Morgunblaðið - 06.12.1979, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
t
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA EINARSDÓTTIR,
Eikjuvogi 1,
andaöist þriöjudaginn 4. desember.
Fyrir hönd vandamanna.
Kristinn Friðriksson.
t
Maöurinn minn,
BJARNI HÖSKULDSSON,
Vesturbergi 78.
lést 3. desember s.l.
Ragnhildur Haraldsdóttír.
t
HALLGRÍMUR INGVAR THORLACÍUS
frá Glaumbæ,
andaöist mánudaginn 3. desember í Borgarspítalanum.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigfús Sverrisson.
t
Útför móöur minnar,
BÓTHILDAR JÓNSDÓTTUR,
sem andaöist 30. nóvember fer fram frá Akraneskirkju laugardag-
inn 8. desember kl. 1.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Lilja Ingimarsdóttír.
t
Móöir okkar,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember kl.
10.30 árdegis.
Fyrir hönd vandamanna,
Valdís Guömundsdóttir,
Sæmundur Vigfússon.
Faðir okkar og tengdafaöir,
ALEXANDERJÓHANNSSON,
sem lést þann 29. nóvember veröur jarösunginn frá Suöureyri
föstudaginn 7. desember.
Míkkalina Alexandersdóttir, Ingólfur Jónsson,
Kristín Alexandersdóttir, Björn Steindórsson,
Siguröur Alexandersson, Kristín Eyjólfsdóttir,
Björgvin Alexandersson, Hrefna Jóhannesdóttir,
Jóhann Alexandersson, Kristín Antonsdóttir,
Guömunda Alexandersdóttir, Þórir Daníelsson,
barnabörn og barnabarnabörn. /
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ARI JÓNSSON,
frá Blönduósi,
Bröttugötu 4A,
Borgarnesi,
er andaöist 3. desember veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 10. desember kl. 15.
Guöríöur Björnsdóttir,
Ingibjörg Aradóttir,
Björn Arason
og fjölskyldur.
t
Sonur minn, eiginmaöur og faöir,
HALLDÓR TRAUSTI STEINARSSON,
Sigtúni 25, Reykjavík,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. desember kl.
3 e.h.
Fyrir hönd vandamanna,
Elísabet Halldórsdóttir,
Sigríöur Vigfúsdóttir,
Vigfús Halldórsson,
Kolbrún Sif Kalldórsdóttir,
Arnar Halldórsson.
Iminnmgu hjónanna dr.
Dennu Steingerðar og dr.
John R. Ellingston
Fædd 9. ágúst 1928.
Dáin 14. september 1979.
Fæddur 6. janúar 1897
Dáinn 21. september 1977.
Hvað er lanitlífi?
Lifsnautnin frjóva.
alefling andans
ox athöfn þörf.
Margoft tvitugur
meir hefur lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði.
Jónas Hallgrimsson
Fyrir skömmu barst mér til
eyrna lát Dennu Steingerðar Ell-
ingston. Lézt hún að heimili sínu að
Funston Avenue í San Francisco 14.
september síðastliðinn. Komu mér
strax í hug mínar fyrstu minningar
og mín fyrstu kynni af henni. Móðir
hennar, Ólöf Jakobsson, var í vin-
fengi við fjölskyldu mína frá sínum
æskudögum. Ólöf heitin var skáld-
kona góð og í nánum kynnum við
ýmsa í sextán skálda bekknum. Var
móðurbróðir minn Þorkell heitinn
Þorkelsson, í þeim bekk, en hann
var sá þeirra, sem skaraði fram úr í
líkamlegum íþróttum, hlaupum og
leikfimi. Mér er í barnsminni, þegar
Ólöf var að segja mér og móður-
bróður mínum fregnir af Dennu við
nám hennar í Ameríku, þegar hún
var gæzlukona á leikvellinum við
Freyjugötu og ég var þar að leik.
Þótti Denna strax hér á landi í
æsku hafa einstaka tungumála-
hæfileika, sem nutu sín mjög við
bókmenntanám hennar í Ameríku.
Denna Steingerður var fædd 9.
ágúst 1928. Foreldrar hennar voru
hjónin Ólöf og Vilhelm Jakobsson
kennari. Denna gekk á Barnard
College, síðan á Columbiaháskólann
og varði doktorsritgef-ð í bókmennt-
um við Háskólann í Minnesota.
Kenndi hún við ýmsa háskóla og
var lengi háskólakennari í íslenzku
og dönsku við Berkeleyháskólann.
Denna var sólargeisli móður
sinnar og varpaði birtu og yl inn í
líf hennar. Held ég, að hún hafi að
jafnaði alla tíð skrifað móður sinni
eitt til tvö bréf á viku, þannig að
hennar heimur var líka heimur
Ólafar.
Denna vildi alls staðar, þar sem
hún var, láta gott af sér leiða,
þannig að ég tel, að það hafi verið
jafnræði með þeim hjónum, henni
og síðari manni hennar, John R.
