Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 1
272. tbl. 66. árg.
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Carter útilokar nú
hernaðaraðgerðir
Washington, 7. desember. AP. Reuter.
JIMMY Carter forseti útilokaði í
kvöld hvers konar hernaðarað-
gerðir gegn íran er gætu stofnað
hinum 50 gislum í bandaríska
sendiráðinu í Teheran í hættu.
Carter sagði við hóp starfs-
manna bandariska utanríkis-
ráðuneytisins að loknum fundi
með 100 ættingjum gíslanna: „Ég
ætla að vera mjög hófsamur,
mjög gætinn.“
Ummæli hans virðast boða
breytingu á afstöðu stjórnar hans
til deilunnar. Talsmenn stjórnar-
innar hafa þráfaldlega neitað að
útiloka hernaðaraðgerðir gegn
Iran, ef ekki takist að bjarga
gíslunum eftir venjulegum dipló-
matískum leiðum.
Jafnframt vitnaði talsmaður
utanríkisráðuneytisins til
stríðsglæparéttarhaldanna gegn
leiðtogum nazista í Niirnberg og
varaði Ayatollah Khomeini við því
að hann yrði talinn ábyrgur ef
einhver gíslanna yrði dæmdur
fyrir njósnir.
Hann fagnaði því varfærnislega
að íranski utanríkisráðherrann
Skæruliði myrti
keisara-frænda
Fyrsta vitnið gengur fram hjá líki ættingja fyrrverandi Iranskeisara.
óþekktur maður skaut hann i höfuðið tvisvar sinnum á götu í Paris.
París, 7. desember. Reuter.
VOPNAÐUR maður skaut mann úr
fjölskyldu fyrrverandi transkeisara
til bana í París í dag og múhameðsk-
ur dómari í tran sagði að einn
skæruliða hans bæri ábyrgðina.
Heimildir nátengdar fjölskyldu
keisarans í New York hermdu að
hinn látni væri Shahryar Chafik, 34
ára gamall sonur tvíburasystur keis-
Khomeini-óvinir fá
stuðning hersveita
Tabriz, íran, 7. desember. Reuter.
HERSVEITIR í fylkinu Azerbaijan í norðurhluta írans
gengu í dag í lið með múhameðstrúarmönnum sem hafa
lagt undir sig útvarpsstöðina og raunverulega tekið við
stjórninni í fylkishöfuðborginni Tabriz nálægt sovézku
landamærunum.
Ólgan í Azerbaijan gæti reynzt alvarlegasta deilan
sem stjórnin í Teheran hefur lent í við öfl úti á
landsbyggðinni síðan byltingin var gerð í febrúar.
Andlegur leiðtogi fylkisbúa, Ayatollah Kazem Shar-
iat-Madari, átti í dag viðræður við fulltrúa byltingar-
stjórnarinnar í hinni helgu borg Qom.
Útvarpsstöðin var tekin í gær
eftir skotárás stuðningsmanna
Ayatollah Khomeinis á þátttak-
endur í mótmælum gegn árás á
heimili Ayatollah Shariat-Madari
í Qom.
I dag var útvarpað stuðningsyf-
irlýsingum frá andófsmönnum í
hernum, herlögreglunni, flughern-
um, lögreglunni og frá múham-
eðskum byltingarvörðum. Her-
lögreglumenn eru á verði í út-
varpsstöðinni ásamt vopnuðum
mönnum úr MPRP, stærsta
stjórnarandstöðuflokki Irans sem
virðist ráða lögum og lofum í
Tabriz.
Stórar myndir af Ayatollah
Shariat-Madari, öðrum
áhrifamesta trúarleiðtoga írans,
héngu á útvarpsmastri stöðvar-
innar, en mynd af Khomeini var í
tætlum.
Ayatollah Shariat-Madari sagði
að hann og Khomeini hefðu for-
dæmt morð tveggja stuðnings-
manna Shariat-Madari í árásinni
nálægt heimili hans og að milli
þeirra ríkti „mikil vinátta".
