Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 1
Sunnudagur
2. desember 1979
Bls. 33—64
Af hverju skrifar fólk ævisögu sína, breiðir úr lífi sínu
eins og slitinni mottu, handa öðrum til að ganga á? Sagt
hefur verið að allir leikarar búi yfir efni í heila bók. Allar
konur búa yfir því, sem sorgir, gleði, vonbrigði og önnur
lífsreynsla skilja eftir sig, án þess að bera þetta á torg. Ég
er bæði leikari og kona. Mér finnst líf mitt ekki hafa verið
dans á rósum. Það hefur verið miklum tilviijunum háð, og það
hefur fært mér mikil vonbrigði og mikla viðurkenningu. Ég
segi ævisögu mína af ýmsum ástæðum, en ekki sízt þeirri að
ég vona að einhverjir geti dregið af henni iærdóm.
Þegar móðir mín lézt árið 1975 var mér ekki boðið að vera
við kveðjuathöfnina. Það var ekki fyrr en simalínurnar milli
austur- og vesturstrandarinnar voru orðnar hvítglóandi að
okkur dóttur minni var leyft að vera viðstaddar. Þá fór ég að
hugsa um að ég þyrfti við tækifæri að leiðrétta misskiining,
hleypidóma og rangar ályktanir varðandi samband mitt við
fjölskyldu mína.
Þegar ég las nokkur æviágrip, sem birzt höfðu í sambandi
við kvikmyndir mínar, og kom auga á ósamræmið í þeim,
rangar upplýsingar og bollaleggingar, ekki sízt um það, sem
átti að verða mér til framdráttar, fannst mér óhjákvæmilegt,
að einhver leiðrétti þessar rangfærslur. Það stæði þá
kannski næst mér að gera það.
Með því að skrifa þessa bók er ekki ætiunin að ýfa upp
gömul sár, ljóstra upp f jölskylduleyndarmálum, vekja upp
gamia drauga úr kvikmyndaverum eða misheppnuðum hjóna-
böndum. Það er ekki ætlum mín að ófrægja einn eða neinn,
sakfella eða litillækka. Ég byrja einfaldlega á byrjuninni og
rek sögu mina fram til þessa dags. Ég segi frá því, sem fyrir
mig hefur borið á lífsleiðinni, eins og það leit út af mínum
sjónarhóli.
í lífi mínu er eflaust margt sem kann að vekja öfund
fjöldans, — frægð, ríkidæmi, rómantík, sjálfstæði mitt og þau
tækifæri, sem ég hef haft til að tjá mig. Samt hefur engin
rómantik orðið langvinn. Engu hjónabanda minna hefur mér
tekizt að bjarga án þess að ég hlyti að leggja í sölurnar
frelsi mitt og það að vera sjálfri mér samkvæm, en þetta
tvennt hefur verið það, sem ég hef metið mest sjálfri mér til
handa. Velgengni mín á framabrautinni hefur fyrst og fremst
verið afleiðing heppni svo og þess að ég hef fengið tækifæri.
Ég tei að líf mitt hafi orðið erfiðara af þvi að ég er kona
en orðið hefði ef ég hefði verið karlmaður. Hlutskipti kvenna
er að bregðast öðru vísi við vandamálum lifsins en karlmenn
gera, því að til okkar eru gerðar aðrar siðferðiskröfur, við
höfum annars konar viðhorf til lífsins og einstaklinga en
þeir. Ég hef kosið að láta lönd og leið það sem venjulega er
nefnt „kvenlegir klækir“, sem sé að fá vilja mínum framgengt
með því að daðra, gráta og höfða til viðkvæmra tilfinninga
þeirra, sem ég hef átt við. Ég er hreinskilin, iðulega um of.
Mér hefur tekizt að verða raunsæ, þrátt fyrir það að ég er í
eðli mínu rómantísk og tilfinninganæm. Ég blekki sjálfa mig
ekki með þvi að aldurinn, vinnuálagið, vonbrigðin og
draumarnir, sem ekki rættust, hafi ekki skilið eftir sig spor.
