Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
17
BSRB leggur fram launakröfur:
Kröf urnar eru
um hækkanir á
bilinu 17,6 í 39%
BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja hefur lagt fram
launakröfur sínar, en í júlímánuði síðastliðnum lagði
bandalagið fram aðrar kröfur, þar á meðal kröfu um að
verðbætur á laun yrðu greiddar samkvæmt framfærslu-
vísitölu. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Thorlacius
er krafizt 39% hækkunar í 5 neðstu flokkum launatöflu
BSRB, en síðan er krafizt 13 þúsund króna launabils
milli hvers flokks frá 6. flokki og upp í efsta flokk, sem
er 32. flokkur launatöflunnar.
krafan í 10. flokki, efsta þrep, vaeri
417 þúsund krónur, 37% hækkun,
15. flokkur, efsta þrep, ber kröf-
una 782 þúsund krónur, hækkun
32%, 20. flokkur, efsta þrep, ber
kröfuna 547 þúsund krónur, hækk-
un 29%, 25. flokkur, efsta þrep,
ber kröfuna 612 þúsund krónur,
hækkun 23% og efsti flokkurinn,
32., efsta þrep, ber kröfuna 703
þúsund krónur eins og áður sagði,
en þar er hækkunin 17,6%.
„Þetta þýðir ef við reiknum
þetta út eins og við erum vanir,“
sagöi Kristján Thorlacius, „að
bilið milli efsta þreps í 1. flokki og
efsta þreps í 32. flokki er 2,25. Er
þá tölunni í 1. flokki deilt upp í
töluna í 32. flokki. Núverandi bil
milli þessara flokka er 2,67.
Kristján Thorlacius kvað for-
ystu BSRB hafa átt viðræður við
núverandi fjármálaráðherra.
Hann kvaðst ekki geta hafið
samningaviðræður við BSRB, þar
sem ríkisstjórnin sæti aðeins til
bráðabirgða. Kristján kvað for-
ystu BSRB því þurfa að bíða eftir
nýrri ríkisstjórn áður en samn-
ingaviðræður gætu hafizt.
Samkvæmt kröfunum eru laun í
lægsta flokki BSRB 302 þúsund
krónur og í 3. þrepi 1. flokks er
krafan 312 þúsund krónur. Sam-
kvæmt kröfunni eiga menn að
fara á 5 árum upp í hæsta þrep
hvers flokks, en nú fara menn
þetta á 6 árum. Þeir, sem eru 32ja
ára eða eldri við ráðningu fara
strax í efsta þrep. Hæsta þrep í 5.
flokki er nú samkvæmt kröfunum
357 þúsund krónur.
Hámarkskrafan, efsta þrep í 32.
flokki er 703 þúsund krónur. Til
þess að sýna þróun launastigans
nefndi Kristján Thorlacius, að
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI f -SÍMAR: 17152-17355
\ 1
Vf
Frá afmælishófi Stefnis FUS í Hafnarfirði á laugardaginn. Ljósm: Kristján Einarsson.
Stefnir FUS fimmtugur
ÞESS var minnst á laugardaginn, þann
1. desember, að fimmtíu ár eru liðin frá
stofnun Stefnis, félags ungra sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfirði.
Af því tilefni var sjálfstæðismönnum í
Hafnarfirði og víðar boðið til hádegis-
verðar. Meðal gesta þar voru formaður
Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson,
Jón Magnússon, formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna, frammámenn
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og
fleiri. Stefnir F.U.S. hefur lengst af
verið eitt stærsta og öflugasta félagið
innan Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna og er svo enn.
Fyrsti formaður Stefnis var Gunnar
Sigurjónsson loftskeytamaður, en núver-
andi formaður er Sigurður Þorleifsson
trésmiður.
Hí'''c ........W'''v
HARÖLD
SHERMAN
SKUGGSJÁ
Þetta er ómetanleg bók, — og
hverjum manni hollt að kynna
sér efni hennar. — Þad er
mannlegt að hafa áhyggjur,
mörgum finnst það jafn eðli-
legt og að draga andann, — en
láttu ekki stjórnast af ótta!
Taktu sjálfur við stjórn á sjálf-
um þér, notfærðu þér þá hug-
rænu aðferð, sem hérerkennd,
— og gerðu óttann útlægan úr
lífi þínu. Rétt hugarástand mun
létta mikilli byrði af líkama þín-
um og sál, þú munt njóta lífs-
ins betur, ef þú slakar á spennu
og varpar af þér streitu, með
þvi að hrinda af þér áhyggju-
farginu, sem þjakar þig. Farðu
að ráðum Harold Sherman og
einnig þú munt komast að raun
um, að unnt er AÐ SIGRA ÓTT-
ANN!
,AÐ SIGRA
ariANN
. OG FINNA LYKIL
UFSHAMING|UNNAR
„Loksins bók, byggð á nútíma-
rannsóknaraðferðum, sem
fjallar um dauðann og það að
deyja.“
Hvaö vitum við um dauðann?
Hver eru tengsl líkama og sá/ar?
Hvað sér fólk á dauðastundinni?
Sýnir á dánarbeði svarar þess-
um spurningum og ótal mörg-
um öðrum og hún segir okkur
einnig, að „sýnir hinna deyj-
andi virðast ekki vera ofsjónir,
heldur augnabliksinnsýnir í
gegnum glugga eilifðarinnar“.
Þessi einstæða bók gefur þér
hugsanlega svar við hinni
áleitnu grundvallarspurningu ...
ER LÍF EFTIR ÞETTA LÍF?
SKUCGSI*
Þessi bók hefur að geyma frá-
sagnir af Unu Guðmundsdótt-
ur í Sjólyst í Garði, fágætri
konu, sem búin var flestum
þeim kostum, sem mönnum
eru beztir gefnir. Una segir frá
sérstæðum draumum og dul-
sýnum, svipum og vitrunum,
dulheyrn og ýmsum öðrum fyr-
irbærum, m.a. því, er hún sá í
gegnum síma.
Lífsviðhorf Unu og dulargáfur
og ekki síður mikilvægt hjálp-
arstarf hennar, unnið af trú og
fórnfýsi, gleymist engum, sem
kynni hafði af henni. Allir sóttu
til hennar andlegan styrk og
aukið þrek.