Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 16
ISLENDINGARIVETRARSTRIÐINU
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
Eyðileggjandi að eiga allt
sitt undir tilviljuninni...
• Morgunblaðinu er
kunnugt um tvo íslend-
inga, sem fóru til Finn-
lands meö dönskum
sjálfboðaliðum til að
berjast með Finnum í
Vetrarstríðinu. Annar
þessara manna var
Ásgeir M. Einarsson og
fer frásögn hans hér á
eftir:
„í febrúarbyrjun 1940 fór ég til
Hafnar. Ég haföi heyrt að menn
fengju gífurlegar fjárhæöir fyrir aö
sigla milli Danmerkur og Bretlands
og aö þrátt fyrir gott kaup væri
erfitt aö manna skipin. Meiningin
hjá mér var aö komast í þessar
siglingar. En þegar ég kom út voru
öll skip frosin inni á dönsku
sundunum, og auövitað ekki um
neinar ráöningar á þau aö ræöa,“
sagöi Ásgeir.
„í landi var enga vinnu aö hafa,
en einhver benti mér á, aö sótzt
væri eftir sjálfboöaliöum til Finn-
lands og væri boöiö upp á þriggja
mánaöa samning. Ég haföi auövit-
aö hér heima heyrt og lesiö um
stríö Finna og Rússa og eins og
svo margir aðrir fengiö samúö
meö málstaö Finna. En í hreinskiini
sagt, þá held ég aö þaö hafi nú
fyrst og fremst veriö ævintýra-
þráin, sem kom mér til aö bjóöa
mig fram til Finnlandsferöar. Ævin
týraþráin og ísinn á dönsku sund-
unum. En á sjálfboöaliöaskrifstof-
unni hitti ég Þórarin Sigmundsson.
Viö fórum svo til Finnlands í
dönskum hópi og þaö var myndaö
danskt herfylki. Finnar tóku okkur
opnum örmum og viö héldum
strax til æfinga í Uleáborg, sem er
norðarlega viö Botniska flóann, en
eftir hálfan mánuö fórum viö það-
an til Lovísa sem er smábær í
Suöur-Finnlandi, skammt frá Hels-
ingfors. Þar héldum viö áfram
heræfingum, en þegar þaö stóö
fyrir dyrum aö viö yröum sendir á
vígvöllinn, komst vopnahlé á og
friöur var saminn."
— Hvernig féllu þér heræf-
ingarnar?
„Þetta var óttalegt puö. Sífelldar
gönguferöir, 30—40 kílómetrar á
dag með vígbúnaö, og skotæf-
ingar. Ég haföi aldrei skotiö af
byssu á ævi minni áöur.“
— En hvernig leizt þér á aö
vera aö fara í stríd?
„Blessaöur vertú. Ég vissi ekk-
ert, hvaö stríö var. Okkur bárust
svo ýmsar sögur af átökunum.
Þetta var hart stríö, þannig aö
sumar sögurnar voru nú ekki til
þess fallnar aö hressa upp á
hugann. Á hinn bóginn kveikti
hetjuskapur Finna eitthvaö í
manni. Þeir voru meö afbrigðum
duglegir. Rússar voru vissulega
ekki neinir aukvisar, en þeir voru
illa búnir.
Þrátt fyrir þá nauöungarsamn-
inga, sem Finnar uröu aö undirrita
til aö fá friö, þá held ég nú aö ég
hafi taliö mig heppinn, aö þurfa
ekki aö fara á vígvöllinn."
— Hvaö tók svo viö, þegar
Vetrarstríöinu var lokiö?
„Viö héldum áfram heræfingum
út okkar samningstíma. Þegar
honum lauk, fóru Danirnir heim
aftur og ég ætlaöi meö þeim, því
nú voru dönsku sundin íslaus oröin
og hugur minn stóö til siglinganna
á nýjan leik. En nú voru Þjóðverjar
búnir aö hernema Danmörku og
mér var neitaö um vegabréf, þar
sem Bretar væru búnir aö her-
nema ísland.
Viö höföum ekkert viö aö vera,
en fengum svo vinnu viö Manner-
heimlínuna. Viö vorum í því aö
byggja skriödrekagiröingu og
sprengjuheld neöanjaröarbyrgi út
undir nýju finnsk-rússnesku landa-
mærunum. Ég gat nú orðið bjarg-
aö mér í sænskunni, sem margir
yfirmannanna töluöu, og svolítiö
gat ég nú rætt viö Finnana á
finnsku.“
— Hvernig líkaði þér vinnan?
„Mér líkaöi hún vel. Víö unnum í
ákvæðisvinnu og fengum mjög
góð laun. Aðbúnaður var sæmi-
legur, en fæöiö var ekki meira en
svo þolanlegt.
