Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 Nýtisku Biblíuljóð Jakob Jónsson frá Hrauni: VÖKUNÆTUR. Ljóð. 63 bls. Fjölvi. Reykjavík, 1979. »Vesalings Fjölvi stautar áfram við að gefa út ljóðabækur, sem bankamenn telja einhverja léleg- ustu fjárfestingu, sem hægt er að hugsa sér í fjármálaheiminum. Líklega er Fjölvi að hugsa um það eitt, að hafa eitthvað í malpokan- um sínum, þegar hann deyr, og á að mæta frammi fyrir hinu gullna hliði.« Þessi orð eru tekin upp úr kápuauglýsingu aftan á Vökunótt- um. Öllu gamni fylgir alvara, og víst er lítil hagnaðarvon af útgáfu ljóðabóka hérna megin hvað svo sem kann að reiknast útgefandan- um til tekna á himnareikningnum. Sumir útgefendur vilja ekki ná- lægt ljóðaútgáfu koma. Fáeinir taka á sig hallann af slíkri útgáfu, þeirra á meðal Fjölvi sem árlega gefur út nokkrar ljóðabækur. Séra Jakob — sem sendir frá sér bækur undir nafninu Jakob Jóns- son frá Hrauni — er kunnur mælskumaður. Mælskan er óvinur ljóðlistar. Hvernig eru þá ljóð mælskumanns? Hér er mælskunni stillt í hóf. Ljóðin verða að vera knöpp og þá reglu gerir skáld Vökunótta sér ljósa. Og fer eftir henni. En er presturinn þá víðs fjarri ljóðum þessum? Síður en svo. Þvert á móti er hann í með og undir skáldskap sínum í svo til hverri línu. »Nýtísku straumlínu- laga Biblíuljóð« kallar Fjölvi þau í áðurnefndri kápuauglýsingu. Hnyttilega orðað? Biblíurímur þóttu daufar á móts við bardaga- rímur. Skáld þeirra hugðust eigi að síður komast að almenningi með hjálp ríkjandi bókmennta- tísku. Jakob Jónsson frá Hrauni stefnir á sömu mið. Örugglega hefur hann fylgst með því sem gerst hefur á sviði nútímaljóðlist- ar þessi árin. Og víst nýtur hann þess að hafa, á langri ævi, verið Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON sískrifandi rithöfundur jafnframt prestsstarfinu. Það er bæði skáld og prestur sem yrkir svo: Ljárinn þekkir líf hinna groandi grasa, myrkrið grunar mátt hinna lýsandi ljósa, þögnin finnur kraft hins frjálsa orðs. Þessar hendingar eru teknar upp úr ljóði sem skáldið nefnir Trúarjátning óttans. Hverju ljóði fylgja einkunnarorð úr Biblíunni, þetta er t.d. ort út af orðunum: »Og þeir fara út með hann til að krossfesta hann.« Mig langar líka að nefna ljóð sem heitir Upprisa hóldsins. Þar leggur skáldið út af þessum orð- um: »Ég sá nýjan himin og nýja jörð.« Ljóðið er á þessa leið: Jakob Jónsson frá Hrauni. Ég sá nýjan himin og nýja jörð. Vormorgunn ilmar og anga blómin. Geislar hin glaðværa sól. Fiskarnir syngja með fuglum trjánna. Steinarnir tala með tungum englanna. í dýrðarlíkama Drottinn gengur nýjum fótum um nýja fold. En vonandi gefur Guð mér ekki hið gamla hold. Víst eru þetta Biblíuljóð. En nú eru engar rímur við að keppa, heldur einungis önnur ljóð sem eru svo léleg fjárfesting að útgef- andinn verður að leggja traust sitt á innskrift á himnareikninginn. Ég hygg að þessi ljóð muni standa jafnfætis öðrum ljóðum sem út koma um þessar mundir, hvorki aftar né framar. Þegar séra Jakob kveður sér hljóðs er alltaf eftir orðum hans tekið. Erlendur Jónsson Á gulu ljósi Gylfi Gröndal: DÓGGSLÓÐ. Ljóð. 62 bls. Fjölvi. Rvík. 1979. GYLFI GRÖNDAL er ágætur lausamálshöfundur en mistækur á ljóð. í Döggslóð eru skemmtilegar