Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
39
í hundunum
Lifandi myndir
karla og kvenna
Magnea J. Matthíasdóttir:
GÖTURÆSISKANDIDATAR.
Skáldsaga.
Almenna bókafélagið 1979.
Stúlka úr borgaralegri fjöl-
skyldu lendir í slæmum félags-
skap og er á góðri leið með að fara
í hundana.
í stuttu máli er þetta viðfangs-
efni Magneu J. Matthíasdóttur í
Göturæsiskandidötum.
Helsti annmarki sögunnar er að
breytingin sem verður skyndilega
á stúlkunni, Höllu, er ekki veru-
lega sannfærandi. Hún er um-
svifalaust komin í hóp harðsoð-
inna togarastráka og afbrota-
manna, hefur snúið baki við fjöl-
skyldu sinni og vinum úr mennta-
klíku. Þetta gerist eftir páskafyll-
irí. Stúlkan er að vísu haldin leiða
og tómleika, en er að öðru leyti
ekki líkleg til að verða bráð þeirra
sem eru á kafi í undirheimalífi
Reykjavíkur.
Um þetta geta að vísu verið
skiptar skoðanir. Lýsing Magneu
J. Matthíasdóttur á drykkjuveisl-
um, pilluáti, slagsmálum og hvers
kyns ofbeldi er búin mörgum
kostum. Síðast en ekki síst lætur
henni vel að túlka innihaldslausar
samræður. Þótt margt sé ýkt
hlýtur hún að þekkja vel þær
manngerðir sem hún dregur fram
í dagsljósið í Göturæsiskandidöt-
um.
Magnea J. Matthíasdóttir er
kunnáttusamur höfundur og skrif-
ar mjög góðan texta. Hún hefur til
að bera óvenjulegan hæfileika til
hnitmiðunar og fágunar. Þessir
eiginleikar eru meira áberandi í
Göturæsiskandidötum en skáld-
sögu hennar frá í fyrra: Hægara
pælt en kýlt. Sú bók var reyndar
meðal athyglisverðustu bóka þess
árs. í nýju bókinni er hún enn
raunsærri; hið draumkynjaða
andrúmsloft er að mestu horfið.
Veruleikinn nakinn og óheflaður
birtist lesandanum og gerir hon-
um órótt. Er þetta í raun og veru
það líf sem lifað er bak við tjöldin
í borginni og á skemmtistöðunum?
Ekki er ólíklegt að mynd Magneu
sé sönn. Að minnsta kosti eru
nokkrar fyrirmyndir sögunnar
kunnar og langt frá því að vera
uppgerð höfundar.
Það sem gerir Magneu J.
Matthíasdóttur eftirtektarverðari
Sven Otto S.:
Mads og Milalik.
Texti og teikningar eftir Sven
Otto S.
Jóhannes Halldórsson islenskaði.
Almenna bókafélagið, 1979.
Mads og Milalik er myndabók
frá Grænlandi.
Sagan gerist í smáþorpinu Ika-
miut við Diskoflóa. Söguhetjan er
sex ára drengur, Mads. „.. .Allir,
sem búa í Ikamiut, stunda sömu
Magnea J. Matthíasdóttir
höfund en marga aðra er þroski
hennar sem veldur því að hún er
laus við allan predikunartón og
billega ádeilu. Henni þykir vænt
um þá sem hún skrifar, jafnvel
forhertustu fantana og smábóf-
ana. Það er ekki heiglum hent að
láta lesendur fá samúð með
drykkjurútum og töffgæjum á
borð við Begga. Það tekst Magneu
engu að síður. Við vitum að þessi
persóna er til þótt ekki sé maður-
inn gæfulegur. Sama er að segja
um ýmsa aðra, til dæmis Villa sem
á stórt hjarta þótt umhverfið
dæmi hann hart.
Bók Magneu J. Matthíasdóttur
er enginn sunnudagaskóli. Málfar
hennar er það mál sem talað er,
Bókmenntlr
efdr JÓHANN
HJÁLMARSSON
ekkert sparimál. Ekki er
óhugsandi að siðapostular sætti
sig illa við þessa Reykjavíkurlýs-
ingu þótt Sukkholt, húsið þar sem
mest gengur á, sé að því ég held
miðsvæðis í borginni.
