rétti danska ríkisins til húsa sinna á eynni og tilheyrandi lóða. Sjjurst er fyrir um hvort ríkisstjórn Islands gæti fall- ist á siíkt svar einnig fyrir sitt Ieyti, burtséð frá húsamálinu. „Jafn réttur á við borgara hvaða ríkis sem er“ í svarbréfi Jóns Þorlákssonar, forsætisráðherra, dags. 27. júlí 1927 til utanríkisráðuneytisins í Kaup- mannahöfn er þess óskað að sér- staklega verði tekið fram, að ísland, sem næsti nágranni Jan Mayen, eigi vissra hagsmuna að gæta varð- andi eyjuna, t.d. hafi verið sóttur þangað rekaviður. Veðurþjónusta þar skipti ísland miklu og því þyki ríkisstjórn íslands sanngjarnt að ríkisins byggðum á landnámi Norsku veðurfræðistofnunarinnar. Jacobsen hafði tapað málinu í undirrétti. I hæstaréttardómum segir að enginn ágreiningur sé um að Jan Mayen hafi í þjóðréttarlegum skiln- ingi verið terra nullius árið 1921. Konungleg tilskipun um innlimun Jan Mayen Með símskeyti dags. 13. maí 1929 og síðan bréfi dags. 4. júní s.á. skýrði danska utanríkisráðuneytið frá því að borist hefði orðsending dags. 9. maí 1929 frá sendiherra Noregs um að honum hafi símleiðis verið falið að tilkynna ríkisstjórn- um Danmerkur og íslands, að eyjan Jan Mayen hafi með konunglegri tilskipun daginn áður verið lögð undir Noreg og að lögregluvald á eynni sé í höndum forstöðumanns veðurathugunarstöðvarinnar. Biður danska utanríkisráðuneytið um að forsætisráðherra láti vita hvernig óskað sé að orðsendingunni verði svarað af íslands hálfu. Síðar í sama mánuði, hinn 29. júní 1929, sendir danska utanríkis- ráðuneytið hingað nýtt bréf um málið þar sem skýrt er frá því að ráðuneytið hafi þann dag svarað orðsendingu norska sendiherrans frá 9. júní að því er Danmörku varðar. Texti svarsins fylgir danska bréfinu, en í honum er einungis áréttað að Danir gangi út frá að ekki sé ráskað rétti þeirra yfir Jón Magnússon Jón Þorláksson Vilhjálmur Finsen Jón Krabbe húsum sínum á eyjunni. Þeir segj- ast hafa tilkynnt ríkisstjórn Is- lands um orðsendinguna en ekki ennþá fengið neitt svar. Upplýst er í bréfinu hingað, að Danir hafi, áður en þeir afhentu svar sitt, kannað afstöðu annarra ríkja til norsku tilskipunarinnar um innlimun Jan Mayen. Utanríkismálanefnd fær gögnin til meðferðar með bréfum forsætis- ráðuneytisins dags. 25. maí og 26. júlí 1929. Þau eru tekin fyrir á fundi nefndarinnar 12. ágúst 1929, „en engin ákvörðun tekin í því sam- bandi" skv. bréfi til forsætisráð- herra dags. 14. sama mánaðar, þar sem skjöl eru endursend. í fundar- gerð er engra umræðna um málið getið. Engin skjöl eru fyrir hendi sem benda til þess að ríkisstjórnin hafi tekið afstöðu til málsins eða danska utanríkisráðuneytinu verið skrifað. Samkvæmt ábendingu frá Rann- sóknarnefnd ríkisins, Atvinnudeild háskólans, fól utanríkisráðuneytið Vilhjálmi Finsen, viðsk.ftr. í Osló, að afla upplýsinga um kolajarðlög á Jan Mayen og aðstöðu þar til kolavinnslu. Hinn 6. apríl 1940 er nefndinni tilkynnt að borist hafi svar um að engin kol séu á Jan Mayen. Rekaviðartaka íslendinga á Jan Mayen í maí 1940 gerði Vilhjálmur Finsen samning um rekaviðartöku á Jan Mayen samkvæmt tilmælum Hákons Bjarnasonar, skógræktar- stjóra. Gögn sýna að allmargir aðilar hér hafa um þetta leyti haft áhuga á málinu. Ekki mun þó hafa orðið úr Jan Mayenför á því tíma- bili sem þessi skjalakönnun nær til, þ.e. fram á haust 1943, ýmist vegna þess að hentug skip voru ekki fyrir hendi eða sökum synjunar breskra hernaðaryfirvalda. í bréfi frá Finsen til ríkisstjórn- arinnar um samningsgerðina dags. 17. júlí 1940 segir svo m.a.: „Um stund gekk í nokkru stappi með að komast eftir hver hinn eiginlegi eigandi að rekaviðnum væri, norska ríkið á nokkurn hluta eyjarinnar, en privatmaður, kapt. Birger Jacob- sen, Osló, sem numið hafði land á eynni fyrir allmörgum árum, fjekk með hæstarjettardómi árið 1933 sjer dæmd rjettindin til einmitt þess hluta eyjarinnar, sem mestur er rekaviðurinn. Birger Jacobsen hefir selt rjettindin, sá kaupandi aftur framselt þau þannig, að eign- arrjetturinn hefir gengið kaupum og sölum í allmörg ár. Um það atriði hefi jeg skrifað skógræktar- stjóra ítarlega í brjefi í febrúar eða rnars." — Ennfremur um kjörin: „Svo sem sjeð verður á borgun að fara fram eftir því sem rekaviður- inn kemst á land heima. Verði enginn rekaviður sóttur, á ekkert að borga.“ Samningurinn var 27. júlí 1943 endurnýjaður til ársloka 1948 og þá greiddar 2000 n.kr. „sem skoðast fyrirframgreiðsla fyrir timbur en sem þóknun til eiganda verði ekkert timbur sótt á tímabilinu." (Skv. öðrum heimildum er talið að rekaviður hafi verið sóttur til Jan Mayen á síðari stríðsárunum eða eftir lok styrjaldarinnar). í samandregnu máli I samandregnu máli bera fram- angreind skjöl með sér að í svari við orðsendingum norsku stjórnarinn- ar 1922 og 1926 um landnám Norsku veðurfræðistofnunarinnar á Jan Mayen tók ríkisstjórn íslands skýrt fram að ísland ætti þar vissra hagsmuna að gæta og áskildi ís- lenskum ríkisborgurum ákveðin réttindi þar. Tekið var fram, að ekki væri að öðru leyti tekin af- staða til gildis landnámsins að lögum. Tilkynningu um innlimun Jan Mayen í norska ríkið 1929 virðist ekki hafa verið svarað af íslands hálfu. Ekki verður séð að utanríkis- málanefnd Alþingis eða ríkisstjórn hafi tekið afstöðu til hennar. Rekaviður var með vissu sóttur héðan til Jan Mayen 1918 og fyrr, en leyfi til rekaviðartöku er gilti fyrir tímabilið 1940—1948 tókst ekki að nýta framan af styrjaldar- árunum. Upplýst var 1940 vegna áhuga hér að kolajarðlög væru ekki á eynni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.