Morgunblaðið - 17.08.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979
23
Minning:
Grímur Gíslason
„Skjótt hefir sól brugðið
sumri“.
Ennþá verður manni betri orða
vant, þegar óvæntar harmafregnir
berast, en þeirra, sem listaskáldið
góða kvað fyrir nær 140 árum
síðan.
Þær hjuggu snöggt og óvænt,
örlaganornirnar, þann 6. ágúst sl.,
þegar Finnbogi Jónasson varð
bráðkvaddur að heimili sínu.
Finnbogi Stefán Jónasson var
fæddur að Geirastöðum í Þingi 16.
maí 1923, sonur hjónanna Jónasar
Stefánssonar og Aðalbjargar
Signýjar Valdimarsdóttur, sem
þar bjuggu. Konu sína missti
Jónas 1927 frá tveimur ungum
sonum þeirra, Finnboga og Jakob
Valdimar, sem var 3 árum eldri.
Hann er nú læknir í Reykjavík.
Jónas flutti þá inn í Eyjafjörð
með syni sína, fyrst að Kaupangi
og síðar til Akureyrar, þar sem
hann átti heimili til dauðadags.
Þar kvæntist hann síðari konu
sinni, Jónasínu Þorsteinsdóttur,
og hjá þeim ólust þeir bræður
síðan upp. Finnbogi varð stúdent
frá Menntaskólanum á Akureyri
1944 og tók próf í forspjallsvísind-
um ári síðar við Háskóla íslands.
Þá gerðist hann starfsmaður
Kaupfélags Eyfirðinga, fyrst sem
starfsmaður, en 1952 fór hann til
náms í vélabókhaldi í Skotlandi.
Sama ár var hann ráðinn aðalbók-
ari hjá sama fyrirtæki og gegndi
því starfi til ársins 1978.
4. nóvember gékk Finnbogi að
eiga eftirlifandi konu sína, Helgu
Svanlaugsdóttur, hjúkrunarkonu,
en hún var systurdóttir Jónasínu,
stjúpmóður hans. Þau eignuðust 3
börn. Elstur er Jónas, flugmaður
hjá Flugfélagi Norðurlands. Hann
er kvæntur Eyrúnu Eyþórsdóttur,
hjúkrunarfræðingi, og eiga þau
eitt barn. Yngri dæturnar: Aðal-
björg Jónasína og Svanlaug Rósa,
sem eru báðar við hjúkrunarnám í
Reykjavík. Finnbogi vann mjög að
félagsmálum á Akureyri. Var
hann m.a. gjaldkeri Tónlistar-
skóla Akureyrar frá stofnun hans
1946. Einnig var hann gjaldkeri
Akureyrarkirkju og formaður
sóknarnefndar mörg ár.
1. maí 1978 réðst Finnbogi
forstöðumaður að Heilsuhælinu í
Kristnesi. Það vissum við, vænt-
anlegir samstarfsmenn hans, að
það var með söknuði og eftirtöl-
um, sem hann var kvaddur af fyrri
samverkamönnum við Kaupfélag-
ið, þar sem hann hafði starfað í
þriðjung aldar og var af öllum
talinn frábær starfsmaður. Það
voru því miklar vonir bundnar við
starf hans hér á hælinu, og allt
útlit fyrir, að þær vonir mundu
rætast, þegar svo sviplegur endir
var á þær bundinn.
Persónuleg kynni okkar Fjnn-
bogi voru vart lengri heldur en
samstarf okkar, en með konu hans
hafði ég unnið áður og þekkti hana
að miklum mannkostum, og milli
hennar og konu minnar lágu
gamlir vináttuþræðir.
Við hjónin nutum þeirrar
ánægju að eiga nokkrar notalegar
kvöldstundir á heimili þeirra,
friðsælu og menningarlegu. Fór
þar saman rausn á veitingar og
hjartans hlýju.