Brottför Höllu í lokin og
áfangastaður hennar gæti bent til
þess að þessi saga eigi að gerast
áður en atburðir þeir sem lýst er í
Hægara pælt en kýlt hófust.
Magnea er af þeim sökum að
semja samstætt verk sem ekki sér
fyrir endann á. Þrátt fyrir það má
lesa báðar skáldsögur hennar sem
sjálfstæðar.
Það er merkileg tilraun sem
Magnea J. Matthíasdóttir gerir í
Göturæsiskandidötum. Hún sýnir
glögglega andstæður milli hinna
fínu svallara meðal unga fólksins
og misheppnaðra náttúrubarna úr
alþýðustétt. Þótt Halla sé fram-
andi í þessu umhverfi liggur þó í
augum uppi að höfundurinn nær
tilgangi sínum með sögunni.
Er það ekki mest um vert?
Ég tel skáldsögu Magneu J.
Matthíasdóttur meðal þess
lífvænlegasta í skáldsagnagerð
ungra höfunda. Hún kannar
óhrædd áður ókunnar slóðir — og
gerir það af eðlislægri smekkvísi.
vinnu og hafa þess vegna alltaf
nóg að spjalla um ..
Á sex ára afmælisdaginn sinn
fær Mads nýjan sleða og hann fær
líka lítinn, skrýtinn hvolp, Milalik.
Nú á Mads að læra að stjórna
sleða og hundi. Hann hefur reynd-
ar æft sig í að beita svipu frá
þriggja ára aldri. Þetta var i
október. „.. .Tíminn líður. Eftir
tveggja mánaða myrkur fer aftur
að sjást til sólar þegar kemur
fram í febrúar."
Matthías Johannessen:
M Samtöl III.
Útgefandi: Almenna
bókafélagið,
Reykjavík 1979.
FYRSTU kynni mín af Matthíasi
Johannessen voru þau, að ég las af
áhuga og ánægju viðtöl, sem
birtust í Morgunblaðinu við ýmsa
menn, en þar var ekki höfundarins
getið, nema hvað M. stóð undir
viðtölunum. Ég hafði svo ekki
lesið mörg þeirra, þá er ég forvitn-
aðist um höfundinn og fékk að
vita, að hann héti Matthías Jo-
hannessen og stundaði nám í
íslenzkum fræðum í Háskóla
íslands. Um gerð þessara viðtala
vísa ég til frábærlega greinilegs
og vel ritaðs formála fyrir fyrsta
bindi úrvals úr viðtölum Matthí-
asar eftir Eirík Hrein Finnboga-
son.
Þannig fór, að ég kynntist
Matthíasi Johannessen mjög náið,
sem og öllu því, sem hann hefur
ritað um menn og menningarmál,
og þá einnig hinum stórmerku
greinum, sem fyrir hans tilstilli
hafa birzt í Morgunblaðinu eftir
erlenda fyrirmenn í bókmennta-
og mannréttindamálum — að ljóð-
um hans ógleymdum. Það leið svo
ekki á löngu eftir fyrstu kynni
okkar, þangað til ég tók að ámálga
það við hann að láta prenta á bók
úrval úr hinum mörgu og merku
viðtölum. En hann tók engan
veginn vel undir umleitanir
mínar, vildi jafnvel gera lítið úr
gerð viðtalanna og gildi. En síðan
komu fleiri til, og loks var það svo
í hittiðfyrra, að birt var fyrsta
bindi úrvals úr viðtölunum. Hafði
Eiríkur Hreinn Finnbogason ann-
ast valið og Almenna bókafélagið
kostað útgáfuna. Nú eru bindin
orðin þrjú, samtals 800 blaðsíður,
og viðmælendurnir, sem þar koma
fram, eru 61, karlar og konur úr
ýmsum stéttum, flestir íslenzkir,
en nokkrir erlendir. Það kemur
skýrt í ljós í formála Eiríks
Hreins fyrir fyrsta bindinu, að allt
þetta fólk á erindi við okkur öll og
tel ég óþarft að gera hér grein
fyrir því. En eitt er þó það, sem ég
vil leggja frekari áherzlu á: Það er
hinn einstæði hæfileiki Matthías-
ar til að fá viðmælendur sína til að
tala af slíkri einlægni, að lesandi
viðtalsins telur sig hafa kynnzt
því náið, sem viðmælendurnir
hafa þegið af arfi og uppeldi og
hvernig lífið hefur svo mótað þá í
sinni deiglu.
