Morgunblaðið - 05.12.1979, Page 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979
Þar sem Norömennirnir
búa heitir Longyear-bær.
Eftir því sem sovézki ræðis-
maðurinn í aðal byggð Rússa,
Barentsburg, segir, þá er þörf
fyrir þyrlurnar fimm, sem hafa
bækistöð þar, til að halda uppi
tengslum milli Barentsburg og
flugvallarins í Longyearbæ og
hinnar rússnesku byggðar og
einnig til að aðstoða sovézka
vísindaleiðangra, sem til Sval-
barða koma.
Ræðismaðurinn hefði getað
bætt því við, að þyrlurnar eru
einnig notaðar til að „kanna“ alla
erlenda leiðangra til Svalbarða,
hvort sem þeir eru að rannsaka
fjölbreytt dýra- og fuglalíf svæðis-
ins, eða að leita olíu og það er öllu
þýðingarmeira.
Her — þyrlur
Rússnesku þyrlurnar sem eru
notaðar á Svalbarða, eru af gerð-
inni Mi8, sem hefur nægilegt
flugþol til að komast til fjarlæg-
ustu hluta þessa víðfeðma, eyði-
lega eyjaklasa, en heildarflatar-
mál eyjanna er jafnmikið og
samanlögð stærð Hollands og
Belgíu.
Það er athyglisvert að Sovét-
menn nota hernaðarútgáfuna af
Mi8 þyrlunni, sem getur borið 28
hermenn. Þrátt fyrir Aeroflot
merkin á þyrlunni, eru bæði
kringlóttu gluggarnir, sem ein-
kenna hernaðarútgáfuna, og eld-
flaugafestingarnar báðum megin
að aftan og á skrokknum augljós.
Nils Morten Udgaard, fyrrum
fréttaritari Aftenposten, stærsta
dagblaðs Noregs, í Moskvu, segir
að þessar þyrlur mætti nota á
hættustund til að hernema norsku
byggðirnar. Sovézku stöðina, sem
þegar er komin, mætti stækka svo
að hún gæti afgreitt 15 þyrlur til
viðbótar og koma þannig upp á
skömmum tíma enn torsóttara
hernaðarmannvirki.
Herfræðingar telja, að ef Sovét-
menn hernæmu Svalbarða (en það
yrði sennilega um leið og herlið
réðist á land í Norður-Noregi),
mundi það ekki aðeins koma í veg
fyrir allar aðgerðir, af hálfu
NATO, það myndi einnig gera
Sovétmönnum kleift að setja upp
flug- og flotastöðvar á Svalbarða,
bæði til að ná yfirráðum yfir
hafinu fyrir sunnan og til að færa
varnir Kolaskaga lengra fram.
Jan Grondal, norski landstjór-
inn á Svalbarða, eða sýslumaður-
inn (sysselmann), svo ég noti titil
hans, sem er frá miðöldum, er ófús
að hugleiða herfræðilegan þátt
sovézku stöðvarinnar. Hann viður-
kennir að Rússar hafi hvorki sótt
um leyfi til að byggja stöðina né
starfrækja hana, en neitar að
ræða um ástæður þeirra. Hann
segist aðeins vera „venjulegur
löggæzlumaður".
Sir Peter Whitely, sem var
þekktur að því að vera ómyrkur í
máli meðan hann var æðsti yfir-
maður norðursvæðis NATO í Osló,
telur að „árás á Svalbarða jafn-
gildi árás á hvaða annan hluta
NATO lands sem er og að henni
yrði varizt."
Taka Svalbarða gæti hugsan-
lega skoðazt sem ófriðarástæða,
en það er lítið sem NATO gæti
gert í fyrstu lotu til að koma í veg
fyrir hana. Vegna vopnlausrar
stöðu svæðisins hefur Noregur
enga hermenn þar. Næstu bæki-
stöðvar norskra hermanna eru í
Norður-Noregi um það bil 800 km
sunnar. Þar sem miklu fjölmenn-
ara lið sovézkra hermanna er á
Kólanskaga, er erfitt að trúa því
að norskir stjórnendur mundu
hugleiða að senda þann fjölda
hermanna er máli skipti yfir
hafsvæði á valdi óvinarins.
Enginn
undansláttur
Þrátt fyrir hernaðarlegan van-
mátt Noregs og varfærni
Grondals sýslumanns hefur Nor-
egi tekizt að verjast enn ósvífnari
tilraunum af hálfu Sovétmanna til
að styrkja áhrif sín á svæðinu.
Þeir neituðu er Sovétmenn end-
urvöktu fyrir skömmu tillögu, sem
Molotov bar fyrst fyrir árið 1944,
um sameiginlega stjórn Norð-
manna og Rússa á Svalbarða.