Ellingston, prófessor og rithöfundi,
en um störf hans að mannréttinda-
og mannúðarmálum mætti skrifa
heila bók. Nýútskrifaður frá
Princetonháskóla, sem Phi Beta
Kappa nemandi í humanistískum
fræðum, var John R. Ellingston
skipaður í sendinefnd þá, er Banda-
ríkjaforseti sendi til Moskvu Rúss-
um til hjálpar, þegar hungrið svarf
að þeim eftir heimsstyrjöldina og
byltinguna. Var það árið 1921, að
mig minnir. Hann átti um mörg ár
sæti í ritnefnd Mannréttindaútgáfu
Sameinuðu þjóðanna. Hann helgaði
meðal annars líf sitt því að breyta
viðhorfum manna til afbrotaungl-
inga, átti mikinn þátt í að stuðla að
mildun dóma og koma á reynslu-
tíma fyrir fanga, gefa mönnum
tækifæri til að hefja nýtt líf, einnig
til að öðlast menntun, ef það gæti
hjálpað mönnum. Var hann heið-
ursdoktor í afbrotafræðum frá Há-
skólanum í Minnesota.
Ég hitti Dennu sjálfa eigi fyrr en
haustið 1968, það var í San Fran-
cisco haustið, eftir að Robert
Kennedy var myrtur þar. Átti hún
sinn þátt í, að ég lagði leið mína til
náms á San Francisco svæðið.
Stundaði ég nám í þjóðfélagsfræð-
um við Mills College í Oakland
hinum megin við San Francisco-
flóann. Ráðgjafi minn þar var Fred
Keibel, þýzkur lögfræðingur af
Gyðingaættum. Fór hann á undan
hersveitum Bandaríkjamanna, þeg-
ar þær sóttu inn í Þýzkaland. Var
hann síðar um áraraðir lögfræðing-
ur verkalýðsfélaga í Bandaríkjun-
um, en lagði á efri árum stund á
þýzku og þýzkar bókmenntir við
Berkeleyháskóla, lauk þaðan mas-
tersprófi ^g gerðist lektor við Mills
College. Ég var þarna, er svert-
ingja- og stúdentaóeirðirnar voru
hvað mestar. Hvarvetna þar sem
svertingjar héldu fundi, hvöttu þeir
hverjir aðra til aukinnar sjálfsvit-
undar. „Svart er fagurt.“ „Undir-
strikið einkenni ykkar sem svert-
ingja“. „Reynið ekki að líkjast
hvítum mönnum". „Snarhrokkna
hárið er fallegt". Og stúdentar
vildu frið og betri heim. Ég átti
margar fróðlegar ánægjustundir á
heimili þeirra hjóna og naut gest
risni þeirra í ríkum mæli. John R.
Ellingston, þá kominn á eftirlaun,
fylgdist náið með gangi mála og
sótti margar ráðstefnur svert-
ingja Er ég var að halda heimleið-
is vorið 1969, var hann langt
kominn í undirbúningi að opnun
skrifstofu til aðstoðar Puerto
Ríkönum.
Seinustu árin fyrir lát manns
síns var Denna háskólakennari á
Formósu. Þau hjón lifðu alltaf í
hita og þunga dagsins, þar sem
atburðirnir voru að gerast. Það var
þeirra lífsins saga.
Með þakklæti fyrir aukna innsýn
í lífið kveð ég þessi mætu hjón.
Sigríður A. Valdimarsdóttir
Eitt erindi úr kvæði móður Stein-
gerðar, Ólafar Jakobsson, kom mér
í hug er ég frétti lát fóstursystur
minnar Steingerðar. Erindið er
síðasta erindið í kvæði Ólafar,
„Bálför", og birtist í ljóðabók henn-
ar, „Hlé“, sem gefin var út 1937.
„Ég geng á bálið með bros á vörum
á bálið i hinsta sinn.
og sál min sem gullið við sorann skilur.
er siðasta hlekkinn ég bresta finn.
Ég geng á bálið með bros á vörum,
nú brunar snekkjan min skjót i förum
i heiðbláan himininn.'*
Hinar þungbæru fréttir um and-
lát Steingerðar bárust mér í bréfi
frá Ameríku. Ég fylltist sorg og
hugurinn hvarflaði til liðinna sam-
verustunda. Steingerður var frá
barnæsku kölluð Denna, og festist
það nafn síðan við hana, einkum
eftir að hún fluttist á erlenda
grund. Hún andaðist á heimili sinu
í Funston Avenue í San Francisco
14. sept. 1979 og var bálför hennar
gerð þar. Mann sinn, prófessor John
R. Ellingston, missti Denna 21.
sept. 1977, en hann var alþekktur
fræðimaður, mikill mannkosta-
maður og gáfumaður með afbrigð-
um. Þetta var mikið áfall fyrir
Dennu, og það skarð varð aldrei
fyllt. Um hann og kynni vinkonu
þeirra beggja af þeim báðum er
annars staðar rætt hér í blaðinu, og
þar sem eigi hefur áður verið
skrifuð minningagrein um hann hér
heima, hefur það orðið að sam-
komulagi mín og hins greinarhöf-
undarins að láta brúðarmynd
þeirra fylgja með báðum greinun-
um sem sameiningartákn í minn-
ingu þeirra beggja.
