Morgunblaðið - 17.08.1979, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.08.1979, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 MORtfdN KAFr/N4J — Hann var bilaviðgerðarmað- ur hér á yngri árum. — Ég er að hugsa um að drekkja mér. Viltu vera ein- hversstaðar nálægt og bjarga mér með munn við munn að- ferðinni? — Þú hlýtur að skilja að tóm heilflaska er tómari en tóm hálfflaska. Heilflaskan er jú miklu stærri. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hvenær og hverjum má gefa slag, er spurningin í léttri úrspils- æfingu. Norður er gjafari spilsins og allir á hættu en bæði austur og vestur segja ailtaf pass. Norður S. 102 H. ÁD3 T. ÁK1087 L. 432 Suður S. D853 H. K75 T. D9 L. ÁK65 Samningurinn er þrjú grönd, spiluð í suðri, og vestur spilar úr laufdrottningu. Fáist fimm slagir á tígul verða tíu slagir auðveld bráð. En hvernig tryggjum við níu slagi? í vissum tilfellum má vestur COSPER a„A cosper. „Eitt stykki antik-vasi frá Kína. — Var þaö eitthvað fleira fyrir frúna?“ Ekki eintómar aðfinnslur Þegar ég var drengur var aðeins einn blettur í bæjarlandinu í umsjá þess opinbera, þar sem var ofurlítill trjágróður. Þetta var Kirkjugarðurinn við Suðurgötu. Trjágarðurinn við Alþingishúsið var einkafyrirtæki Tryggva Gunn- arssonar, þess einstæða athafna- manns. Trjágarða við íbúðarhús í Reykjavík mátti telja á fingrum sér, enda þóttu þeir undur, einkum ef trén höfðu náð nokkurra álna hæð. Nú er öldin önnur, þar sem því er jafnvel haldið fram, að Reykja- vík sé stærsta samfellda skóglendi landsins. Margir hafa hér lagt hönd á plóginn og ræktað fallega trjá- garða við hús sín. Engir hafa þó tekið jafn rösklega til hendi og Hafliði garðyrkjustjóri og hans menn, með framkvæmdum bæjar- félagsins í ræktun. í hvert sinn er ég ek ofan Ártúnsbrekku og vestur Miklu- braut og Hringbraut, og lít „grænu byltinguna", hugsa ég hlýlega til mannsins, sem á síðast- liðnum aldarþriðjungi hefur gjör- breytt ásýnd borgarinnar okkar. Við, sem unnum gróðri og met- um framtak, sendum Hafliða þakkir fyrir ómetanleg störf. Hinir hafa þegar þakkað, á sinn hátt, m.a. með því að troða í flag hverja tilraun til að koma upp svolitlum grasgeirum til að mýkja hrjúfa ásýnd malbiks og grágrýtis á Lækjartorgi og í Lækjartorgi og í Austurstræti. Nú þegar grasgeir- arnir hafa verið settir á stalla, verður gaman að sjá hvort þeir sporlötu leggja í að lyfta sínum þungu botnum hálft annað fet, heldur en að taka á sig örlitla krókinn. Björn Steffensen ekki komast að til að spila spaðan- um, og er það eina ógnunin í spilinu. Og strax og við höfum komið auga á þetta erum við örugg. Tökum fyrsta slaginn, spil- um hjarta á drottninguna, síðan lágum tígli og komi lágt spil frá suðri látum við níuna! Lítum á allt spilið. Norður S. 102 H. ÁD3 T. ÁK1087 L. 432 Austur S. ÁG4 H.108642 T. G654 L. 7 Suður S. D853 H. K75 T. D9 L. ÁK65 Sjá má að fái austur slag á tígulgosann getur hann gert út um sigurvon okkar spili hann næst spaðagosa. Sama verður hvað við gerum og vestur spilar aftur spaða á ásinn og þriðji spaðinn tryggir þá vörninni fjóra spaðaslagi, sem nr einum of mikið. En til að koma í veg fyrir þetta n við tígulníunni og spili >aðanum geta þeir ekki i þrjá slagi þar og