Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 Áttræð: Sigríður Jóna Þorbergsdóttir Sigríður Þorbergsdóttir er átt- ræð í dag. Hún lætur ekki mikið yfir sér en samt er veldi hennar og ríki mikið. Þessi kona, sem er einstaklega hógvær, hefur samt lifað svo ævintýraríku lífi, að slíkt er næsta fátítt hér á landi. Fyrir nokkrum árum var send út beiðni til aldraðs fólks, að það skráði æviminningar sínar. Sigríður brást vel við og skýrði frá ævi sinni og hefur handrit hennar síðan verið dreift m.a. meðal afkomenda hennar, og er það samdóma álit þeirra sem lesið hafa að sjaldan hafi skemmtilegri og jafn spennandi lesningu borið fyrir þau. Sigríður er fædd og uppalin í Aðalvík, vestur á Fjörðum, ein af tólf systkinum og er af þeim mikill ættbogi kominn, yfir 1000 manns. Þaðan var líka eiginmaður hennar, Ólafur Hjálmarsson, sem var í senn hagur, fróður og drengur góður. Hann var mikill fyrir mann að sjá og áræðinn í besta falli. Árið 1912 ræðst hann til vesturfarar allt til vestur- strandar Bandaríkjanna, en þar átti hann frændur. Hann var á leið til Kína þegar fyrri heims- styrjöldin braust út og sneri hann þá til Aðalvíkur. Sigríður og Ólafur giftu sig 1917. Fyrstu búskaparár þeirra bjuggu þau með foreldrum Ólafs, en síðar fluttust þau í Miðvík þar sem þau reistu bæ, en upp kom eldur og misstu þau í fyrsta skiptið aleiguna. Ólafur stundaði sjó og búskap jöfnum höndum, var á togurum á vetrum og voru fjarvistir hans miklar, en Sigríður sá um heimilið og hinn sívaxandi barnahóp. Aðalvík var ekki venju- leg sveit heldur í raun heilt hérað. Þar voru þrjár byggðir, Sæból, Látrar og Hesteyri, auk býla, sem voru tíðum mjög afskekkt. Aðalvík liggur mjög vel að fiskimiðum, en á móti opnu hafi og var þar hafnleysa. Afkoma fólks var þar oftast góð miðað við aðra landshluta. Náttúrufegurð er þar mikil og eru nú farnar sumar hvert fjölmennar ferðir á þessar slóðir. Þar var fjölmennasti hreppur á landinu 1938, en 1948 var sveitin nær í eyði. Árið 1928 tæmdist Ólafi arfur hjá móðurbróður sinum á Point Roberts í Washingtonfylki. Hann ákveður þá að bregða búi og fer þangað. Ákveðið var, að Sigríður kæmi þá seinna út með börnin, sem þá voru orðin fjögur. Sigríður kunni þá ekki orð í ensku. Ferðalög voru þá með öðrum hætti en nú, en þetta ferðalag byrjaði í Aðalvík þaðan sem leiðin lá til ísafjarðar og Reykjavíkur, með skipi til Edinborgar, þaðan með lest til Glasgow, svo með skipi til Quebec og þaðan með lest til Vancouver, þar sem Ólafur tók á móti fjölskyldu sinni. Alls tók ferðin 5 vikur. Á Point Roberts stunduðu þau Sigríður búskap, en Ólafur jafn- framt ýmsa atvinnu, svo sem að vera veiðivörður, sem var hættu- starf, þar eð glæpahringar sóttu í laxinn. Á Point Roberts bjó þá hópur íslendinga þ.á m. Ásta málari. Dvölin þar entist í fjögur ár, en þá skall heimskreppan á. Hagur þeirra hjóna mun þó hafa verið góður, en hið almenna ástand kvíðavænlegt. Var því afráðið að halda heim til Aðalvíkur. Þetta ferðalag var með allt öðrum hætti en útferðin og var hvergi stansað fyrr en heim var komið. I Aðalvík bjuggu þau hjón m.a. á kirkjustaðnum Stað og um skamma hríð í Skáladal, sem er mjög afskekkt býli og sjóleiðin svo til eina samgönguleiðin. Á stríðstímanum fór að bera á því að fólk færi að flytjast frá Aðalvík, en eftir stríð fór að kreppa að hér á landi og þá ekki síst í Aðalvík og mun' tæknibylt- ing í útgerð og hafnleysi hafa verið aðalorsökin. Fólk fór þá að yfirgefa staðinn og mest um 1946. Foreldrar Ólafs höfðu búið hjá þeim hjónum