Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 11 Aðventuhátíð í Bústaðakirkju Þrjátíu manns stunduðu nám á tveimur önnum hjá Félagsmálaskóla alþýðu AF ástæðum, sem öllum ættu að vera ljósar, var ákveðið að fresta árlegu hátíðahaldi í Bústaða- kirkju í tilefni jólaföstu um eina viku. Leið því fyrsti sunnudagur í aðventu eins og hver annar, hvað kirkju og safnaðarlíf áhrærir, en þeim mun meir er nú vandað til hins annars sunnudags í aðventu. Er þatleitast við að beina huga að sönnum tilgangi jóla og eðlilegum tengslum jólaundibúnings og kirkjulegs lífs. Auk þessa er vígsluafmæli Bústaðakirkju hinn fyrsta sunnudag í aðventu, og er kirkjan um þessar mundir átta ára gömul. Dagskrá aðventuhátíðarinnar verður í stutu máli á þá leið, að barnasamkoma verður um morg- uninn kl. 11, og þar munu guð- fræðinemarnir Kristinn Ágúst Friðfinnssons og Ólafur Hall- grímsson tala við börnin auk starfsmanna safnaðarins. Kl. 2 síðdegis verður guðsþjónusta, þar sem sóknarpresturinn predikar, kirkjukórinn syngur og frú Ing- veldur Hjaltested syngur einsöng. Að messu lokinni býður Kvenfélag Bústaðasóknar til veislu í safnað- arsölum kirkjunnar, og eru þær konur þekktar fyrir það að bera bæði góðar kökur og brauð á borð, auk þess sem snyrtimennska er veglega virt og umhverfi allt mótað í samræmi við tilefnið. Kl. 5 síðdegis eru tónleikar á vegum Kammersveitar Reykjavíkur. Hin hefðbundna aðventusam- koma hefst síðan kl. 20.30, og er ræðumaður kvöldsins Einar Ágústsson, fyrrverandi utanríkis- ráðherra og væntanlegur sendi- herra í Kaupmannahöfn. Er það söfnuði gleðiefni að geta kvatt sendiherrann í og árnað honum og konu hans heilla í þýðingarmiklu starfi á erlendri grund. Kirkjukór Bústaðasóknar syngur undir stjórn organistans, Guðna Þ. Guð- mundssonar, en honum til aðstoð- ar er strengjakvartett og gítar- leikarinn Þórarinn Sigurbergsson. Auk þess stíga þrír úr yngri kynslóð kórfélaga fram og syngja einsöng, en það eru frú Ingibjörg Marteinsdóttir, Sólrún Bragadótt- ir og Kjartan Ólafsson. Að lokum er helgistund og kertin tendruð. . Sunnudaginn allan verður til sýnis líkan af lituðu gleri í kór- glugga kirkjunnar. Er það lista- maðurinn Leifur Breiðfjörð, sem vinnur að þessu verkefni á vegum safnaðar og arkitekts kirkjunnar, Helga Hjálmarssonar. Er forráða- mönnum safnaðarins mikið kappsmál að fá að heyra álit sóknarbarna á tillögum lista- mannsins, og ætti að gefast gott tækifæri til að skoða og bolla- leggja á sunnudaginn kemur. Liðin ár hafa leitt í ljós, hversu margir kunna vel að meta þá hátíð, sem Bústaðakirkja laðar fram og hýsir við upphaf aðventu. Skal enn ítrekað, að allir eru velkomnir, og að hér gefst gott tækifæri fyrir sannan jólaundir- búning. ólafur Skúlason TVEIMUR fyrstu önnum í Fé- lagsmálaskóla Alþýðu lauk fyrir skömmu. Sú fyrri stóð yfir 7. —20. október en sú seinni 4. —17. nóvember. Námsgreinar voru þessar: Ræðumennska. fundarstörf, félagsstjórnun, framsögn, hópefli, saga og Sögusafn Verkalýðshreyfingar- innar, starf og staða trúnað- armanna á vinnustöðum, skipu- lag og starfshættir A.S.Í.. út- gáfustarf verkalýðsfélaga, fjöl- þjóðasamtök verkalýðshreyf- ingarinnar, helstu réttindi launafólks, almannatryggingar, stefnuskrá ASÍ, heilbrigði og öryggi á vinnustöðum. Ennfrem- ur var skipst á skoðunum við forystumenn Verkalýðssamtak- anna um málefni hreyfingarinn- ar. Á þessum báðum önnum komu ýmsir gestir í heimsókn og nemendur fóru í skoðunarferðir um nágrenni Reykjavíkur. Þrjátíu manns stunduðu nám við Félagsmálaskóla alþýðu á þessum tveimur önnum og fimmtán leiðbeinendur komu og störfuðu við skólann um lengri eða skemmri tíma. Námsstjórar voru þeir Karl Steinar Guðnason og Tryggvi Þór Aðalsteinsson. Eftir áramót verður starfi skólans haldið áfram og hefur verið rætt um að þá verði einnig 3. önn. Formaður skólastjórnar Fé- lagsmálaskóla alþýðu er Stefán Ögmundsson en stjórn skólans er jafnframt stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Kynna í dag „Prout“-hug- myndafræði ÞJÓÐMÁLAHREYFING íslands heldur kynningar— og umræðu- fund um andleg vísindi og áhrif þeirra í Ijósi „Prout“— hug- myndafræðinnar í dag, laugar- dag, kl. 14 að Aðalstræti 16. I frétt frá Þjóðmálahreyfing- unni segir að „tantrísk" hugleiðsla sé ekki slökunaræfing heldur vísindaleg aðferð til að þroska einstaklinginn líkamlega og and- lega. AUGLÝSINGA- TEIKNISTOFA MYIMDAMÓTA Aóalstræti 6 simi 25810 • Hægt að tengja við 2 aukahátalara. • Tveir microphonar innbyggðir. • Hægt að tengja beint viö magnara. • Svona er hægt aö halda áfram að þylja upp en sjón og heyrn er sögu ríkari. • TVC ferðatækin bíöa eftir þér. Þau eru ófeimin. , y JVC feröaútvarps- og kassettutækin eru löngu % landsfræg fyrir mikil gæði, fallegt útlit og síöast Y en ekki sízt mikla endingu. Meöal atriða má nefna: 'A. • 4—6 bylgjur, FM stereó. y, • Ganga fyrir rafmagni, rafhlöðum + 9— 12w Y/ fyrir bílinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.