Fóstursystir mín, Denna, var
einstök hæfileika- og myndarkona.
Hún var fríð kona, blíð í viðmóti og
ljómi stafaði af henni, enda átti
hún einkar gott með að gleðja aðra
með kæti sinni og söng. Hennar var
því vissulega saknað er hún lést
aðeins 51 árs. En vegir Guðs eru
órannsakanlegir. Dennu þekkti ég
frá fæðingu, man bæði stað og
stund, enda var Denna dóttir Ólaf-
ar Jónsdóttur Jakobsson skáldkonu,
sem var ein af fóstrum mínum. Ólöf
hafði flutst með systrum sínum 4,
móður sinni, mér og tveimur konum
er heimilisfastar höfðu verið á
æskuheimili hennar, er faðir henn-
ar, Jón Hallsson, hreppsstjóri og
oddviti á Smiðjuhóli í Álftanes-
hreppi í Mýrasýslu, lést og öll
fjölskyldan, 9 manns, varð að
bregða búi og flytjast til Reykja-
víkur. Á þessu stóra myndarheimili
ólst ég upp, sem þessar línur rita.
Þótt fátækt væri mikil á heimilinu
og húsrými takmarkað var þar
jafnan hjartarými nóg, mikil gleði,
guðrækni og góðvilji. Þær systur
voru allar orðlagðar handavinnu-
manneskjur og listhneigðar. Frá
því snemma árs 1923 var þar í fæði
ungur menntamaður, Vilhelm Jak-
obsson. Ólöf greip þá stundum í
orgelið á heimilinu og spilaði hvert
lagið á fætur öðru og Vilhelm söng
með mikilli og fagurri barytonrödd.
Þá settist ég með eyrað upp að
orgelinu og hlustaði á þessa tón-
leika þeirra með mikilli aðdáun. En
í nóvembermánuði sama ár, er ég
var enn 9 ára gamall, giftu þau Ólöf
og Vilhelm sig og reistu bú í
pínulitlu húsnæði skammt frá okk-
ur og var jafnan samgangur mikill
miiii okkar og þeirra. Vilhelm var
mikill vaskleikamaður. Hann var
fæddur að Skinnastöðum í Öxar-
firði og braust áfram til mennta.
Hann var stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík, cand.phil., og
stundaði um tíma verkfræðinám í
Kaupmannahöfn ásamt íþróttum.
Hann tók kennarapróf frá Kenn-
araskólanum í Reykjavík. Hann var
annálaður málamaður og stundaði
lengi einkakennslu, svo og hraðrit-
un, bankastörf og loks varð hann
tollvörður.
Steingerður (Denna) fæddist 9.
ágúst 1928. Hún hafði í ríkum mæli
erft mannkosti þeirra beggja, föður
síns og móður. Hún var bráðþroska,
mikil námsmanneskja, list- og
sönghneigð. Hún var augasteinn
okkar allra, ekki síst foreldra sinna,
og lífið virtist blasa við henni. En
lífsbaráttan var erfið og kreppuárin
farin að segja til sín. Málakunnátta
Dennu var svo mikil að 12 ára að
aldri varð hún túlkur erlends
skemmtiferðafólks er kom til
Reykjavíkur með skemmtiferða-
skipum og þótti standa sig vel. Ólöf
móðir Dennu gaf út 2 ljóðabækur,
„Hlé“, sem hún helgaði eiginmanni
sínum, útg. 1937, og „Engill minn“,
útg. 1946. Auk þess ritaði hún
fjölda greina og orti fjölmörg ljóð í
blöð og tímarit. Hún sat sjaldnast
auðum höndum frekar en maður
hennar, og Denna, sem þau elskuðu
heitt og innilega, gerði sitt til að
létta undir erfitt heimilislíf, því af
veraldarauði áttu þau jafnan lítið.
En nú hafði einn listelskandi bæst
við. Á gleðistundum eftir að ég varð
stúdent sungum við Vilhelm stúd-
entasöngva, Ólöf spilaði á orgel og
Denna lék undir á gítar. Ég minnist
þessara stunda, sem mikilla gleði-
+
Móöir okkar,
ANNA BJÖRNSDÓTTIR,
veröur jarðsungin frá Akraneskirkju, föstudaginn 7. desember kl.
14.15.
Fjóla Guójónsdóttir,
Guðbjörn Guðjónsson.
+
Þökkum af alhug samúö og vináttu við lát mannsins míns, fööur
okkar og tengdafööur,
KRISTJÁNS MAGNUSSONAR,
Júlía Kristmanns,
Magnea Kristjánsdóttir, Kristján Þ. Kristjánsson,
Jónína Kristjánsdóttir, Bjarni Ólafsson.