Mehdi Bazargan fyrrverandi
fórsætisráðherra og sonur Khom-
einis tóku þátt í viðræðunum í
Qom í dag.
arans, Ashraf Pahlevi prinsessu.
í íran sagði ayatollah Sadeq
Khalkhali, sem fyrr í ár fyrirskipaði
Fedayeen-skæruliðum að taka keisar-
ann og fjölskyldu af lífi: „Ég tek á mig
ábyrgðina á þessu tilræði."
Hann sagði að skæruliðar hans
mundu halda áfram að leita uppi
„afbrotamenn" í Evrópu og Norður-
Ameríku og að „því mundi haldið
áfram þar til öll þessi skítugu peð
þessa úrkynjaða kerfis hefðu verið
hreinsuð."
Chafik var að koma til aðseturs
prinsessunnar nálægt Sigurboganum
þegar árásarmaðurinn sem bar örygg-
ishjálm á höfði hljóp hljóðlega aftan
að honum og skaut hann í hálsinn.
Þegar hann hneig niður skaut árásar-
maðurinn banaskoti í höfuð honum.
Síðan gekk morðinginn burt og hvarf í
mannfjöldann.
Leynilögreglumenn sögðu að Chafik
ferðaðist á marokkósku vegabréfi og
hefði komið til Parísar fyrir mánuði
frá Bandaríkjunum þar sem hann ætti
heima ásamt konu og börnum. Lög-
reglan sagði að Chafik hefði ekki
beðið um sérstaka lögregluvernd. En
lögfræðingur sem kvaðst vera í þjón-
ustu keisarans sagði að með lág-
marksvernd “hefði þetta ekki þurft að
koma fyrir".
Ashraf prinsessa var ekki í íbúðinni
þegar þetta gerðist og talsmaður
keisarans vill ekki segja frá dvalar-
stað hennar af öryggisástæðum. Hún
er á dauðalista Khalkhaiis, ein af 300
alls.
Uppreisn
Kingston, St. Vincent, 7. des. Reuter.
UPPREISN brauzt út í dag á
smáeyju í Grenadine-eyjaklasanum
á Karíbahafi og 40 vopnaðir lög-
reglumenn voru sendir frá grann-
eyjunni St. Vincent til að bæla hana
niður.
Carter reynir að
sannfæra Nordli
Washington, 7. desember. AP. Reuter.
JIMMY Carter forseti reyndi í dag
að fá leiðtoga Noregs, Hollands og
Danmerkur til að fallast á áætlanir
sinar um staðsetningu meðal-
drægra eldflauga í Vestur-Evrópu,
hvatti til einingar í málinu og lagði
áherzlu á áhrif þess á fækkun
kjarnorkuvopna.
Carter hitti hvorn í sínu lagi þá
Odvar Nordli, forsætisráðherra
Norðmanna. og Andreas van Agt,
forsætisráðherra Belga. Utanríkis-
ráðherra Dana, Kjeld Olesen, ræddi
við Cyrus Vance utanrikisráðherra
og Zbigniew Brzezinski. ráðunaut
Carters í þjóðaröryggismálum.
Carter sagði á fundinum með van
Agt, að með endurnýjun eldflaug-
anna yrði stigið „stórt skref i átt til
aukins hergagnaeftirlits og fækk-
unar bæði venjulegra vopna og
kjarnorkuvopna“.
Við Nordli sagði hann, að þeir
væru algerlega sammála um tvennt:
að máttur og eining sannfærði
hugsanlegan mótherja um staðfast-
an ásetning um að verja Vestur-
Evrópu og stöðugt ætti að vinna að
fækkun venjulegra vopna og kjarn-
orkuvopna og efla það starf.
Nordli sagði að sögn Óslóar-
fréttaritara Mbl. að hann hefði lagt
áherzlu á áhuga Norðmanna á að
NATO hæfi viðræður við Rússa um
að draga úr vígbúnaði og gert grein
fyrir ólíkum hugmynda Norðmanna
í þessu efni. Hann kvaðst ánægður
með jákvæða afstöðu Bandaríkja-
Sadeq Ghotbzadeh gaf í skyn í dag
að nokkrir gíslar yrðu látnir
lausir en ítrekaði kröfuna um að
þeim yrði öllum sleppt.