Störf hans hér einkenndust
fyrst og fremst af samviskusemi
og trúmennsku. Þær dyggðir mat
hann mikils og þess sama vænti
hann af öðrum. Hann kynnti sér
öll mál vel og var glöggur á leiðir
til úrbóta. Reglusemi var honum í
blóð borin, bæði í starfi og í
einkalífi sínu. Ég hygg, að hann
hafi verið fremur viðkvæmur í
lund, en var þó fastur fyrir, þegar
því var að skipta.
í einkalífi sínu var Finnbogi
hamingjumaður. Samrýndari hjón
en þau Helgu hefi ég varla þekkt.
Leiðir þeirra lágu snemma saman
og bæði voru einlynd og trölltrygg.
Öll var fjölskyldan mjög samheld-
in.
Þakklæti og tregi eru efst í huga
okkar nú, þegar leiðir skilja.
Helgu, börnum þeirra og öðrum
ástvinum hans, sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur frá okkur hjón-
unum.
Sá sem mikið hefir átt hlýtur
mikið að missa. En minningin um
góðan dreng lifir.
Brynjar Valdimarsson
Kristneshæli
Þann 8. ágúst lést Grímur
Gíslason verslunarmaður. Hann
var fæddur 6. október 1913 í
Reykjavík. Hann bar nafn frænda
síns í föðurætt, Gríms Thomsens
skálds. Voru foreldrar hans Gísli
Isleifsson sýslumaður og kona
hans Lucinda Jóhannsdóttir Möll-
er kaupmanns á Blönduósi og
konu hans Alvildu Thomsen.
Gísli Isleifsson hafði sýsluvöld í
Húnaþingi um 15 ára skeið. Var
heimili þeirra hjóna mjög rómað
fyrir höfðingsskap, og Gísli vin-
sæll meðal Húnvetninga, en faðir
hans var ísleifur Einarsson er sat
á Geitaskarði, var sýslumaður í
Húnaþingi í 10 ár þar til hann
gjörðist yfirdómari og flutti til
Reykjavíkur. Gísli ísleifsson flutti
til Reykjavíkur 1913 og gjörðist
aðstoðarmaður í stjórnarráðinu
og var síðan skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu. Hann var
hið mesta glæsimenni á yngri
árum, sem hann átti kyn til. Var
haft á orði er hann flutti suður
með konu og börn hve fjölskyldan
væri mannvænleg.
En sá vágestur, er þá var mesta
mannamein, var berklaveikin, og
kom sú veiki upp í fjölskyldunni
og 1927 hafði andast kona Gísla og
börn þeirra hjóna utan það
yngsta, Grímur. Var þetta mikið
áfall fyrir þá feðga. Én þó Gísli
Isleifsson væri eigi heilsuhraustur
vann hann sitt starf við góðan
orðstír, starfsamur og glöggur
embættismaður.
Hlaut það nú að vera hans
hugðarmál að koma einkasyninum
Grími til manns og hann mætti
heilsuhraustur vera. Enda var
Grímur efnilegur, fríður sýnum,
sem hann á ætt til, ljóshærður og
mikill á velli. Hann var glaðlynd-
ur og lét vel um bóklegt nám.
Mátti því vænta þess að hann
gengi menntabrautina og sneri sér
þá að lögfræði.
Faðir hans lét sér mjög hugar
haldið um hann sem vænta mátti,
enda var Grímur þess vel verður.
Hann var reglusamur, og stundaði
námið ágætlega. Settist hann í
menntaskóla 1927 og undi sér þar
vel.
En er hann kom að lokatak-
markinu og var í sjötta bekk
1932—33 kenndi hann heilsubrests
þess, er þjáð hafði systkini hans
og varð hann að hverfa frá námi.
Komst hann þó yfir sjúkdóminn
og lifði við góða heilsu um tugi
ára.
En eigi varð af frekara námi hjá
honum enda hafði faðir hans Gísli
ísleifsson andast 9. sept. 1932.
