Morgunblaðið - 05.12.1979, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.12.1979, Qupperneq 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1979 Veikindi Kosygins staðfest Ó»ló, 3. desemlwr. AP. ALEXEI Kosytíin forsætisráft- herra Sovétríkjanna er alvarlcga veikur, en dóttir hans Ludmilla Gwishiani gerir sér vonir um að hann braggist von bráðar og verði þess megnugur að hefja störf á ný. Frú Gwishiani sagði Randi Bratteli fréttamanni Verdens Gang og eiginkonu Trygve Bratt- eli fyrrum forsætisráðherra Nor- egs af veikindum föður síns er hún sótti fund bókasafnsfræðinga í Ósló í fyrri viku. Var það í fyrsta skipti sem fjölskyldumeðlimur skýrir frá veikindum Kosygins. Sovézk yfirvöld hafa ekki skýrt frá veikindum hans. Áreiðanlegar heimildir í Moskvu herma að Kosygin sé það alvarlega veikur að hann geti aldrei hafið störf á ný. Ekki skýrðu þessar heimildir frá hvers eðlis veikindi ráðherrans eru, en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi fengið hjartaslag. Kosygin er 75 ára. Hinir pólitísku „sjúklingar“ Sovétkerfisins Sovétmenn halda uppteknum hætti við að loka andófsmenn inni á geðsjúkrahúsum og þröngva þeim til iyfjatöku, þrátt fyrir mótmæli frá Vestur- löndum. Embættismönnum er það feimnismál, enda fer and- spyrna almennings vaxandi. Fórnarlömbin eru ekki alltaf þekkt utan Sovétríkjanna eins og var fyrir nokkrum árum, en þjáningar þeirra eru jafn mikl- ar engu að síður. Þessar ályktanir má draga af síðustu tveim fréttatilkynning- um frá nefnd andófsmanna í Moskvu, sem rannsaka beitingu „geðlækna" i stjórnmálatil- gangi. í tilkynningum, sem ný- lega bárust til Vesturlanda, er greint frá örlögum sextíu karla og kvenna i Sovétrikjunum. Sumir hafa verið lokaðir inni, aðrir látnir lausir eða fluttir til, ^og enn öðrum hefur verið hótað innilokun á geðsjúkrahúsi. Upp- lýsingar um fórnarlömbin koma frá ættingjum og vinum eða þeim sjálfum og — sem mesta athygli vekur — frá starfsfólki sjúkrastofnana, sem á laun hef- ur samúð með hinum ofsóttu. Nefnd þessi og velunnarar hennar hafa orðið fyrir sífellt meiri þrýstingi frá yfirvöldum. Til dæmis hefur lækninum Leon- ard Ternovsky verið hótað stöðumissi og sími hans verið tekinn úr sambandi. Annar af nefndarmönnunum Vyacheslav Bakhmin tölvufræð- ingur hefur, orðið að sæta enn harkalegri meðferð. Hann var rekinn úr starfi sínu í júlí síðastliðnum og honum hefur verið meinað að fá vinnu annars staðar. Ef hann er atvinnulaus í meira en fjóra mánuði, á hann á Nýjar upp- ljóstranir hættu málsókn fyrir að vera „sníkjudýr." í nefndarskýrslunni um mál þeirra, er hafa verið lokuð inni, vekur athygli frásögnin- um fimmtuga, grísk-kaþólska nunnu, Valeríu Makeyevu að nafni. Hún var tekin föst í fyrra og kærð fyrir að búa til talna- bönd og selja. Serbsky-stofnunin í Moskvu, sem kannaði geðheilsu hennar, úrskurðaði, að hún væri „geðsjúk með áberandi persónu- leikabreytingum." Ættingjar hennar telja hana hins vegar andlega heilbrigða. Valeríu var meinað að vera viðstödd réttarhöld í eigin máli, en þau fóru fram í apríl sl., og mótmælum verjanda hennar var ekki svarað. Hún var síðan send um ótiltekinn tíma á fengelsis- geðveikrahælið í Kazan. Þar voru henni gefin inn sterk lyf með þeim afleiðingum, að hún hefur örkumlast á hægra hand- legg. Þegar ættingi hennar heimsótti hana nýverið, vitist