Svo fréttum við af Petsamoferö
Esjunnar. Viö fórum í danska
konsúlatiö í Helsingfors og báöum
um aöstoö til aö komast til Pets-
amo. En okkur var neitaö og sagt,
aö nú væru Bretar búnir aö
hernema ísland og þar meö væri
þaö ekki þeirra aö lána okkur eitt
eða neitt til að komast til Petsamo.
Þeir bentu okkur hins vegar á
Vilhjálm Finsen í Stokkhólmi, en
okkur tókst ekki aö ná sambandi
viö hann. Þórarinn var búinn aö
vera lengi aö heiman og langaöi
heim, en ég aftur á móti taldi mig
svo sem engar sérstakar ástæöur
hafa til heimferðar. Þaö varö svo
úr, aö leiöir okkar skildu. Ég lét
hann fá þá peninga, sem ég haföi
handbæra og hann hélt áleiöis til
Petsamo, en ég varö eftir.“
— Hvernig féll þér við Finna?
„Þeir voru mér vel aö skapi.
Umfram allt dáöist ég aö seiglunni
í þeim.
Hins vegar var áberandi slæmt
samkomulag milli finnskumælandi
og sænskumælandi Finna. Eilífur
rígur og árekstrar. Ég hélt mér
utan viö allt slíkt og eignaöist
ágæta kunningja í báöum hópum."
— Hvernig báru Finnar sig
eftir vetrarstríöiö?
„Þeir voru helteknir hatri í garö
Rússa, sáu rautt í bókstaflegri
merkingu. Þrátt fyrir innbyröis
ósætti finnskumælandi manna og
sænskumælandi, þá áttu þeir þó
hatriö á Rússum sameiginlegt. Ég
gat svo sem vel skiliö þá, en engu
aö síöur stóö mér stundum ekki á
sama, hversu ofsalega þeir gátu
lifaö sig inn í þetta hatur.
Ég hugsa aö þetta hatur á
Rússum hafi verið meginástæöa
þess, hversu mjög Finnarnir fögn-
uöu innrás Þjóöverja í Rússland.
Finnar voru alls ekki reiðubúnir til
aö standa í styrjaldarátökum á
nýjan leik, en Þjóöverjar þurftu
þeirra meö og þótt dæmiö hafi
vafaiaust verið sett þannig fram,
aö Finnar ættu um þaö aö velja aö
berjast á nýjan leik eöa vera
hernumdir af Þjóðverjum, þá
fannst mér meginmáliö fyrir þá
vera aö fara aftur í stríö viö Rússa.
Reyndar fór nú svo, aö hatur
Finna snerist í garð Þjóðverja og
ekki minnkaöi þaö við þá breyt-
ingu.“
— Hvað kom til að þú fórst í
stríð svona nýsloppinn við þaö að
lenda á vígstöðvunum?
„Ég vann viö Mannerheimlínuna
þangað til í júní 1941, aö Finn-
landsstyrjöldin síðari hófst. Þá var
mér boöiö aö velja í milli þess aö
fara í finnska hersveit og berjast
viö austurlandamærin, eöa fara í
sænska sjálfboöaliöasveit, sem
skyldi berjast viö rússneska setu-
liðiö á Hangöskaga. Ég valdi
Hann andar ennþá
„Þad var nú eiginlega
póstmaöur einn í Ábenrá
á Suöur-Jótiandi, sem
taidi mig á aö gerast
sjálfboöaliöi til Finn-
lands,“ segir Þórarin Sig-
mundsson, nú búsettur á
Glóru viö Selfoss, er ég
spyr hann um aödrag-
anda þess, aö hann hélt
til Finnlands aö leggja
Finnum liö í stríöinu viö
Rússa.
„Ég haföi starfaö á mjólkurbúi
nálægt Ábenrá í hálft annaö ár og
lokiö námi í mjólkuriön,“ segir
Þórarinn. „Þaö var ofarlega í
mínum huga aö fara til Þýzkalands
og vinna þar, en þessi póstmaður
rak mikinn áróöur fyrir því aö
menn geröust sjálfboöaliðar til
Finnlands. Ég var reikull og haföi
ekkert upp á aö hlaupa, en langaöi
umfram allt í einhver ævintýri. Þaö
var rekinn alveg ofboöslega sterk-
ur áróöur í Danmörku fyrir því aö
menn færu til Finnlands aö hjálpa
litla bróöur, svo þegar póstmaöur-
inn tilkynnir mér einn góöan veð-
urdag, aö hann sé aö leggja í
hann, þá sló ég til og fór meö
honum. Viö fórum til Kaupmanna-
hafnar og þar hitti ég Geira (Ásgeir
M. Einarsson) á sjálfboöaliöaskrif-
stofunni. Frá Danmörku fórum við
svo ásamt þúsund Dönum fyrst í
marz.“
A
spítala
meö
hann
— Hvenig líkuðu þér svo her-
æfingarnar, þegar til Finnlands
var komið?