Ghotbzadeh gaf í skyn að
nokkrir gíslar yrðu teknir af lífi
um leið og hann tilkynnti að
nokkrir þeirra yrðu látnir lausir,
en aðrir leiddir fyrir rétt sem
njósnarar.
Stúdentarnir í sendiráðinu
höfnuðu yfirlýsingu Ghotbzadeh
og sögðu að enginn yrb\ látinn
laus fyrr en fyrrum Iranskeisari
yrði framseldur.
Stuðningsmenn Khomeinis
hrópuðu „Allah akbar“ (guð er
mikill) af þúsundum húsþaka í
Teheran eftir að Khomeini hafði
hvatt þá til að sameinast og „troða
Bandaríkjamönnum í svaðið“.
Kurt Waldheim, framkvæmda-
stjóri SÞ, sagði að réttarhöld gegn
gíslunum mundu brjóta í bága við
alþjóðalög og samninga og álykt-
un Öryggisráðsins á þriðjudag.
manna og kvað þá ósk sameiginlega
að viðhalda öflugu bandalagi og
draga jafnframt úr vígbúnaði. Hann
kvaðst sannfærður um að Banda-
ríkjamenn mundu beita sér fyrir
þessu á ráðherrafundi NATÓ í
Briissel um eldflaugarnar í næstu
viku. I Brussel sagði talsmaður
NATO að það hefði verið áfall fyrir
bandalagið að hollenzka þingið sam-
þykkti í nótt með eins atkvæðis mun
að hafna staðsetningu eldflauganna
í Hollandi. Hann kvaðst hafa
áhyggjur af áhrifum samþykktar-
innar á Belgíu, eins fimm landa sem
NATO vonar að fá til að leyfa
staðsetningu eldflauganna.
Búizt er við að hollenzka stjórnin
geti fallið eftir ráðherrafundinn í
Brússel í næstu viku.
Arftaki
Lynch
gagnrýn-
ir IRA
Dyflinni, 7. desember. Reuter.
STJÓRNARFLOKKURINN
Fianna Fail í írska lýðveldinu
kaus i dag auðmanninn Char-
les Haughey forsætisráðherra
í stað Jack Lynch. sem lætur
formlega af störfum á þriðju-
daginn og hét hann því að
vinna að friðsamlegri samein-
ingu lýðveldisins og Norður-
írlands.
Haughey fordæmdi í fyrstu
yfirlýsingu sinni Provisional-
arm írska lýðveldishersins
(IRA), og alla starfsemi hans.
Ummælin miða að því að
draga að einhverju leyti úr
þeim ótta sumra mótmælenda
á Norður-írlandi og í Bretlandi
að hann kunni að gera róttæk-
ar breytingar á stefnu írsku
stjórnarinnar gagnvart Norð-
ur-írlandi.
Hann sagði, að verið gæti að
nokkur önnur áherzia yrði lögð
á sumar hliðar stefnunnar, en í
aðalatriðum yrði haldið áfram
sömu stefnu sem er lin að dómi
harðlínumanna í lýðveldishern-
um.
Lynch forsætisráðherra rak
Haughey þegar hann var fjár-
málaráðherra og hann var
leiddur fyrir rétt og sýknaður
1970 af ákærum um að hafa
verið viðriðinn meint samsæri
um ólöglegan innflutning
vopna til Irlands í því skyni að
dreifa þeim meðal kaþólskra á
Norður-írlandi.
Hann sagði í dag að hann
teldi að nú heyrði þetta mál
sögunni til. Þegar hann var að
því spurður hvers vegna hann
hefði aldrei áður fordæmt IRA
opinberlega sagði hann að
þetta væri í fyrsta sinn sem
hann hefði verið spurður um
málið sem forsætisráðherra.
„Eg tel friðsamlega sameiningu
írsku þjóðarinnar fremsta for-
gangsmál mitt,“ sagði hann.