Þeim feðgum var það mikil stoð
að Kristín Björnsdóttir, hún-
vetnsk kona er hafði dvalið um
áratugi á heimili sýslumanns,
fyrst á Blönduósi og svo í Reykja-
vík, veitti því forstöðu eftir lát
sýslumannsfrúarinnar og hélt svo
heimili síðar með Grími.
Grímur Gíslason fór nú út á
vinnumarkaðinn og kom þá fram
hneigð hans til skrifstofustarfa,
viðskipta og umsvifa. Þótti hann
kappsamur að öllu sem hann gekk
og fljótur til úrskurða. Hóf hann
störf í versluninni Penninn 1933
og var síðan við störf á póststof-
unni og póstmálaskrifstofunni í
Reykjavík. Vann hann þar á árun-
um 1933—45. En póstmeistari var
þá Sigurður Briem, mágur föður
hans.
Grímur mun hafa þráð að verða
sjálfs síns húsbóndi. Réðst hann
þá til Islendingasagnaútgáfunnar
og var framkvæmdastjóri og með-
eigandi hennar frá 1947—52
ásamt Gunnari Steindórssyni. Þá
varð Grímur starfsmaður bóka-
útgáfunnar Norðra og er síðan
forstjóri Bókabúðar Norðra frá
1952-56.
Öll þessi margháttuðu störf
Gríms Gíslasonar við bókaútgáfu
og bókasölu, gáfu honum marg-
háttaða þekkingu um þessi mál,
enda mátti segja að þau yrðu hans
æfistörf. Mun það hafa orðið til
þess að hann þótti kjörinn til þess
að verða framkvæmdastjóri Inn-
kaupasambands bóksala hf. frá
stofnun þess 1957 og gegndi hann
því starfi þar til í árslok 1975.
Ég tel víst að hann hafi unnið
að stofnun þessara samtaka, og
starf hans hafi þar verið metið að
verðleikum, þar sem hann um svo
langt árabil hafði það á hendi.
En 1976 réðst Grímur sem
starfsmaður hjá Tryggingastofn-
un ríkisins, og mætti ætla að hann
hafi kosið sér það, er væri honum
umsvifaminna starf.
Það lætur nærri að slíkur mað-
ur, sem Grímur Gíslason er hafði
margvísleg störf á hendi, auk þess
sem hann var heilsutæpur um
skeið, hefði orðið einmana, hefði
hann eigi kvænst. Þá hefði lífið í
veröldinni orðið honum erfiðara
án eigin heimilis og góðs lífsföru-
nauts, eftir slíkan ástvinamissi er
hann í æsku mátti þola og hlaut
jafnan að sakna síns góða föður.
En hér var Grímur Gíslason
gæfumaður. Um það bil er hann
hafði náð heilsu að nýju kvæntist
hann 1934 Ingibjörgu Jónsdóttur
Ágústssonar frá Vatnsleysu í
Biskupstungum og Margrétar
Gísladóttur frá Felli í sömu sveit.
Þau hjón eignuðust fjögur börn,
Lucindu, gifta Eiði Gunnarssyni
söngvara, eru þau búsett í Þýzka-
landi. Almar lyfjafræðing, kvænt-
Fædd 15. júní 1896.
Dáin 10. ágúst 1979.
Þeir, sem nú aka austur Skúla-
götu og muna fyrri tíð, sakna
þegar innar dregur, gömlu Rauð-
arárhúsanna, er settu lengi svip á
það hverfi, en áður en bærinn
byggðist upp frá Rauðarárvíkinni,
voru þarna ræktuð tún og miklir
matjurtargarðar, verk þeirra
feðga Vilhjálms Bjarnarsonar frá
Laufási, er fluttist suður 1893 frá
Kaupangi í Eyjafirði, og Þorláks
sonar hans, er snemma tók við
búinu eftir lát föður síns 1912.
