Morgunblaðið - 26.08.1979, Síða 24

Morgunblaðið - 26.08.1979, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979 Alfons Björgvinsson fráKlöpp — Minning Fæddur 7. febrúar 1928 Dáinn 15. ágúst 1979 Þó lesa megi í skýrslum að óvíða sé meðalaldur manna hærri en hér á landi er það allt of stór hópur manna og kvenna sem kveðja þennan heim á besta aldri. Mið- vikudaginn 15. ágúst s.l. bættist í þennan hóp frændi minn Alfons Halldór Björgvinsson frá Klöpp í Vestmannaeyjum, sem lést í Brompton-sjúkrahúsinu í London 51 árs að aldri. Andlát hans kom þeim sem til þekktu að vísu ekki á óvart þó allir hafi alið þá von í brjósti að hann myndi fá bót meina sinna í þessari ferð á fund lækna í framandi landi. Alfons eða Alli í Klöpp eins og hann var ávallt kallaður í Eyjum var fæddur þar 7. febrúar 1928, sonur Sigríðar Sigurðardóttur, sem nú er látin og Björgvins Magnússonar sem nú býr í Vest- mannaeyjum. Sigríður var dóttir hjónanna Sigurðar Sigurðssonar bátasmiðs og Hildar Eiríksdóttur konu hans. Sigríður var alin upp í Klöpp hjá afa mínum og ömmu, Kristjáni Ingimundarsyni fiski- matsmanni og Sigurbjörgu Sig- urðardóttur, en hún var föðursyst- ir Sigríðar. Eftir að amma dó árið 1931 tók Sigríður við búsforráðum í Klöpp og ólst Alli þar upp hjá móður sinni og afa mínum. Strax um fermingu fór hann að stunda alla algenga vinnu, lengst hjá ísfélagi Vestmannaeyja h.f. enda var sá vinnustaður hinum megin við Strandveginn, andspænis við íbúðarhúsið í Klöpp. Snemma kom í ljós að Alli var sérlega laginn að fást við vélar og allt sem að þeim laut og tók hann brátt &ð vinna við þau verkefni hjá Isfélaginu. For- ráðamenn fyrirtækisins sáu fljótt hvað í honum bjó og fyrir hvatn- ingu þeirra hóf hann nám í vélvirkjun hjá Véismiðjunni Magna h.f. í Vestmannaeyjum. Munu þeir hafa haft hug á að tryggja sér starfskrafta hans að námi loknu en lærifeður hans í Magna vildu ekki láta hann fara frá sér er þeir höfðu kynnst + Útför eiginkonu minnar, móöur og ömmu, MAGNFRÍÐAR ÞORLEIFSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunnl, þriöjudaginn 28. ágúst kl. 3.00. Gunnar V. Gíslason Þórir J. Bjarnason Sigurlaug Björnsdóttír Elsa Þorkelsdóttir Halldór Asgeirsson og barnabörn. + Eginmaöur minn og faöir okkar EGGERT GUÐMUNDSSON Bjargi, Borgarnesi verður jarösunginn frá Borgarneskirkju miövikudaginn 29. ágúst kl. 2. Aöalheiöur Jónsdóttir og börn. + Alúöarþakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför konu minnar SIGRUNAR BJARNADÓTTUR, Haukadal. Siguröur Greipsson og fjölskylda. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRUNAR S. BJARNAR. Dóra Bjarnar Vilhjálmur Bjarnar Elfa Thoroddsen Þorsteinn Bjarnar Síguröur H. Egilsson Sigríður Bjarnar og barnabörn hæfileikum hans og sýnir þetta best hve góður og eftirsóttur verkamaður hann var. Vann Alli því áfram í Magna í nokkur ár að loknu námi eða þar til hann fluttist burt frá Eyjum. Tryggan lífsförunaut og félaga eignaðist hann þegar hann kvænt- ist eftirlifandi konu sinni Svövu Hjálmarsdóttur, sem einnig er ættuð úr Eyjum. Þau eignuðust þrjú börn, Ágúst útvarpsvirkja, Sigurbjörgu nemanda, en þau eru