Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 14
ISLENMNGAR I VETBARSTmÐINU
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
VETRAR-
STRÍÐIÐ
í FINN-
LANDI
F.immtudaginn 30. nóvember 1939 réðust
Rússar inn í Finnland og hófst þar með
Vetrarstríðið. „1 gærmorgun réðst 180
miljón manna þjóðin, Rússar, á 4 miljón
manna þjóðina Finna, undir því yfirskini, að
rússneska „öreigaríkinu“ stafaði hætta af Finnum.
Um nær allan hinn mentaða heim er litið svo á að
aldrei hafi verið hafin jafn gjörsamlega ástæðulaus
árás, sem gert hefir verið eins lítið til að
grímuklæða og þessa árás Rússa,“ segir Morgun-
blaðið 1. desember.
Árás Rússa og hetjuskapur Finna löðuðu fram
mikla samúðarbylgju hér á landi sem annars
staðar.
Á fundi Sameinaðs Alþingis 4. desember 1939
las forseti, Pétur Ottesen, upp eftirfarandi yfirlýs-
ingu, sem 42 alþingismenn höfðu undirritað: „Vegna
þeirrar afstöðu sem kommúnistaflokkurinn, sem
hjer starfar undir nafninu Sameiningarflokkur
alþýðu sósíalistaflokkurinn, þingmenn þess flokks
og málgögn hafa markað sjer til frelsis, rjettinda og
lýðræðis smáþjóðanna síðustu vikurnar, og alveg
sjerstaklega viðvíkjandi málefnum Finnlands,
lýsa undirritaðir alþingismenn því yfir, að þeir
telja virðingu Alþingis misboðið með þingsetu
fulltrúa slíks flokks.“ Að loknum þingfundinum
var haldinn fundur í íslandsdeild norræna þing-
mannasambandsins og las Hermann Jónasson
formaður upp tillögu um að víkja alþingismönnun-
um Brynjólfi Bjarnasyni, Einari Olgeirssyni, Héðni
Valdimarssyni og Isleifi Högnasyni úr deildinni.
Tillagan var svo samþykkt í fundarlok með
atkvæðum allra nema þeirra, sem reka átti.
En þegar leið á stríðið sögðu yfirburðir Rússa
til sín og svo fór að Finnar neyddust til að skrifa
undir friðarsáttmála í Moskvu að kvöldi 12. marz
1940. Rússar fengu þá Kirjálaeiði og Viborg,
eyjarnar í Ladogavatni og strendur vatnsins og
flotabækistöð á Hangöskaga. „Afarkostir þeir, sem
Finnar urðu að ganga að í Moskvu, hafa vakið
undrun margra fyrir hve kröfur Rússa eru harðar,
og víðast eru menn þeirrar skoðunar að þessi
málalok sjeu ekki samboðin hinni hraustu, finnsku
þjóð, eftir þá hetjudáð, sem hún hefir sýnt við að
verja land sitt,“ segir Morgunblaðið 14. marz 1940.
Móttókutjaldíð komiö upp.
• TVEIR íslenzkir lækn-
ar, Gunnar Finsen og
Snorri Hallgrímsson, gerö-
ust sjálfboöaliðar meö
Finnum í Vetrarstríöinu;
Gunnar í sjálfboöaliöi
Norömanna og Snorri í
sænskri sjálfboöaliöa-
hersveit.
Snorri Hallgrímsson
starfaöi viö Ortopædisk
Hospital í Árósum frá því í
maí 1937 til apríl 1939.
Hann kom svo heim
1943 og í samtali viö Mbl.