I þessu þriðja bindi er viðtal við
einn af hinum fjölmörgu Jónum
Jónssonum. í lok þess er það í
rauninni í fáum orðum skilgreint,
hver töframaður Matthías er í
einmitt þessum efnum. Jón Jóns-
son í Mörk segir svo:
„Ég má nú ekki vera að þessu
lengur. Ég ætlaði ekki að tala við
þig að neinu ráði, en þú hefur
einhvern veginn hlunnfarið mig,
og það verður að teljast karakter-
leysi af minni hálfu.“
Skyldi það? segi ég. Þar eð
svona hefur þeim flestum farizt,
sem M-ið hefur átt viðtöl við, því
að þarna kemur til hin fordóma-
Bókmenntlr
eftir JENNU
JENSDÓTTUR
Þá fer pabbi á fjall til rjúpna-
veiða. Mads og systir hans Naja fá
að fara með á sleðanum, sem
dreginn er af mörgum hundum.
Matthías Johannessen
Bðkmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
lausa, meðfædda og síðan þraut-
þjálfaða og tamda mannþekking
skáldsins Matthíasar Jóhannes-
sen.
I þessu bindi eru viðtöl, sem
sýna greinilega það, sem Eiríkur
Hreinn getur um í formála fyrsta
bindis, en auk þess er eitt atriði,
sem ég hef tekið eftir í öllum
bindunum og ég get ekki stillt mig
um að minnast á. Á ég þar við það,
að Matthías leiðir í sumum viðtöl-
unum talið að öðrum og forvitni-
legri manni en viðmælandanum,
og gerir það á svo eðlilegan hátt,
að sá, sem hann talar við, finnur
ekki fyrir því að sinn hlutur verði
að neinu leyti minni en ella. Vil ég
leyfa mér að benda á tvö dæmi um
þetta úr þessu þriðja bindi.
Annað er viðtalið við Andrés í
Ásbúð, hitt við hann danska,
gagnmerka rithöfund og ljóðskáld,
Thorkild Björnvig. Andrés var
drengur góður, á sinn hátt gáfaður
maður, en furðufugl. Þetta er
auðsætt af viðtalinu og eins það,
að Matthías hlífist við að draga
það fram í dagsljósið, sem var hin
veika hlið Andrésar, enda það
engum að meini, — en leiðir talið
að Magnúsi Stefánssyni, sem varð
víðkunnugt skáld undir dulnefn-
inu örn Arnarson. Og hjá Andrési
fær svo Matthías beinlínis skjal-
festa nánari lýsingu á Magnúsi
sem manni en ég hef nokkurs
staðar séð áður, og ennfremur
upplýsir Andrés með fullum
sanni, að hið dula og vissulega
vandvirka skáld orti í skyndingu
verðlaunaljóðið íslands Hrafn-
istumenn nóttina áður en skila-
frestur handrita rann út!
Thorkild Björnvig er svo athygl-
isverður, djúpsær og sérstæður á
Ferðin heppnast vel. Og dag
nokkurn í apríl lánar faðirinn
Mads tvo stóra hunda til að draga
sleða með Milalik. Naja er með
Mads á sleðanum og allt gengur
vel — í fyrstu.
Þau fara langt út fyrir þorpið.
