Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 06.12.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979 23 Flugmenn mótmæla hönnun f lugvéla Vilhjálmur G. Skúlason ..... |yf ^ sknrar um Smitsjúkdómalyf VI FLUGMENN víða um heim hafa nú í undirbúningi mótmæli við hönnun ýmissa flugvélategunda og munu þau einkum beinast að vélum af gerðunum Boeing 757 og 767 og Airbus sem nú eru í smiðum. Samtökin „Europilot“, sem er Evrópudeild alþjóðasam- taka flugmanna, efna n.k. þriðju- dag til fundar í Frankfurt þar sem ræða á þessi mál og koma fram andmælum til flugvéla- hönnuða. Að sögn Ámunda H. Ólafssonar flugstjóra munu tveir fulltrúar Félags ísl. atvinnuflugmanna sitja fundinn í Frankfurt. Sagði Ámundi að mótmælin snerust um það hvort vélar þessar yrðu hann- aðar með það fyrir augum að tveir flugmenn flygju þeim að staðaldri, eins og nú er algengast, eða þrír. Sagði Ámundi að sífellt ykist álag á flugmenn, m.a. vegna flókinna radíóviðskipta og flugleiðsögu- tækja sem reyndi mjög á flug- menn á stuttum flugleiðum í mikilli umferð eins og væri víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Ámundi sagði að fund þennan myndu sitja flugmenn frá Norður- löndunum og ýmsum öðrum Evr- ópulöndum, m.a. Bretlandi og Frakklandi, svo og Bandaríkjun- um. Talið er að um 500 flugmenn muni sækja fundinn, þar með taldir flugvirkjar og flugvélstjór- ar sem einnig senda fulltrúa. Ámundi kvað ómögulegt að segja fyrir um niðurstöður fundarins og því ekki unnt að spá um hvort flugvélaframleiðendur tækju tillit til óska flugmanna. Tetracyklín Inngangur. Árið 1948 til- kynnti Benjamin M. Duggar um uppgötvun sína á klórtetra- cyklíni (aureomycinR), sem var fyrsta lyfið úr nýjum flokki fúkalyfja, er áttu eftir að vekja mikla athygli. Á næstu árum voru tvö náskyld fúkalyf til viðbótar úr þessum flokki ein- angruð. Fengu þau nöfnin oxí- tetracyklín (terramycinR) og tetracyklín (achromycinR). Duggar vann klórtetracyklín úr gerjunarvökva áður óþekktrar Stretpmyces tegundar, sem hann lagði til, að yrði kölluð Streptomyces aureofaciens vegna þess, að hún gaf frá sér þetta gula (lat. aureus = gulur eins og gull) litarefni, sem jafmframt átti eftir að verða mjög gagnlegt lyf. Það kom snemma í ljós, að lyfið verkaði gegn miklu fleiri sjúkdóms- framkallandi örverum en áður þekkt lyf og auk þess, að hægt var að taka það í inntöku. Það var ekki aðeins virkt gegn gram-jákvæðum sýklum eins og penicillín og gram-neikvæðum sýklum eins og streptomycín, heldur einnig gegn smitunum af völdum rickettsía (örverur, sem þróunarlega standa á milli sýkla og veira) og stórra veira. Hreins- un og þróun á framleiðsluaðferð- um klórtetracyklíns varð miklu auðveldari viðfangs en fram- leiðsla penicillíns og þessvegna var fljótlega hægt að setja það á markað sem hreint og kristallað efni. Fúkalyfið er nú framleitt með djúpgerjun á sveppum Streptomyces aureofaciens og efnafræðileg bygging þess var uppgötvuð árið 1952. Eftir það var hægt að hefja rannsóknir, sem miðuðu að því að bæta lyfjaverkun klórtetracyklíns með hálfsamtengingu í vinnu- stofu. Verkunarsvið og lyf jaform Vegna breiðs verkunarsviðs hafa tetracyklínlyf verkun gegn mörgum mismunandi smitsjúk- dómum, en notkun þeirra hefur samt minnkað á síðustu árum vegna þess, að nú er sótzt eftir að