Morgunblaðið - 26.08.1979, Page 1

Morgunblaðið - 26.08.1979, Page 1
64S1ÐUR 193. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 26. ÁGtST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Augstein sleppt úr fangelsi Olbia, Sardinía 25. á|(. Reuter. AUGSTEIN, útgefandi þýzka vikuritsins der Spiegel, var lát- inn laus í dag úr fangelsi og fær að halda til Vestur-Þýzkalands síðdegis í dag, en rannsókn málsins mun halda áfram. Lög- maður Augsteins skýrði frá þessu og sagði að réttarhöld yrðu líkast til eftir nokkra mánuði. Lögmaðurinn sagði að verði sannað að útgefandinn hafi ætlað eiturlyfin sjálfum sér, muni hann sleppa með vægan dóm, þvi að, samkvæmt ítölskum lögum er ekki tekið mjög hart á því þótt menn hafi ögn af eiturlyfjum til eigin nota í fórum sínum. Einn ritstjóri Spiegels sagði í gær að tilhæfulaust væri að Augstein neytti eiturlyfja. Gömul þjóðtrú er að þegar mikið er um fífu á flóum og mýrlendi verði veturinn harður... Myndin var tekin á Snæfellsnesi á dögunum. Teng fagnaði Mondale Peking 25. ág. AP. TENG varaforsætisráðherra Kína og Ifuang utanríkisráðherra fögn- uðu Walter Mondale varaforsætis- ráðherra Bandaríkjanna er hann kom tii Peking aðfaranótt laugar-' dags. Mondale er hæstsettasti Banda- ríkjamaður sem heimsækir Kína síðan ríkin tvö tóku upp stjórnmála- samband í janúarmánuði síðastliðn- um. Vél ballettfólksins enn í banni síðdegis New York 25. ágást ÞEGAR Mbl. fór í prentun var Aeroflotvélin með Bolshoi ballett- dansarana enn á Kennedyflugvelli og hafði ekki fengið flugtaksheim- ild. Sovézkur blaðamaður sem fékk að fara í vélina til að ræða við Ludmilu Vlasova, konu Godonovs sem hefur fengið hæli í Bandaríkjunum sagði að Ludmila væri mjög skelfd. Hún hefði endurtekið margsinnis að hún vildi fara og hún óttaðist að hún yrði tekin af vélinni. „Þetta er eins og flugrán" sagði sovézki blaðamaður- inn. Vélinni er haldið skv. grein í stjórnarskránni, þar sem bandarísk stjórnvöld áskilja sér rétt til að ræða við þann sem komast vill úr landi, ef þau telja sig hafa rökstudda ástæðu til að ætla að ekki sé allt með felldu. Um borð í vélinni eru yfir eitt hundrað farþegar, þar af um fimmtíu Bandaríkjamenn. Hungursneyð vof- ir yfir Kambodiu Bantckok 25. Ag Reuter. VEGNA uppskerubrests á hrís- grjónum vofir nú hungursneyð yfir fbúum höfuðborgar Kambodiu, Phnom Penh, og margt fólk sveltur nú þegar hálfu hungri. Þá eykur á örðugleikana að þrjú sjúkrahús borgarinnar geta varla sinnt störfum sínum vegna þess að öll lyf og hjúkrunargögn eru gengin til þurrðar og er ekki hægt að veita þar einföldustu læknishjálp að því er segir í skýrslu alþjóðlegrar nefndar sem var að koma frá Kambodiu og kveðst munu óska eftir því við Alkirkjuráðið að þegar verði gerðar umfangsmiklar ráðstafanir til að bjarga milljónum manna frá hung- urdauða í Kambodiu. Verði leitað eftir því að Rauði kross Kambodiu fái að minnsta kosti tvær milljónir dollara strax til að bæta úr allra brýnustu þörfina. Enn geisa bar- dagar í Saqqez Saqqez. Teheran, 25. ágúst. AP-Rueter. SKÆRULIÐAR Kúrda lýstu því yfir í morgun að borgin Saqqez í vesturhluta íran væri enn á þeirra valdi, en haft var eftir foringjum hersveita íransstjórnar í gærkvöldi að stjórnarherinn hefði náð borginni á sitt vald eftir mikla bardaga í gær. Samkvæmt fregnum voru miklir bardagar