Erfiðleikar mæta þeim og það
byrjar að dimma. Þau villast:
„... Þá heyra þau gjálfur í auðum
sjó. Það marrar og brestur og
ísinn dúar undir þeim. í dimm-
unni grilla þau í breitt sund með
vatni og krapi, sem skilur milli
þeirra og lands.“
Hundarnir skynja hættuna og
allt fer vel að lokum.
sviði danskrar ljóðlistar og bók-
menntalegrar gagnrýni, að sízt er
undarlegt, þótt Matthías Johann-
essen sæktist eftir að hafa viðtal
við hann, og sannarlega. kemur
sitthvað forvitnilegt fram í því,
sem hann sagði við Matthías um
verk sjálfs sín og sín dulþrungnu
viðhorf við mannlífinu og náttúr-
unni. En ekki getur lesandanum
dulizt, að það er líf og starf,
skoðanir og list Martins A. Han-
sen, sem Matthíasi er hugleiknast
að fræðast um af vini hans
Björnvig. Martin A. Hansen varð
einhver mest metni rithöfundur
og mótandi menningarfrömuður
Dana síðustu tvo áratugi sinnar of
stuttu ævi, og hafði slíkan áhuga á
menningararfi Islendinga, að
hann kom hingað, ferðaðist víða
um landið og skrifaði síðan um
ferð sína merka bók. Matthías
lýsti eftirminnilega ástum hins
víðkunna fræðimanns og rithöf-
undar Jörge Luis Borge á íslenzk-
um menningararfi og sömuleiðis
viðhorfum hins fræga énska
ljóðskálds Audens við Islandi og
íslenzkri menningu, og vissulega
nýtur hann þess að geta örvað
landa sína til ræktarsemi og
heilbrigðs metnaðar í menning-
armálum með lýsingu Björnvigs á
afstöðu hins merka skáldbróður á
því, sem hann taldi sig eiga að
þakka íslenzkum fornbókmennt-
um:
„Guðspjöllin og andi íslenzku
fornritanna höfðu mest áhrif á
Martin A. Hansen, reyndu mest á
þanþol hugsana hans. íslendinga-
sögur höfðu einnig mikil áhrif á
stíl hans. Hann var bóndasonur.
Merkilegt var, að því eldri sem
hann varð, því fornlegra varð
tungutak hans.“ Þá fórust Björn-
vig einnig þannig orð: „Martin A.
Hansen hafði ekki áhuga á
grískum guðum, heldur norræn-
um. Hann var einungis innblásinn
norrænum anda. Eg sagði ein-
hverju sinni við hann: „Hvernig
getur á því staðið, að grískir guðir
gegna svo alvarlegu hlutverki í
evrópskri ljóðlist, t.d. hjá Hölder-
lin og Keats, en norrænir guðir
verða skoplegir, þegar þeir lenda í
okkar ljóðlist?" Hann horfði á mig
hugsi, en svaraði svo: „Það er
vegna þess, að þeir eru gæddir
meira lífi en grísku guðirnir."
Hann var þeirrar skoðunar, að
þeir lifi enn „neðanjarðar", þ.e. í
undirvitund norrænna þjóða. En
hann sá sjálfan sig í Síðu-Halli.
Hann var að mínu viti holdi klædd
lífshugsjón Martins A. Hansen.
Ábyrgðartilfinning hans sem
manneskja var persónugerð í
þessum íslenzka höfðingja."
Martin A. Hansen varð sem sé
ógleymanleg frásögn Njálu af því,
þegar Síðu-Hallur vildi vinna það
til sætta og friðar á Alþingi, að
engar bætur, hvað þá blóðhefndir,
kæmu fyrir víg sonar hans.
Læt ég svo staðar numið, því að
nú hef ég komið því að, sem mér
fannst ég eiga ósagt um þetta safn
að sinni, en áreiðanlega á ég oft
eftir að grípa einhverja hinna
þriggja bóka mér til skemmtunar
og fróðleiks.
Þetta er saga handa yngstu
lesendunum. Frábærar myndir
segja meira en texti, sem oft er
svo óljós að án mynda væri
tæplega hægt að vita hvað er að
gerast. Dæmi þar upp á er ferða-
lag barnanna, þegar Mads fær
hunda föður síns lánaða. Þar
verður það aðeins ráðið af mynd-
um, að það eru systkinin sem fara
saman í ferðalag og Milalik dregur
sleða þeirra ásamt hundunum
tveim.
En með samspili mynda og
texta ætti þetta að vera eiguleg
bók.
Þýðing lipur og frágangur ágæt-
ur.
Ekið á fleygiferð