I fyrra fórst sovézk Badger
könnunarflugvél, sem ekki hefði
átt að vera á flugi fyrir Svalbarða,
á einni hrjóstrugustu eyjunni í
klasanum. Þrátt fyrir ísmeygi-
legar tilraunir Rússa neituðu yfir-
völd í Osló að afhenda svarta
kassann úr flugvélinni fyrr en
norskir vísindamenn höfðu athug-
að hann.
Skoplegasta deilan var vegna
„eiginkvenna málsins", þá var ekki
laust við, að menn sæu fyrir sér
rauðliða, reyndar ekki í felum
undir rúmum heldur hreinlega
uppi í þeim. Deilan stóð um
tilraun Sovétmanna til að fjölga
um helming Rússunum, sem hafa
fest aðsetur á norska flugvellinum
í Longyearbæ. Rússar gerðu sig
ekki ánægða með sex fulltrúa til
að afgreiða þetta eina flug í
mánuði, þótt þeir þyki grunsam-
lega margir svo þeir komu skyndi-
lega fljúgandi með eiginkonur
nokkurra fulltrúanna og fjögur
hjónarúm. Slík viðbót við sovézka
hópinn hlaut að vekja eftirtekt og
Norðmenn mótmæltu. Viðvörun-
arbjöllur gullu í Osló og Moskvu
og löng þræta fylgdi á eftir.
Niðurstaðan var lausn, sem var
Norðmönnum í vil að verulegu
leyti, en dæmdi fimm af rússnesku
fulltrúunum til einlífis. Einungis
yfirmaðurinn hjá Aeroflot fékk að
halda konu sinni... og hjónarúm-
inu.
Á hverju sumri eru 400.000 tonn
af kolum flutt til Múrmansk, enda
eru kolin hin opinbera ástæða
fyrir veru Sovétmanna á Sval-
barða. Þótt Rússar þurfi tvöfalt
fleiri menn en Norðmenn til að
vinna jafnmikið af kolum, þá
heldur sovézki ræðismaðurinn því
fram að verð kolanna, sem unnin
eru á Svalbarða „henti sovézka
efnahagskerfinu fyllilega."
Ekki
bara
Evrópa
Seinni Heimsstyrjöldin
eftir Ronald Heiferman.
Þorsteinn Thorarensen þýddi.
Útgefandi: Fjölvi 1978.
ÞESSI mikla bók sem hér skal að
nokkru getið kom út í fyrra, en á
það skilið að nefnast meðal
aðgengilegustu bóka um seinni
heimsstyrjöld. Ég hef að undan-
förnu fjallað um útgáfu Almenna
bókafélagsins á bókum um sama
efni, en verð að viðurkenna að
margt sem þar er á drepið er
brotið til mergjar í bók Fjölvaút-
gáfunnar sem unnin er í samvinnu
við breska útgáfu. Það sem m.a.
gefur þessari bók gildi er inngang-
ur þýðandans sem er hinn athygl-
isverðasti og skemmtilegur af-
lestrar. Með því er ekki sagt að
menn þurfi að vera sammála
honum. Þorsteinn Thorarensen
hefur löngum farið sínar eigin
leiðir í mati sínu á mönnum og
málefnum. Honum verður ekki
legið á hálsi fyrir það. Meira er
um vert að innlendir sagnfræð-
ingar treysti sér til að gera
sjálfstæðar athuganir og það hef-
ur Þorsteinn haft að leiðarljósi.
Hann hefur áður sannað að hann
kann að skrifa um samtímaat-
burði á eftirtektarverðan hátt,
nægir að minna á bók hans um De
Gaulle.
Heiferman, höfundur Seinni
heimsstyrjaldarinnar, er sérfróð-
ur um þátt Asíu í stríðinu eins og
glögglega kemur fram. Styrjöldin
BðKmenntir
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
átti sér ekki eingöngu stað í
Evrópu, heldur var Asía vettvang-
ur þar sem margt bar til tíðinda
og átti eftir að hafa áhrif á gang
mála síðar. Hvað boðuðu til dæmis
kjarnorkusprengingar Banda-
ríkjamanna í Japan, hið flakandi
sár sem skilið var eftir Hírósíma
og Nagasakí? Hvað um Búrma?
Við höfum lifað Víetnam.
Ronald Heiferman gerir á
skarpskyggnan hátt grein fyrir
hinum asíska þætti stríðsins.
Hann leitast við að vera hlutlæg-
ur. Kannski er sú aðferð hans
einmitt heillavænleg og fær les-
endur til að hugsa sjálfstætt um
heildarmynd stríðsins. Það voru
ekki eingöngu Evrópubúar sem
urðu fyrir barðinu á því. Með
lærdómi sýnir Heiferman okkur
aðra mynd og ef til vill enn
geigvænlegri fyrir þróun stjórn-
málanna á síðustu áratugum en
það sem hrjáir Evrópu.