„Viö vorum látnir vaða þarna um
alla skóga meö klyfjar og dót.
Þaö var svo sem allt í lagi, en
ekki skil ég, hvernig viö gátum
lifaö af þessum kosti, sem viö
fengum. Eg get nefnt sem dæmi,
aö ég hugsa aö eitt læri hafi veriö
látiö duga í kjötsúpu fyrir 100
manns. Þetta var engin súpa,
blessaöur vertu. Þeir heppnustu
fengu kjötflís í vatninu. Þarna í
Lovisa var matsölustaöur, sem
bauð upp á kalt borö, og viö
söfnuðum og söfnuöum þangað til
viö áttum fyrir einni máltíö þar. Og
svo mikiö innbyrtum viö, aö veit-
ingamaðurinn neyddist til aö loka
staönum. Viö hreinlega átum
þennan ágæta mann á hausinn."
— Hugsaðir þú eitthvað um
það á þessum tíma, hvernig það
yrði að komast á vígvöllinn?
„í raun og veru var þaö bölvað
svindl af mér aö vera aö þessu, því
ég haföi og hef ekki enn meiri
viöbjóö á ööru en aö ala menn upp
til aö drepa aöra menn. Ég veit
satt aö segja ekki, hvaö ég heföi
gert, ef ég heföi staöiö frammi fyrir
því aö beita byssunni. Ég hugsaöi
oft um þetta, en ýtti því alltaf frá
mér. En svo kom friöurinn sem
betur fer.
Hins vegar hugsa ég aö þessar
heræfingar og nálægöin viö stríöiö
eigi sinn þátt í því, aö ég er trúaöur
maöur. Eg trúi á alvaldið og er
alveg sannfærður um þaö, aö allur
himingeimurinn er ein samhang-
andi keöja náttúrunnar. Og eins og
segir: Guö í sjálfum þér. Þaö er
samvizkan í hverjum og einum. Viö
vinnum aö því leynt og Ijóst aö
svæfa hana. Auövitaö vitum viö,
hvenær viö gerum rétt og hvenær
rangt. En viö bara blekkjum okkur
sjálf. Þaö er enginn, sem þú lýgur
jafn miklu aö og þú sjálfur. Hugs-
aöu þér til dæmis blekkinguna í
mér aö fara til Finnlands og láta
þjálfa mig til aö drepa aöra menn.
Ef til vill hef ég litiö á þaö sem
teikn aö losna viö aö vera sendur á
vígvöllinn. Alla vega rann upp fyrir
mér Ijós og mig fór aö langa heim.“
— Hvað tók svo við hjá þér,
þagar samningstíminn rann út?
„Viö fengum vinnu viö gerð
Mannerheimlínunnar, austur undir
nýju landamærunum. Vorum þar í
grjótnámi.
Svo geröist þaö einu sinni sem
oftar aö viö fórum í bæinn, sem
kallaö var. Við fengum far heim
aftur með vörubíl. Þaö var grjót-
púkk í veginum og bílpallurinn úr
járni. Ég er svo eitthvaö aö færa
mig til og rúlla bara aftur af
bílnum. Geiri sagöi mér síöar, aö
þeir heföu allir verið klárir á því aö
ég værí steindauður. Líkinu var
svo skutlaö upp á pall, en þá
kallaði einhver upp: Hann andar
ennþá. Á spítalann meö hann. Eftir
viku kom svo Geiri aö heimsækja
mig og þaö er þaö fyrsta, sem ég
man eftir aö ég rúllaði aftur af
pallinum.
Ég lá svo þarna í einhverja
daga, en var alveg óöur aö komast
burt. Læknarnir reyndu að halda í
mig, en ég suöaöi í þeim aö sleppa
mér. Þeir hleyptu mér svo út gegn
loforði um þaö, aö ég myndi halda
mig í bælinu næstu daga. Ég fór
hins vegar beina leiö og meldaði
mig í vinnuna, því ég átti enga
peninga, en ætlaöi aö vinna, hvaö
sem þaö kostaði, fyrir einhverju til
aö komast heim.
Ég get svo bætt því viö, aö ég
haföi heim meö mér einhverja
pappíra frá spítalanum, línurit og
þess háttar dót, og sýndi Gunnari
heitnum Cortes. Þú ert maöur
lánsamur, sagöi hann. Þú hefur
fengiö svo alvarlegan heilahristing