Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 1979 59 Petró litli og asninn Langeyra, asninn hans Pedró litla, beið óþolinmóður eítir honum. Hann var bundinn við stallinn sinn og var alltaf að líta i áttina til dyra til að vita, hvort Pedró væri ekki að koma. Pedró var vanur að koma með sykurmola til hans á hverjum degi og þeir skemmtu sér kon- ungiega saman. Pedró var glaðlegur, lítill drengur. Hann hafði gaman af að fara í smáferðalög með Langeyra. Það gekk alltaf vel. Loksins kom Pedró. Hann tók til i hcsthúsinu og ieiddi Langeyra síðan út á tún. Hann var hálf súr á svipinn og steingleymdi að gefa Langeyra molana sína. Þá varð Langeyra líka súr. Þegar Pedró settist á bak og hottaði á hann eins og sannur knapi, stóð Langeyra sem fastast. Hann hreyfði sig ekki úr sporunum. Og þegar Pedró hótaði honum, að hann skyldi sækja svipuna inn i hesthús, settist Langeyra, svo að Pedró rann af baki hans. Þá mundi Pedró litli allt i einu eftir því, að hann hafði gleymt að gefa honum sykur- molana. Hann flýtti sér að gefa Langeyra þá, sem smjattaði á þeim. Meðan asninn borðaði sykurmolana, klappaði Pedró honum og strauk honum bak við löngu eyrun hans. Skapið batnaði hjá báðum og áður en langt um leið sat Pedró aftur á baki hans á leið um fallegt landslagið. Þeir voru aftur góð- ir vinir að venju. Kapphlaup Hér er um að ræða einfaldan en ágætan leik. Þið klippið út „menn“ eins og sýnt er á myndinni og gerið gat rétt fyrir neðan hálsinn á þeim. Siðan bindið þið annan enda á tvinna eða þunnan spotta við stólfætur, en setjið „mennina“ upp á hinn endann. Síðan reynið þið að hrista tvinnann, þannig að „mennirnir“ komist að stólnum sem allra fyrst. Verið ekki vond við kisu, þó hún reyni að stökkva á „mennina“ og klófesta þá! Fallegt jólaskraut úr prelum Eflaust á mamma, amma eða einhver frænka þín gamla perlu- festi, sem hún er hætt að nota. Annars er hægt að kaupa perlur úr tré, plasti eða gleri í föndur- verslunum og víðar. Úr perlum er hægt að gera margvíslegt jólaskraut, bæði til að hengja á tré og greinar. Þú getur annað hvort þrætt grannan vír gegnum perlurnar eða „saumað" þær saman með garni og síðan fest í lykkju til að hengja í. Ef þú vilt nota skrautið t.d. á borðskreytingu, getur þú fest því við grenigrein með blómavír. Reyndu að láta þér detta fleira í hug en við teiknuðum hér. Ef þú átt perlur í mismunandi stærðum, getur þú gert enn fleira skemmti- legt. Glas með jólasnjó Nú er kominn tími til að byrja á jólaföndrinu. Og við byrjum á því, að láta jólasnjóinn koma. Við notum venjulegt sultuglas með skrúfuðu loki. I lokið er hellt góðu lagi af bræddu kertavaxi og síðan er jólaskrauti (úr plasti eða einhverju slíku — ekki úr pappír), gæti verið jólasveinn, engill eða eitthvað álíka, komið fyrir í vaxinu áður en það storknar of mikið. Hvítt kerti er því næst „raspað" með hníf, svo að fáist litlar flögur. Sultukrukkan er fyllt af vatni, „snjórinn" settur út í og lokið skrúfað á. Þegar þú hvolfir glasinu og hristir — réttir það síðan við aftur — fellur niður hvítur, fallegur jólasnjór yfir jólasveininn eða engilinn. Fyrsti sunnudagur í aðventu Þú, borgin litla, Betlehem, hve blessuð ró þín er. Þú átt þinn hjúp og draumlaust djúp, þig dáir stjarnaher. Það skin á skugga vegum hið skæra himinljós. Guðs mildi son er mannkyns von. Og máttur þinn og hrós. (1. vers af fjórum e. P. Brooks. Þýð. Hugrún). OiVK» fc> u APKKDo "•»»«*■ 'j ■ N okkr ar gátur helst borða, þegar við er- um alveg matarlaus? 4. Ég get hrópað og kall- að, þó ég hafi hvorki tungu né lungu. Ég tek þátt í gleði og sorg, en er samt tilfinningalaus. Hver er ég? 1. Hvaða hús er það, sem er hvorki úr steini, tré né gleri? 2. Hvaða karl er það, sem hefur hvorki eyru né heila? 3. Hvað skyldi maður •jn3|3(ni5in(iiii5[ t g uuiiaB3i i>íuS 'Z suisitóius snjj i ajjoAij 9 usnerj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.