Morgunblaðið - 06.12.1979, Page 40
r
18
töuii Sc áiálfur
Laugavegi 35
Sími á afgreiöslu:
83033
FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 1979
Steingrími Hermannssyni falin stjórnarmyndun:
Benedikt og Lúðvík taka
jákvætt í ósk um viðræður
FORSETI íslands,
herra Kristján Eldjárn,
og formaður Framsókn-
arflokksins, Steingrím-
ur Hermannsson, ræð-
ast við á Bessastöðum í
gær.
Ljósm. Mbl. Rax.
„ÉG MUN nú skrifa formönnum
Alþýðuflokksins og Alþýðubanda-
lagsins bréf og óska eftir viðræðum
við þá á grundvelli þess að forseti
ísiands hefur falið mér myndun
meirihlutastjórnar. bað verður svo
stór þáttur í þessari tilraun minni
að kanna. hvort ennþá er vilji hjá
launþegahreyfingunni til sam-
starfs við vinstri stjórn,“ sagði
Steingrímur Hermannsson formað-
ur Framsóknarflokksins, er Mbl.
ræddi við hann í gærkvöldi. en
Hæstiréttur:
3 milljón-
ir í skaða-
bætur
— til konu sem gerð
var ófrjó að henni
forspurðri
í GÆR var kveðinn upp í
Hæstarétti dómur í máli
konu, sem gerð hafði verið
ófrjó að henni forspurðri.
Voru konunni dæmdar
skaðabætur að upphæð 3
milljónir króna með fullum
vöxtum frá febrúarmánuði
1976, þegar málið var höfð-
að. I héraði voru konunni
dæmdar 1,5 milljónir í
skaðabætur.
Málavextir voru þeir að
fyrir allmörgum árum, þegar
konan bjó í kaupstað á Norð-
urlandi, var framkvæmdur á
henni botnlangaskurður.
Sjúkrahúslæknirinn, sem
framkvæmdi uppskurðinn tók
þá ákvörðun að gera konuna
ófrjóa um leið en hann leitaði
ekki eftir samþykki konunnar
fyrir þeirri aðgerð.
Allmörgum árum síðar fór
konuna að gruna að hún hefði
verið gerð ófrjó og fékk hún
grun sinn staðfestan í læknis-
rannsókn. Höfðaði hún síðan
skaðabótamál á hendur bæj-
arsjóði og sjúkrahúslæknin-
um og voru aðilarnir dæmdir
til að greiða sameiginlega þá
upphæð sem fyrr er getið,
þrjár milljónir króna með
fullum vöxtum.
forseti íslands kvaddi Steingrím á
sinn fund að Bessastöðum í gær og
fói honum að hefja viðræður miili
stjórnmálafiokka tii myndunar
nýrrar ríkisstjórnar. sem njóti
meirihlutafylgis á Alþingi. Bæði
Benedikt Gröndal og Lúðvik Jós-
epsson sögðu í samtölum við Mbl. i
gærkvöldi, að þeim fyndist þessi
ákvörðun forsetans eðlileg og að
þeir væru reiðubúnir til viðræðna
við Steingrím. Geir Hallgrímsson
formaður Sjáifstæðisflokksins
sagði, er Mbl. spurði hann álits á
stjórnmálastöðunni, að hann vildi
ekki tjá sig umfram það sem hann
hefði þegar sagt, en hann hafði lýst
þvi yfir, að hann gerði ekki athuga-
semdir við það, ef forsetinn fæli
Steingrími að reyna myndun meiri-
hlutastjórnar.
Forseti Islands, herra Kristján
Eldjárn, ræddi í gærmorgun við
formenn stjórnmálaflokkanna. „Það
er venja eftir kosningar að forseti
eigi óformlegar viðræður við for-
menn allra stjórnmálaflokkanna og
heyri álit þeirra á úrslitum kosn-
inganna og hvaða ályktanir megi af
þeim draga,“ sagði forsetinn í sam-
tali við Mbl. í gær. „Einnig er venjan
að spyrja flokksformennina, hvernig
þeir telji eðlilegt að fara af stað með
stjórnarmyndunarviðræður.