nota fúkalyf, sem hafa aðeins áhrif á þær örverur, er valda sjúkdómum, en ekki þær, sem eru líkamanum gagnlegar. Tetracyklínlyf eru þó ennþá not- uð gegn sjúkdómum eins og amöþublóðkreppusótt, vissum tegundum af lungnabólgu, barnaormum, héraveiki, kóleru og langvarandi berkjubólgu. Ennfremur hafa þau verið notuð í litlum skömmtum í langan tíma gegn gelgjubólum og húð- ormum með góðum árangri. Verkun tetracyklínlyfja á sýkla minnkar verulega eða hverfur alveg, ef kalsíum-, magnesíum-, ál- eða járnsam- bönd eru tekin samtímis, en kalsíum- og járnlyf eru mikið notuð gegn kalsíumskorti og blóðleysi, sem stafar af járn- skorti og magnesíum-, ál- og kalsíumsölt eru mjög gjarnan ein sér eða öll saman hluti af sýrubindandi lyfjum. Þessvegna má ekki taka tetracyklínlyf með mat (kalsíum í mjólk og osti) og ekki með sýrubindandi lyfjum eða járnlyfjum. Þetta er ástæð- an til þess, að eftirfarandi áletr- un skal vera á öllum tetracykl- ínlyfjum, sem afgreidd eru úr lyfjabúðum, samkvæmt reglu- gerð um gerð lyfseðla og af- greiðslu lyfja: „Verkun lyfs minnkar, ef sjúklingur drekkur mjólk eða súrmjólk eða tekur járn-, kalk- eða sýrubindandi lyf, þremur klukkustundum fyrir eða eftir töku lyfsins“. I líkamanum bindast tetra- cyklínlyf við beinvef og tennur. Þau flytjast auðveldlega í gegn- svar Mirr EFTIR BILLY GRAHAM Presturinn okkar sagði í predikun, að Davíð hefði verið maður eftir hjarta Guðs. Hvernig gat það verið, þegar hann framdi morð og drýgði hór? Satt er það, að Davíð drýgði þessar syndir. En það voru ekki þessar syndir, sem gerðu hann „manninn eftir hjarta Guðs“ (1. Sam. 13,14). Það var sú staðreynd, að hann iðraðist þessara synda og sneri sér frá þeim. Guð er þannig, eins og elskandi foreldrar, að hann elskar okkur ekki aðeins, þegar við erum góð, heldur þegar við erum vond. Og hann elskar okkur sérstaklega, þegar við sjáum mikið eftir syndum okkar. „Sundurmarið og sundurkramið hjart munt þú, ó, Guð, eigi fyrirlíta" (Sálm. 51,19). Öll getum við fallið fyrir hinu illa, jafnvel börn Guðs. En það greinir kristinn mann frá þeim, sem ekki er kristinn, að hann hryggist yfir synd sinni og hverfur strax frá henni. Biblían segir: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti“ (1. Jóh. 1,9). Þetta fyrirheit var lærisveinum Krists gefið, ekki þeim, sem syndga blygðunarlaust af ásettu ráði. Helgidómur kirkjunnar er þar, sem við beygjum kné og sál okkar er læknuð af honum. Þegar við gerum iðrun, verðum við menn eftir hjarta Guðs eins og Davíð. PER HANSSON: TEFLTÁ TVÆR HÆTTUR Þetta er ekki skáldsaga, þetta er skjalfest og sönn frá- sögn um Norðmanninn Gunvald Tomstad, sem axlaði þá þungu byrði að gerast nazistaforingi og trúnaðarvinur Gestapo, — samkvæmt skipunum frá London, — og til þess að þjóna föðurlandi sínu varð hann að leika hið sví- virðilega hlutverk svikarans, gerast foringi í einkaher Quislings. En loks komust Þjóðverjar að hinu sanna um líf og störf Gunvalds Tomstad og þá varð hann að hverfa. Og þá hófst leitin að honum og öðrum norskum föður- landsvinum. Sú leit, framkvæmd af þýzkri nákvæmni, varð æsilega spennandi og óhugnanleg. K. SÖRHUS OG R. OTTESEN: BARÁTTA MILORG D 13 Þetta er æsileg og spennandi frásögn af norskum föður- landsvinum, harðsoðnum hetjum, sem væntu þess ekki að frelsið félli þeim í