hún ekki þekkja hann. Mál Iosyps Terelya, þrjátíu og sjö ára gamals trésmiðs, er einnig eftirtektarvert. Hann hef- ur verið í haldi í meira en áratug fyrir að vera virkur kaþólikki og þjóðernissinni í Úkraínu. Síðast var hann handtekinn árið 1977 fyrir skrif um eigin reynslu þar sem hann afhjúpar í smáatrið- um starfsemi Sychyovka-sér- sjúkrahússins fyrir geðsjúka, og nú er honum haldið á sams konar stofnun í Dnepropetrovsk. Áður en hann var handtekinn, hafði hann verið úrskurðaður hæfur til að vinna og gegna herþjónustu. Kona hans, sem er læknir, greindi svo frá, að bréf hans séu strjál og virðist skrifuð undir áhrifum lyfja. Hin konunglega brezka geð- læknafélag lagði fyrir skömmu fram formlega kvörtun við Al- þjóðlega geðlæknasambandið þess efnis, að misbeiting geð- lækninga í stjórnmálalegum til- gangi virtist eiga sér stað í máli Terelya. Alþjóðlega geðlæknasamband- ið hefur ennfremur fengið til meðferðar mál þriðja fangans, Nikolai Demanov, frá fyrr- greindri rannsóknanefnd í Moskvu. Demyanov, sem er þrjá- tíu og níu ára að aldri, var tekinn fastur 1971 og sakaður um „andsovéskan áróður" og að hafa sprengiefni í fórum sínum. Hann var lýstur óábyrgur gerða sinna og eyddi sjö árum ævinnar í fangelsissjúkrahúsi, þar til hann var fluttur í fyrra á venjulegt geðsjúkrahús í Perm, en það er hinn venjulegi aðdrag- andi þess, að fangi sé látinn laus. Á spítalanum var hann ávítaður fyrir að hafa sent bréf án vitundar læknanna (en í einu þeirra hafði hann farið hörðum orðum um aðbúnað á sjúkrahús- inu) og fyrir að neita að sam- þykkja staðhæfingar þeirra um, að hann hefði þjáðst af geðveiki undanfarin ár. Er hann þráaðist við, gáfu læknarnir honum sterk lyf og drógu enga dul á, að það væri gert í hegningarskyni fyrir þrjósku hans. í júlímánuði var hann fluttur aftur í fangels- isspítala í Tashkent til frekari refsingar. Andófsnefndin í Moskvu fer þess á leit við Alþjóðlega geð- læknasambandið að það skerist í leikinn fyrir hönd Demanovs, þar eð mál hans „sýnir, að það er ekki geðheilsa sjúklings, heldur öllu fremur óþægilegt hátterni, sem oft liggur að baki aukinni lyfjameðferð og innilokun hans á sérstökum geðsjúkrahúsum um ótiltekinn tíma.“ Nefndin greinir einnig frá geðrannsókn, sem fram fór í New York á sovéskum hershöfð- ingja Pyotr Grigorenko, andófs- manni, sem haldið var á rúss- neskum geðveikrahælum í sex ár vegna „ofsóknaræðis" að það átti að heita. Rannsóknin leiddi hins- vegar í ljós, að Grigorenko bar engin merki þess að vera geð- veikur né hafa verið það fyrr á ævinni. þessum niðurstöðum var fagn- að af rannsóknarnefndinni í Moskvu og aðstandendum henn- ar, sem er eftirlitshópur þar í borg um framkvæmd Helsinki- sáttmálans, en þessi hópur héfur fordæmt beitingu geðlækninga í stjórnmálum „í því skyni að brjóta á bak aftur hundruð andófsmanna og þá, sem trúa á Guð.“ Ennfremur segir Helsinki- hópurinn: „Enda þótt dregið hafi nokkuð úr beitingu þessara refsiaðgerða vegna framtaks manna eins og Bukovskys, Glúzmans og Podrabinkes og vegna víðtækra mótmælaað- gerða á Vesturlöndum, er hún samt enn við lýði.“ eftir PETER REDDAWAY •Sfc THE OBSERVER VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK tP Þl A( (.I.VSIR l M M.l.T |,A\|) ÞKI.AK Þl M <1 I.VSIK I MOKl.l Mil. M)IM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.