Morgunblaðið - 17.08.1979, Page 19

Morgunblaðið - 17.08.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 19 ÁGÚST YIGFÚS SON — 70 ÁRA Lítt hef ég lagt það í vana minn að skrifa afmælisgreinar í dag- blöðin. Hins vegar hef ég alloft minnzt fólks sem horfið er af sjónarsviði mannlífsins. í dag á sá maður afmæli, er ég tel mér skylt að minnast í dag- blöðum með nokkrum orðum. Hann er þjóðkunnur orðinn af útvarpserindum, blaðagreinum og bókum, sem hann hefur skrifað. Fyrir réttum áratug fluttist ég með börn mín til Reykjavíkur og settist að í íbúð, sem ég hafði keypt nokkru áður. Ibúðin er í fjölbýlishúsi. Fljótlega komst ég í kynni við mann einn vel miðaldra. Við áttum eitthvað sameiginlegt. Það var lóðið. Má segja að síðan höfum við hitzt svo að segja daglega, þegar ég hef verið í bænum. Hver er maðurinn? Ágúst Vigfússon fyrrum barna- kennari, sem er sjötugur í dag, er fæddur vestur í Dölum, að Börða- bóli. Voru foreldrar hans Vigfús Ikkaboðsson bóndi á Borðabóli og kona hans Margrét Sigurðardótt- ir. Frá uppvexti sínum segir Ágúst gjörla í þókum sínum, sem bera heitin Mörg eru geð guma (1976) og Dalamaður segir írá (1976). Æska Ágústs var sannarlega enginn dans á rósum. Föður sinn missti hann á fyrsta árinu. í barnaskóla var hann lítið sem ekkert. Var á hrakhóium sem barn og í vinnumennsku sem unglingur. En þrátt fyrir allt baslið, komst Ágúst í framhalds- nám, að vísu búinn að losa tvítugsaldur þegar það var. Lá þá leiðin í héraðsskóla — að Laugar- vatni. Þaðan var haldið í Kennaraskólann við Laufásveg. Skóladvöl þar var þrautalending margra, sem á þessum árum gátu ekki klofið langt nám í mennta- skóla og háskóla sökum fjár- skorts, Eftir kennaraprófið hélt Ágúst vestur í Bolungarvík. Þar kvæntist hann konu sinni, Aðal- heiði Haraldsdóttur, og þar fædd- ust og uxu upp tvö börn þeirra, Sveinn og Dóra. Ágúst tafði heldur betur í Víkinni — eða í 23 ár. Hann þótti góður kennari en einkum við sögukennslu. Olli því að sjálfsögðu meðfædd frásagnar- kunnátta hans og minni. Þá var Ágúst góður skriftarkennari, hann skrifar listavel. I Bolungarvík kom Ágúst nokkuð við sögu opinberra mála og sat í hreppsnefnd eitt kjörtíma- bil. Ekki sóttist hann eftir lengri setu í þeirri virðulegu samkundu. Frá Bolungarvík fluttist Ágúst með fjölskyldu sína til Reykjavík- ur sumarið 1957. En kennarastöðu fékk hann í Kópavogi og kenndi í Kársnesskóla þar til hann var orðinn ríflega hálfsjötugur. Þá hafði hann kennt samfleytt í rúma fjóra áratugi, og aðeins skipt einu sinni um kennslustað. Sýnir það ekki glöggt, að Ágúst hefur notið trausts í starfi? Ég hef dvalið fram að þessu í grein minni við ævistarf Ágústs, kennsluna. Þar hefur hann skilað góðu og drjúgu ævistarfi, en mér er þó til efs, að það varðveiti nafn hans og minningu lengur en rit- störfin, sem hann leggur á ríka stund nú þegar um hægist og aldurinn færist yfir. Bækur tvær eru út komnar frá hans hendi og ein bók mun enn koma út undir hans nafni. Þá hefur Ágúst skrifað fjöldann allan af blaðagreinum, aðallega minningaþætti, í Lesbók Morgun- blaðsins og viðar. Þá er hann tíður gestur í Utvarpinu í seinni tíð. Allt sem Ágúst semur er á góðu máli sem allir skilja. Það er engin stofnanaíslenzka á greinum hans Ágústs Vigfússonar heldur þrótt- mikið tungumál, eðlilegt og óþvingað. I útvarpi er Ágúst skýrmæltur. Hvert orð kemst til skila sem hann segir. Það að Ágúst hefur ekki fyrr sent frá sér efni mun aðallega stafa að því að lífsönnin hefur ekki setið dottandi í dyrum hans fram undir þetta. Ég hef lesið flest það í handriti, sem Ágúst hefur látið frá