Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 33
Örtölvufélagið: Fræðslufundur ÞRIÐJUDAGINN 23. október siðastliðinn hélt Örtölvufélagið sinn fyrsta aðalfund. Félagið var stofnað 18. janúar síðastliðinn, og er því tæplega 1 árs um þessar mundir. Stofnfélagar voru 32 og fyrsti formaður félagsins var Björgvin Guðmundsson verk- fræðingur. Markmið félagsins er að auka samvinnu og þekkingu félags- manna á sviði örtölvutækni og skyldra greina. Félagið vinnur að því að ná markmiði sínu með því að halda fræðslufundi og umræðu- fundi fyrir félagsmenn og með öðrum þeim aðferðum er heppi- legar þykja á hverjum tíma. I lögum félagsins voru ákvæði um að félagar í örtölvufélaginu gætu orðið verkfræðingar eða tæknifræðingar eða aðrir þeir sem stjórnin mælti með. Þessi ákvæði hafa nú verið rýmkuð verulega með lagabreytingu og er nú félag- ið opið öllum áhugamönnum um örtölvutækni. Á aðalfundi fór fram stjórn- arkjör eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórn fyrir næsta starfs- ár. Reynir Hugason form., aðrir í stjórn Eyþór G. Jónsson, Jón Þór Ólafsson og Kristján Antonsson. Næsti fræðslufundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20.15 í kaffistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Marteinn Sverrisson verkfræðing- ur mun þar kynna notkun örtölvu- þróunarkerfa, en það eru í stuttu máli tölvur sem notaðar eru við hönnun á örtölvustýrðum tækjum. Örtölvuþróunarkerfi þykja hafa gífurlegan vinnusparnað í för með sér við hönnun hvers konar raf- eindatækja. Eftir fyrirlesturinn verður notkun hins nýja þróun- arkerfis Raunvísindastofnunar sýnd. Fréttatilk. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 33 ■ ■ FURIIHUSGOGN sem eru feti framar Vönduö íslenzk framleiösla Viö erum óhræddir aö taka 5 ára ábyrgð á þessum húsgögnum. FURUHUSIÐ Grettisgötu 46, sími 18580. AF GEFNU TILEFNI VIUUM VID TAKA EFTIRFARANDIFRAM: 1. 2 Um árabil höfum viö tekið notuð tæki upp í ný, ekki aðeins sjónvarpstæki heldur og hljómtæki og önnur þau tæki, sem við höfum selt. Slíkt tilboð annarra getur því engin nýjung talizt. Það verður hins vegar aö teljast athyglisverð nýjung, að ónýt tæki séu tekin upp í ný. Slíka „þjónustu" höfum viö ekki boöið né heldur hugsað okkur að bjóöa. Lái okkur hver sem vill. ' Eðli þessarar „þjónustu" annarra verður svo hver og einn að vega og meta. 3 Þegar viö tökum notuö tæki upp í ný, ætlumst við ekki til að menn labbi út meö nýju tækin, heldur bjóöum viö hér einnig heimsendingar- þjónustu, sem viö teljum sjálfsagöa og nauðsynlega, ekki sízt, þegar eldri konur og buröarminni kaupendur eiga í hlut. GRUNDIG VKNA GÆÐANNA UEGRAVERDS OG BETRINÓNIISTU Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.