Ég er hreykin af því að hafa rutt mina leið í gegnum iífið
ein og óstudd að heita má. Ég er hreykin af því að hafa í starfi
mínu ekki sætzt á málamiðlunarlausnir, nema þegar ég átti
engra kosta völ, til dæmis þegar fjárhagslegar skuldbind-
ingar eða gerðir samningar ráku mig til þess. Ég er líka
stolt af því að hafa aldrei staðið í ástasambandi án þess að
vera ástfangin eða mjög hrifin. Líka af því að það, sem ég kann
að eiga af jarðneskum verðmætum, er afraksturinn af þvi,
sem ég hef sjálf unnið fyrir.
Eftirsjá mín er bundin því sem hefði getað orðið. Mannleg
tengsl, sem fóru út um þúfur, viðskipti, sem runnu út i
sandinn, kulnuð ást og vinátta, sem hætti að dafna. Sóun á því,
sem nú gæti verið að bera ávöxt og veita mér gleði, fullnægju,
hamingju og frið. Á hinn bóginn á ég því láni að fagna að
eiga enn marga góða vini og hlýjar endurminningar um
horfna ástvini.
Þessa bók hef ég tileinkað móður minni... einu
manneskjunni, sem þekkti alla mina veikleika, en virðist
þrátt fyrir allt hafa fyrirgefið mér þá.
Þetta eru formálsorð leikkon-
unnar Joan Fontaine að ævisögu
hennar, „No Bed of Roses", sem
út er komin nýlega. Hún mun nú
vera um sextugt, en frægðarfer-
ill hennar stóð með hvað mest-
um blóma þegar gullöldin sæla
var í Hollywood. Joan Fontaine
minnist á fjöldan allan af kvik-
myndastjörnum og öðrum glitr-
andi táknum um hinn „amríska
draum", en eins og gefið er í
skyn í formála er þar fátt
bitastætt fyrir þá, sem telja sér
trú um að grasið sé ævinlega
grænna hinum megin við girð-
inguna og finna ekki annað
betra til að bæta sér upp tóm-
leika og tilgangsleysi en að
reyna að lifa sig inn í hina
áferðarfallegu en yfirborðs-
kenndu mynd, sem hvarvatna
blasir við af „opinberum persón-
um“.
Gagnkvæm afbrýðisemi systr-
anna Joan Fontaine og Olivia de
Havilland hefur vafalítið haft
mikil áhrif á líf beggja. Olivia
var einu eða tveimur árum eldri
en Joan, og varð fyrri til að
komast í kvikmyndir. Til að
skyggja ekki á eldri systurina
varð Joan að láta eftir sitt rétta
eftirnafn, de Havilland, en taka í
staðinn upp nafn stjúpföður
síns, sem hún hafði vægast sagt
litlar mætur á. í bókinni kemur
fram að móðir þeirra systra hafi
ávallt dregið taum eldri systur-
innar og lýsing Joan af tog-
streitu þeirra systra, ekki sízt
hylli móðurinnar, er ógeðfelld í
meira lagi.
Hún minnist lítillega á það að
bæði stjúpi hennar og faðir hafi
gerzt nærgöngulir við hana á
barnsaldri. Hún tæpir á því að
hinir ýmsu karlmenn, bæði eig-
inmenn hennar og aðrir, hafi
haft hana að féþúfu. Hún segir
lítillega frá misjafnlega nánum
kynnum sínum af mönnum eins
og Howard Hughes og Ali Khan,
en þegar á heildina er litið
hlýtur það að teljast megingalli
á þessari frásögn, að Joan Font-
aine talar í hálfkveðnum vísum.
Hún gefur í skyn, kemur með
óbeinar ásakanir á Pétur og Pál,
en sleppir lokauppgjörinu, nema
helzt þar sem móðir hennar á í
hlut.