tilraunir og ennfremur nokkur ljóð sém bera því vitni að skáldið hefur á valdi sínu að yrkja vel. En bókin er dálítið ósamstæð, dálítið misgóð — mér kemur í hug að þetta sé samtíningur fremur en skáldið hafi í upphafi hugsað sér að yrkja þetta fyrir einu og sömu bókina. Þá vil ég segja að Gylfi Gröndal gæti unnið meir í því en hann gerir að endurnýja ljóðform sitt. Ég er ekki viss um að hann sé enn búinn að finna sjálfan sig í ljóðlistinni, ekki kominn niður á þann tón sem best mundi henta því sem hann vill í raun og veru tjá. Þrátt fyrir kortleika ljóðanna eru sum þeirra of mikill prósi, of nærri því að vera bara venjulegt laust mál, bútað niður í örstuttar línur. Ennfremur langar mig að bæta því við að mér þykja náttúruljóðin í bókinni draga um of dám af sams konar kveðskap ýmissa jafnaldra Gylfa — kveð- skap sem hefur ekki allur verið til fyrirmyndar. Best tekst Gylfa upp þegar hann gerir að gamni sínu (til skamms tíma mátti ekki nefna svoleiðis nokkuð í sambandi við marktæka ljóðlist). Ég tilfæri ljóðið Undir rós, sem er að vísu einsdæmi í bókinni, en dæmi engu að síður, og sýnir þá að Gylfi getur blandað saman gamni og alvöru í hagstæð- um hlutföllum: Gott er að yrkja undir rós eins og götuviti með gult ljós Hallgrímskirkju við himin ber og léttvæg hugsun í hempu fer slitin hugsun verður heil á ný. Gott er að yrkja og gleyma því. Döggslóð skiptist í fjóra kafla: Ofar þungbúnum skýjum, Við hirð konungs, Hljómsveit götunn- ar og Ljómi fyrri stunda. I öðrum kaflanum heyr skáldið sér efni úr fornbókmenntunum, yrkir meðal annars um Kormák og Steingerði, Hallfreð vandræðaskáld og Mel- korku. Síðast nefnda 'jóðið er svona: Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Gylfi Gröndal Tólf ambáttir í tjaldi falar fyrir silfur dýrust hin konungborna sem þegir þunnu hljóði. Og enn er Gilli við lýði í guðvefjarklæðum. Svona ljóð lætur vel í eyrum og stenst fullkomlega meðallag þeirr- ar ljóðlistar sem séð hefur dagsins ljós í íslenskum ljóðabókum síðustu áratugina. En það er nú einu sinni svo að öll skáld keppa eftir því að komast upp fyrir meðallagið. Og ég er viss um að Gylfi Gröndal getur betur ef hann gefur sjálfum sér frjálsari hendur, hefur minni hliðsjón af því sem aðrir hafa áður gert, eða með öðrum orðum — segir það sem honum dettur sjálfum í hug og það á þann hátt sem honum sjálfum þóknast, alveg án hliðsjónar af því hvernig aðrir hafa orðað það áður. Erlendur Jónsson Agnarögn Páll H. Jónsson Höfundur: Páll H. Jónsson Myndskreyting: Þorbjörg Höskuldsdóttir Prentun: Prisma hf Útgefandi: Iðunn Þetta er bók sem á það skilið að eftir henni sé tekið, eg hika ekki við að fullyrða, að hún ber af frumsömdum barnabókum, sem eg hefi lesið á þessu hausti. Hrein gersemi. Gamall maður og lítil hnáta, bæði utan aðalbrautar lífsins, telpan á leið inná brautina, — maðurinn á leið frá henni. Þau reyna að gera sér grein fyrir litrofi lífsins, spurul undrun barnsins ber gátur sínar í faðm gamla mannsins, sem sækir svör í reynslusjóð brjósts síns. í hverf- inu þeirra takast á birta morguns- ins og skuggahúm kvöldsins; tré verður að spýtu, ef ekki er lögmáli lífsins lotið, — menn verða að öpum, ef sama lögmál er brotið. Lítið tré, sem færa þarf úr stað, af