Eg átti því viðræður við formenn
flokkanna í morgun og að venju
komu þeir í þeirri röð, sem fjöldi
þingmanna flokkanna segir til um;
fyrst formaður Sjálfstæðisflokksins,
síðan formaður Framsóknarflokks-
ins, þá formaður Alþýðubandalags-
ins og síðastur formaður Alþýðu-
flokksins. Forseti er óbundinn aí
þessum viðræðum, og mér virtist
eðlilegast að byrja á því að fela
formanni Framsóknarflokksins að
hefja viðræður um myndun nýrrar
ríkisstjórnar sem styðjist við meiri-
hlutafylgi Alþingis."
Mbl. spurði forsetann, hvort allir
flokksformennirnir hefðu verið sam-
mála um það, að Steingrímur fengi
fyrstur stjórnarmyndunarumboð, en
hann kvaðst ekki vilja fara með efni
þessara viðræðna, sem væru trúnað-
arviðræður hans og formanna flokk-
anna. Hins vegar benti forsetinn á,
að formenn hinna flokkanna þriggja
hefðu allir verið búnir að segja hug
sinn opinberlega til fyrstu stjórn-
armyndunartilraunar á þann veg, að
þeim þætti ekki óeðlilegt að hún yrði
falin formanni Framsóknarflokks-
ins.
„Jú, jú. Það er ljóst að við munum
tala við Steingrím," sagði Lúðvík
Jósepsson formaður Alþýðubanda-
lagsins, er Mbl. spurði hann um svar
hans við ósk Steingríms um viðræð-
ur. „Þingflokkur okkar og fram-
kvæmdastjórn koma saman á morg-
un og ræða viðhorfin eftir kosningar
og þá munum við að sjálfsögðu taka
afstöðu til þessarar óskar, sem
væntanlega liggur þá fyrir.“
„Mér finnst sjálfsagt að við ræð-
um við Steingrím og síðan sjáum við
til,“ sagði Benedikt Gröndal formað-
ur Alþýðuflokksins, er Mbl. spurði
hann í gærkvöldi um svar hans við
ósk Steingríms um viðræður. „Við
höfum að vísu ekkert rætt þetta mál
ennþá, en ég tel víst að verði þess
óskað að við tökum þátt í stjórnar-
myndunarviðræðum, þá munum við
gera það og hlusta á, hvaða hugsanir
menn hafa uppi og síðan meta
stöðuna í ljósi þess. Við höfum ekki
valið né útilokað neinn möguleika
varðandi stjórnarmyndun og ég hef
það fyrir almenna reglu og hún er
byggð á langri reynslu, að vera ekki
með neinar yfirlýsingar fyrirfram í
þessum efnum. Alþýðuflokkurinn
mun áfram láta málefnin ráða og
mat á því hvort líklegt sé að
ríkisstjórn nái árangri eða ekki.“
Sjú samtal við Steingrim
Hermannsson: Ég er hrædd-
ari við illindin en málefna-
ágreininginn. Bls. 20.
Samþykktir verðlagsráðs í gær:
Bensín, olía, brauð,
bíómiðar, fargjöld og
útseld vinna hækka
VERÐLAGSRÁÐ kom saman til
fundar í gær og voru þar sam-
þykktar allmargar hækkunar-
beiðnir sem fyrir lágu. Sumar
þeirra voru orðnar æði gamlar
enda hefur það verið yfirlýst
stefna minnihlutastjórnar Al-
þýðuflokksins að draga það í
lengstu lög að samþykkja hækk-
anir. Voru engar hækkanir heim-
ilaðar síðustu vikurnar fyrir
kosningar. Þær hækkanir , sem
verðlagsráð samþykkti í gær eiga
eftir að hljóta staðfestingu ríkis-
stjórnarinnar og því óljóst hve-
nær þær taka gildi.
