Morgunblaðið - 05.12.1979, Page 1

Morgunblaðið - 05.12.1979, Page 1
Miðvikudagur 5. desember Bls. 33—56 cn í fyrra fórst sovézk Badger könnunar- flugvél, sem ekki hefði átt að vera á flugi yfir Sval- barða. Brátt fyrir ísmeygilegar tilraunir Rússa neit- uðu yfirvöld í Osló að afhenda svarta kass- ann úr flugvélinni fyrr en norskir vísindamenn höfðu at- hugað hann. Á undanförnum fjórum árum hafa Rússar. algjörlega í trássi við norskar reglugerðir. byggt bækistöð fyrir þyrl- ur á Svalbarða. sem gerði þeim kleift. að mati flestra Norð- manna, sem fylgst hafa með framvindu málsins, að ná á sitt vald svæðinu á hættustund .... Svæðið milli Sval- barða og Noregs er nyrsta hliðið, sem sovéski flotinn á Kola-skaga verður að sækja út um, þegar hann siglir út á heimshöfin. Næsta hlið er milli Jan Mayen og Nor- egs og það syðsta milli Grænlands, íslands og Skotlands. Það er lega íslands í miðju syðsta hliðsins, sem gerir landið jafn herðnaðar- lega mikilvægt og raun ber vitni. Herfræðingar eru á einu máli um það, að framrás Sovétmanna fram hjá Svalbarða eða suður fyrir Jan Mayen verði ekki stöðvuð, ef til átaka kynni að koma. Hins vegar er það lífsnauðsynlegt, að varnarlínan frá Græn- landi um ísland til Skot- lands haldi. I grein þeirri, sem hér birtist eftir frétta- mann Observer, William Fendt, er því lýst, hvernig Sovétmenn hafa stöðugt fært sig upp á skaftið á Sval- barða, þar sem þeir stunda námuvinnslu. Taka Svalbarða gæti hugsanlega skoðazt sem ófriðar- ástæða, en það er lítið sem NATO gæti gert í fyrstu lotu til að koma í veg fyrir hana. Vegna vopnlausrar stöðu svæðisins hefur Nor- egur enga hermenn þar. Næstu bæki- stöðvar norskra hermanna eru í Norður-Noregi um það bil 800 km sunn- ar .... Eyjan Svalbarði er hrjóstrugt land. hul- ið grjóti og skriðjökl- um, miðja vegu milli Nord Kap á Noregi og Norðurheim- skautsins og er hluti hins afarstóra Svalbarða-eyja- klasa.... / sambýli við sov- éska björninn Noregur, eitt aðildarríkja NATO, er í þeirri fáránlegu að- stöðu að umbera ólöglegan og jafnvel hættulegan viðbúnað Rússa, á Svalbarða, sem er eitt af afskekktum en hernaðarlega mik- ijyaemim tandsvæðum Noregs norðan heimskautsbaugs. ^Á undanförnum fjórum árum hafa Rússar, algjörlega í trássi við norskar reglugerðir, byggt bæki- stöð fyrir þyrlur á Svalbarða, sem gerði þeim kleift, að mati flestra Norðmanna, sem fylgst hafa með framvindu málsins, að ná á sitt vald svæðinu á hættustund. Þrátt fyrir afdráttarlausan stuðning við bandalag vestrænna þjóða eru yfirvöld í Osló í 5000 km fjarlægð ófær um að grípa í taumana. Eyjan Svalbarði er hrjóstrugt land, hulið grjóti og skriðjöklum, miðja vegu milli Nord Kap á Noregi og Norðurheimskautsins og er hluti hins afarstóra Sval- barða-eyjaklasa. Þrátt fyrir að svæðið sé norskt, þá er tekið sérstaklega fram í samningnum frá 1920, sem kveður á um stöðu þess, að öll 40 aðildarríki sam- — noröan heim- skautsr baugs ningsins, þar á meðal Bretland, Bandaríkin, Japán, Rússland og Noregur, eigi rétt á að nýta auðlindir eyjaklasans. Síðan á fjórða áratug aldarinn- ar hafa einungis Norðmenn og Sovétmenn haldið þar uppi fastri búsetu. Bæði ríkin nema kol úr jörðu. Rússnesku íbúarnir, 2.300 að tölu, eru tvöfalt fleiri en þeir norsku. Þrátt fyrir bann við hernaðar- umsvifum á Svalbarða, sem fölgið er í samningnum frá 1920, er áhugi Sovétmanna á svæðinu ótvírætt hernaðarlegur. ,Annar hliðarstólpinn“ Svo vitnað sé til orða Sir Peter Whitely, sem þar til í ágúst síðastliðnum æðsti yfirmaður norðursvæðis NATO: „Svalbarði er annar hliðstólpinn, sem ver siglingaleiðina frá Kólaskaga" (hinn er Norður-Noregur). Múr- mansk, aðalhafnarborg Kólaskag- ans, er eina íslausa höfnin í Rússlandi, þaðan sem er bein, opin siglingaleið út á Atlantshaf, og þar er bækistöð fyrir stærsta og mikilvægasta flota landsins, Norðurflotann, en í honum eru m.a. 70 stór skip og 170 kafbátar, þar af 100 kjarnorkuknúnir. Hliðið milli Svalbarða og Nor- egs (sem þrengist að vetrarlagi, þegar rekíslínan færist suður), hefði lykilhlutverki að gegna á ófriðartímum. Sovézkar flota- deildir múndu sigla í gegnum það til að ráðast á Norður-Noreg og setja þar á land herlið, hindra birgðaflutninga Bandaríkjamanna til Evrópu og til að skjóta eld- flaugum að bandarískum borgum og herstöðvum. Kafbátar frá NATO mundu reyna að sigla í gegnum hliðið í gagnstæða átt: bæði árásarkafbát- ar í leit að um það bil 30 kafbátum af Delta gerð, sem leynast mundu á botni Barentshafs (en þaðan geta eldflaugar frá þeim náð til skotmarka í Bandaríkjunum) og einnig kafbátar af Los Angeles gerð, sem þyrftu að komast mjög nálægt Kólanskaga til að beita stýriflaugum sínum. Á friðartímum felast hagsmun- ir Sovétmanna á Svalbarða eink- um í aðstöðu til eftirlits. Rússar vilja gjarnan vita hvað allir eru að hafast að. Þeir eru fáir, sem efast til dæmis um, að a.m.k. sumir hinna sex fulltrúa Aeroflot á norska flugvellinum í Longyearbæ séu njósnarar. Rússar staðhæfa að eina starfa fulltrúanna sé að afgreiða mánaðarlegt flug á veg- um Aeroflot frá Múrmansk (öll flugumferð milli rússnesku byggð- anna á Svalbarða og Múrmansk fer um flugvöllinn í Longyearbæ). En samkvæmt nýlegri grein í Neue Ztircher Zeitung þá var einn af þessum fulltrúum Aeroflot á síðasta ári Alexei Gonchar, sem er einn úr hópi um það bil 100 KGB njósnara, sem brezka stjórnin vísaði úr landi árið 1971. Að auki leggja Aeroflot fulltrúarnir það í vana sinn að ljósmynda alla sem koma til flugvallarins, eins og ég varð fyrir sjálfur. eftir WILLIAM FENDT Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.