Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979 7 Umsjónarmaður Gí&li Jónsson 26. þáttur Örn Snorrason hringdi frá Reykjavík og minnti enn á misnotkun orösins er- lendis, þegar sagt er, svo sem nú má oft heyra, aö fara erlendis í merkingunni aö fara til útlanda, eöa fara utan eins og sagt var aö fornu. Erlendis merkir í ööru landi, táknar dvölina á staö, ekki hreyfinguna til staöar, nema í algerum undantekningardæmum í úreltu máli. Þegar menn eru komnir til annarra landa, geta þeir aö sjálfsögöu feröast um erlendis, en aö fara erlendis er óeðlilegt mál um feröalagiö landa á milli. Hér er víst um ensk áhrif aö ræöa (to go abroad). Margt skemmtilegt rifjast upp, þegar rætt er viö Örn Snorrason, en hann var prófdómari hjá mér árum saman á landsprófi. Til marks um þaö, hvernig vísur geta afbakast, sagöi hann mér sögu frá sínum kennaraferli, en þá var hann aö láta nemendur í barna- skóla endursegja Heilræöa- vísur Hallgríms Pétursson- ar. Ein endursögnin var þannig: Haföu hvorki hár né sport, hugsa um ræöu mína. Elskaöu guð og haföu þaö gott, viljiröu gott barn heita. Fremur þótti Erni þetta bera keim af lífsgæöa- græögi 20. aldar en píslar- hugsjón hinnar sextándu. Bréfritari á Akureyri spuröi hvort betra væri aö segja auösætt eöa auöséö. Hér er nú kannski bita munur en ekki fjár. En mér þykir auðsær fallegra lýs- ingarorö en auöséöur. Af mörgum sterkum sögnum eru mynduö góö lýsingarorö af þriöju kenni- mynd meö svonefndu hljóö- varpi. Dæmi: slægur af slógum, drægur af drógum sbr. hlédrægur, lægur af lágum, sbr. nálægur, bær af bárum, svo sem léttbær, sætur af sátum, sbr. aftur- sætur (um stól sem hallast afturábak) og þannig áfram. Ekki voru Fróöárdraugar í Eyrbyggju málhaltir. Veriö er nú meöan vært er, sagöi einn. Setiö er nú meðan sætt er, sagöi annar. Lýs- ingarorðið auösær fellur í þennan flokk og mér þókn- ast þaö betur en auöséöur. Sami bréfritari spyr hvernig oröiö þulur beygist í eintölu og fleirtölu meö greini. Ég beygi þaö svo: þulurinn, um þulinn, frá þulnum, til þularins; þulirnir, um þulina, frá þulunum, til þulanna. Til greina kæmi aö segja frá þulinum í þágu- falli eintölu, en þaö brýtur þó gegn einni meginreglu málsins. En frá henni eru veigamiklar undantekningar eins og flestum öörum regl- um. Enn segir sami bréfritari: „Varðandi oröiö örverpi, sem þú geröir aö umræöu- efni eitt sinn, þá rann þaö upp fyrir mér að fyrir löngu, eöa mörgum árum, benti Snæbjörn á Grund ein- hverju sinni á sjálfan sig og mælti á þessa leið: Hérna sjáiö þiö, piltar, þriggja álna örverpiö hennar móöur minnar. Snæbjörn var síöasta barn hennar af mörgum og fremur vel úr grasi vaxinn. Þannig leit hann nú á málið. Snæbjörn er fróöur maöur.