Morgunblaðið - 25.11.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1979
27
smi/m -
Bftrgljót Ingólfsdóttir
Kjötbúðingur
í matinn
Heimalagaður kjðtbúðingur er hinn besti matur, auðveldlega
búinn til og drjúgur. Það er hægt að búa hann til á ótal vegu og
nota hugmyndaflugið til að bragðbæta, setja eitthvað nýtt saman
við svo þetta verði reglulega spennandi í hvert sinn.
Venjulegur kjötbúðingur
1 kg nautahakk, 1 egg, 1 bolli af brauðmylsnu eða stöppuðum
soðnum kartöflum, saxaður eða rifinn laukur, salt, pipar, paprika,
mjólk, ef viil, baconbitar, ef vill.
Farsið er hrært saman, sett í ofnfast fat. Bakað í ofni í u.þ.b. 1 klst.
við meðalhita. Gott að setja lok eða álpappír yfir fatið.
Kjötbúðingur með osti
Venjuleg kjötbúðings (meat-loaf) uppskrift úr 1 kg af hakki. Farsið
breitt út á álpappír, yfir það stráð IV2 bolla af sterkum osti, rifnum,
eða í sneiðum í álíka magni. Farsinu rúllað upp eins og rúllutertu,
sett í ofnfast fat og samskeytin látin snúa niður (álpappírinn
fjarlægður áður). Bakað í meðalheitum ofni í 45 mín. en þá er hálfum
bolla af tómatsósu hellt yfir og bakað áfram í u.þ.b. 15 mín. Dál.
rifinn ostur settur yfir í lokin og látið hitna með síðustu mín. Ætlað
fyrir 6—8 manns.
Lauk-kjötbúðingur
1 kg nautahakk, U/2 bolli mjúkir franskbrauðsmolar, 2 egg, % bolli
vatn, V3 bolli tómatsósa, 1 pk. af lauksúpu, sveppir ef vill, eða dál.
af sveppasúpudufti.
Þessu er öllu hært saman, kryddað eftir smekk, sett í smurt
ofnfast fat og bakað í meðalheitum ofni í ca. 1 klst. Fyrir 6—8.
Kjötbúðingur í kartöfluhjúpi
Venjuleg uppskrift af kjötbúðingi, sem settur er í ofnfast fat.
Þegar 15 mín. eru eftir af bökunartímanum er kartöflustöppu smurt
yfir og haft í ofninum, við sterkan straum, smástund.
Kartöflustappa: (u.þ.b. 4 bollar af stöppuðum kartöflum og út í
það hrært 4 matsk. brætt smjörlíki, V2 bolli volg mjólk, 2 egg, salt
og pipar. Stappan alveg látin þekja kjötbúðinginn.
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152*17355
Þakkir
Færi mínar innilegustu þakkir öllum sem glöddu mig
á 85 ára afmælinu meö vinsamlegum heimsóknum,
höföinglegum gjöfum, heilla skeytum og fögrum
blómum. Eg þakka börnum mínum, tengdasonum og
dætrum fyrir ástúölega umhyggjusemi aö bera
kostnað og fyrirhöfn vegna afmælisins.
Guö blessi ykkur öll vinir mínir nær og fjær.
Ingjaldur Jónsson.
, PHILCO
þvottastöoin
þvotfavél og þurrkari
í einu tæki
einstaklega fyrirferðarlitlu og þægi-
legu, sem gerir þvottahúsið óþarft.
Krókur í eldhúsi eða baðherbergi nægir.
Þú snertir ekki þvottinn frá því að þú
setur hann í vélina og þar til þú tekur
hann út hreinan og þurran. Philco
þvottastöðin tekur inn heitt og kalt
vatn, hefur 10 þvottakerfi og sparnaðarrofa.
Þessi vél frá Philco er nýjung en Philco
gæði eru engin nýjung, það vita þeir
sem reynt hafa.
heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655