Móðir hans, Sigríður Þorláksdótt-
ir frá Skútustöðum í Mývatns-
sveit, sat áfram á Rauðará, og
Laufey rnóðir mín, systir Þorláks,
átti þar heimili og faðir minn,
Guðmundur Finnbogason, eftir að
þau giftust 1914 um árabil. Bús-
umsvifin hvíldu þó á herðum
Þorláks, og það var því gleðidagur,
þegar hann bætti ráð sitt og bað
sér konu 1919, Sigrúnar Sigurð-
ardóttur frá Flóagafli í Sandvík-
urhreppi í Árnessýslu, en systkini
hennar voru þeir kunnu bræður
Árni fríkirkjuprestur, Ásgeir
skipstjóri, Þorkell vélstjóri og
Sigurður Ingi, lengi sveitarstjóri á
Selfossi, og ein systir Steinunn,
búsett í Reykjavík.
Sigrún var hin föngulegasta
kona og lét brátt að sér kveða við
bústörfin.
Þeim Þorláki varð fjögurra
barna auðið, Vilhjálms, er var
elztur og verið hefur síðan 1960
umsjónarmaður Fiske-safnsins
svonefnda við Cornell-háskóla í
íþöku í New York ríki. Vilhjálmur
an Önnu Björk Guðbjörnsdóttur
frá Hafnarfirði. Tvö börn misstu
þau hjón Grímur og Ingibjörg, er
dóu í frumbernsku, Margréti og
Gísla.
Þeim hjónum Grími og Ingi-
björgu búnaðist vel og komust
þannig vel áfram og studdu hvort
annað með ráðum og dáð á
lífsleiðinni. Eignuðust ágætt
heimili í eigin íbúð.
Þó leiðir Gríms og skólabræðra
hans skildu fyrr en ætlað var í
upphafi, þá var hann ávallt í
góðum tengslum við þá. Voru þau
hjón Grímur og Ingibjörg jafnan á
Fæddur 25. febrúar 1891
Dáinn 7. ágúst 1979
7. ágúst s.l. kvaddi Kolbeinn
Ivarsson bakaram. þennan heim,
88 ára gamall.
I 25 ár hef ég kynnst trygglyndi
hans, góðmennsku og léttu lundar-
fari.
Á unglingsárum mínum í
Sveinsbakaríi var hann alltaf
reiðubúinn að hjálpa okkur stúlk-
unum í vinnunni, hvað sem á
bjátaði. Alltaf mætti hann fyrstur
á morgnana, hress að vanda.
Hagmæltur var hann og margar
vísurnar voru kveðnar um okkur
starfsfólkið, allt í glettni og
gamni.
En það sem meira var, löngu
eftir að við hættum að starfa
saman, hélt hann tryggð við okkur
öll. Eins og góður afi lét hann sér
annt um framtíð okkar. Meðan ég
dvaldi í Englandi skrifaði hann
alltaf reglulega fréttir að heiman.
Eitt sinn sendi hann mér í bréfi
íslenska fánann til að minna á
tryggð við land og þjóð og þá
fylgdu oft vísukorn líka sem
minntu á gamla Frón.
Eftir að ég giftist og eignaðist
mín börn, fylgdist hann með og
gladdist yfir velferð okkar allra.
Hann sendi jólagjafir til barn-
anna og gladdist mjög þegar þau
heimsóttu hann meðJítinn glaðn-
ing. Þau voru góð heim að sækja,
Þóra dóttir hans og hann, þá var
gestrisnin í hávegum höfð.
er kvæntur Dóru Eiríksson,
vestur-íslenzkri konu frá Minnea-
polis, og eiga þau tvo syni og eina
dóttur. — Næstelzt barna Sigrún-
ar og Þorláks var Ingibjörg, er lézt
1959. Hún var gift Jóni K. Haf-
stein tannlækni, og eignuðust þau
eina dóttur. — Þriðji í röðinni er
Þorsteinn, kvæntur Elfu Thor-
oddsen, en yngst systkinanna er
Sigríður Aðalbjörg, gift Sigurði
Egilssyni stórkaupmanni, og eiga
þau fimm börn.
