Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 43 ” Þar hamast 13 ára drengir við að höggva kolin... liggiandi á hliðinni eða sitjandi á hækjum sínum” •VI # # ÍSiá barnabra (Sjá barnabrælkun) HERNAÐUR AUÐUR Inni í miðjum skógi í Vestur-Þýzkalandi, skammt þaðan sem landamæri Austur-Þýzkalands liggja í námunda við Rínarfljót, bogra brezkir hermenn yfir sjónvarpstækjum. í tjaldi einu, sem er vandlega falið og þakið haustlaufum, þrýstir Ronald Burnett offursti á rauða, bláa og brúna takka á tækinu sínu sem stendur á trégrind. Grænir stafir birtast á skerminum. Þeir greina frá þvi, að vinveittar sveitir séu á svæði sem brátt mun fuðra upp í kjarnorku- árás Atlantshafsbandalagsins. — Þetta er liðið frá Bath, — segir offurstinn fjörlega. — Það er í lagi að gera að gamni sínu, því að þetta er aðeins æfing. Síðan er ýtt á fleiri takka og í sama bili birtast orðsendingar á sams konar skermum, sem hersveitir á hættusvæðinu hafa hjá sér. í þessum orðsending- um eru þær varaðar við því, að 20 kílótonna kjarnorkusprengja muni springa á tilteknum stað og tíma. Brezki herinn í Þýzkalandi hefur um tveggja ára orrustuvöllum, sendiboðar verða óþarfir og pappírs- vinna leggst niður. Með þessu móti verður unnt að færa aðalbækistöðvar herjanna á milli, þannig að erfiðara verði en ella að ráðast á þær. Þessi uppgötvun mun ef til vill leiða til þess, að herforingjar framtíðarinnar geti setið í hægu sæti fyrir framan sjónvarpsskerma og stjórnað liði sínu langt frá vígvellinum og jafnvel í öðru landi. Sá hluti tölvubankans, sem heyrir aðalbækistöðv- unum til, verður færður milli staða í farartæki í líkingu við skriðdreka eða jafnvel í stórum flutn- ingabíl. Litlar herdeildir munu flytja sjónvarpstæki sín með sér í Land Rover jeppum. Ef viðvörunarboð berast, á meðan eitthvað annað er á skerminum mun kvikna gult ljós og suð heyrast. Sá hermaður, sem hefur umsjón tækisins með höndum, verður þá að ýta öð'ru til hliðar og veita boðunum viðtöku. Þá fyrst kemur í ljós, hvers eðlis I Kuwait eru allsnægtirnar daglegt brauð Sjón- varpið fer í stríðið skeið gert tilraunir með fyrsta tölvubankann í heimi til notkunar á orrustuvelli. í fyrstu mun banki þessi verða notaður til þess að safna saman, flokka og dreifa upplýsingur um sveitir bandamanna og fjenda. í síðara hópnum eru hersveitir Rússa, rétt handan landamæranna, not- aðar í tilraunaskyni. Snemma á næsta áratug á að tengja bankann við nýtt fjarskiptakerfi, er nefnist Ptarmigan. Þar með verða úr sögunni símar á þau eru, hvort skriðdreki hefur festst í for og þarf á hjálp að halda eða hvort kjarnorkuárás er í aðsigi. Sumir sérfræðingarnir er vinna við tölvubankann hafa komið auga á ýmsa vankanta. Ef hann kæmist í óvinahendur yrði voðinn vís. Einn liðsforinginn sagði : — Kannski hefðum við ekki hugmynd um það, fyrr en hann segði einhverja vitleysu á skerminn. —IANMATHER. í uppreisn, sem hermenn í Kuwait gerðu fyrr á þessu ári, kom það glögglega í ljós hvílíka velsæld olíuauðurinn hefur skapað þjóðinni. Hermennirnir kvörtuðu yfir slæmri loftræstingu í herbúðunum, þrengslum, slæmum