Morgunblaðið - 06.12.1979, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
16
Verksmiðju-
utsala
heldur áfram í dag
Gerið ódýr
innkaup fyrir jólin
Vegna flutninga seljum viö á stórkostlega
niöursettu veröi fatnaö á alla fjölskylduna.
Gallabuxur, flauelsbuxur, barnaúlpur, dömuúlpur,
drengjaföt, herraúlpur, telpnapils, terylenebuxur, efnis-
búta og m.fl.
Opiö frá kl. 9—18 í dag
föstudag kl. 9—22
laugardag kl. 9—18
Klæði hf.
Skipholti 7, 3. hæö.
Strokumaður eftir Victor
Bridges, sérstaklega spennandi
saga eftir sama höfund og Maö-
ur frá Suður-Ameríku.
Bróðurdóttir amtmannsins
eftir E. Marlitt. Úrvals skáldsaga
eftir sama höfund og Gull-Elsa
og Kordula frænka.
Dóttir óbyggðanna eftir
James Oliver Curwood. Hugð-
næm og spennandi skáldsaga.
RAUflU HESTARNIR
MORTEN KORGH
SÖGUSAFN HEIMIIANNA
Sherlock Holmes í heildar-
útgáfu. í fyrra fyrir jólin kom 1.
bindið en nú er komið 2. bindið af
ævintýrum þessa dáða leynilög-
reglumanns. í þessu bindi er
löng saga: Dalur óttans.
Ást og ættardeilur eftir
Charlotte Lamb. Geysispenn-
andi ástarsaga eftir vinsælan
höfund.
Rauðu hestarnir eftir Morten
Korch. Ein af bestu sögum
þessa dáða rithöfundar.
Þá hafa verið endurprentaðar þrjár úrvals skáldsögur frá Sögusafninu: Gull-Elsa eftir E. Marlitt,
Golde-Fells leyndarmálið eftir Charlotte Braeme og Örlög ráða eftir H.St.J. Cooper.
SÖGUSAFN HEIMILANNA
AfereiÓsIa: Bókbandsstofan Örkin hf. Brautarholti 28.
Símar: 11627og 36384
KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur hefur hafið útgáfu nýrra
fræðslurita er fjalla m.a. um krabbamein í leghálsi og síðar eru
væntanleg rit um krabbamein í meltingarfærum, lungum og brjósti.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur:
NÝR FLOKKUR
FRÆÐSLURITA
KRABBAMEINSFÉLAG Reykja-
víkur hóf fyrir nokkru útgáfu á
nýjum flokki fræðslurita um
krabbamein. Þrjú eru þegar kom-
in út. Hið fyrsta nefnist „Krabba-
mein í leghálsi“ og er eftir
Guðmund Jóhannesson yfirlækni.
Segir þar í stuttu máli frá tíðni
þessa sjúkdóms, eðli hans og
hugsanlegum orsökum, einkenn-
um og meðferð, svo og leitinni
sem gerð er að þessum sjúkdómi
með skipulögðum hópskoðunum
og hvaða árangur hún hefur
borið.
Annað ritið hefur Auðólfur
Gunnarsson læknir samið. Nefnist
það „Hvernig þú átt að skoða
brjóstin". Þar er því lýst hvernig
konur geta sjálfar skoðað brjóst
sín, en geri þær það reglulega
kynnu þær að uppgötva illkynja
brjóstamein sem enn er á byrjun-
arstigi og fullkomlega læknanlegt.
Þriðja fræðsluritið, „Hjálp til
sjálfshjálpar", felur í sér hagnýtar
leiðbeiningar fyrir konur sem
brjóst hefur verið tekið af. Eink-
um er bent á ýmsar æfingar til að
þjálfa öxl og handlegg. Gunnlaug-
ur Snædal yfirlæknir þýddi þetta
rit úr norsku. í því er fjöldi
skýringarmynda.
Fyrri fræðsluritunum tveimur
hefur verið dreift víða. T.d. ættu
þau að vera fáanleg á heilsugæslu-
stöðvum um allt land. „Hjálp til
sjálfshjálpar" fæst á sjúkrahúsum
þar sem skorið er upp við brjósta-
krabbameini. Öll ritin fást auk
þess hjá Krabbameinsfélaginu í
Suðurgötu 22—24 í Reykjavík.
Fyrirhugað er að næstu
fræðslurit fjalli um krabbamein
almennt og Um krabbamein í
meltingarfærum, brjóstum og
lungum.
Fjalakötturinn:
Lyfta til af-
tökustaðar
FJALAKÖTTURINN sýnir í
kvöld, fimmtudag, kl. 21,
laugardaginn kl. 17 og
sunnudaginn kl. 17, 19.30 og
22 í Tjarnarbíói kvikmynd-
ina „Lyfta til aftökustaðar“
(Ascenseur pour l’échafaud).
Hún er gerð árið 1958 og
leikstýrð af Louis Mallé.
Söguþráður myndarinnar er í
stuttu máli á þessa leið:
Maður og hjákona hans
ákveða að losa sig við mann
hjákonunnar. Sjálfsmorð er
sett á svið. Eftir að hafa
yfirgefið morðstaðinn, gerir
morðinginn sér grein fyrir að
hann hefur gert smávægileg
mistök og snýr aftur við til að
lagfæra þau. Hann festist í
lyftu og er fastur þar nætur-
langt. Á meðan er bílnum
hans stolið og morð framið
með byssunni hans.
„Lyfta til aftökustaðar"
hefur fengið m.a. þau verð-
laun sem kölluð eru Prix
Delluc. Aðalhlutverkin í
myndinni eru leikin af Maur-
ice Ronet, Jeanne Moreau,
Lino Ventura og Georges
Poujouly.