Morgunblaðið - 06.12.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
13
Ævintýri
og sígild-
ar sögur
ÆVINTÝRI OG
SÍGILDAR SÖGUR
Undirbúningur handrits: Lucy
Kincaid
Þórir S. Guðbergsson þýddi og
endursagði.
Teikningar: Elisabeth Wood-
house og Gerry Embleton
Útgefandi: Setberg
Kannski er það málstokkurinn
einn á listaverk, hvort verkið er
bogi sem knýr strengi sálar þess
er nýtur til samhljóms eða ekki.
Eitt er víst, sumar sögur gera það,
við þreytumst aldrei á að hlýða á
þær, fögnum þeim sérhvert sinn
er við lesum eða heyrum, finnum í
þeim nýjan og nýjan sannleik.
Þessi bók geymir slíkar gersemar,
réttir þær fram í fallegri búningi
en ég hefi áður séð. Já, skreyt-
ingarnar eru listaverk, sem hljóta
að gleðja hvern fagurkera, hrífa
hann í gleðiheim.
Val ævintýra, í eina bók,
hlýtur alltaf að vera vandaverk,
en ég fæ ekki betur séð en Kincaid
hafi tekist mæta vel. Mjallhvít,
Öskubuska, Hans og Gréta, Þyrni-
rós, Prinsessan á bauninni, Fríður
og ókindin, Þrír litlir grísir o.fl.
o.fl. Þetta er sem sé gersemisbók.
Hins vegar sakna ég þess, að
Kincaid gerir enga tilraun t.þ.a.
varpa ljósi á uppruna ævintýr-
anna. Saga þeirra sjálfra væri
fróðleikur, sem gaman væri að
kynnast. Kannske á Kineaid við
það, að ævintýrin séu dregin úr
sálum þjóða en ekki þjóðar, og það
skipti ekki máli, hver eða hverjir
völdust til þess að rita þau niður.
Þýðingar Þóris eru mjög góðar,
málið látlaust, fallegt eins og
ævintýrum hæfir.
Allur frágangur til fyrirmynd-
ar.
Setberg á mikið hrós skilið fyrir
vel unnið verk.
Litla
kisan
Písl
Höfundur: Buchi Emecheta
Þýðing: Þóra Elfa Björnsdóttir
Myndskreyting: Thomas Joseph
Prentun og gerð: Hagprent hf.
Útgefandi: Hafprent hf.
BUCHI Emecheta er þekkt fyrir
þætti sína fyrir fullorðna, hefir
fyrir þá hlotið mikið lof, og hér
gerir hún tilraun, á barnaári,
t.þ.a. færa sögu dóttur sinnar,
Bðkmenntir
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
Alice, í búning fyrir börn. Vissu-
lega tekst henni vel, gæðir hvers-
dagslega atburði lífi, fer um þá
næmum tökum, reynir ekki að
troða lífsskilningi fullorðinna í
frásögnina, heldur leyfir mati
dótturinnar á því, hvað er stórt og
hvað er smátt að stíga fram í von
um, að það hitti streng í brjóstum
jafnaldra telpunnar.
Brugðið er upp myndum úr lífi
fimm systkina, sem með vaxtar-
verkjum táningsins álíta sig flug-
fær úr hreiðri, nema sú yngsta,
auðvitað, hún er enn „aðeins barn“
og á því stað við pilsfald móður.
En svo kemur kettlingur inní
myndina, lítil písl, sem, eins og
systkinin sjálf, er að hamast við
að átta sig á því umhverfi sem hún
er borin í.
Þýðing Þóru Elfu er mjög góð,
lipur og látlaus, eins og efninu
hæfir.
Myndskreytingar falla
skemmtilega vel að efni, eru
gáskafullar og mjög vel gerðar.
Prentun skýr, og frágangur all-
ur góður.
Prýðis bók fyrir unga lesendur.
Höfundur beggja bókanna: Jane
Carruth
Þýðing: Andrés Indriðason
Myndskreyting: Tony Hutchings
Setning: Prentstofa G. Bene-
diktssonar
Prentað og bundið í Júgóslavíu.
Útgefandi: Örn og örlygur
Báðar bækurnar eru bráðsnjall-
ar og vonandi að sem flestir
kynnist þeim, ekki endilega t.þ.a.
setja þær í bókaskáp ungra barna,
heldur til að hafa þær í seilingar-
færi allra uppalenda. Bækurnar,
báðar, eru tilraun t.þ.a. skýra
fyrir börnum kenndir sem bærast
í brjóstum allra heilbrigðra
manna, en sem þeir verða þó að ná
taumhaldi á, ef þeir eiga að
þroskast frá barni til manns.
Fyrri bókin í góðra vina hóp
fjallar um feimnina. Lítill íkorna-
snáði er teygður milli tveggja
kennda, löngunarinnar að taka
þátt í leik og óttanum við að mæta
því sem hann þekkir ekki af
heimahlaði.
Síðari bókin Flugdrekinn segir
frá tveimur bræðrum. Sá yngri
ræðst alltaf að leikjum hins eldri,
rífur og tætir, spillir þannig friði
og sátt.
Þeir, sem umgangast börn,
munu kannast við, hve erfitt getur
verið að gera þeim ljóst, hvers
vegna þau þurfi að temja þessar
eðlishvatir sínar. Oftast gerir
hinn fullorðni það með skömmum
eða pústrum, en hversu árang-
ursríkari yrði ekki sú stund að
grípa til bóka Jane Carruths og
lesa og ræða efni þeirra, og hafa
barnið sér við hlið.
Myndir Tony Hutchings eru
afbragðs snjallar, gerðar af mik-
illi kunnáttu.
Þýðing Andrésar er prýðisgóð.
Prentun og allur frágangur
mjög vel unnin verk.
Hafið þökk fyrir góð verk.
Bðkmenntir
eftir JÓHÖNNU
KRISTJÓNSDÓTTUR
ákaflega kynduga samlíkingu. Og
meðal annarra orða: Hvað er svo
verðtryggð tónlist?) Hann er grár,
steinninn á heiðinni, mosagróinn.
Sagt er að ekki sé hann við
alfaraleið og þó þar sem
höfuðáttirnar mætast.
Sumir leita hans langt að. Aðrir
eigra um heiðina ævilangt og vita
ekki, að hann er til, stundum ík
fárra skrefa fjarlægð. Enn eru
þeir, sem halla makindalega að
honum bakhlutanum og tala háum
rómi við sjálfa sig árum saman í
þeirri trú, að þeir séu að ræða við
eiginkonuna eða nágrannann.
Stundum þagna þeir, skyndilega
einir mitt í orðunum og það
heyrist andvarp úr órafjarska.
Vonglaðir menn hafa mætzt
með þrá í augum, gengið hring
eftir hring kringum steininn án
þess að sjást, horfið á braut sinn í
hvora áttina hryggir í huga ... „
Spyrja mætti til hvers. Til hvers
er verið að leita að þessum steini?
Hvaða táknrænt gildi hefur hann?
Hvað á að lesa út úr þessu?
Ég fékk það á tilfinninguna að
þetta væri allt dálítið út í bláinn
og innihaldið ekki margslungið.
En kannski er þetta hljóða hvísl
sumum ágæt tilbreyting frá
gauragangi og þreytandi ærslum.
Sédog
heyrt
á
Sudurlandi
22 Sunnlendingar
segja frá
Herrajakkaföt og
kuldajakkar í úrvali