Morgunblaðið - 17.08.1979, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979
+ Maöurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi
GUÐNI JÓNSSON,
•kipstjóri,
andaðist 15. ágúst. Tómasarhaga 51,
Guórún Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Bróðir minn
HALLURJÓNSSON
Bakarameistari
lést í Heilsuverndarstöö Reykjavíkur þ. 16 ágúst.
Álfheiöur Jóna Jónsdóttir.
t
Eiginmaöur minn,
ÁRNI BJÖRN ÁRNASON,
fyrrverandi héraóslæknir,
Grenivík,
andaöist aðfaranótt 15. ágúst.
Kristín Þórdís Loftsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir og afi
PÁLL AÐALBJÖRN VALDIMARSSON,
Noróurbrún 1,
lést aö morgni 16. ágúst í Borgarspítalanum.
Ásta Mariusdóttir,
Ingvar M. Pólsson
og barnabörn.
Eiginmaöur minn
ÁGÚST PÉTURSSON,
Silfurgötu 17,
Stykkishólmi,
sem andaöist föstudaginn 10. ágúst, veröur jarösunginn frá
Stykkishólmskirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 2.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna
Ingveldur Stefónsdóttir.
t
Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
ODDRÚNARJÓNSDÓTTUR
Mýrarhúsum,
Vesturgötu 127,
fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 2.
Aöstandendur.
t
Þökkum auösýnda hluttekningu og samúö við andlát og útför
HELGU SIGFÚSDÓTTUR,
Brekkugötu 10 Akureyri.
Oddur Jónsson
löunn Heiöberg Önundardóttir
Herdís Halblaub Oddsdóttir.
+ Viö þökkum af alhug vináttu og samúð viö fráfall og útför
eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa
HELGA ÞÓRARINSSONAR
Æöey Guórún Lárusdóttir Jónas Helgason
Þórarinn Helgason Bára Jósefsdóttir
Guðmundur L. Helgason Brynhildur Júlíusdóttir
Einar Helgason Svava Þ. Þóröardóttir
Guöjón Helgason Kristín G. Helgadóttir
og barnabörn
Lokaö vegna jaröarfarar
í dag frá kl. 14.30.
Heildverzlun
Egils Guttormssonar h.f.
Suðurlandsbraut 4.
I -________________________________________
Finnbogi S. Jón-
asson — Minning
Fæddur 16. maí 1923
Dáinn 6. ágúst 1979
„Skjótt hefir sól brugðið sumri",
megum vér segja nú, er Finnbogi
S. Jónasson var kvaddur snögg-
lega yfir um tjaldið mikla hinn 6.
ágúst s.l. Hefir mér sjaldan brugð-
ið meira en er ég frétti lát hans á
heimleið eftir þriggja vikna dvöl
erlendis. Ég hafði hitt hann glað-
an og reifan að vanda skömmu
áður en ég fór að heiman, og vænti
þá síst, að það yrðu síðustu sam-
fundir, og því meir brá mér, þar eð
hann hafði frá æsku verið einn
nánasti vinur minn og fjölskyldu
minnar, æskuvinur og skólabróðir
sonar míns og næstum sem
heimamaður árum saman, og
aldrei hafði nokkurn skugga borið
á þær samvistir og kynni. Og fáa
hygg ég þá hafa verið vandalausa,
sem móður minni voru kærari en
hann. En svo var það raunar
hvarvetna sem Finnbogi kom eða.
kynntist. Hann vann sér hvar-
vetna traust og vináttu samferða-
manna sinna sakir mannkosta
sinna og viðmóts, enda einn þeirra
manna, sem ætíð skildi eftir eitt-
hvað gott við hvern samfund. En
nú er hann fallinn í valinn. Sláttu-
maðurinn slyngi spyr ekki að aldri
manna né kostum þeirra þegar
hann sveiflar ljá sínum.
Finnbogi var Húnvetningur að
ætt og uppruna, fæddur að Geira-
stöðum í Þingi 16. maí 1923 og því
aðeins 56 ára að aldri. Foreldrar
hans voru Aðalbjörg Valdemars-
dóttir og Jónas Stefánsson. Finn-
bogi var enn í bernsku er móðir
hans iést, en faðir hans fluttist
með syni sína tvo til Eyjafjarðar,
þar sem hann dvaldist fyrst í
Kaupangi en síðar á Akureyri til
dánardægurs. Nokkru eftir að til
Akureyrar kom kvæntist hann
Jónasínu Þorsteinsdóttur, hinni
merkustu konu. Hún átti drýgstan
þátt í að synirnir voru settir til
mennta, og varði til þess eignum
þeim, er hún átti, og gekk hún
þeim í móðurstað í hvívetna. Var
henni ljóst að þeir bræður báðir
voru betur fallnir til mennta-
starfa en erfiðis. Jakob gerðist
læknir en Finnbogi sneri sér að
verslunar- og skrifstofustörfum.
Hann lauk stúdentsprófi með 1.
einkunn 1944. Nam hann síðan eitt
ár í Háskóla íslands og lauk
heimspekiprófi 1945. Kynnti hann
sér síðan bókhalds- og endurskoð-
unarstörf og nam vélabókhald í
Skotlandi 1942. Hafði hann áður
en það var gerst starfsmaður hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga, þar sem
hann vann þar til síðastliðið ár, að
hann gerðist ráðsmaður heilsu-
hælisins í Kristnesi. Var hann
lengst þess tíma aðalbókari kaup-
félagsins. Fagnaði hann hinu nýja
starfi, og þá ekki síður vinir hans
og aðrir, sem annt létu sér um hag
hælisins, því að öllum, er til
þekktu var ljóst, að til þess starfs
mundi vandfenginn hæfari maður
+
Hjartkær eiginkona mín
KATRÍN VALTÝSDÓTTIR
ÞÓRARINSSON
lést hinn 7. ágúst.
jaröarförin hefur fariö fram.
