Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
Minning:
Jakob Sigurjónsson
Vestmannaeyjum
Jakob Sigurjónsson bifreiða-
stjóri lézt á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja laugardaginn 20. okt.
8.1.
Jakob var fæddur í Vestmanna-
eyjum 23. júní 1928, sonur hjón-
anna Guðrúnar Pálsdóttur og Sig-
urjóns Eiríkssonar. Heimili þeirra
stóð þá í Stakkholti við Vest-
mannabraut. Á þriðja aldursári
flytur Jakob með fjölskyldu sinni í
nýbyggt hús þeirra að Boðaslóð 1
og þar átti hann heima öll sín
uppvaxtarár. Jakob var næst elst-
ur af 7 sonum þeirra hjóna og af
þeim eru nú 5 eftir á lífi, starfandi
dugnaðarmenn og allir búsettir í
Eyjum.
Á bernskuárum Jakobs var mik-
ið kreppuástand og lífsbaráttan
mjög hörð. Kom það fljótlega í
hlut hans, að styðja við bak
fjármunalítilla foreldra sinna, til
að sjá heimili sínu farboða. Á
sumrin fór hann í sveit og vann
þar fyrir sér. Eftir fermingarald-
ur vann hann mest við fiskverkun
og ýmis önnur verkamannastörf
er til féllu. Jakob þótti duglegur
og handlaginn. Sýndi það sig bezt
+
Móöir mín,
MARGRÉT B. FJELDSTED,
Langholtsvegi 90,
lézt á Landspítalanum 22. nóvember s.l.
Ragnheiöur D. Fjeldsted.
Eiginkona mín og dóttir okkar,
KRISTJANA MAGNÚSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 27. nóvember.
Athöfnin hefst kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
aö láta Krabbameinsfélag íslands njóta þess.
F.h. vandamanna, Siguröur Jakob Vigfússon,
Ágústa Steingrímsdóttir,
Magnús Sigurjónsson.
+
Sonur okkar og bróöir,
ÓLAFUR ALFREOSSON,
sem lést af slysförum 15. nóvember s.l. veröur jarösunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.30.
Unnur Ólafsdóttir, Alfreö Eymundsson.
Axel Alfreösson,
Hermann Alfreðsson,
Þórunn Alfreösdóttir,
+
Hjartkær vinkona mín,
GUÐFINNA ÍSLEIFSDÓTTIR,
fró Aöalvík,
sem andaöist aö Elliheimilinu Grund þann 20. nóvember verður
jarösungin þriöjudaginn 27. nóvember kl. 13.30 frá Fossvogs-
klrkju.
Jarösett verður í gamla kirkjugaröinum.
Stella Siguröardóttir.
+
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför,
KRISTÍNAR JÓHÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
fri Hafnarfiröi.
Sérstakar þakkir til alls hjúkrunarfólks á St. Jósepsspítala
Hafnarfirði.
Hjördís Guömundsdóttir og aðrir vandamenn.
+
Þökkum vináttu og samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar,
móöur okkar og tengdamóöur,
ÁSTRÍÐAR MARKÚSDÓTTUR,
Fornhaga 19.
Halldór Jónsson,
Margrét Helga Halldórsdóttir, Þorsteinn J. Halldórsson,
Júlíus Egilson. Markús Halldórsson.
Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
sonar okkar, bróöur og mágs,
GUÐMUNDAR KVARAN,
flugmanns,
Kleifarvegi 1.
Reykjavík.
Krístín Helgadóttir Kvaran Einar G. Kvaran,
Karitas Kvaran, Baldur Guðlaugsson,
Gunnar E. Kvaran, Snæfriöur Egilson
Helgí E. Kvaran,
er þeir ungir bræðurnir ásamt
föður þeirra réðust í að stækka
íbúðarhúsið, sem þá var orðið
alltof lítið fyrir stóra fjölskyldu.
Með samstilltu átaki vannst það
verk fljótt og vel.
Þegar Jakob hafði aldur til,
öðlaðist hann bifreiðastjórarétt-
indi og fljótlega eftir það hóf hann
vörubifreiðaakstur frá Bifreiða-
stöð Vestmannaeyja og hefur það
verið hans starf síðan, eða samtals
í 32 ár. Fljótlega eftir að Jakob
gerðist bifreiðastjóri varð hann
fyrir alvarlegu áfalli, sem varð til
þess, að upp frá því varð hann
aldrei heill né sami maður eftir.
Hans sjúkrasaga er með ólíkind-
um, en þrátt fyrir allt og ávallt
tókst honum að brjótast áfram
með ólýsanlegri lífsseiglu og
bjartsýni. Það er með ólíkindum
hvað honum tókst að vinna og
framkvæma við þau skilyrði og
takmarkanir er honum voru sett-
ar.
Mesta hamingja í lífi Jakobs var
er hann kynntist eftirlifandi
lífsförunaut sínum, Ingu Lárus-
dóttur hjúkrunarkonu, ættaðri úr
Grundarfirði. Þau hófu búskap að
Boðaslóð 1 og stóð heimili þeirra
þar, þar til þau fluttu í desember
1958 í nýbyggt hús þeirra að
Hólagötu 50. Þar hafa þau síðan
búið, ásamt 2 sonum þeirra, sem
nú eru uppkomnir og eru mestu
efnismenn. Þeir eru Sigurjón Rún-
ar, skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi
Vestmannaeyja og Lárus, sem er
húsasmíðanemi. Jakob var ham-
ingjumaður í einkalífi sínu, enda
miklir kærleikar með þeim hjón-
um og sonum þeirra. Hann bar
ávallt hag og öryggi fjölskyldunn-
ar mjög fyrir brjósti.