og var ekki flutt fyrr en að þeim látnum. Flutningarnir voru ekki án sársauka og auk þess bættist við, að eignir fólks urðu verðlausar, svo að byrja varð að nýju með tvær hendur tómar. Fólkið settist aðallega að á Suðurnesjum, Reykjavík og öðrum plássum á Vestfjörðum. Þau Sig- ríður og Ólafur fluttust til Reykjavíkur 1948. Börnin voru orðin sjö og þar af þrjú í heima- húsum. Ólafur fékk mein í baki og þurfti að liggja langdvölum í sjúkrahúsum, en fékk þó bót meina. Hann stundaði ýmist sjó eða vinnu í vélsmiðjum, en Sig- ríður tók að sér ræstingarstörf á kvöldin ásamt heimilinu. Á þess- um tímum voru líka harðar vinnu- deilur og löng verkföll og var þá víða þröngt í búi. Hagur þeirra hjóna fór batn- andi. Fjölmenni og samheldni ættbálks þess fólks, sem yfirgaf Aðalvík, leiddi til þess, að veislur voru tíðar og fjöímennar vegna afmæla, giftinga og skírna o.fl. og til mikils gestagangs á heimili þeirra hjóna, en í reynd áttu þau aðeins dvöl hérna, en heima í Aðalvík. Ævintýraþráin blundaði þó alltaf hjá Ólafi. Mér, sem þetta rita, er sérstak- lega minnisstætt er Ólafur á Félagsstarf fyrir aldr- aða í Reykjavík Skipulegt félagsstarf fyrir aldr- aða á vegum Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar hefst í Lönguhlíð 3 föstudaginn 7. des- ember n.k. kl. 13 og í Furugerði 1 11. desember n.k. kl. 13. Fyrst um sinn verður starfinu háttað sem hér greinir: Á mánu- dögum verður ýmiss konar handa- vinna í Lönguhlíð og á föstudögum verður opið hús, spilað á spil og fleira. Reiknað er méð starfsemi á miðvikudögum síðar í vetur. Á þriðjudögum verður opið hús í Furugerði og á fimmtudögum verður ýmiss konar handavinna. í tengslum við þessa starfsemi er jafnframt stefnt að því að tekin verði upp ýmiss konar þjónusta við aldraða, fótaaðgerðir, hár- greiðsla, aðstoð við að fara í bað, bókaútlán o.fl. Félagsstarfið er opið öllum öldruðum, jafnt þeim sem búa í viðkomandi húsum sem utan þeirra. miðju sumri 1973 leigði flugvél og flaug með börn sín og maka þeirra í dagsferð til Aðalvíkur til að vitja heimahaganna. Ólafur fékk krabbamein og var ömurlegt að sjá þann grimma sjúkdóm tæra upp hinn aldna víking á mörgum mánuðum, en þrek hans var of mikið til að það stríð gæti orðið skammvinnt. Sigríður hefur marga hildi háð og hefur ávallt verið fremur veik- byggð, en seigla, ódrepandi dugn- aður og kjarkur hafa hjálpað til að ná þessum aldri. Síðustu árin hefur hún búið með dóttur sinni, Ástu Ólafsdóttur, og eiginmanni hennar og hefur farið vel um hana. Sigríður hefur hagað lífsbaráttu sinni þannig að hún hefur ávallt verið veitandi en ekki þiggjandi og lagt vel til allra. Því er hún í dag svo vinsæl, sem raun ber vitni og nýtur virðingar allra, sem hana þekkja. Uppskeran er einnig orðin mikil, en afkomendahópurinn er orðinn 73 og allt mannvænlegt fólk. Ásgeir Leifsson Franska sendiráðið mun sýna þriöjudaginn 4. desember kl. 20.30 í Franska bókasafninu, Laufásvegi 12 kvikmyndina: „LA FEMME INFIDELE" eftir Claude CHABROL. Ókeypis aögangur. Enskir skýringartextar. Á undan myndinni veröur sýnd fréttamynd. FURUHÚSGÖGN sem eru feti framai Vönduö íslenzk framleiösls Viö erum óhræddir aö taka 5 ára ábyrgö á þessum húsgögnum. Finlayson Finnsku bómullarefnin í miklu úrvali □ □ □ □ □ □ Gardínuefni Dúkaefni Rúmteppaefni Úlpuefni Frotteefni □ Kjólaefni □ Blússuefni □ Sængurfatnaður □ Flauel-riflað □ Poplín Handklæði í mörgum litum og stærðum Sendum gegn póstkröf u IÐNAÐARHUSINU. Sími22235

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.