Þegar allt virtist leika í lyndi
fyrir hinum ungu Rauðarárhjón-
um á þriðja áratugnum, bar þar
snögglega skugga á, veikindi Þor-
láks, er seinast drógu hann til
dauða 1932. Sigrún lét þó ekki
bugast og hélt áfram búskapnum
og kom börnunum til mennta.
Tengdamóðir hennar hafði
flutzt til foreldra minna, þegar
þau settust að í Suðurgötu, en
foreldrar Sigrúnar, Sigurður
Þorsteinsson og Ingibjörg Þor-
kelsdóttir, sátu á efri árum sínum
í skjóli dóttur sinnar.
Að því dró upp úr 1940, að
Reykjavíkurbær keypti Rauðar-
árland og gömlu túnin bæði heima
við og austar, þar sem Túnahverf-
ið er nú, yrðu lögð undir >.ua
stræti.
Sigrún og Þorsteinn yngri sonur
hennar, er hvarf frá menntaskóla-
námi að búskapnum með móður
sinni, færðu sig þá um set, frá
Rauðará að Laugabrekku nokkru
austar, rétt neðan Suðurlands-
brautar. Þar bjuggu þau góðu búi,
eftir því sem aðstæður leyfðu, allt
fram til ársins 1966, er þau létu af
stúdentamótum okkar og nutu
gleðskaparins og lífsfagnaðar með
okkur. Voru þau síðast með okkur
á 45 ára stúdentaafmæli okkar
1978.
Grímur Gíslason var sjúkur hið
síðasta ár ævi sinnar og lá á
sjúkrahúsi.
Hann hafði verið starfsamur
um ævina og fljótur að átta sig á
hlutunum. Verið vel virtur ai
samstarfsfólki sínu. Lífið hafðt
lánast honum vel við góða hagi.
Hann er hér kvaddur af skóla-
bræðrum sínum með hlýjum hugai
Pétur Þ. Ingjaldsson.
Síðast er við heimsóttum Kol-
bein var mjög af honum dregið,
hann var farinn að heilsu.
Nú að leiðarlokum vil ég og
fjölskylda mín þakka honum fyrir
allar góðar stundir sem við áttum
saman. Kolbeinn var mjög trúaður
maður og óskum við honum alls
góðs í nýjum heimkynnum. Þóru
og öðrum vinum og vandamönnum
vottum við samúð.
Nú legg éic auKun aftur.
ó guð. þinn nóðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ. virst mÍR að þór taka
mér yfir láttu vaka
þinn enjfil svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
„Bedda“.
búskap og fluttust vestur á
Kvisthaga.
Yndi Sigrúnar varð nú að fylgj-
ast með barnahópnum, er stöðugt
óx í kringum hana, en barnabörn-
in eru nú orðin 9 og barnabarna-
börn 7.
Sigrún fór eitt sinn vestur um
haf að heimsækja Vilhjálm son
sinn og fjölskyldu hans, en þau
komu einnig nokkrum sinnum
hingað heim til að vitja hennar og
frændfólksins hér.
Ég átti mörg sporin inn að
Rauðará í gamla daga og eins að
Laugabrekku, eftir að þangað var
flutzt, en kom sjaldnar en skyldi á
Kvisthagann. Sigrún var alltaf við
mig sem væri ég einn af drengjun-
um hennar, enda áttum við Vii-
hjálmur, sonur hennar, margt
saman að sælda á æskuárum og
síðar í námi og störfum.
Ég minnist Sigrúnar nú að
leiðarlokum með þökk og virðingu
og veit, að hún er fegin h\
eftir langa og stundum
ævi. Blessuð sé minning he:
Finnbogi Guðmur
Sigrún S. Bjarnar
—Minningarorð
Kolbeinn Ivarsson, bak-
arameistari — Minning