þá segir hann svo frá:
— „Jog hafði sótt um inntðku í
Rauða krossinn sssnska. En þar
var akki starf fyrir mig heima fyrir
í þann svipinn. En þá vantaði
lækni til Finnlands. Jeg var stadd-
ur í Árósum, var hringdur upp frá
Stokkhólmi, þar sem jeg sat á
veitingahúsi, og spuröur hvort jeg
vildi fara ( sjálfboöasveit Rauða
krossins, er til Finnlands færi, og
svaraöi jeg því játandi, án þess að
vita nokkuð greinilega hvaö sveit
sú var.“
Snorri skrifaðl kunningja sínum,
Þorsteini Jónssyni/ Þóri Bergssyni
rithöfundi, bréf þann 13. janúar
1940 og í Morgunblaöinu 30.
janúar skrifar Þorsteinn um
„íslenzkan herlækni í Svíþjóö“.
Segir Þorsteinn, aö Snorri hafi
skrifaö bréfiö í Torneá, „sem er
bær rjett innan viö sænsku landa-
mærin, Finnlandsmegin. Haföi
hann þá dvaliö þar í viku viö
herdeild sína, var þar þá veriö aö
undirbúa sænska sjálfboöaliösher-
inn, eöa hluta af honum, um 4000
manns, en búist viö aö þeir legöu
austur á bóginn innan skamms.
Snorri er herdeildarlæknir og fylgir
því herdeild sinni fram í fremstu
víglínu, og stjórnar þar sjúkradeild
herfylkisins er veitir særöum
mönnum fyrstu aöstoö. Segir hann
aö Finnar sjeu aðdáunarverðir,
vongóöir og ákaflega vingjarn-
legir." *
í samtalinu viö Morgunblaðiö
1943 sagöi Snorri svo frá:
„Jeg hafði 30 manna mjar til
aðstoðar í ajúkradoildinni. Við
fórum með farangur okkar út til
vígstöðvanna á 5—6 sloðum, tjðld
og annan útbúnað, og bjuggum
um okkur í mátulegri fjarlægð frá
eldlínunni."
(í samtali viö Vísi sagöi Snorri,
aö hann heföi sem læknir ekki
veriö í eldlínunni sjálfri, heldur um
fjóra kílómetra á bak viö hana.)
„í herdeild okkar voru 12—15
hundruð manns. Meðal þeirra
sýktust margir af alskonar sjúk-
dómum, fengu m.a. lungnabólgu í
frostunum og urðu fyrir slysum
sem Rússar áttu ekki hlutdeild í.
Þeir sem veikir voru eða særðust
( bardðgunum, voru fluttir til
okkar á sleðum, og fengu fyrstu
aögerð ( móttðkutjaldinu. En
plægð var slóð gegnum fðnnina út
til okkar, svo hægt var að flytja
sjúklinga og særða menn frá
okkur á sjúkrabflum."
í samtalinu sagöi Snorri svo um
Vetrarstríöiö:
„Þeir (þ.e. Rússar) hjeldu að
óreyndu máli, að þeir gætu vaðið
inn yfir Finnland. Þeir hðfðu talið
sjer trú um að það væri hægðar-
leikur. Nokkrir vegir liggja að
austan inn i Finnland. Rússar
ætluöu að láta herflokka s(na
fiæða inn í landið eftir þessum
vegum. Þeir vissu þaö ekki, fyr en
reynslan kendi þeim það, að þetta
var ekki hægt. Finnar Ijetu þá
halda langar leiðir eftir vegunum,
komu síðan út úr skógunum að
baki þeim, króuðu þá inni og
geröu út af við þá.
Rússnesku hermennírnir eru
vanir sljettunni, kunna til hernað-
ar þar. En þeir eru hræddir við
skógana, kunna ekki eins og
Finnar að berjast þar. Þess vegna
tóku þeir þann kostinn að ein-
beita herstyrk sínum á Kirjála-
eiðinu. Þar gátu þeir notað sína
aðferð. Þar hömruðu þeir á hinum
fáliðuðu Finnum, þangað til þeir
voru þrotnir aö herstyrk og her-
gögnum, og leiðin opin fyrir
Rússa vestur yfir landið.“
Morgunblaöiö birti 14. apríl
1940 „Brjef frá íslenskum her-
lækni“ undir fyrirsögninni: „Síöasti
dagur Finnlandsstyrjaldarinnar“.