Morgunblaðið - 06.12.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
39
• Hávörn ÍS hefur þarna stöövað skell Guðmundar Pálssonar. Þróttur
vann mjög góðan sigur gegn Víkingi í fyrrakvöld, en hlutskipti ÍS
hefur verið magurt, liðið er i næst neðsta sæti deildarinnar.
• Þeim virðist koma vel saman
þeim Tommy Docherty (hestin-
um) og Glenn Roeder (knapan-
um) á þessari mynd. Nýlega lét
Docherty hafa það eftir sér, að til
þess að ná árangri í bransanum
yrðu stjórar að ljúga og baktala
aðra ótæpilega. Til væru að vísu
fáeinir framkvæmdastjórar sem
væru heiðarlegir og væru það
sjaldgæfir fugiar og að sama
skapi óviðjafnanlegir félagar.
Docherty er snjall stjóri, ár-
angur hans með hinum ýmsu
félögum, svo sem Manchester
Utd., taiar sínu máli. En hann
hefur þrátt fyrir það aldrei setið
lengi við stjórnvöldin hjá sama
félagi, jaínan verið rekinn með
látum. Ætla mætti, að lygi og
baktal falli ekki öllum í geð.
„Shous er ekki
á heimleið"
SATT MUN vera, að bandaríski
körfuknattleiksmaðurinn John
Johnson á í útistöðum við félag
sitt Fram. Johnson er óánægður
með að fá ekki laun sín greidd á
réttum tíma o.fl., en Framarar
eru ekki hrifnir af Johnson sem
þjálfara. En i þessu sambandi
heyrði Mbl. mjög öflugan orðróm
þess eðlis að Ármenningurinn
Danny Shous, sá sami auðvitað
og jafnaði heimsmetið í stiga-
skorinu um helgina, væri á förum
frá Ármanni, vegna deilna um
kaup og kjör. Mbl. bar þetta
undir Guðmund Sigurðsson for-
mann körfuknattleiksdeildar
Ármanns.
„Þetta er alls ekki rétt, Shous er
sem betur fer alls ekki á förum.
Hann er ánægður hjá okkur eftir
því sem ég best veit og við hjá
Ármanni höfum staðið við okkar
hlut í samskiptum við Shous,“
sagði Guðmundur sem vildi endi-
lega að orðrómur þessi yrði þar
með borinn til baka.
Getrauna- spá M.B.L. 2 ■c et 2 e 3 0C k. o s Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Arsenal — Coventry X 1 1 1 1 1 5 1 0
Aston Villa — Liverpool i X 2 2 X 2 1 2 3
Bristol City — Tottenh. i X X 2 1 X 2 3 1
Crystal Pal. - Nott. Forest i X 1 1 X X 3 3 0
Derby — Norwich i 1 1 X X X 3 3 0
Everton — Brighto.i X 1 1 1 1 1 5 1 0
Ipswich — Man. city 1 X 1 1 X 1 4 2 0
Man. Utd. — Leeds 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Middlesbr. — Southampton 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Stoke - WBA X 1 X X X 1 2 4 0
Wolves — Bolton 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Luton — Newcastle 1 1 X 1 X 1 4 2 0
■M ffffVI MMM ff M Mf M fllffff ffff MffMIVVHI
Stefnir í hörkubar-
áttu Þróttar og UMFL
ÞRÓTTUR lék einn sinn besta
leik á keppnistímabilinu er liðið
sigraði Víking í íslandsmótinu í
blaki með 3 hrinum gegn einni í
fyrrakvöld. Víkingarnir hafa
sterku liði á að skipa og liðið
hafði ekki tapað leik á mótinu
síðan í fyrsta leik mótsins. Með
sigri sinum nálguðust Þróttarar
mjög toppinn i deildinni og leik-
menn UMFL mega vænta mikill-
ar mótspyrnu Þróttar á næstu
misserum.
Þróttur hóf leikinn með hávaða
og látum. Áður en Víkingarnir
gátu deplað auga, var staðan orðin
10—0, Þrótti í hag. Víkingarnir
réttu lítið eitt úr kútnum, en áttu
þó aldrei raunhæfan möguleika í
þessari hrinu, en hún endaði 15—5
fyrir Þrótt. Næstu hrinu lauk
einnig með sigri Þróttar, 15—11.
Barningur var í þessari lotu, en
sigur Þróttar þó ávallt öruggur.
Það var ekki fyrr en í þriðju
hrinunni, að Víkingarnir brýndu
virkilega atgeirana, enda máttu
Þróttarar þá þola tap. En naumt
var það, eftir að staðan hafði verið
14—14, skoraði Víkingur tvívegis í
röð og tryggði sér sigur 16—14. í
fjórðu hrinunni hafði Víkingur
forystuna framan af, eða allt upp í
6—3, en þá sneri Þróttur taflinu
við og stóð að lokum uppi sem
sigurvegari 15—9.
Sigur Þróttar í leik þessum er
þeim mun athyglisverðari þegar
að er gáð að einn af lykilmönnum
liðsins, Kristján Oddsson lék ekki
með vegna meiðsla sem hann
hlaut í upphitun. Guðmundur
Pálsson og Valdemar Jónasson
léku mjög vel hjá Þrótti, en sá
kínverski, Ny Fing Go, bar af í liði
Víkings. En staðan í 1. deild karla
er nú þessi:
UMFL
Þróttur
Víkingur
ÍS
UMSE
6 5 1 17—6 10
5 4 1 12—7 8
5 2 3 9—11 4
5 1 4 7—13 2
5 1 4 6—14 2
Þróttur og Víkingur léku einnig
í 1. deild kvenna í fyrrakvöld.
Víkingur vann öruggan sigur 3—0
pg hefur því unnið alla leiki sína í
íslandsmótinu til þessa.
20000
Lu
'XföJR,
[aJm
80 22“ tækiö er mikiö
tæki í nettum umbúö-
um. Eins og allir vita þá
höfum viö lagt áherslu á
að fullkomna litgæöin
í Luxor sjónvarpstækj-
unum.
Eitt tekur viö af öðru
og nú höfum við endur-
bætt hljómburðinn. Tón-
gæöin eru jöfn hvort
sem styrkurinn er hár
eða lár.
75W
Eyðir orku eins og 75
Wpera.
Sjálfvirkur birtustillir.
MAL: m ,
.w.ni _ j héJ.L , i i á 1
66x45x48 (B-H-D) 15 U ; ■ ; . j
Þyngd 28.5 kg.
Fáanleg íhnotu. 10 ytV[]X
Öll tækin eru seld
með hjólastelli.
Vero
með
hjolastelli
kr
000
639
r