athafnasvæði dagsins, hlýtur skilning gamals manns, manns sem líka er orðinn fyrir. Skapar- anum er kropið í helgidómi kær- leikans, — dauðafræ trúmála snakks, að sunnan, eru borin að ljósi og hent. Ljós og ylur, — skilningur og kærleikur, óður til þessa er bókin hans Páls. Aðeins lífsreyndur kennari hefði getað gert þetta verk, skáld sem ann þjóðinni sinni, og trúir á vaxtarmátt kærl- eikans í brjósti hennar. Bókin er rituð á öguðu máli, hér þarf ekkert babl til þess að klæða efnið í búning fyrir börn. Páll ber ekki aðeins virðingu fyrir lífinu, heldur líka tungu feðranna, og hann á ljóðræna, kliðmjúka hörpu. Það læddist að mér, við lestur- inn, hvort ekki væri viturlegt að reisa elliheimili og dagvistunarst- ofnanir barna við einn og sama leikvöll. Afar og agnaragnir hefðu af því gagn, sem þjóðinni færði blessun. Myndir Þorbjargar eru mjög svo snotrar, látlausar, en snotrar. Frágangur allur mjög góður. Hafið þökk fyrir prýðis verk. Lygnt og hljótt María Skagan: Kona á hvítum hesti, skáldsaga. Útgefandi: Helgafell, Reykjavík 1979. Ýmsir merkir höfundar hafa fyrr og síðar glímt við smásögu- formið og með ærið misjöfnum árangri. Einhverra hluta vegna hafa smásagnasöfn sjaldnast náð mikilli lesendaútbreiðslu, en sér- fróðum bókmenntamönnum ber saman um að það sé óumdeilanleg kúnst að skrifa snjalla smásögu, ráða við hið knappa og afmarkaða form hennar. Margir íslenzkir rithöfundar hafa fengizt við ritun smásagna, fæstir þó alfarið. En auðvitað kemur Þórir Bergsson upp í hugann, og Halldór Stefáns- son. María Skagan hefur einnig skrifað skáldsögur, sem ég hef reyndar ekki lesið og veit því ekki hvort hún nær á lengri sögum merkari tökum. Bókin „Kona á hvítum hesti“ hefur að geyma átján sögur, flestar stuttar, meira að segja örstuttar, að undanskil- inni hinni fyrstu, sem bókin ber nafn af. Sú saga er um flest afar ólík öllum hinum; hún gerist á heilsuhæli í Danmörku og þar er söguþráður og frásögn og nokkur viðleitni til að magna spennu. Sögurnar eru fágaðar og snyrti- legar, þær segja engin sérstök sannindi, sem lesandi hrekkur við að heyra, kannski má kalla sumar þeirra stemmningsmyndir, aðrar María Skagan hálfgildings ævintýri. Þær eru hljóðlátar og einlægar og höfund- ur skrifar vandvirknislega. Ég kem ekki auga á í fljótu bragði annað en höfundur sé fyrst og að skrifa sjálfum sér til hugarhægð- ar, alténd höfðu stemmnings- myndirnar og ævintýrin ekki skírskotun til mín. „Steinninn" er skýrt dæmi um skrif Maríu: „Ætti ég að segja þér sögu um stein — þetta herta stjarnskin úr jörðu. Demant sem leikur að augum þínum kvikum leiftrandi en köldum, líkt og verð- tryggð tónlist (ég hnaut nú að vísu um það. Þetta má heimfæra sem Jón R. Hjálmarsson: „Séð og heyrt á Suðurlandi“ út er komin bókin „Séð og heyrt á Suðurlandi“ eftir Jón R. Iljálmarsson. Hún hefur að geyma frásagnir 22 Sunnlend- inga og er hliðstætt rit og „Svip- ast um á Suðurlandi“ er Jón sendi frá sér 1978 og hlaut þá góðar viðtökur almennings. Flestir þáttanna í hinni nýju bók eru að stofni til útvarpsviðtöl, sem höfundur vinnur úr fróðlega og skemmtilega frásagnarþætti. Bókin er rúmlega 170 blaðsíður. Útgefandi: Suðurlandsútgáfan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.