mat og harð- stjórn af hendi yfirboðara sinna. Ríkisstjórn landsins gekk að öllum kröfum þeirra, en ekki nóg með það, heldur veitti hún hermönnunum einnig verulegar launahækkanir. Þegar herskyldu var komið á í Kuwait, vakti það ekki einungis fyrir stjórnvöldum að styrkja varnir landsins heldur einnig það að herða æskulýð landsins, sem gerðist stöð- ugt kveifarlegri með árunum. í Kuwait er 1/8 af olíulindum heims, sem kommúnistar hafa ekki yfirráð yfir. Hefur þjóðin fengið að njóta ávaxtanna af olíugróða lands- ins í ríkum mæli. í landinu býr 1,2 milljónir manna. Þar af eru inn- fæddir í minnihluta eða 47%, en gera má ráð fyrir, að stjórnvöld láti sem svarar hálfri milljón dollara á núverandi gengi renna til hvers og eins að meðaltali alla þeirra ævi. Til dæmis hefur fólk frían síma. Ríkið greiðir kostnað við ferðir, sem menn takast á hendur til útlanda til þess að leita sér lækninga. Vatns er aflað í landinu með ærinni fyrirhöfn og miklum kostnaði, en hinn al- menni borgari þarf ekkert að greiða fyrir það, og gjald fyrir rafmagn er í algeru lágmarki. OLNBOGABORN Reyndu að vekja máls á barna- þrælkun í Bogota, höfuðborg Kól- ombíu, og sannaðu til, svörin sem þú færð eru í meira lagi loðin. „Jú, hún fyrirfinnst víst einhvers stað- ar úti á landsbyggðinni, en litlir drengir í námunum? Nei, það er nú alveg af og frá.“ Ég lagði leið mína til E1 Esta- dio-námunnar í bænum Clarita, nálægt Medellín, næststærstu borg Kólombíu og höfuðborg námahéraðsins. Vagninn frá Bog- ota lagði upp í borgarhverfi þar sem 13 ára gamlar skækjur líkjast helst gömlum og slitnum konum. A áfangastað var stansað innan um óhrjáleg kofaræksni og í útjaðri þorpsins mátti sjá múl- asna brölta fram og aftur milli árinnar og vegarins. Það var þarna sem náman var. Sleipur stígur lá að einu námaopanna, fimm feta víðri, svartri holu, sem hafði verið höggvin inn í klettinn. í fjarska heyrðust hakahögg og raddir. Maður nokkur klifraði upp leir- þrepin í námunni, másandi og blásandi. Þetta var gamall maður, ber niður að mitti. Þegar út var komið varpaði hann af sér byrð- inni, 50 kílóa kolapoka. Ég elti hann inn í göngin með ljósfærin, eitt kerti, í hægri hendi. Brátt þrengdust göngin og mér varð þungt um andardráttinn. 30—40 fetum fyrir neðan okkur heyrðum við raddir, barnaraddir. Þar sem við vorum komnir gátu aðeins drengir á aldrinum 8—12 unnið, fullvaxnir karlmenn komust þar ekki fyrir. Fyrstu drengirnir, sem ég hitti, drógu á eftir sér kol á sleða eða málmþynnu í átt að námuopinu. Barna- þrælkuná bamaári Á þessu ári nema rúmlega 3.000 námsmenn frá Kuwait við erlenda háskóla. Þeir fá allan námskostnað greiddan auk þess sem ríkið leggur hverjum og einum til skotsilfur, sem nemur 500 dollurum á mánuði. Þá fá þeir að koma heim til að heimsækja ættingja og vini einu sinni á ári, án þess að þurfa að greiða eyrisvirði fyrir. Kuwait hefur ráð á því að búa vel að þegnum sínum. Tekjur ríkisins af olíuútflutningi nema allt að 10 milljörðum dollara á ári hverju. Miklum hluta þessa fjár er varið til velferðarmála í landinu. í Kuwait er 14% af ríkisútgjöldum