í veikindastríði Jakobs var hon-
um sýnd mikil umhyggja af allri
fjölskyldunni og bræðrum hans.
Ávallt eins og ein hönd er á
reyndi.
Það þarf mikið þrek til að
stunda vinnu sína oft á tíðum
sárþjáður og nú að síðustu var svo
af honum dregið, að það var
sjáanlega meira af vilja en mætti
að hann reyndi að fylgjast með
okkur félögum hans.
Eins og ávallt áður, ætlaði hann
ekki að gefast upp fyrr en í fulla
Fæddur 31. ágúst 1953
Dáinn 15. nóvember 1979
Fréttin um sviplegt fráfall fé-
laga okkar, Ólafs Alfreðssonar, er
lést þann 15. nóvember síðastlið-
inn af völdum umferðarslyss, hef-
ur Iagt sorgarslæðu yfir sundfé-
lagið Ægi.
Ólafur, sem var elsti sonur
hjónanna Alfreðs Eymundssonar
og Unnar Ólafsdóttur, hefur
ásamt fjölskyldu sinni verið ein
aðaldriffjöðrin í keppnis- og fé-
lagsstarfi félagsins mörg undan-
farin ár og stuðlað verulega að
velgengni þess. Hafa foreldrar
hans lagt krafta sína í félagsstarf-
ið, systkini Ólafs í sundið en
Ólafur var fyrst og fremst í
sundknattleiknum. Hafði hann
hnefana, sem að lokum varð.
Hann veiktist að loknu dagsverki
og lést þrem sólarhringum síðar.
Jakob var að eðlisfari prúður í
allri framkomu en oft var grunnt
á saklausri glettni, sem hann var
óspar að miðla okkur félögunum.
Bifreiðar hans voru alla tíð snyrti-
legar og vel um þær gengið og
lýstu eiganda sínum betur en
töluð orð.
Jakobi auðnaðist að sjá heima-
byggð sína rísa úr rústum eldgoss
og verða byggilega að nýju og dró
hann ekki af sér í því sem öðru og
á hann þar góðan hlut í því
endurreisnarstarfi.
Það er gott að geta minnst vinar
og samstarfsmanns af góðu einu
og það get ég.
Áð leiðarlokum þakka ég for-
sjóninni fyrir góð kynni okkar
Jakobs og bið ég honum Guðs
blessunar. Hans nánustu ættingj-
um bið ég allra heilla og velfarn-
aöar- Magnús Guðjónsson.
Ólafur Alfreðs-
son Minningarorð
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hvernig get eg verið kristinn maður og farið eftir
kenningum Jesú, þegar fólk skrökvar um mig?
Fólk skrökvar líka um mig! En ég læt það aldrei
hafa áhrif á mig. Jesús sagði, að öll ósannindi væru
runnin frá djöflinum, sem er faðir lyginnar(Jóh. 8,44).
En gæti hugsazt, að vinir yðar aðhylltust ekki sömu
háu hugmyndir og þér hafið um sjálfan yður? Maður
getur leiðzt afvega, ef hann hyggur, að hann sé betri
en hann er í raun og veru. Robert Burns sagði: „Ó, að
einhver máttur gæfi okkur þá gjöf, að við sæjum
okkur, eins og aðrir sjá okkur“.
Einhver hefur komizt svo að orði: „Það er ekki
hneykslanleg lygi, sem særir manninn, heldur
hneykslanlegur sannleikur". Sannleikanum verður
hver sárreiðastur.
En hafi þessar skröksögur ekki við rök að styðjast,
skulið þér vera rólegur. Jesús sagði: „Sælir eruð þeir,
sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir" (Matt. 5,10).
Margir grandskoða kristna menn. Þeir leita högg-
staðar á þeim og vilja helzt draga þá niður til sín. Með
þessu vilja þeir gera kristindóminn að helgisögn og
losa sig við kall Krists til fylgdar við hann.
Það er skylda kristinna manna, að þeir breyti
þannig, að menn sannfærist um einlægni þeirra og
alvöru.
Guð gefi yður kraft til þess.
Móöir okkar, + ARNDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR
fyrrverandí Ijósmóöir
Syðri-Hömrum
andaöist 23. þessa mánaöar.
Börnin
stundað sundknattleik síðastliðin
7 ár og mætti alltaf manna best og
var oftast með fyrstu mönnum á
æfingar og var alltaf tilbúinn að
mæta í leiki, hvort sem þurfti að
spila eða sjá um framkvæmd
þeirra. Það var alltaf hægt að
treysta þvi að hann mætti, nema
ófyrirsjáanleg atvik hindruðu.
Engin félög verða til ef félagana
vantar, það er því mikið áfall fyrir
lítið íþróttafélag sem Ægi að missa
góðan og traustan félagsmann
sem Ólafur var. Vonum við þess
vegna að fráfall hans verði ekki til
þess, að raðirnar riðlist heldur
þjappi okkur saman til eflingar
félagsstarfinu.
Úr faðmi fjölskyldunnar hefur
verið hrifsaður ástkær sonur og
bróðir. Megi minningin um hann
verða til þess að fyrr grói þau
djúpu sár, sem eftir eru skilin við
fráfall góðs drengs.
Vilum við Ægiringar með þessum
orðum votta fjölskyldu Ólafs, vin-
um og vandamönnum dýpstu sam-
úð okkar og samhryggjumst við
innilega á þessari sorgarstundu.
Megi Guð varðveita minningu
hans.
Félagar í
Sundfélaginu Ægi
LEGSTEINAR
S. HELGASON H/F,
STEINSMIÐJA,
SKEMMUVEGI 48,
KÓPAVOGI,
SÍMI 76677.