Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Miöbær: Austurbær: Hverfisgata 63—125. Skipholt 54—70 Vesturbær: Hávallagata Uthverffi: Breiöageröi Uppl. í síma 35408 M#*®mM$ifoíh Heimsþekktir grafíklista- menn sýna á Kjarvalsstöðum — dýrasta myndin kostar 5 milljónir króna GRAFÍKSÝNING með um sjötíu myndum eftir þrjátiu erlenda lista- menn, þar á meðal Picasso, Chag- all, Dali og Miro, verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan 14.00. Hér er um að ræða sölusýningu sem fyrirtækið Myndkynning stend- ur fyrir, en framkvæmdastjóri þess, Konráð Axelsson, sagði í samtali við Mbl. að um væri að ræða mjög fjölbreytt verk og væri verðið á dýrustu myndinni um 5 milljónir króna. Myndin er eftir Chagall. Þetta er fjórða grafíksýningin sem Myndkynning setur upp á Kjarvals- stöðum á jafn mörgum árum. Þaer hafa yfirleitt verið blanda margra listamanna nema í fyrra þegar eingöngu voru til sölu verk eftir Dali. Konráð Axelsson við eitt verka Picassos. Ljósmynd Mbl. Emilía. Niðurstöður könnunar Sementsverksmiðjunnar: íblöndun kísilvirkra ef na getur sementi góða vörn gegn alkaliþenslu NIÐURSTÖÐUR rannsókna sem Sementsverksmiðja ríkisins hefur látið framkvæma á sementi á s.l. tólf árum sýna, að fblöndun finmal aðra kisilvirkra efna svo sem líparíts, vikurs og fleiri gefa sem- entinu góða vörn gegn alkaliþenslu þannig að öruggt var talið, að nota j ftrilbúðaf njjuni vöruni Einlit draion damask efni, 16 litir. Gluggatjaldavelour, 15 litir. Blúndustóresar og ísaumaöir stóresar í úrvali, pífugluggatjöld. Alls konar kögur og leggingar. Tiljólagjafa Okkar viöurkenndu dralon dúkaefni, jóla- dúkar frágengnir, kringlóttir „löberar" í metramáli, millistykki í jólagluggatjöld, baömottusett, rúmteppi, frotte, acryl og rúff. Leggjum áherslu á vöruval og hagstætt verð. Póstsendum um land allt , JOLA ELDHUSGLUGGATJÖLD JOLABORÐDUKAR í LUGGATJOED SKIPHOLTI 17A. SÍMI 12323 LUGGATJO SKIPHOLTI 17A. SIMI 12323 islenzka sementið iblandað finmöl- uðu lipariti i stórvirkjanir eins og Sigöldu og Hrauneyjafossvirkjun. Með íblöndun náttúruefna eins og t.d. liparits fékkst aftur á móti ekki sú aukning á styrkleika sem leitað var eftir. Áframhaldandi rannsóknir leiddu síðan í ljós, að fínkornað kísilryk, sem til fellur í járnblendiverksmiðj- um sýndi mjög góða vörn gegn alkalivirkni eða u.þ.b. tvöfalt meiri áhrif en líparít. Þar að auki kom í ljós, að þetta sement jók 7 til 28 daga styrkleika sementsins um 20—25%. Þar með virtust uppfyllt þau mark- mið sem sett höfðu verið. Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga hóf s.l. sumar framleiðslu á kísiljárni og þar munu falla til um 10 þúsund tonn af kísilríku ryki á ári. Sementsverksmiðjan hóf því framleiðslu á sementi blönduðu með kísilryki frá Grundartanga um svip- að leyti. Þetta sement hefur sýnt svipaða eiginleika og gæði og rann- sóknir leiddu í ljós og hefur sement- ið nú fengið þann gæðastimpil bæði frá innlendum svo og erlendum rannsóknarstofum, að það sé af bezta gæðaflokki. Sementsverk- smiðjan á Akranesi mun vera eina verksmiðjan sinnar tegundar sem nýtir járnblendiryk á þennan hátt í framleiðslu sinni. Brennsla og framleiðsla sements- gjalls hefur gengið mjög vel í ár og hafa þegar verið framleidd um 90.000 tonn. Stefnir árið í það að vera eitt bezta framleiðsluár verk- smiðjunnar. Nokkur samdráttur hefur aftur á móti orðið í sölu sements frá því sem verið hefur síðustu ár. Hafa þegar selst tæp 120.000 tonn á móti um 125.000 tonnum árið 1978. Hefur af þessum sökum og vegna mikillar eigin gjallframleiðslu ekki verið þörf á innflutningi erlends gjalls og er áætlað að ekki verði flutt inn gjail fyrr en næsta sumar og er þá miðað við meðalsölu. Hinar miklu olíuhækkanir á síðustu mánuðum hafa skapað mikla fjárhagslega erfiðleika í rekstri verksmiðjunnar enda hefur ekki fengist hækkun á sementi frá 1. maí 8.1. Olían hefur þrefaldast í verði á einu ári og væntanleg er ný olíu- hækkun bráðlega. Nemur olíuhækk- unin um 500 milljónum króna á ársgrundvelli. Hefir Sementsverk- smiðjan því hafið athugun á mögu- leikum á brennslu kola í stað olíu, þar sem kolaverð er verulega lægra en olíuverð. aik;i,Vsin<;asiminn KR: 22480 3>l«romiliInbit> ©

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.