varið til menntamála, en til saman- burðar má nefna, að á Vesturlöndum er að jafnaði varið 4% ríkisútgjalda til þess málaflokks. En hins bera að gæta, að margt er óunnið á sviði menntamála í þessu hrjóstruga og strjálbýla landi, þar sem 40% íbúanna eru enn ólæsir. Ekkert atvinnuleysi er í Kuwait. Ef mönnum tekst ekki að útvega sér vinnu á hinum frjálsa markaði, útvegar ríkið þeim eitthvað að gera. Árið 1949, er Kuwait var vernd- arsvæði Breta, hafði ríkið fjóra Þeir hefja vinnu kl. 5 að morgni og eru að til kl. 2 e.h., að undanskildu hálftíma matarhléi. Til að komast göngin á enda varð ég að klöngr- ast á fjórum fótum eftir röku gólfinu og gæta þess jafnframt að ekki slokknaði á kertinu. Það var ekki nokkur vegur að snúa við fyrr en botninum var náð, Þar hamast 13 ára gamlir drengir við að höggva kolin úr stálinu, liggjandi á hliðinni eða sitjandi á hækjum sínum með höfuðið á milli hnjánna. Slysin gera sjaldnast boð á undan sér. Eldar kóma upp, göng- in hrynja saman eða fyllast af vatni. Hætturnar eru á hverju strái og fáar fjölskyldur sleppa við einhver skakkaföll af þeirra völd- um. Ef þú færir það hins vegar í tal við þorpsbúana, eru þeir þöglir sem gröfin. Að tala er að hætta á, að útsendarar stjórnarinnar fari að skipta sér af málunum. Foreldrarnir hófu sjálfir störf í námunum um 8 ára aldur svo hvers vegna skyldi börnunum vera það of gott? Það er líka á það að líta, að 800 pesos, um 8500 kr., eru góð búbót fyrir heimilið. Kólombísk stjórnvöld gætu sem hægast komið í veg fyrir barna- þrælkunina en í þessum efnum setja þau kíkinn fyrir blinda augað til að forðast útistöður við fjölskyldur námamannanna. í námahéruðum Kólombíu er það ekki skólinn sem er talinn hollast- ur börnunum heldur náman. Það er lögmál hinna fullorðnu og börnin þekkja ekki annað boðorð. Þess vegna halda þau áfram að taka hálftíma hvíld á degi hverj- um á botni námunnar þar sem dauðinn bíður á næsta leiti. - BENOIT GYSEMBERGH lækna í þjónustu sinni. Nú hefur það rúmlega þúsund lækna, en um það bil 200 stunda sjálfstæð læknisstörf. 12 læknar eru því fyrir hverja þúsund íbúa, og er það sambærilegt við það sem gerist í Vestur-Evrópu. Hins vegar vaknar sú spurning, hvernig þetta viðamikla kerfi verki. — Jú, hér er ókeypis tannlæknis- þjónusta, en tannlæknarnir eru vísir til þess að kjálkabrjóta mann, segir óánægður Palestínumaður. Annar útlendingur í Kuwait hefur svipaða sögu að segja. — Maður þarf ekkert að borga fyrir símann, en síminn er líka oft í ólagi. Hinir innfæddu í Kuwait, sem njóta beztu ávaxtanna af velsæld- inni, hafa miklu síður yfir nokkru að kvarta. Ef þá vantar lóðir fyrir hús eða fyrirtæki, geta þeir keypt þær af ríkinu á nafnverði. Láglaunafólk fær ókeypis húsnæði. Á nokkurra mán- aða fresti afhendir Al-Sabah fjöl- skyldan, sem er við völd í landinu, nýjum eigendum ný og snotur hús við hátíðlega athöfn. En þrátt fyrir allt þetta, er Kuwait ekkert draumaland. Eyði- mörkin hefur ekki blómstrað. Það vottar sjaldan fyrir brosi á andliti heimamanna. - JULIET PEARCE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.