uppkomin, svo og Unnstein sem nú er 10 ára gamall. Alli og Svava hófu búskap í Vestmannaeyjum en árið 1965 fluttust þau að Hellu á Rangár- völlum þar sem Alli starfaði um skeið hjá Kaupfélaginu Þór. Nokkrum árum seinna fluttust þau til Reykjavíkur og gerðist Alli starfsmaður hjá Sindrastáli h.f. þar sem hann vann meðan kraftar leyfðu. Er mér kunnugt um það að þar sem annars staðar þótti hann frábær starfskraftur. Árið 1975 kenndi Alli lasleika og var af þeim sökum frá vinnu um nokkurt skeið en snemma árs 1978 varð hann alvarlega veikur og varð óvinnufær eftir það. Dvaldi hann síðan oft á sjúkra- húsum, einkum þó á Borgarspítal- anum og er læknum og öðru starfsfólki sjúkrahússins færðar þakkir fyrir sérstaka hlýju og umönnun er hann naut þar. í byrjun þessa mánaðar fór hann til Englands og gekkst þar undir læknisaðgerð. Var þetta hans fyrsta og síðasta utanlands- ferð. Honum var ljóst að brugðið gat til beggja vona með árangur en kaus að hætti fornkappa að láta sverfa til stáls. Þegar til Lundúna kom þurfti Alli að bíða í tvo daga þar til hann færi á sjúkrahúsið. Meðalmaðurinn hefði þá dregið sængina upp fyrir höfuð meðan hann beið örlaga sinna, en það var ekki að skapi Alla. Þessa tvo daga skyldi nota til fróðleiks og skoða heimsborgina. Fór hann m.a. á British Museum og voru Ellen Mjöll Jóns- dóttir — Minning Fædd 7. september 1958 Dáin 8. júlí 1979 Með þessum fáu línum viljum við kveðja systur okkar Lellu, sem svo snögglega var tekin frá okkur. I huga okkar spyrjum við ennþá hvers vegna fengum við ekki að njóta hennar lengur. Okkur fannst þetta stutt, en samt þegar við lítum til baka, sjáum við að við eigum eftir dýrmætar minningar og við þökkum Guði fyrir þá miklu gjöf að hafa gefið okkur Lellu. Ellen Mjöll Jónsdóttir var fædd í Willington Delaver 7. september 1958. Hún var dóttir hjónanna Margrétar Viðar og Jóns Hannes- sonar læknis. Hún var þriðja í röðinni af fimm alsystkinum og tveim yngri hálfsystkinum. Þegar Ellen var aðeins tveggja mánaða missti hún bróður sinn Gunnar af slysförum. Honum fékk hún ekki að kynnast hér svo mikið en nú vitum við hvaða gleði það hlýtur að vera fyrir þau að geta hist. Árið 1961 fluttist hún heim til íslands. En aftur varð Ellen fyrir miklum missi. Það var þegar hún missti móður sína og þá var hún aðeins fjögra ára. Ellen gekk í skóla í Garðabæn- um og var svo í heimavistarskól- anum á Eiðum og á Reykjanesi. Eftir það hóf hún störf við Lands- banka íslands og síðast á Matsölu- staðnum Árbergi. Ellen lætur eftir sig dótturina Ernu Rut. Biðjum við Guð að vernda og styrkja elsku litlu móðurlausu frænku okkar. Einnig biðjum við guð að styrkja föður hennar, Elvar, sem nú tekst á við móður- og föðurhlutverkið. Pabba og ömmu okkar og alla þá sem að henni stóðu biðjum við Guð að styrkja í þessari bæn: Guð gefi mér æðruleysi til að seetta mlg vlð það sem ég fæ ekkl breytt kjark til að breyta þvf sem ég get breytt og vit til að grelna þar í milli. Við kveðjum elsku systur okkar að sinni. Við vitum að nú er hún hjá mömmu og Gunna bróður. Útför móöur minnar RAGNHEIÐAR GÍSLADÓTTUR, Bragagötu 16 fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík miövikudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem heiöra vilja minningu hennar, eru beönir aö láta Hallgrímskirkju njóta þess. Fyrir hönd systkinanna Ragnheiöur Hermannsdóttir + Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát ELLERTSÞ. ÞÓROARSONAR Barónstíg 20 A, Halldóra Lárusdóttír og fjölskylda. + Útför fööur míns, afa, bróöur okkar og frænda ÞORKELLS ÓSKARS ARNASONAR frá Ferdal ( Aöalvfk er andaöist sunnudaginn 19. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 28. ágúst kl. 13.30 eftir hádegi. Magnús Óskarsson Jón Óakar Magnússon Guörún Vilhjálmsdóttir Valgeröur Árnadóttir Ingibjörg Árnadóttir Pálmi Árnason. + Þökkum auösýnda hluttekningu og samúö viö andlát og útför JÓNÍNU SIGRÍÐAR SIGURJÓNSDÓTTUR Drápuhlíð 11 Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 2A Landakotsspítala. Guðrún Sigurjónsdóttir + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa PÁLS KOLBEINS, Túngötu 31, Reykjavík. Laufey Kolbeins Kriatjón Kolbeins Ingíbjörg Sig. Kolbeins Margrét Kolbeins Gunnar J. Hákonarson Eyjólfur P. Kolbeins og barnabörn þessir tveir dagar honum til mik- illar ánægju og uppörvunar. Lýsir þetta best skapferli hans og spegl- ar þá karlmennsku sem hann sýndi ávallt í veikindum sínum. Hann var að eðlisfari dulur og hlédrægur og flíkaði ekki tilfinn- ingum sínum og aldrei vildi hann troða nokkrum manni um tær. Hann var góður heimilisfaðir og hafði nýlega búið fjölskyldu sinni fallegt heimii að Unufelli 25 hér í borg þegar kallið kom. Miklar og margvíslegar breyt- ingar hafa átt sér stað í Vest- mannaeyjum síðan við Alli ólumst hér upp. Auk þess sem gosið breytti umhverfinu og öllu mann- lífi hefur tímans tönn verið þar einnig að verki eins og annars staðar. Klöpp er horfin, búið að rífa pallana og gamia íshúsið, og uppfylling komin þar sem áður voru þangfjörur. Þarna lékum við Alli okkur ýmist í Tangafjörunni, pöllunum eða þá í kartöflukjallar- anum í Klöpp þegar veður var vont. Þótt þessi umgjörð um bernskuminningarnar sé nú horf- in stendur óhögguð hugljúf minn- ing um góðan dreng sem nú heldur til bjartari og betri heima. Við kveðjum Alla með söknuði og þökkum allar samverustund- irnar. Eiginkonu hans og öðrum ástvinum sendum við innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar guðs. Theódór S. Georgsson Guð blessi hana og veri með henni um alla eilífð. Systkinin Ég þakka fyrir tímann sem hún gaf mér, minningarnar munu ávallt lifa í huga mér. En nú er við komum að leiðarlokum langar mig til að segja: Við höfum átt okkar drauma saman, og einnig tekið þátt í sorg og gleði hvers annars. Einnig fann ég tilgang með lífi mínu með henni. Ef ég ætti að lifa líf mitt upp aftur myndi hver stund vera með henni. Af öllu hjarta mínu mun ég varðveita minninguna um okkar stundir saman. Ég er ekki nógu fróður til að vita hvað verður um okkur þegar við kveðjum þennan heim, en ég er viss um að einungis gott getur komið til hennar, því hún var alltaf svo góð við alla. Ég þakka fyrir allt. Ég mun aldrei gleyma henni. Joey.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.