Þakka auösýnda samúö.
Ásgeir Þórarinsson.
Útför eiginkonu minnar og móöur okkar,
DRAFNAR SUMARLIÐADÓTTUR,
Eystra-Miöfelli,
fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfjaröarströnd.
laugardaginn 18. ágúst kl. 14.
Fyrir hönd vandamanna,
Þorvaldur Valgarösson og synir hinna látnu.
+
Hjartans þakkir færum viö þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna fráfalls
ÓLAFS A. GUDMUNDSSONAR,
frá Eyri, Vesturgötu 53.
Gunnhildur Árnadóttir
Valtýr Pétursson, Herdís Vigfúsdóttir,
Elín Þórhallsdóttir, Reynir Jónasson,
Þórdís Bjarnadóttir,
barnabörn.
+
Þökkum innilega hlýhug og samúö viö andlát og jaröarför,
DANÍELS HARALDSSONAR,
Rénargötu 5,
Grindavík.
Fyrir hönd bræöra hins látna og annarra vandamanna.
Ragnheiöur Ragnarsdóttir og börn.
+
Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
ARNA SVEINSSONAR
Neskaupstaö.
Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki Borgarspítalans
deild 7A.
Guörún Árnadóttir, Sveínn Á. Sveinsaon,
Oddur Þór Sveinsson,
Sígurlaug Sveinsdóttir,
Ásrún Björg Sveinsdóttir,
Bjarni Sveinsson,
Laufey Sveinsdóttir,
Dóra Geröur Stefánsdóttir,
Pálína Pálsdóttir,
Stefán Halldórsson.
eða traustari. En sjálfan mun
hann hafa fýst að þreyta krafta
sína á nýjum vettvangi. En enginn
má sköpum renna.
Finnbogi var félagslyndur, enda
starfaði hann í mörgum félags-
skap, og unni flestum menningar-
og mannúðarmálum, og mun það
ekki síst hafa kvatt hvatt hann til
að hefja sitt nýja starf. Hann átti
lengi sæti í sóknarnefnd Akureyr-
arkirkju, og var lengstum gjald-
keri hennar eða formaður og
stundum hvorttveggja. Var það
svo löngum þar sem hann starfaði
í félögum, að hann var kvaddur til
trúnaðar- og framkvæmdastarfa,
því að hann var hvorttveggja í
senn starfsfús og ötull að koma
fram málum, og engum var betur
trúandi fyrir hag þess félagsskap-
ar eða stofnunar, sem hann vann
fyrir. Þekkti ég það gjörla, er
hann fyrir beiðni mína tók að sér
reikningshald og fjárvörslu
Menntaskólans á Akureyri. Var
það ómetanlegt mér, að geta varp-
að allri þeirri áhyggju á hann, og
vita, að þar yrði ekki betur að
unnið, né af meiri trúnaði, en slík
var reynsla allra þeirra, sem
Finnbogi starfaði hjá. Ekki kann
ég að rekja öll þau félög, sem hann
hegaði tómstundir sínar, en lengi
var hann í Lúðrasveit Akureyrar
og síðar Tónlistafélaginu og hafði
með höndum fjárreiður Tónlistar-
skólans um langt skeið. Hann var
lengi virkur félagi í Frímúrara-
reglunni, og verður þar sem ann-
ars staðar skarð fyrir skildi, þegar
hann er horfinn á braut.
Hann var kvæntur Helgu Svan-
Iaugsdóttur hjúkrunarkonu, hinni
ágætustu konu, og hallaðist ekki á
um mannkosti þeirra og mann-
dóm. Voru þau samhent um að
skapa fagurt heimili, þar sem
gestrisni og hlýja mætti hverjum,
sem þar kom, og þeir voru ekki
fáir, því að vinsældir beggja voru
miklar, og víst var um það, að
enginn fór svo dapur á þeirra
fund, að hann hyrfi ekki glaðari
brott. En slíkir hæfileikar hefðu
vissulega komið að góðu haldi ef
þeim hefði enst tími til að fara
með forystu Kristneshælis lengur
en raun varð ár. Börn þeirra eru
þrjú: Jónas flugmaður, Aðalbjörg
við háskólanám í hjúkrunarfræð-
um og Svanlaug við hjúkrunar-
nám. Eldri systkinin tvö eru stúd-
entar.
Og nú er Finnbogi minn horfinn
yfir móðuna miklu. Minningin
lifir um góðan vin og traustan
drengskaparmann, sem hvarvetna
gegndi kröftum sínum þar sem
betur gegndi og gróa mátti undan.
Og vissulega verður hann minnis-
stæður öllum, sem hann þekktu,
fyrir hlýjuna, sem frá honum
stafaði og góðlátlega gamansemi
þegar svo bar undir. En þótt hann
sé horfinn sjónum vorum efast ég
ekki um að hann hafi næg við-
fangsefni í nýjum heimi, þar sem
ekki síður en hér er þörf hjálpar
og góðvildar. Það er huggun í
harmi, að starfsþráðurinn er ekki
slitinn, þótt samvistum sé lokið
um skeið. Um leið og ég þakka vini
mínum og samstarfsmanni allar
samverustundir og alla hlýjuna,
sem ég hefi notið frá hans hendi,
sendi ég Helgu og börnum hennar,
svo og öðrum nánustu innilegar
samúðarkveðjur, og bið þeim allr-
ar blessunar í sorg sinni.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum.