Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 Einlit draion damask efni, 16 litir. Gluggatjaldavelour, 15 litir. Blúndustóresar og ísaumaöir stóresar úrvali, pífugluggatjöld. Alls konar kögur og leggingar. Okkar viöurkenndu dralon dúkaefni, jóla- dúkar frágengnir, kringlóttir „löberar" í metramáli, millistykki í jólagluggatjöld, baðmottusett, rúmteppi, frotte, acryl og rúff. Leggjum áherslu á vöruval og hagstætt verö. Póstsendum um land allt SKIPHOLTI 17A.SIMI 12323 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Miöbær: Austurbær: Hverfisgata 63—125. Skipholt 54—70 Veaturbær: Hávallagata Úthverfi: Breiðageröi Uppl. í síma 35408 ttgnttirlfifeifr Heimsþekktir grafíklista- menn sýna á Kjarvalsstöðum — dýrasta myndin kostar 5 milljónir króna GRAFÍKSÝNING með um sjötiu myndum eftir þrjátíu erlenda lista- menn, þar á meðal Picasso, (’ha«- all, Dali og Miro, verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morxun klukkan 14.00. Hér er um að ræða sölusýningu sem fyrirtækið Myndkynning stend- ur fyrir, en framkvæmdastjóri þess, Konráð Axelsson, sagði í samtali við Mbl. að um væri að ræða mjög fjölbreytt verk og væri verðið á dýrustu myndinni um 5 milljónir króna. Myndin er eftir Chagall. Þetta er fjóröa grafíksýningin sem Myndkynning setur upp á Kjarvals- stöðum á jafn mörgum árum. Þær hafa yfirleitt verið blanda margra listamanna nema í fyrra þegar eingöngu voru til sölu verk eftir Dali. Konráð Axelsson vift eitt verka Picassos. Ljósmynd Mbl. Emilía. m, Niðurstöður könnunar Sementsverksmiðjunnar: Iblöndun kísilvirkra efna gefur sementi góða vörn gegn alkaliþenslu NIÐURSTÖÐUR rannsókna sem Sementsverksmiðja rikisins hefur látið framkvæma á sementi á s.l. tólf árum sýna, að iblöndun fínmal- aðra kisilvirkra efna svo sem líparíts, vikurs og fleiri gefa sem- entinu góða vörn gegn alkaliþenslu þannig að öruggt var talið, að nota I í Fullbúðaf njjum vörum . JOLA ELDHUSGLUGGATJÖLD JÓLABORÐDÚKAR — 1 Mmpg f (H™™™*1 i\ Z ' \ IjLUGGATJOED SKIPHOLTI 17A. SIMI 12323 ísienzka sementið íblandað fínmöl- uðu Iipariti í stórvirkjanir eins og Sigöldu og Hrauneyjafossvirkjun. Með íblöndun náttúruefna eins og t.d. líparíts fékkst aftur á móti ekki sú aukning á styrkleika sem leitað var eftir. Áframhaldandi rannsóknir leiddu síðan í ljós, að fínkornað kísilryk, sem til fellur í járnblendiverksmiðj- um sýndi mjög góða vörn gegn alkalivirkni eða u.þ.b. tvöfalt meiri áhrif en líparít. Þar að auki kom í ljós, að þetta sement jók 7 til 28 daga styrkleika sementsins um 20—25%. Þar með virtust uppfyllt þau mark- mið sem sett höfðu verið. Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga hóf s.l. sumar framleiðslu á kísiljárni og þar munu falla til um 10 þúsund tonn af kísilríku ryki á ári. Sementsverksmiðjan hóf því framleiðslu á sementi blönduðu með kísilryki frá Grundartanga um svip- að leyti. Þetta sement hefur sýnt svipaða eiginleika og gæði og rann- sóknir leiddu í ljós og hefur sement- ið nú fengið þann gæðastimpil bæði frá innlendum svo og erlendum rannsóknarstofum, að það sé af bezta gæðaflokki. Sementsverk- smiðjan á Akranesi mun vera eina verksmiðjan sinnar tegundar sem nýtir járnblendiryk á þennan hátt í framleiðslu sinni. Brennsla og framleiðsla sements- gjalls hefur gengið mjög vel í ár og hafa þegar verið framleidd um 90.000 tonn. Stefnir árið í það að vera eitt bezta framleiðsluár verk- smiðjunnar. Nokkur samdráttur hefur aftur á móti orðið í sölu sements frá því sem verið hefur síðustu ár. Hafa þegar selst tæp 120.000 tonn á móti um 125.000 tonnum árið 1978. Hefur af þessum sökum og vegna mikillar eigin gjallframleiðslu ekki verið þörf á innflutningi erlends gjalls og er áætlað að ekki verði flutt inn gjall fyrr en næsta sumar og er þá miðað við meðalsölu. Hinar miklu olíuhækkanir á síðustu mánuðum hafa skapað mikla fjárhagslega erfiðleika í rekstri verksmiðjunnar enda hefur ekki fengist hækkun á sementi frá 1. maí 8.1. Olían hefur þrefaldast í verði á einu ári og væntanleg er ný olíu- hækkun bráðlega. Nemur olíuhækk- unin um 500 milljónum króna á ársgrundvelli. Hefir Sementsverk- smiðjan því hafið athugun á mögu- leikum á brennslu kola í stað olíu, þar sem kolaverð er verulega lægra en olíuverð. AU(iLYSIN(iASIMINN KR: — °

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.