þá Vestur S. K976 H. G9 T. 32 L. DG1098 Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á isienzku I 48 Konan var á fertugsaldri, feitlaginn vel, og fjögur börn hlupu öskrandi um íbúðina. Ardaian var þolinmóður og kurteis. Hann sá að hún var hrædd og auðvelt væri að fá hana til að segja hvað sem vera kann. Hann spurði hana hven- ær hún hefði séð bílinn. Svör hennar voru óljós. Einhvern- tfma á sfðustu tveimur vikum. Þó var hún ekki viss. Hún hafði litið út um gluggann og séð þegar bílnum var lagt skammt frá og svo kom maðurinn gang- andi upp stigann nokkru síðar. — Nú þetta er ósköp eðliiegt, sagði hershöfðinginn. — ósköp eðlilegt að þér yrðuð forvitnar. Hvernig vitið þér að hann fór inn í íbúðina til Peters? — Vegna þess ég opnaði dyrnar eilítið og sá hann fara upp stigann. Eg heyrði rödd Bandarfkjamannsins og hann sagði eitthvað á þessa leið: „Halló Homsi, komdu inn.“ — Homsi, endurtók hershöfð- inginn. — Þakka yður virkta- vel. Þetta mun verða að góðu gagni. Muniö þér hvort þessi maður kom nokkurn tfma aftur .. .eða hafði verið verið hér áður? Þekktuð þér hann? — Nei, sagði konan. — Ég myndi samt þekkja hann aftur ef ég sæi hann. En ég held hann hafi bara komið einu sinni. Svo að ég viti. Hún leit óstyrk á Ardalan, en brosti til hennar. Hún sefaðist enda hafði hann ágætis lag á fólki. Hann stóð upp. — Þetta var alveg prýðilegt, sagði hann. — Ég er yður þakklátur fyrir. En þér verðið að skilja eitt. Þér verðið að steinþegja yfir þessu. Þér meg- ið segja manninum yðar frá þvf að við komum en þér megið ekki segja hvað þér sögðuð okkur. Annars er hætt við þið getið lent f mesta klandri. Þér skiijið það? Hún kinkaði kolli of hrædd til að stynja upp orði. — Voðalegu klandri, endur- tók Ardalan. — En ef þér þegið og gerið eins og ég segi yður, mun yður verða launað. Segið eiginmanni yðar það. Nú förum við, en við komum aftur. I bílnum á leiðinni til baka sneri hann sér að aðstoðar- manni sfnum. , — Homsi. tautaði hershöfð- inginn. — Hvaða þjóðerni dett- ur yður í hug þegar þér heyrið það. — Ef það hefur verið A1 Homsi, gæti hann verið Sýr- lendingur. — Sýrlendingur. Já. Ég held að það væri ekki fjarri lagi. Þeir eru alltaf að bralla með hryðjuverk. Skelfing er það heimskulegt að keyra um á bifreið sem er með sendiráðs- merki. — Fólk verður kærulaust. Hann hefur áreiðanlega ekki látið sér detta í hug að nokkur veitti þessu athygli. — Konan sagði að hann hefði komið aðeins einu sinni. En ég held það sé ekki langt sfðan. Ella myndi hún ekki muna svona skýrt hvernig hann leit út. — Hún sagði að hún myndi þekkja hann aftur, sagði Sabet aðstoðarmaöur hans. Ardalan brosti. — Við skulum fara yfir nöfn starfsmanna við sýrlenzka sendiráðið. Við skulum sjá hvort við getum ekki haft upp á þessum Homsa. Logan og James Kelly voru á leiðinni f efnahagsmálaráðu- neytið. Þeir áttu stefnumót við Khorvan ráðherra klukkan tí*» þrjátfu. Það var Kelly léttir að Janet Armstrong var ekki með Logan. Ian Patersen, fjármála- stjóri fyrirtækisins sat fram í þjá bflstjóranum. — Við bjóðumst til að borga helminginn af kostnaðinum, sagði Logan. — Við getum að minnsta kosti byrjað með því. Kelly sá andlit Patersons í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.