Það sem eftir stendur þegar
lestri frásagnarinnar lýkur og
nær hámarki sínu í eftirfarandi
lokaorðum bókarinnar er sárs-
aukinn og beizkjan, sem alls
staðar skína í gegn. En þrátt
fyrir allt, sem Joan Fontaine
telur að hafi verið á hluta
hennar gert eða vangert, þá er
hún sáttfús, og þótt engan veg-
inn geti talizt að hún hafi sætt
sig við það sem miður fór þá vill
hún trúa því, sem mestu skiptir,
— að móður hennar hafi þrátt
fyrir allt þótt vænt um hana.
★ ★ ★
Jæja þá, elsku mamma (aldrei
hefði ég dirfzt að kalla þig
Lilian, hvorki þegar ég talaði til
þín eða um þig)... hér kemur þá
upprifjun á því lífi, sem óvart
kviknaði á hvílubekk í Tókýó
síðdegis á laugardegi.
Frá því að ég man fyrst eftir
dýrkaði ég þig. Eg óttaðist þig og
mér fannst ég sjálf alltaf lítil-
mótleg við hliðina á þér. í
frumbernsku var ég miður mín,
ef þú varst ekki nálæg. Ég var
hjálparvana, — eins og yfirgefin
brúða, sem ekki megnaði að
hreyfa sig nema þú værir þar til
að toga í strengina. Um leið og
þú komst aftur varð ég örugg á
ný, en beið eftir fyrirmælum
þínum, beið eftir því að þú segðir
hvað þér fyndist.
Þú — sem með gjallandi hlátri
gazt eyðilagt blómstrandi vin-
áttu með einni eða tveimur
setningum. Með einu augnatilliti
gerðir þú nagrannafjölskyldu að
auvirðilegum skrípum og alla
skólafélaga mína að fáráðling-
um. Aldrei datt mér í hug að
efast um að þú hefðir á réttu að
standa. Siðavendni, manngrein-
arálit, mætur á listum, manna-
siði, skarpskyggni — allt þetta
innrættir þú mér í bernsku. A
þeim timmtíu og sjö árum, sem
við áttum saman, varð ég þess
aldrei vör að þú slakaðir á
þínum eigin kröfum í þessum
efnum.
Nú ertu horfin og þegar ég lít
til baka finnst mér hugrekkið
hafa verið helzti kostur þinn.
Það hlýtur að hafa verið þung-
bær reynsla að láta japanska
vinnukonu ýta sér til hliðar á
sínu eigin heimili, ráðast þá í að
flytja til framandi lands, í óvissu
um fjárhagsstuðning eigin-
mannsins, til að byggja þar upp
ein og óstudd nýtt heimili til að
ala upp þessi tvö börn.
Hefðir þú ekki verið svo vikt-
oríönsk í hugsun, hefðir þú ekki
verið svo áköf, ætli þú hefðir þá
kannski hrakið þessa óvelkomnu
konu á brott? Hefði þér þá
kannski tekizt að bægja henni
frá, sigra hana og halda fjöl-
skyldunni saman? Var það sært
stolt, áhyggjur af því hvað aðrir
kynnu að halda, eða ósveigjan-
legar siðferðiskröfur, sem ráku
þig til að yfirgefa heimili þitt í
Tókýó fyrir fullt og allt? Var það
kannski brostið hjarta, sem rak
þig úr borg, þar sem þú nauzt
álits meðal tónlistar- og leik-
hússfólks, í land þar sem þú
þekktir engan, — sem rak þig til
að svipta börnin þín lífi í
töluverðum munaði, því að
ganga í „rétta“ skóla og eiga
„rétta" félaga, — sem neyddi þig
sjálfa á miðjum fertugsaldri til
að hefja nýtt líf, án fjölskyldu-
SJÁ EINNIG BLS. 37.