Morgunblaðið - 06.12.1979, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
vtte 'íC;
MORöJKí j T ^
KAFtlNU
GRANI GÖSLARI
Ertu ekki ánægður yíir því að
vera kominn í þvottaklemmu-
deildina. — Þú varst alltaí svo
hrifinn af einhverju skapandi
starfi?
Siðleysi af þór maður. að hækka vörurnar eftir að ég hef sett þær í
kcrruna!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Eflaust hefðu ekki margir komið
auga á vinningsleiðina i spiiinu
að neðan. En ekki reyndi á það
þegar spilið kom fyrir í tvímenn-
ingskeppni. Á flestum borðanna
voru austur og vestur hraktir
upp í fjögur hjörtu, sem yfirleitt
töpuðust eftir að suður spilaði út
laufi. En á einu borðinu spilaði
suður 3 spaða eftir að vestur
hafði opnað á 1 tígli og austur
sagt hjörtu.
Vestur
S. 95
H. G8
T. KG1092
L. ÁKD3
Norður
S. 108764
H. Á4
T. D73
L. 1062
Suður
S. ÁDG32
H. K96
T. 654
L. G9
Austur
S. K
H. D107532
T. Á8
L. 8754
COSPER
Það færi þér vel að vera með sítt, ljóst hár!
JJm veginn yfir í
ísafjarðardjúp
Þann 9. nóvember birtist í Mbl.
grein eftir Jóhann Þórðarson þar
sem hann fjallar um það eilífðar
þrætumál hvort vegurinn yfir í
Isafjarðardjúp eigi að liggja yfir
Þorskafj arðarheiði, Kollafjarð-
arheiði eða Steingrímsfjarðar-
heiði. Sé farið frá Reykjavík til
ísafjarðar um Heydali þarf aðeins
að fara einn fjallveg á þessari leið,
þ.e.a.s. Þorskafjarðarheiði, ef far-
ið er fyrir Vatnsfjarðarnes en tvo
ef farið er yfir Eyrarfjall en það
styttir leiðina til muna. Sé Kolla-
fjarðarheiði valin þarf að fara yfir
Hjallaháls, Ódrjúgsháls, Kolla-
fjarðarheiði og Eyrarfjall eða
fjóra fjallvegi og leiðin lengd. Sé
Steingrímsfjarðarheiði farin þarf
að fara yfir Holtavörðuheiði,
Stikuháls, Bitruháls, Steingríms-
fjarðarheiði og Eyrarfjall. Þá eru
fjallvegirnir orðnir fimm. Þorska-
fjarðarheiði er yfirleitt með fyrstu
fjallvegum sem lokast á haustin
og með þeim síðustu sem opnast á
vorin. En það er ekki vegna þess
að Þorskafjarðarheiðin sé svo
miklu snjóþyngri en aðrir fjallv-
egir, heldur vegna þess að það
hefur aldrei raunverulega verið
lagður vegur yfir þessa heiði. Sá
vegur sem nú er yfir heiðina var
upphaflega lagður þannig að
nokkrir menn voru sendir með
handverkfæri og litla jarðýtu til
að lagfæra og merkja þatleið sem
jeppar og vörubílar gátu komist
um. Þessi bráðabirgðatenging átti
að vera til þess að auðvelda
vegagerðinni alla flutninga til
vegaframkvæmda við ísafjarðar-
djúp. Þetta vegarstæði var ekki
valið eftir því hvar snjóléttast
væri á heiðinni heldur eftir því
hvar minnst þyrfti að laga og
hægt væri að koma bílum yfir
heiðina. Síðan var borið yfir
hjólförin sem mynduðust og
bílaumferðin þjappaði saman of-
aníburðinum og jarðlaginu undir.
Þannig myndaðist með árunum sá
niðurgrafni troðningur sem yfir
heiðina liggur í dag.
• Því ekki að
spyrja bílstjórana
sjálfa ?
Ég hef farið yfir Þorskafjarð-
arheiði að vetrarlagi, að vísu mest
utan vegar, og hef verið þar á
ferðinni í janúar, febrúar og mars.
Það, að hægt er að komast yfir
heiðina á þessum tíma held ég að
sýni það best hvað heiðin er
snjólétt á þeim kafla sem vetrar-
vegur ætti að liggja yfir hana.
Kollafjarðarheiði og Steingríms-
fjarðarheiði eru álíka snjóþungar
og Þorskafjarðarheiði en leiðin af
Kollafjarðarheiði og Steingríms-
fjarðarheiði er mun snjóþyngri og
erfiðari en leiðin af Þorskafjarð-
arheiði.
Vestur spilaði út laufás, kóng og
síöan drottningu, sem suður
trompaði. Hann spilaði sig inn í
blindan á hjartaás og spilaði
trompi.
Þegar í ljós kom, að austur átti
spaðakónginn datt spilaranum í
hug, að vestur ætti bæði ás og
kóng í tíglinum. En von bráðar sá
hann, að það var ósennilegt. Mun
líklegra var, eftir upphaf spilsins,
að austur ætti annaðhvort þessara
spila og þá aðeins eitt smáspil
með.
