Morgunblaðið - 06.12.1979, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
19
Ohira í Peking
— Ræddi við Hua Kuo-Feng
Pcking, 5. desember. AP. Reuter.
MASAYOSHI Ohira, forsætisráft-
herra Japans, er nú i opinberri
heimsókn í Kína. Hann kom til
Peking í dag í fimm daga opin-
bera heimsókn. Hann ræddi við
Hua Kua-feng, forseta. Hua sagði
við Ohira að Kínverjar mundu
taka upp harða afstöðu til að
sporna við útþenslustefnu Víet-
nama í SA-Asíu og Kínverjar
myndu gera allt til að koma i veg
fyrir innrás Víetnama inn í
Thailand.
Leiðtogarnir ræddu um sam-
skipti landanna og var ákveðið að
Hua færi í heimsókn til Japans í
maí á næsta ári. Þeir skiptust á
yfirlýsingum. Hua sagði að vegna
útþenslustefnu Sovétmanna væri
ástand alþjóðamála mjög ótryggt.
Hann sagði Sovétmenn bera
ábyrgð á öngþveitinu í Mið-
Austurlöndum.
Bætt sambúð Japana og Sovét-
manna hefur verið Kínverjum
nokkur þyrnir í augum. Ohira
lýsti því yfir, að sambúð þessara
tveggja ríkja, Sovétríkjanna og
Japans, færi batnandi og sagði að
aðeins herzlumuninn vantaði nú
að Japanir og Sovétmenn hefðu
afhent Japan fjórar eyjar, sem
Sovétmenn tóku herskildi í lok
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Ohira sagði í veizlu að bætt
sambúð Kínverja og Japana væri
nauðsynleg til að tryggja öryggi í
Asíu.
Satúrnus séður irá Pioneer í einnar og hálfrar
milljón mílna fjarlægð. Litla tunglið fyrir neðan
reikistjörnuna er Títan. Þetta er bezta mynd, sem
náðst hefur af reikistjörnunni.
1972 — Apollo 17 skotið frá
Kennedyhöfða (síðasta Apollo-
tunglskotið). ‘
1971 — Styrjöld Indverja og
Pakistana brýzt út.
1966 — Bretar hvetja til refsiað-
gerða SÞ gegn Rhódesíu.
1961 — Harðir bardagar liðsafla
SÞ og Katangamanna.
1941 — Roose'velt forseti sendir
Hirohito keisara friðaráskorun,
einum degi fyrir árásina á Pearl
Harbour.
1938 — Frakkar og Þjóðverjar
semja um órjúfanleg landamæri
þjóðanna.
1929 — Konur fá kosningarétt í
Tyrklandi.
1925 — Samkomulag ítala og
Egypta um landamæri Líbýu
undirritað.
1921 — írska fríríkið stofnað
með friðarsamningi Breta og
íra.
1917 — Finnar lýsa yfir sjálf-
stæði og stofnun lýðveldis —
1.600 fórust í árekstri belgísks og
fransks skotfæraskips í Halifax,
Nova Scotia.
1916 — Þjóðverjar taka Búka-
rest herskildi.
1907 — Landamæri Uganda og
Þýzku Austur-Afríku ákveðin.
1897 — Konstantínópel-friður-
inn undirritaður.
1857 — Orrustan um Cawnpore
(Kanpur) á Indlandi: Bretar ná
aftur borginni.
1492 — Kólumbus finnur Haiti.
Almæli. Warren Hastings,
landstjóri á Indlandi (1732—
1818) — J.L. Guy-Lussac,
franskur efnafræðingur (1778—
1850) — Agnes Moorehead,
bandarísk leikkona (1906—1974).
Andlát. Anthony Trollope, rit-
höfundur, 1882 — Jefferson Dav-
is, stjórnmálaleiðtogi, 1889 —
Ernst von Siemens, uppfinninga-
maður, 1892.
Innlent. f. Herra Kristján Eld-
járn forseti 1916 — Viðræðum
um brottför varnarliðsins
frestað 1956 - f. Einar H.
Kvaran 1859 — d. Magnús
Björnsson lögmaður 1724 —
Þriðja ráðuneyti Ólafs Thors
skipað 1949 — Hrun stórs hluta
Eldeyjar uppgötvað 1950 — Þrír
Frakkar stíga fyrstir manna á
land í Surtsey 1963 — Laugar-
dalshöll opnuð 1965 — „Þór“ og
„Ægir“ halaklippa tvo brezka
togara 1975 — Handtökumálið
1976 — f. dr. Þorkell Jóhannes-
son 1895.
Orð dagsins. Sá sem vill stjórna
öðrum ætti fyrst að geta haft
stjórn á sjálfum sér — Philip
Massinger, enskt leikrítaskáld
(1583-1640).
FJARLÆGÐUR
Öryggisvörður þrífur í mann sem heldur á poka með ösku á fundi sem Carter
forseti hélt í Hvíta húsinu fyrir nokkrum dögum. Fundurinn var haldinn til að
kynna leiðtogum bæjar- og sveitarstjórna Salt II, samninginn um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðar. Maðurinn, sem var fjarlægður, var frá Iowa.
í þessari bók er hann á ferð' með Agnari Kofoed-Hansen um grónar aevislóöir hans, þar sem
skuggi gestsins meö Ijáinn er aldrei langt undan. Gerö eru skil ættmennum Agnars báöum megin
Atlantsála og birtu brugöið á bernsku hans undir súö á Hverfisgötunni, þar sem hann í
langvinnum veikindum dreymir um aö jljúga. Rakiö er stórfuröulegt framtak hans og þrautseigja
i danska flughernum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvað svo
rammt aö í náttmyrkri og þoku, að lóða varö á jörö meö blýlóði.
Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og
hefst þá brautryöjandaflug hans, upphaf samfellds
flugs á íslandi, oft á tíðum svo tvísýnt flug
að nánast var flogið á faðirvorinu.
En Jóhannesi Helga nægir ekki aö
rekja þessa sögu. Hann lýsir af
Á brattann; minningar og til inn í hugarheim Agnars,
Agnars Kofoed-Hansen utan viö tíma sögunnar, og
er saga um undraveröa 9efur henni Þanni9 óvænta
þrautseigju og þrek- Vl d'
raunir meö léttu og
bráöfyndnu ívafi.
Höfundurinn er Jó-
hannes Helgi, einn af
snillingum okkar í ævi-
sagnaritun meö meiru.
Svo er hugkvæmni
hans fyrir aö þakka aö
tækni hans er alltaf ný
meö hverri bók.
(É
Almenna
bókafélagið
Austurstræti 18
sími 19707
Skemmuvegi 36
simi 73055
/