Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 20
20 r MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 Jólakaffi Hringsins Komist í jólaskap og drekkiö eftirmiðdagskaffi hjá Hringskonum að Hótel Borg á morgun, 9. desember kl. 3. Hringskonur verða einnig með margskonar jólavarning, jólakort, platta félagsins og hið vinsæla skyndihappdrætti, en meðal vinninga í því er ferð til Kaupmannahafnar. Lokum vegna flutninga Frd og með mánudeginum 10. desember verður verzlun okkar, Austurstrœti 3, lokað. Opnum eftir nokkra daga að Bolholti 6. Leðurverzlun Jóns Brgnjólfssonar. Guðmundur G. Hagalín Almenna bókafélagið Austurstræti 18, sími 19707 Skemmuvegur 36, sími 73055 „Þeir vita það fyrir vestan“, fjallar um þau 23 ár sem umsvifamest hafa orðið í ævi Guðmundar G. Hagalíns. Fyrst dvaldist hann 3 ár í Noregi, lifði þar fjölbreytilegu lífi og feröaöist víðsvegar um landiö til fyrirlestrahalds. Síðan var hann blaöamaður viö Alþýðublaöið tæp 2 ár, unz hann fluttist til ísafjaröar 1929 og þar tók hann ríkulegan þátt í bæjarlífi og stjórnmálum þau 15 ár sem hann átti þar heima. Meginhluti bókarinnar er um ísafjarðarárin. ísafjöröur var þá sterkt vígi Alþýöuflokksins og kallaður „rauði bærinn". Hagalín var þar einn af framámönnum flokksins ásamt Vilmundi Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdimarssyni o.fl.. Á þessum árum skrifaði Hagalín auk þess ýmis af meiriháttar verkum sínum, svo sem Kristrúnu í Hamravík, Sturlu í Vogum, Virka daga og Sögu Eldeyjar-Hjalta. Bókin einkennist öðru fremur af lífsfjöri og kímni, og hvergi skortir á hreinskilni. Fundin ný gerð DNA Boston, Massachusetts, 7. desember. AP VÍSINDAMENN við Tækniháskólann í Massa- chusetts (MIT) hafa upp- götvað afbrigði af DNA- kjarnasýrunni, frumeind- inni sem allt líf byggir á. Sérfræðingar sem unnu að rannsóknum sögðu að uppgötvunin ætti áreiðan- lega eftir að breyta skiln- ingi manna á DNA-kjarna- sýrum og einnig væri upp- götvunin mikilvæg fyrir meðhöndlun krabbameins. Hið nýja afbrigði er talsvert frábrugðið DNA-gerðinni sem nefnd hefur verið hin tvöfalda hvirfingalína og James Watson og Francis Crick uppgötvuðu fyrir 26 árum, en þeir hlutu Nóbelsverð- laun fyrir þá uppgötvun. í upp- götvun Watsons og Cricks snerist hvirfingalínan til hægri en í nýju uppgötvuninni snýst hún til vinstri. Frumathuganir benda til þess að hið nýja afbrigði sé sú frumeind sem hvetji krabbamynd- andi frumur til að framleiða krabbamein. Veður víða um heim Akureyri +13 heióskírt Amsterdam 11 skýjaó Aþena 20 heióskírt Barcelona 15 lóttskýjaó Berlín 10 rigning BrUssel 14 heióskirt Chicago 4 skýjaó Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 12 skýjað Genf 8 heióskírf Helsínki 3 heióskirt Jerúsalem 13 heióskírt Jóhannesarborg 21 heiöskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Las Palmas 22 heióskírt Lissabon 16 skýjað London 15 skýjaó Los Angeles 29 heiðskírt Madrid 17 heióskírt Malaga 17 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjaó Miami 28 rigning Moskva 2 skýjað New York 13 skýjað Ósló 6 heiðskírt París 14 heióskírt Reykjavik +4 skýjaö Rio de Janeiro 32 skýjað Rómaborg 16 skýjaó Stokkhólmur 6 skýjaó Tel Aviv 19 heióskírt Tókýó 15 skýjaó Vancouver 10 skýjað Vínarborg 11 skýjaó Tveir námsmenn féllu í innbyrðis Vinarborg, Baghdad. 