Suttu síðar hafði suður náð
fram þessari stöðu.
Vestur Norður S. 8 H. - T. D73 L. - Austur
S. - S. -
H. - H. D10
T. KG102 T. Á8
L. - L. -
Suður S. G H. - T. 654 L. -
Vestur reyndi sitt og lét gosann
þegar sagnhafi spilaði tígli frá
hendinni. En það dugði ekki. Lágt
frá blindum og eftir næsta slag
var austur fastur inni og varð að
gefa níunda slaginn með útspili í
tvöfalda eyðu.
Lausnargjald í Persíu
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
132
heyrði hún hróp. Það var stúlk-
an. Frakkinn svaraði.
— Þau eru ekki saman,
sagði hún við Peters — ég heyri
þau kailast á.
Peters blótaði. Hann haíði
hiaðið Browning vopnið og
handsprengja var við hlið hon-
um.
— í hvaða átt?
— Til hægri. En ekki mjög
náiægt.
— Allt I lagi, sagði Peters.
— Nú skaltu fara að hliðinu.
Og reyna svo að fara í skjól
þangað til ég kem.
Hann horfði á eftir henni.
Það var harla lítil von til þess
að hann kæmist á eftir henni.
En þetta gaf henni að minnsta
kosti færi á að komast undan.
Eileen þaut eins hratt og hún
gat að hliðinu. Hún gekk upp
og niður af mæði og henni gekk
iila að opna hliðið. En það
tókst. Svo hallaði hún sér upp
að hliðinu og greip andann á
lofti.
Nú þurfti hún ekki annað en
ýta hliðinu frá og hún var
frjáls. Það var það sem hafði
vakað fyrir Peters þegar hann
sendi hana til að opna. Uann
ætlaði að vera kyrr og berjast
við Resnais og Madeleine með-
an hún kæmist undan. Hann
vissi að þegar skothríðin byrj-
aði kæmist hún ekki aftur. Hún
yrði að bjarga sér. Hún hikaði
en sneri síðan við. Þegar hún !
kom aftur að skúrnum kom
Madeleine fyrir hornið. Hún og
Resnais leituðu sitt í hvoru
leyti. Hún hélt á byssu en
athyglisgáfa hennar var ekki
fullkomin. Hún hafði komizt að
þeirri niðurstöðu að Peters og
konan væru falin í húsinu. Hún
og Resnais höfðu leitað hvar-
vetna á lóðinni. Resnais hafði
stungið upp á að þau hefðu
reynt að synda í burtu en
Madeleine hafði ekki trú á að
þau hefðu lagt i það.
Hún var gersamiega óundir-
búin að sjá Eileen hlaupa til að
bjarga lífi sínu. Svo að í undrun
sinni öskraði hún á eftir henni
og skaut án þess að miða
almennilega. Eileen hvarf inn í
bílskúrinn og Madeleine stökk
á eftir henni. Hún fékk ekki
tækifæri til að skjóta aftur. Það
buldi á henni skothrið frá
Peters. Eitt vein og síðan lá hún
kyrr. Hún vissi að það var
Peters sem hafði skotið hana og
hún nefndi nafn hans sem hún
dó.
Resnais var rétt að baki
hennar. Ilann sá hana liggja i
blóði sínu. Hann hóf ekki
skothrið. Hann stirðnaði hrein-
lega upp. Peters var inni í
bilskúrnum. Það var engin leið
að komast inn í húsið nema fara
hjá biiskúrnum þar sem Peters
beið hans. Hann gæti að vísu
komizt inn i húsið með þvi að
klifra upp vcgginn og ná sér í
vopn. Inn af eldhúsinu var
vopnabúrið. Hann varð að ná i
handsprengjur.
Fréttirnar frá Interpol voru
slíkar að ekki fór milli mála að
Arabar voru all atkvæðamiklir
á þessum slóðum og full ástæða
var talin til að kanna málið.
Logan Field var greint frá því
að hann skyldi tafarlaust
leggja af stað til Frakklands.
Hann hafði verið neyddur til að
setjast upp í einkaflugvél og
leggja af stað. Hann haíði enga
haldbæra afsökun á takteinum
þegar Janet og James kröfðust
þess að koma mcð honum.
Flugið var leiðinlegt og það
var ókyrrð í loftinu. James sat
eins fjarri þeim og hann gat.
Hann fann til samúðar með
Janet Armstrong og það kom
honum jafnframt á óvart. Það
hafði virzt óhugsandi að hægt
væri að særa hana, en Logan
hafði engu að síður tekizt það.
Hún var miður sín og það var
hin frábæra eðlisávisun hennar
sem hafði vísað þeim á ieiðina.
James efaðist ekki um að hún
hefði dottið niður á lausnina.
Og þrátt fyrir svartsýni Log-
ans ól hann enn í br jósti sér von
um að Eileen væri lifandi og
henni yrði bjargað. Hún var í
haldi einhvers staðai i grennd