Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 24
5 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 Sigrún Gísladóttir skrifar Stokkhólmsbréf Kosningar á íslandi Victoria prinsessa ásamt litla bróður sínum Carl Philip. í leiðurum beggja stærstu morgunblaðanna í Stokkhólmi hefur verið skrifað um komandi kosningar á íslandi. I því sam- bandi er þess getið að kosningar fari fram á öllum Norðurlöndun- um á einu og sama árinu. Kosið var í Finnlandi í marz, í Noregi og Svíþjóð í september, kosn- ingar eru nýafstaðnar í Dan- mörku og nú er röðin komin að íslandi. Svenska Dagbladet telur að það sem Island þurfi sé stjórn, sem með langtíma að- gerðum geti komið efnahagsmál- um landsins á réttan kjöl. Margt bendi til þess að sá hægri vindur sem farið hafi yfir hin Norður- löndin muni einnig ná til íslands. Bæði blöðin geta um fyrra stjórnarsamstarf Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokks, og telja líklegt að slík samvinna geti gefið íslandi þá stjórn sem landið nú þarfnast. Victoria mun erfa krúnuna Ákvörðunin um að breyta lög- unum frá 1810 um erfðir krún- unnar, þannig að kvenleggurinn hafi sama rétt til erfða, var endanlega tekin í þinginu nú á dögunum. Hinn 1. janúar 1980 verður Victoria krónprinsessa og litli bróðir hennar Carl Philip „bara“ prins. Breytingu sem þessa á stjórn- arskránni þarf að samþykkja á tveimur þingum. í apríl ’78 voru fyrst greidd atkvæði um tillög- una, og í bæði skiptin sátu sósíaldemókratar hjá við at- kvæðagreiðsluna. Þeir eru, sem kunnugt er, mótfallnir konungs- stjórn. í umræðum um tillöguna kvaðst einn sósíaldemókrati telja hana ólýðræðislega, þar eð tillagan styrkti stöðu konungs- veldisins. Fylgjendur tillögunn- ar bentu á, að erfðaréttur ein- ungis í karllegg, bryti í bága við lögin um jafnrétti kynjanna. Carl Gustaf konungur og Sil- via drottning voru í opinberri heimsókn í Austurríki, þegar tillagan var samþykkt. Carl Gustaf hafði áður lýst yfir þeirri persónulegu skoðun sinni að hann kysi fremur að taka eftir Dönum, Englendingum og Holl- endingum, en þar ganga erfðir því aðeins í kvenlegg ef ekki fyrirfinnst prins. Drottningar hafa áður ríkt í Svíþjoð, en það voru þær Margareta á 14. öld, Kristina á 17. og Ulrika Eleo- nora á 18. öld. Á nýársnótt verður Victoria krónprinsessa, en það er í fyrsta lagi árið 2002 sem hún getur tekið við, en þá verður hún orðin 25 ára. Stjórnmálin Eftir harða kosningabaráttu og erfiða stjórnarmyndun hefur verið fremur rólegt á stjórn- málasviðinu. Formaður þjóðarflokksins, Ola Ullsten, fyrrverandi forsæt- isráðherra og núverandi utan- ríkisráðherra, sætti harðri gagn- rýni eigin flokksmanna fyrir það, hvernig flokkurinn stóð að kosningabaráttunni og stjórn- myndunarviðræðunum. Gagn- rýnin beindist ekki að honum einum, heldur og þeim ráðgjöf- um sem hann hafði valið með sér. Töldu ýmsir að hann hefði gert rangt í því að taka að sér utanríkismálin. Það hefði hentað betur stefnu flokksins og skoð- unum að hann hefði orðið félags- málaráðherra. Samkvæmt niðurstöðum fyrstu skoðanakönnunar eftir kosningar, hafa litlar breytingar orðið á fylgi flokkanna, nema hvað fylgi Hægri flokksins (Móderata) heldur áfram að aukast og þá mest á kostnað Þjóðarflokksins (Folkpartiet). Thorbjörn Fálldin forsætis- ráðherra vakti nýlega, í ræðu, athygli á því, að ríkissjóður tekur síaukinn hluta þjóðar- tekna í formi skatta. Ef haldið yrði sömu stefnu og hingað til þýddi það, að allar atvinnutekjur þegnanna færu til hins opinbera. „Þá yrðum við að byrja að dreifa matarmiðum til fólksins," sagði Fálldin. í dag fara með skatt- lagningu 63% af þjóðartekjum í ríkissjóð. Ef þróun síðustu tíu ára heldur áfram mun ríkið taka 100% af þjóðartekjum árið 1991! Nú liggur fyrir þinginu nýtt stjórnarfrumvarp um lækkun skatta. Vinstri flokkarnir eru mótfallnir frumvarpinu, sem þeir telja muni aðallega bæta kjör hátekjufólks. Það mun því reyna á hinn nauma þingmeiri- hluta stjórnarinnar, þegar at- kvæði verða greidd um frum- varpið. Frumvarpið felur í sér breytingar á skattstiganum og lækkun hæstu skappþrepa, þannig að af 100 krónum haldi launþeginn eftir 20 kr. í stað 13 kr. áður. Tekjumissinn hyggst ríkissjóður bæta sér upp með hærri sköttum á áfengi, tóbaki, bensíni og olíu. Forsvarsmenn launþegasamtakanna eru svart- sýnir á komandi kjarasamninga, en enn er ekki vitað hvaða áhrif skattafrumvarpið mun hafa á þá samninga. Framtíð kjarnorkuveranna Hinn 23. marz 1980 mun aftur verða kosið í Svíþjóð. Þá mun þjóðin greiða atkvæði um framtíð kjarnorkuveranna í landinu. Ákveðið hefur verið að útlendingar, sem hafa verið bú- settir í landinu lengur en tvö ár, hafi kosningarétt. Sá sem ber ábyrgð á undirbún- ingi þjóðaratkvæðagreiðslunnar er hinn nýi orkumálaráðherra, Carl-Axel Petri. Vegna ósam- komulags stjórnarflokkanna í orkumálum tóku þeir þá ákvörð- un að tilnefna óflokksbundinn orkumálaráðherra. Carl-Axel Jcdamarkaðurinn í lgallara Iðnaðarmannahússins Hallveigarstíg 1 Opnum á morgun mánudag 3. des. kl. 1 Hvar á að kjósa? í hvaða kjördeild? Sjálfstæöisflokkurinn gefur Reykvíkingum upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir í síma (5 línur) 82900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.