skaut eins og gjöf frá guðunum. Þeir stóöu augliti til auglitis við dauðann, lifðu í sífelld- um ugg og ótta um að upp um þá kæmist, að þeiryrðu handteknir og skotnir eða hnepptir í fangabúðir og pyndaðir. — Þessir menn börðust af hugrekki og kænsku, kaldrifjaðri ófyrirleitni og ósvífni, en einnig skipulagi og aga, fyrirhyggju og snilli. — Þessi bók er skjalfest og sönn, ógnvekjandi og æsilega spennandi, — sannkölluð háspennusaga. um fylgju og skilja að nokkru leyti út úr líkamanum með móðurmjólk og geta þessvegna haft áhrif á fóstur og kornabörn. Lyfin breytast í lifur og útskiln- aður er einkum í þvagi og galli. Þessi lyf á þessvegna ekki að gefa konum á þremur síðustu mánuðum meðgöngutíma, þar sem þau geta haft áhrif á beinavöxt fósturs og heldur ekki nýfæddum börnum eða mæðrum með börn á brjósti vegna hættu á mislitun tanna og áhrifa á myndun tann- og beinvefs. Ef lifrar- og nýrnastarfsemi er skert, ber að nota þennan lyfja- flokk með ítrustu varúð. Tetracyklínlyf eru á markaði sem töflur, hylki, saft,' mixtúra, stungulyf, smyrsli, augnsmyrsli og augndropar. Hin mismunandi tetracyklínlyf, sem eru á mark- aði, eru frábrugðin að því er varðar frásog (nýtingu), stöðug- leika, útskilnað og hjáverkanir, en verkun þeirra á sýkla er í stórum dráttum sú sama. Mót- staða sýkla gegn tetracyklínlyfj- um myndast í sumum tilvikum tiltölulega auðveldlega og hafi ákveðin sýklategund myndað mótstöðu gegn einu tetracyklín- lyfi er hún mótstöðug gegn þeim öllum. Hjáverkanir. Helztu hjáverk- anir tetracyklínlyfja eru trufl- anir á starfsemi meltingarganga annars vegar vegna staðbund- innar ertingar þarmaslímhimnu af völdum lyfjanna og hins vegar breytinga á eðlilegri þarmaflóru þannig, að örverur, sem tetra- cyklínlyf vinna ekki á, ná undir- tökum og geta valdið alvarlegum bólgum í þörmum. Helztu ein- kenni eru þrýstingstilfinning í maga, kláði í endaþarmsopi, minnkuð matarlyst, velgja, upp- sala og niðurgangur. Reynandi er að sniðganga þessar hjáverk- anir með því að neyta jógurtar 3 klukkustundum eftir töku tetra- cyklínlyfja. Þurfi lyfjameðferð að standa yfir í langan tíma, er nauðsynlegt að gefa B- og K- vítamín, sem undir venjulegum kringumstæðum myndast í kóli- gerlum þarma. Tetracyklínlyf geta einnig sezt í bein og glerung tanna, sem getur haft í för með sér brúnlitun þeirra. í fáum tilvikum geta lyfin haft áhrif á lifrar- ög nýrnastarfsemi og einnig geta þau valdið útbrotum og auknu ljósnæmi húðar. Ef tetracyklínlyf eru geymd of lengi, geta niðurbrotsefni þeirra valdið nýrnaskemmdum. Þess- vegna ber að fylgjast vel með fyrningardagsetningu á umbúð- um tetracyklínlyfja. Ef tetracyklínlyf er gefið sam- tímis penicillíni, cafalóspóríni eða amínósykrungi, minnkar verkun lyfjanna svo mjög, að ekki er hægt að búast við neinni verkun á sýkla. Helztu tetra- cyklínlyf sem eru á markaði hérlendis Tetracyklín (achromycinR) dropar, hylki, saft, stungulyf og (dumocyklínR) dropar, hylki, saft, stungulyf; oxítetracyklín (terramycinR) dropar, hylki, saft og (oxy-dumocyckinR hylki, töfl- ur; demetylklórtetracyklín (le- dermycinR dropar, hylki, saft, töflur; rólítetracyklín (reverinR) stungulyf; metacyklín (rondomy- cinR hylki, saft; doxycyklín (vi- bramycinR) hylki, saft og minó-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.