“ Siguröur Magnússon á Seyðisfiröi (frá Þórarins- stööum) skrifar mér einkar uppörvandi bréf og segir m.a.: „Or því aö ég er nú á annaö borö búinn aö hripa þessar línur, langar mig til aö bæta nokkrum viö, og eru þær tengdar 22. þætti þínum, eöa bréfinu góöa frá Kristrúnu Hreiöarsdóttur. Hún minnist þar á „hina fáránlegu merkingartil- færslu og notkun á orðinu aö dingla." Viö þær hug- leiðingar get ég bætt þessu: Þaö eru nú liðin nær 60 ár, síöan ég heyröi sögnina notaöa í sömu merkingu og Kristrún minntist á, og þá af fullorðnum manni, greind- um og gegnum bónda. Ég varö því dálítiö hissa á aö heyra þaö, eöa lesa í bréfi Kristrúnar, aö þessi sögn sé nú á tímum notuö af börn- um í sömu merkingu og bóndinn lagöi í hana forö- um. Læt ég því fljóta hér meö tildrögin aö orðum bóndans. Hann bjó á næsta bæ viö bæ þann, sem ég átti heima á, á suðurbyggð Seyðisfjaröar. Enginn sími var á bæ bóndans, og fékk hann því stundum afnot símans heima, sem var sveitasími af gamalli gerö, í trékassa, sem hékk uppi á vegg. Bóndinn var vanur aö biöja einhvern um aö hringja fyrir sig og ná sambandi viö viðkomandi aöila, sem oft var kaupfélagiö hans. Hann var óvanur símanum. Þaö eru nú liöin 57 ár, síðan hann baö mig um aö hringja fyrir sig inn í Kaup- félag — meö þessum orö- um: „Dinglaöu fyrir mig inn í Kaupfélag." Ég hélt fyrst aö bónda heföi oröið á mis- mæli en svo var ekki. Aö loknu símtalinu sagöi hann, þegar hann hengdi upp heyrnartóliö: „Dinglaöu af, dinglaöu af!“ Þá var af- hringing talin sjálfsögö aö loknu símtali. En þetta var engin tilviljun eöa mismæli hjá þessum vini mínum, því aö nokkru síðar endurtók sig sama „dingliö", þegar hann fékk afnot af síman- um.“ Ekki meira úr bréfum í bili og mál aö ríöa enda- hnútinn á þáttinn eöa reka á hann smiðshöggið, ekki aö ríöa á hann smiöshöggið eða reka á hann endahnút- inn, eins og stundum heyr- ist sagt. PÍERRE RobERT Beauty Care — Skin Care NÝJU SNYRTIVÖRURNAR FRÁ PIERRE ROBERT. Andlitssnyrtivörur og fullkomlega ofnæmisprófuö húð- krem í hæsta gæðaflokki. Komið og kynnist þessum frábæru snyrtivörum mánu- daginn 26. og þriðjudaginn 27. nóvember kl. 1—6 í Snyrtivöruverzluninni Andreu, Laugavegi 82. KOMIO, KYNNIST OG SANNFÆRIST. Ragnhildur Björnsson veröur stödd þar, og leiðbeinir um val og notkun Pierre Robert snyrtivara. Tunguhélsi 11, R. Sími 82700 mm STJORNUNARFRÆ Viltu auka útflutningstekjurnar? Hefuröu í hyggju aö hefja útflutning? Útflutnings- verslun Dagana 3., 4. og 5. desember nk. efnir Stjórnunar- félag íslands til námskeiðs í Útflutningsverslun. Námskeiöið veröur haldiö aö Síöumúla 23 og stendur frá kl. 15—19 alla dagana. Námskeiö þetta er einkum ætlað starfsfól útflutningsfyrirtækja og fyrirtækja er hyggja útflutning, og megintilgangurinn er aö ge starfsfólk hæfara til aó leysa hin ýmsu vandarrv ! útflutningsstarfinu. Meðal efni* er. frégangur og garö útflutningaakýralna — val markaöa — val dreifiaöila — söluörvandi útflutningsaðgerðir — hönnun og vöruþróun — veröákvaröanir Auk þass varöa fleiri atriöi ar snarta útflutnlng kynnt. Laiöbainendur varða Úlfur Sigmundsson og starfsfólk útflutningsmiðstöövar iönaöarins. Nánarl upplýsingar og þátttaka tilkynnist til Stjórnun- arfélagsins í síma 82930. Ultur Slgurmundsson hagtraaöingur. Sfmi 82930 Húsgagnasölusýning Glæsilegt úrval húsgagna ídag HUSGAGNAMIÐSTOÐINy SKAFTAHLÍÐ 24, REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.