7. deaember. Reuter. TVEIR námsmenn frá írak féllu og fleiri slösuðust alvarlega er til átaka kom milli námsnannahópa frá Bretar hætta stuðningi við Pol Pot London, 7. desember. AP. TALSMAÐUR brezku stjórnarinnar í utanríkis- ntálum á þingi lýsti því yfir i dag að stjórnin hefði ákveð- ið að afturkalla stuðning sinn við stjórn Pol Pots í Kambódíu, þar sem stjórn hans hefði ekki lengur raun- veruleg völd í landinu. Hann tók þó fram að Bretar styddu ekki stjórn Heng Samrins. átökum írak í Sofía í Búlgaríu á mánudag og þriðjudag, að því er búlgarska fréttastof- an BTA skýrði frá í dag. Koma þessar fregnir í kjölfar frétta frá Baghdad um að sendi- herra íraks í Sofíu hafi verið kallaður heim, og í dag komu til íraks 150 námsmenn frá Búlgaríu en allir námsmenn Iraks þar hafa verið kallaðir heim í kjölfar átak- anna. BTA sagði að til átakanna hefði komið á ýmsum stofnunum sem námsmenn frá írak stunduðu nám við, og hefðu átökin verið af „pólitískum toga“. Annar þeirra er féllu var félagi í kommúnista- flokki íraks, en í írak hefur „glæpsamleg klíka kommúnista í röðum námsmanna" verið sökuð um átökin og afleiðingar þeirra. Voru yfirvöld í Búlgaríu einnig sögð viðriðin málið, en fréttastof- an bar þær fregnir til baka. í»etta geróist 8. desember 1974 — Grikkir greiða atkvæði með stofnun lýðveldis og afnámi konungdæmis. 1971 — Indverjar gersigra Pak- istani í sókninni til Dacca. 1967 — 234 fórust með grískri ferju nálægt eynni Melos. 1966 — Samkomulag Banda- ríkjamanna og Rússa um bann við kjarnavopnum í geimnum. 1962 — Uppreisnin í Brunei út um þúfur eftir íhlutun Breta. 1956 — Allsherjarverkfall í Ungverjalandi hefur í för með sér herlög og fjöldahandtökur. 1941 — Bandaríkin og Bretland segja Japan stríð á hendur. 1925 — „Mein Karnpf" eftir Adolf Hitler kemur út. 1923 — Bandaríkin gera friðar- samning við Þýzkaland. 1918 — Rússneskir bolsévíkar taka völdin í Eistlandi. 1914 — Bretar sigra Þjóðverja í orrustunni við Falklandseyjar. 1907 — Gústaf V verður konung- ur Svía við lát Óskars II. Afmæli: Hóratíus, rómverskt skáld (65—8 f. Kr.) — Kristín Svíadrottning (1626—1689) — Björnstjerne Björnson, norskur rithöfundur (1832—1910) — Jean Sibelius, finnskt tónskáld (1865— 1957) — James Thurber, banda- rískur rithöfundur (1904—1965) — Eli Whitney, bandarískur faðir spunavélarinnar (1765—1825) — Maximillian Schell, austurrískur leikari (1930— ). Andlát: Herbert Spencer, heim- spekingur, 1903 — Öskar II Svía- konungur 1907 — Golda Meir, stjórnmálaleiðtogi, 1978. Innlent: íslenzka stjórnardeildin verður sérstök deild í innanríkis- ráðuneytinu 1848 — d. Gottskálk bp Nikulásson 1520 — Getnaðar- dagur Maríu lögtekinn 1364 — d. Daði fróði Níelsson 1856 — Stjórnmálasamband við Kína 1971 — Heimsókn Siscos aðstoðarráð- herra 1974 — f. Pétur Benedikts- son 1906. Orð dagsins: Minni hvers manns er einkabókmenntir hans — Ald- ous Huxley, brezkur rithöfundur (1894-1963).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.