Ég tel að Ronald Heiferman
hafi í bók sinni leitt í ljós að
átökin í Asíu voru ekkert auka-
atriði. Evrópumenn voru ekki þeir
einu sem stríðið bitnaði á. Myndir
eru margar og sumar hverjar
miskunnarlausari en við eigum að
venjast í bókum. Myndatexti er
hluti meginmáls, saminn af inn-
sæi í atburði og furðu oft segir
hann yfirgripsmikla sögu í hnit-
miðuðum setningum.
Þýðandinn Þorsteinn Thorar-
ensen er kynntur á hlífðarkápu
með þeim orðum að Fjölvaútgáfan
sé „stofnuð til að veita honum
starfsgrundvöll". Að sögn hefur
hann „á síðari árum helgað sig
þeirri hugsjón að rita og þýða
bækur um þekkingarhætti, sem
hann telur skorta á íslensku". Ég
er alveg reiðubúinn að skrifa
Þorsteinn Thorarensen
undir þetta. En ég neyðist til að
benda útgáfunni á að nauðsynlegt
er að vanda betur til þeirra hluta
sem á hátíðlegum stundum eru
kallaðir íslensk tunga. I Seinni
heimsstyrjöldinni er að finna
margt sem ekki verður kallað
gullaldaríslenska og mér leiðist
þegar stafsetning dregur um of
dám af stórþjóðatísku. Jafnvel
stór og lítill stafur gegna sínu
hlutverki svo að ekki sé talað um
kerlinguna málfræði sem vill vefj-
ast fyrir mörgum greindum
mönnum.
Fjölva vil ég engu að síður
þakka fyrir úttekt Ronalds Heif-
ermans. Ég varð af henni margs
vísari og býst við að sama megi
segja um marga sem kynnast
henni.
Hendrik Ottósson:
Frá Hliðarhúsum til Bjarma-
lands.
Önnur útgáfa.
Skuggsjá 1979.
MARGIR kannast við prakkara-
sögur Hendriks Ottóssonar úr
Vesturbænum. Gvendur Jóns og
ég hét ein þeirra.
En Hendrik eða Hensi eins og
hann var alltaf kallaður skrifaði
meira. Minningar hans frá
Hlíðarhúsum til Bjarmalands
komu út 1948. Þær eru nú endur-
útgefnar af Skuggsjá og ber að
fagna því vegna þess að þær hafa
sitt heimildagildi þó að ýmsu í
framsögn höfundarins megi finna,
bæði stíl og málflutningi. Hendrik
var enginn ritsnillingur, en gædd-
ur næmi á menn og atburði. Auk
þess var hann einn þeirra manna
sem fann til í stormum sinnar
tíðar eins og vikið verður að.
Kaflarnir um Vesturbæinn í
þessari bók eru mörgum kostum
búnir, enda færir Hendrik Ottós-
son að því rök „að einhver hulin
náttúra fylgdi Vesturbænum og
hans fólki". Ekki var það þó af
þeim sökum að þar byggi stórætt-
aðra fólk, bæri af öðrum að
glæsimennsku eða byggi í reisu-
legri híbýlum, eins og Hendrik
kemst að orði. Hann segir frá
mörgu eftirminnilegu fólki og er
frásögn hans full af skilningi á
hátterni jafnt ríkra sem snauðra.
í bókinni eru lögð drög að ýmsum
prakkarasögum sem síðar áttu
eftir að skemmta strákum. Hvar-
vetna sér Hendrik hið skoplega í
fari manna, ekki síst sjálfs sín.
Lesið til dæmis gráglettna sögu
hans af því þegar Tyrkinn kom
aftur eða lýsingar hans á mennta-
braut sinni.
Hendrik segir frá stofnun Al-
þýðusambandsins árið 1916, en
fyrsti formaður þess var faðir
hans, Ottó N. Þorláksson. Einnig
er greint frá stofnun jafnaðar-
mannafélags 1917. Þeir feðgar
komu þar náttúrlega við sögu
ásamt mönnum eins og Ólafi
Friðrikssyni og Jóni Baldvinssyni.
Sósíaldemókratísk stefna gat
samt ekki átt lengi við eldhuga á
borð við Hendrik Ottósson. Meðan
hann var við háskólanám í Kaup-
mannahöfn kynntist hann ýmsum
forystumönnum danskra jafnað-
armanna. m.a. Frederik Borg-
bjerg. Hann reyndist hinum fá-
kunnandi Islendingi vel, en átti
eftir að valda því að Hendrik
gerðist kommúnisti. Þegar frétt-
Sovétmennirnir eru helmingi fleiri en Norðmennirnir — og svo er hann Lenin þeirra líka
mættur að sjálfsögðu.