Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 51 Út er kontin hjá Bókaklúbbi Almenna Bókafélagsins bókin Orrustan um Bretland eftir breska sagnfræðinginn Leonard Mosley í þýðingu Jóhanns S, Hannessonar og Sigurðar Jó- hannssonar. Þetta er þriðja bók- in i ritsafni AB um siðari heims- styrjöldina, en áður eru útkomn- ar í sama flokki Aðdragandi styrjaldar og Leifturstríð. Orrustan um Bretland fjallar í máli og myndum um framkvæmd áætlunar Hitlers um töku Bret- V Orrustan um Bretland — 3. bókin í ritsafni AB um síð- ari heimsstyrjöldina komin út lands, sem skyldi gerast með ótakmörkuðum lofthernaði og síðan innrás skriðdreka og fót- gönguliðs. Texti bókarinnar skiptist í sex kafla sem heita: Kreppir að Bretlandi, Sigur- líkurnar fyrirfram, Dagur arnar- ins, Arásin á Lundúnir, I deiglu loftárásanna, Á útgönguversinu. Myndaflokkar bókarinnar heita. Hitler nartar í Ermasund, Komi þeir bara!, Heljarmennið Chur- chill, Stertimennið Göring, Brottflutningur úr borgum, Beðið eftir útkalli, Eldskírn, Herhvöt á heimavígstöðvunum, Vængstýfðir ernir Þýskalands. „Bókin er rituð af áhorfanda þessa tryllta leiks. Auk þess að gefa glöggt yfirlit yfir gang styrj- aldarinnar árið 1940 sýnir bókin atburðina mjög oft frá sjónarmiði þeirra sem stóðu í eldhríðinni á báða bóga, hermanna og almenn- ings,“ segir í tilkynningu um bókina í Fréttabrefi ÁB. Bókin er 208 bls. í stóru broti. Setningu og filmuvinnu hefur Prentstofa G. Benediktssonar annast. Bókin er prentuð í Toledo á Spáni. Skraut- gripa- verzlun 30 ára Skrautgripaverslun Jóns Dalmannssonar hefur nú starfað í 30 ár, en Jón Dalmannsson hóf rekstur verslunar haustið 1949 i sambandi við gullsmíðavinnu- stofu sina, sem þá var á Grettis- götu 6. Gullsmíðanám stundaði hann 1918—22 hjá Jónatan Jónssyni gullsmið í Reykjavik og vann nær eingöngu að iðn sinni þar til hann iést árið 1970. Jón Dalmannsson hóf rekstur eigin vinnustofu 1930 og lagði jafnan áherslu á hefðbundinn og þjóðlegan stíl. Eftir að hafa rekið verslun við Grettisgötu í 5 ár flutti hann atvinnurekstur sinn að Skólavörðustíg 21a og hóf þá að reka verslunina ásamt Sigurði Tómassyni úrsmið. Nú síðustu ár hefur fyrirtækið verið til húsa að Frakkastíg 10 og rekið af dóttur hans, Dóru Jónsdóttur gullsmið, undir nafninu Gullkistan. Ingiríður Danadrottning skoðar islenska skartgripi á sýningu í Kaupmannahöfn, lengst til vinstri er Dóra Jónsdóttir Dalmanns- sonar, en hún rekur nú fyrirtæki það, sem faðir hennar stofnaði. Að sitja kyrr í sama staó, mt aó vera að feróast * . -~ .• * - ^ Segir í vísunni og þú hefur sama háttinn á. Þú ferðast um allan heiminn sitjandi í stofunni þinni og þá er mikið atriði að sjá veröldina ekki í svart-hvítu, ekki í villandi óeðlilegum litum, heldur í náttúrlegum litum, sem eru svo eðlilegir að það er eins og þú værir sjálfur staddur á staðnum. Myndgæði Philips litsjónvarpstækja eru einstök. Þú vilt sjá hlutina í réttum litum og þér verður að ósk þinni fyrir framan skerminn á Philips litsjónvarpstækinu. Það er og verður Philips heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455 - SÆTÚNI 8, SÍMI 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.