í borginni í morgun og hertu skæruliðar umsátur sitt um bækistöðvar hersins eftir að 200 manna liði stjórnarhersins hafði tekist að brjóta sér leið ti! bækistöðvanna með birgðir vopna og matvæla. Hermdu fregnir að skæruliðar hefðu fellt og sært stjórnarher- menn og unnið tjón á skriðdrekum og öðrum vígvélum, en engar fregn- ir fóru af mannfalli í röðum skæru- liða. Orrustuþotur stjórnarhersins vörpuðu sprengjum á stöðvar Kúrda í nótt og var svört nóttin sem bjartur dagur vegna glæring- anna frá sprengjunum. Mannvirki hafa verið illa leikin í átökunum síðustu daga og hefur stór hluti borgarinnar nánast verið lagður í rúst. Talsmenn skæruliða Kúrda sögðu í /norgun að þeir afléttu ekki umsátri sínu um bækistöðvar hers- ins fyrr en stjórnarhermennirnir væru allir á brott úr borginni. Væru skæruliðar undirbúnir fyrir, hörð og langvarandi átök og myndu þeir ekki láta deigan síga fyrr en stjórnvöld hefðu fallizt á að veita Kúrdum sjálfforræði og lýðræði yrði komið á i öllu landinu. I þessu sambandi yrðu átökin ekki tak- mörkuð við Saqqez, heldur yrði stjórnarhernum veitt mótstaða um allt Kúrdistan. Talið er að um 700 hermenn séu í bækistöð stjórnar- hersins í Saqqez. Kref jast sjálfstæðis Lett- lands, Litháen og Eistlands Moekvu — 25. ágúet — AP HREYFING 45 fbúa í Lettlandi, Litháen og Eistlandi lýstu þvf yfir f dag að sovéskir ráðamenn hefðu innlimað löndin þrjú f Sovétrfkin f kjöifar leynilegra samninga við Hitler. Kröfðust 45-menningarnir þess að löndin þrjú fengju á ný sjálfstæði og fóru þess m.a. á leit við Sameinuðu þjóðirnar f yfirlýs- ingu sinni, að stofnunin léti málið til sfn taka þar sem hún hefði skyldum að gegna gagnvart lönd- unum þar eð þau hefðu á sfnum tfma átt aðild að þjóðabandaiag- inu. í yfirlýsingu 45-menninganna sagði að Lettland, Litháen og Eist- land hefðu færst inn á áhrifasvæði Sovétstjórnarinnar er utanríkisráð- herrar Hítlers og Stalíns, Molotov og von Ribbentrop, undirrituðu sáttmála harðstjóranna tveggja um að hvorugur færi með ófriði á hendur hinum, en 40 ár voru á fimmtudag liðin frá undirritun sáttmálans. Sáttmálin hafi verið hreint samsæri við heimsfriðinn og mannkynið, og í raun og veru verið upphafið að seinni heimsstyrjöld- inni. Orðalag sáttmálans hafi aldrei verið birt að fullu og í framhaldi af makkinu hafi Moskva árið 1940 innlimað Lettland, Litháen og Eist- land í Sovétríkin. Þess var krafizt í yfirlýsingunni, sem Andrei Sakharov og aðrir andófsmenn í Moskvu hafa lýst stuðningi við, að stjórnir Austur- og Vestur-Þýzkalands, svo og ráða- menn í Kreml, lýstu sáttmálann ógildan. Fleiri með hvítblœði Hamborg. 25. igúst, Reuter. PRÓFESSOR Rudolf Gross við læknadeild Kölnarháskóla sagði f dag að þeim færi f jöigandi er ættu við hvftblæði að strfða, og leiddi Gross, sem er einn helzti kunnáttumaður á sviði krabbameins f Vestur-Þýzkalandi, að því lfkum, að samband væri á miili framleiðslu ýmiss iðnvarn- ings og þessarar tegundar blóð- krabba. Gross sagði að tíðni hvítblæðis hefði á síðustu árum aukist mikið á þéttbyggðum iðnaðarsvæðum í Bandaríkjunum og Bretlandi, miðað við dreifbýli. Hann sagði þó að ekki hefðu verið færðar á það sönnur að tengsl væru hér á milli, en nefndi að margur iðnvarningur og efnasambönd kynnu að valda hvítblæði. '41

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.