Morgunblaðið - 26.08.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.08.1979, Qupperneq 32
Miöatöö fastcigna viöskiptanna FlfíNAVER fSuöurlandsbraut 20, tímar 82455—82330. m SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1979 Mikill fjöldi erlendra ferðamanna hefur sótt ísland heim í sumar. E.t.v. er þessi mynd táknræn um að nú er sumri tekið að halla og ferðamennirnir halda til síns heima. (Ljósm. Mbl. Emilía). Svavar Gestsson viðskiptaráðherra um vaxtastefnuna: Komin í algjðrt óefni gagnvart almenningi 500 þúsund krónu vaxtakostnaður á mánuði af 2ja herbergja kjallaraíbúð RÍKISSTJÓRNIN hafði eins og kunnugt er samþykkt 5,5 prósentu- stiga hækkun verðbótaþáttar vaxta áður en bankastjórn Seðlabank- ans lagði málið fyrir bankaráð sitt. í ríkisstjórninni voru uppi þrenn sjónarmið um hver hækkunin skyldi vera. Alþýðuflokkurinn vildi að farið yrði að Ólafslögum, Framsóknarflokkurinn vildi hækka vextina um 4,1 prósentustig en Alþýðubandalagið vildi hclzt enga hækkun og lýsti stuðningi við framsóknarmenn og kvaðst myndi aðstoða þá við að ná hækkuninni eins langt niður og frekast væri kostur. Morgunblaðið ræddi í gær við Svavar Gestsson og spurði hann, hver hefði verið afstaða flokks hans í þessu vaxiamáli í ríkis- stjórninni. Svavar sagði að Al- þýðubandalagið teldi hér vera um of stórt stökk í vaxtamálum að ræða, sem stigið hafi verið eða gert hefði verið ráð fyrir að stíga, ef beitt hefði verið sömu reikn- ingsaðgerðum og notaðar voru 1. júní. Hefðu þá vextir átt að hækka um 10 prósentustig. „Það sáu menn hins vegar sem betur fer að var ekki leyft og þess vegna er farið í lægri tölu,“ sagði Svavar og kvað Seðlabankinn telja sig byggja á lögunum frá í vor. Svavar Gestsson var spurður, hvort Alþýðubandalagið hefði ver- ið andvígt hækkun nú. Hann svaraði: „Vextir hér eru nú komnir það hátt, að það er mikið álitamál, hve lengi á að halda þessu áfram. Hefðu þessir vextir kannski ein- hvern tíma verið kallaðir okur- vextir. Þegar það er orðið svo að vaxtakostnaður er kannski 500 þúsund krónur á mánuði af 2ja herbergja kjallaraíbúð í Reykja- vík þá sér hver maður að þetta er komið í algjört óefni gagnvart alrí’í'” ningi, sem verður að kaupa " núsnæði með því að taka lán. á að ríkja áfram, að koma með tillögur um það hvernig verður 1 bætt úr þessum vanda húsbyggj- I enda. Þetta hefur einnig áhrif á atvinnuvegina og er verðbólgu- i aukandi einnig. Það, sem ég legg aðaláherzlu á í þessu sambandi er að hér eru menn að reikna út vaxtastig eftir Rotterdamvísitöl- unni. Morgunblaðið hefur mikið gagnrýnt það að Rússar bæti, tekjur sínar á olíu hingað til lands með þessari sömu viðmiðun. Nú er það komið svo að bankakerfið ákveður vexti með hliðsjón af Rotterdamvísitölunni, vegna þess að hún veldur miklu um þá verð- bólgu, sem hér hefur verið. Síðan eru vextir framreiknaðir sam- kvæmt því. Okkur finnst skjóta nokkuð skökku við, þegar þeir menn, sem þykjast í öðru orðinu berjast gegn sjálfvirkni í efna- hagskerfinu, skuli í hinu orðinu heimta þessa algjöru sjálfvirkni." Svavar kvaðst telja að hlutur sparifjáreigenda hefði verið í all- góðu lagi fyrir þessa breytingu. Nú kvað hann 5,5% hækkun í raun vera lækkun raunvaxta. Kvað hann það hæpinn útreikning, þeg- ar síðastliðið 'k ár væri tekið, en á því hefðu orðið rosalegar olíu- hækkanir. Hann kvaðst líta svo á að þessi hækkun hefði verið knúin fram með þeim þingmeirihluta, sem stundum hafi skapast, Fram- sóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Því kvaðst hann ætla að þeir bæru verulega ábyrgð að sínu mati. Að lokum sagöi Svavar: „Ég fagna því hins vegar, að Alþýðuflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn og raunar Seðla- bankinn skuli slá af ítrustu kröf- um í þessum efnum og koma þannig til móts við skynsemina, þó að þeir þyrftu helzt að ganga lengra, ef vel ætti að vera.