sér fara. Mun ég upphaflega hafa hvatt hann til að koma því á framfæri, bæði í blöðum og útvarpi. Agúst hefur oftast lesið fyrir mig það, sem hann hefur verið að semja hverju sinni, til að leita álits míns á því. Stundum hefur hann beðið mig að lesa það yfir, ef vera kynni að ég fyndi einhverja agnúa á máli, sem honum hefði sézt yfir. Allt þetta vil ég þakka, vegna þess trausts sem hann hefur sýnt mér. Auk þess að vera vel ritfær í óbundnu máli er Ágúst hagyrðing- ur góður. Hann yrkir að sönnu ekki mikið af vísum, en vandar gerð þeirra því meir. Nokkrar af vísum Ágústs eru í Vísnasafni Sigurðar frá Haukagili. Oft höfum við Ágúst ræðzt við. Við förum gjarnan í stuttar gönguferðir, þegar við höfum tíma og vel liggur á okkur. Aðalum- ræðuefnin eru þá gjarna stjórn- mál, bókmenntir eða stórmenni sögunnar, einnig persónulegir hagir. Ágúst er jafnlyndur maður. Honum gekk vel að umgangast nemendur sína. Jafnvel verstu óróaseggir róuðust í návist hans. Ein vísa lýsir vel lundarfari Ágústs — hann er höfundur hennar? Gott er að hafa létta lund. — ljúfur eðlisþáttur. Geta að lokum Guðs á fund Kengið alveK sáttur. Ef þú, lesari góður, skyldir eiga erindi í Háskólabíó um helgi, þá sérðu væntanlega mann einn nokkuð við aldur, þéttvaxinn, meðalháan og hæruskotinn, sem rífur af miðanum hjá þér um leið og þú gengur inn í anddyri kvik- myndahússins. Þetta er hann Ágúst, sem er sjötugur í dag. Hann ber aldurinn vel. Og nú sinnir hann áhugamálum sínum, laus við fjárhagsáhyggjur og dag- legt streð. Hann er gæfumaður. Mig langar til að ljúka þessari afmælisgrein með tveimur erind- um, sem ég sendi Ágústi sextugf um, rétt í þann mund er kynni okkar hófust: Eru okkar kynni ekki lönjf — en greið. Mestu skiptir máli manns á æviieið hitta þá sem hafa hjartaþelið gott. Býst ég; við að beri báðir þessa vott. Þessa tau« sem tengir tvo. fær enjíinn séð. Hún er innst í hjarta hitnar mannsins geö. Lengst um leið'ofarna lifðu i trú ok von. er það ósk míns hjarta. ÁKÚst VÍKÍússon. Auðunn Bragi Sveinsson. Márítaníuher á brott úr Addahab Rabat. 15. ágúst. Reuter. STJÓRNVÖLD í Morokkó til- kynntu í dag. að innan skamms yrði efnt til kosninga i' Oued Addahab-héraðinu i' Sahara. en fyrr um daginn luku Máritaníumenn endan- lega brottflutningi herja sinna úr héraðinu sem Mor- okkó hefur nú innlimað. Tilkynnt var, að héraðið fengi fulltrúa á þingi Morokkó og að þingið yrði kvatt saman innan skamms til að breyta stjórnarskránni af þeim sök- um. í gær sóru um 300 fulltrúar ýmissa hreyfinga í héraðinu Hassan konungi hollustu. Máritaníustjórn dró herafla sinn til baka frá héraðinu eftir að hafa undirritað friðarsam- komulag við skæruliðasamtök- in Polisario 6. ágúst síðastlið- inn. GRUNDIG 22" 6212 Loekkun kr.114.500. Núákr.546.600. Hl J Bffl L__ xT1* 3 % Útborgun: Mánaðargr.: | 20% kr. 110.000 2 X kr. 219.000 30% kr. 164.000 3 X kr. 128.000 40% kr. 219.000 4 X kr. 82.000 50% kr. 274.000 5 X kr. 55.000 60% kr. 328.000 Frjálst innan árs 100% kr. 519.300 (5% staðgr.afsl.) 1 VEXTIR OG KOSTNAÐUR F.KKI INNIFALIÐ. • Línumyndlampi. („Black-stripe inline“). • Einingaverk. • AFC og AGC (sjá 4613). • Kalt kerfi. (Aukin ending). • Framvísandi hátalari. (Betri hljómburður). • Tónstillir fyrir bassa og diskant. • Valhnotukassi. Stærð 67 X 5047. Öll GRUNDIG tæki eru búin sömu grund- vallareiginleikum. Yfirburð armyndgæði, traust bygging og mikil ending eru þeirra einkenni. Nokkur munur er hins vegar á aukabúnaði þeirra. Við öll GRUNDIG tæki má tengja mynd- segulband og hvers konar leiktæki. - Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.