Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 ÓVITAR „Óvitar“, leikrit Guðrúnar Helga- dóttur, komið út IÐUNN hefur gefið út leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur Leikritið er samið að beiðni Þjóðleikhússins á baraári Sam- einuðu þjóðanna og kemur út i bók á frumsýningardegi, 24. nóv- ember. Leikritið er í tólf atriðum. Gylfi Gíslason gerði sviðsteikn- ingar sem birtar eru i bókinni. Á kápu er mynd úr sýningu Þjóð- leikhússins. Guðrún Helgadóttir hefur sam- ið fjórar bækur handa börnum: Tvær um Jón Odd og Jón Bjarna, f afahúsi og Pál Vilhjálmsson. Hafa þær notið vinsælda, og fyrri sög- unni um Jón Odd og Jón Bjarna verið snúið á dönsku og finnsku. Óvitar eru fyrsta leikrit Guðrúnar og tileinkar höfundur það minn- ingu Jökuls Jakobssonar. Um leik- ritið segir svo í kynningu forlags- ins á kápubaki: „Óvitar fjalla aðallega um tvo stráka og heimilislíf þeirra þegar óvæntir atburðir gerast sem breyta dálítið viðhorfum barna til fullorðinna, og reyndar ltka full- orðinna til barna. 1 leiknum eru kringumstæður að vísu nokkuð aðrar en í veruleikanum.". Óvitar eru 64 blaðsíður í all- stóru broti. Prisma prentaði. FnKMrtcs Umi Bækur um fegurð og fatatízku ÞÆTTIR sem fjalla um fegurð og fatatizku á jákvæðan og raunsæjan hátt hafa birzt í „The Thames“- sjónvarpsstöðinni í Bretlandi og notið þar mikilla vinsælda. Samhiiða sjónvarpsþáttunum hafa verið gefnar út bækur, þar sem meginefni þáttanna er dregið sam- an. Tvær þessara bóka eru nú komnar út á íslenzku hjá Bókaútgáf- unni Erni og Örlygi. Nefnast þær „Finnið eigin fatastíl" og „Listin að líta vel út“. „Finnið eigin fatastíl" er eftir Frederica Lord, sem stjórnaði áður- nefndum sjónvarpsþáttum, en þýð- inguna gerði Hildur Einarsdóttir. „Listin að líta vel út“ er eftir Sally Ann Voak, en hún ritstýrir fegrun- arþáttum í þekktum tímaritum. Þýð- andi er Sigríður Arnbjarnardóttir. Hvor bókanna er 64 bls. að stærð, og báðar eru þær prýddar fjölda teikninga og skýringamynda. __—............ .. . .. ... Ný gallabuxnatíska ryður sér rúms meðal kvenna „Látum ekki bjóða okkur slíkt,“ segja karlmennirnir Fyrir stuttu voru gallabuxur kvenna svo þröngar aö til þess aö komast í þaar þurftu konur bókstaflega aö leggjast á gólfiö. Nú hafa Frakkar snúiö blaöinu algjörlega viö og þeirra nýjasta hugmynd mun ireiöanlega ekki vera eins skaósöm heilsu kvenna og þröngu galla- buxurnar. „Baggy“-buxur nefna þeir þessa nýju uppfinningu sína en þær gallabuxur eru þröng- ar um mittiö en víöar um mjaömir og læri en þrengjast svo aftur um ökklana. „Baggy“- buxurnar hafa náö miklum vinsældum f Banda- rfkjunum, sárstaklega í New York og Miami. Bandarfkjamenn hafa einnig útfært frönsku hugmyndina sjálfir og eru innlendu buxurnar ekki sfóur vinsælar. Þær verslanir í Bandaríkj- unum sem enn ekki hafa haft „baggy“-buxurn- ar á boðstólum eru nú í bióstööu og láta ganga á birgðir gömlu gallabuxnanna. „Þessar buxur eru hræöilegar," segir einn verslunareigandi f Boston. „Og þaö sem ekki er fallegt er yfirleitt ekki langlíft." Og þeim sem annt er um vöxt sinn er heldur ekkert um þessar nýju buxur gefiö. „Þaó var nógu erfitt fyrir mig aö taka af már aukakílóin svo ág mun sannarlega ekki hylja Ifkama minn meö þessum pokabuxum," segir ein fertug kona frá Kali- fornfu. Hér má sjá útfa buxunum. irslu Karnabæjar á „baggy“ En karlmennirnir eru ekki yfir sig hrifnir af hinni nýju galiabuxnatísku. „Ég held aö karlmenn í Bandaríkjunum muni ekki láta bjóöa sár þetta,“ segir einn karlmann- anna í New York-borg. „Viö vitum ekki lengur hvernig útlfnur „kvenbossanna" eru þar sem þær sjáat ekki á „baggy“ buxunum. Tveir stærstu gallabuxnaframleióendur á íslandi, Karnabær og Sportver, hafa þegar hafið framleióslu á nýju gallabuxnategundinni. Karnabær hefur haft sína gerö á boðstólum um tíma og buxur Sportvers eru um þaö bil aö koma á markaðinn. Aö sögn forsvarsmanna Karnabæjar hafa nýju buxurnar ekki staöiö vió f verslunum. Auk „baggy“-tegundarinnar hafa bæöi fyrir- tækin framleitt svokallaóar „smiösbuxur" um tfma en þær eru einnig víöar um mjaömir og læri. „Hustler“ nefnir Sportvor sína útfæratu á nýju gallabuxnatíakunni. Eriendu „baggy“ buxurnar. Eins og sjá má eru gerðirnar mjög mismunandi en eiga það þó sameiginlegt að vera þröngar um mitti og ökkla en að öðru leyti mjög víðar. i Chicago hafa buxur þessar selst vel meöal framhaldskólanemenda en eldri konur viröast ekki enn áræöa aö ganga opinberlega í nýju buxunum. „Þessar vföu buxur munu sennilega ná meiri vinsældum meöal kvenna er þær þröngu," segir verslunareigandi í Chicago. „Konum líöur mun betur f „baggy“-buxum en í níöþröngum gallabuxum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.