“ Hækkar benzmið um rúm 248% á einu ári? Benzínlítrinn kostaði 145 krónur á sama tíma í fyrra EF hækkunarbeiðni olíufélag- anna nær fram að ganga og benzínverðið hækkar á næstunni úr 312 í 360 krónur lítrinn, hefur benzínlftrinn hækkað á einu ári um 215 krónur eða um rúm 248%: Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl aflaði sér í gær var benzínverðið um mánaðamótin ágúst / september í fyrra 145 krónur lítrinn, en það verð tók gildi 22. júlí 1978. Þar áður hafði verðið verið 119 krónur. Næsta hækkun varð 20. september 1978 en þá hækkaði benzínið í 167 krónur lítrinn. Það verð gilti í tæpa þrjá mánuði og 13. desember tók nýtt verð gildi og var það 181 króna. Næsta hækkun varð 23. febrúar á þessu ári og þá fór benzínlítrinn í fyrsta skipti yfir 200 krónur eða í 205 krónur. Enn liðu rúmir tveir mánuðir og 5. maí var benzínið hækkað næst og fór þá í 256 krónur hver lítri. Aftur liðu rúmir tveir mánuðir í næstu hækkun en hún varð 13. júlí s.l. en þá hækkaði benzínlítrinn í fyrsta skipti yfir 300 króna markið og fór í 312 krónur. Þetta verð gildir enn í dag en a næstu dögum fer í sölu nýr og dýr farmur af Rússlands- benzíni, eins og fram kom í blaðinu í gær, og hafa olíufélögin farið fram á 48 króna hækkun á benzín- lítranum bæði vegna hækkunar á innkaupsverði og gengisfalls íslenzku krónunnar á undanförn- um vikum. A.m.k. verða menn, ef þessi stefna Truflaðir á nýjan leik? HVALUR 7 var síðdegis í gær væntanlegur til Hvalfjarðar með tvo búrhvali. Skipið átti að halda strax á miðin á nýjan leik í gær og kann því svo að fara að það verði næsta bráð Rainbow Warriors, sem hélt frá Reykjavík í gær til þess að trufla veiðar hvalbátanna. Eins og lesendum er eflaust í fersku minni tók landhelgisgæzl- an Rainbow Warrior á dögunum og færði til hafnar vegna ítrek- aðra truflana á veiðum Hvals 7. Rainbow W arrior farinn á miðin: Ovístum aðgerðir gœzlunnar UPP úr hádegi í gær lagði skip Greenpeace-samtakanna, Rainbow Warrior, upp frá Reykjavík álciðis á hvalamiðin. Mun áhöfnin reyna að hindra hvalveiðar íslensku hvalbátanna að því er segir í fréttatiikynningu frá áhöfn Rain- bow Warriors. Ahöfnin telur að hún muni geta tafið hvalveiðarnar, þótt Land- helgisgæzlan hafi tekið í sína vörzlu stóran hraðbát samtakanna og tvo minni gúmbáta. Áður hefur komið frám í fréttum að um borð í Rainbow Warrior eru tveir gúmbát- ar. Ákvörðunin um að halda á miðin var tekin á fundi áhafnarinn- ar á föstudagskvöld og í samráði við forystumenn Greenpeace-samtak- anna í Evrópu. Blaðamönnum, ljós- myndurum og kvikmyndatöku- mönnum, íslenskum og erlendum, var boðið að fara með skipinu út á hvalamiðin. Að sögn áhafnar Rainbow Warrior var saksóknara ríkisins tilkynnt bréflega um þá ákvörðun þeirra að halda á ný á hvalamiðin. Þröstur Sigtryggsson skipherra hjá Landhelgisgæzlunni sagði í gær að Gæzlan hefði tekið Green- peace-menn fyrir meintar ólögmæt- ar aðgerðir gegn islenskum ríkis- borgurum á íslensku yfirráðasvæði og fært þá til hafnar á þeirri forsendu að þeir hefðu verið að brjóta íslensk lög, „Fari Greenpeace-menn til sömu starfa aftur, höfum við engan úrskurð fengið um hvort þessar athafnir þeirra eru ólögmætar eða ekki. Það mál er enn til meðferðar hjá dóm- stólunum og við verðum bara að bíða eftir ákvörðun dómstólanna um hvort við gerum eitthvað frekar í málinu," sagði Þröstur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.