Eftirtaldar hækkanir voru sam-
þykktar í verðlagsráði í gær:
Bensín úr 353 í 370 krónur hver
lítri, gasolía úr 142 í 155,20
krónur, svartolía úr 89,300 í
104,200 krónur hvert tonn, far-
gjöld sérleyfishafa um 32,9%,
brauðvörur um 8%, sandur í
steypu um 10%, útseld vinna um
13,21%, taxtar rakara, hár-
greiðslustofa, efnalauga og
þvottalauga um 13,21%, aðgöngu-
miðar kvikmyndahúsa úr 900 í
1000 krónur og móttaka, stöflun
og sundurgreining timburs um
9,1%.
Þá liggja óafgreiddar hjá ríkis-
stjórninni eftirfarandi samþykkt-
ir um hækkanir: Hafnarfjarð-
arstrætisvagnar um 13,5%, taxtar
flutningabíla um 11%, farmgjöld
skipafélaga um 9%, vörugeymslu-
gjald skipafélaga um 12% og
aðgöngumiðar vínveitingahúsa
um 16,7%.
Búvöruhækkunin:
Smjörið í tæpar
3.000 kr. kílóið
RÍKISSTJÓRNIN hefur til athugunar nýtt verð á landbúnaðarafurð-
um. en verðútreikningar ráðuneytis og Framleiðsluráðs hafa legið
fyrir siðan fyrir helgina. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar formanns
Framleiðsluráðs er ekki enn vitað hvenær rikisstjórnin tekur
vcrðhækkunarbeiðnina til meðferðar. Gunnar sagði að meðalverð-
ha-kkun þyrfti að vera á bilinu 10—14% eftir því hver hlutur
niðurgreiðslna væri.
Mesta hækkun kvað Gunnar
verða á smjöri og mjólk eða um
14%, en einna minnst á skyri og
osti, milli 10 og 11%. Hækkun til
bænda er 11,07%, en auk hennar
kemur til leiðrétting vegna aukins
vinnslu- og dreifingarkostnaðar
ýmissa landbúnaðarvara og sem
fyrr er nefnt vegna mismunandi
áhrifa niðurgreiðslna á verð land-
búnaðarafurða.
Sem dæmi um nokkrar hækkan-
ir verði beiðnin samþykkt óbreytt
er að mjólkurlítri hækkar úr 254
kr. í 291 eða um 14,5%, rjómi (Wl)
hækkar um u.þ.b. 11% eða úr 427
kr. í 474, smjör úr 2.506 kr. kg í
2.857 eða 14%, súpukjöt úr 1.806
kr. í 2.044 eða um 13,2%, læri
hækka um 12,86% eða úr 2.051 kr.
í 2.315, 500 gr. skyrs hækka úr 238
kr. í 269 eða um 13,2%, 45% ostur
úr 2.543 í 2.819 eða um 10,87% og
2Vz kg. kartöflum hækka úr 519
kr. í 595 eða um 14,6%.
FORMENN allra stjórnmála-
flokkanna munu eiga með sér
fund árdegis í dag í forsætis-
ráðuneytinu, þar sem þeir
munu ræða um það. hvenær
nýkjörið Alþingi komi saman.
Landskjörstjórn hefur enn ekki
komið saman til þess að gefa út
kjörbréf hinna nýju þing-
Alþingi kemur
saman um miðja
næstu viku
manna, en þess er vænzt að
gögn kjörstjórna hafi borizt
henni á laugardag.
Stefnt er að því að Alþingi
komi saman um miðja næstu
viku. Samkvæmt upplýsingum
Friðjóns Sigurðssonar, skrif-
stofustjóra Alþingis var í gær-
dag ekki búið að taka ákvörðun
um fundarboðun landskjör-
stjórnar. Hann kvaðst búast við
því að fundur í stjórninni yrði
boðaður árdegis í dag og stefnt
væri að því að ljúka störfum
landskjörstjórnar fyrir helgi.
Formaður landskjörstjórnar er
Gunnar Möller.