Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.12.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1979 41 S •< í 5 ! ! I r l VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10— 11 FRÁ MANUDEGI höfum séð í sjónvarpi og blöðum af grátandi börnum sem hungur- vofan hefur tálgað af allt hold, myndir af lifandi beinagrindum með augu sem einblína á þig. Gæti það ekki gerst að jólagleðin hyrfi á braut og einhver önnur tilfinn- ing altæki huga þinn. Getum við samvisku okkar vegna útilokað þá staðreynd að meðbræður okkar annars staðar í heiminum svelta í hel á meðan við borðum okkur meira en södd. Eigum við ekki að baka nokkrum jólategundum færra, minnka sælgætisinnkaupin eða sleppa þeim algjörlega og hafa jólasteikina ekki alveg þá bestu og dýrustu sem völ er á. Yrðum við ekki hamingjusöm ef þeir 10—20 gómsætu bitar sem við létum okkur vanta yrðu til þess að bjarga einhverjum meðbróður okkar frá dauða og það á sjálfri fæðingarhátíð frelsarans. Jóhanna Axelsdóttir. qr. • Vinna þetta á íslandi? Það er mikið rætt og ritað um íslenzkan iðnað. Þetta er gott og nauðsynlegt, því að ýmsar þarfir kalla að, er fólkinu fjölgar. Mörg- um virðist að ýmislegt, sem flutt er inn frá ýmsum þjóðum, mætti búa til hér á landi. Þarf ekki til dæmis að flytja inn kex fyrir of fjár? Satt er það að tollur og fleiri aðilar fá sinn skatt af þessu og öðru, sem flutt er inn. Eitt af því, sem ýmsum vekur furðu hér í Reykjavík, eru margar og stórar leikfangaverzlanir. Það er hægt að nefna staði þar sem áður voru ýmsar verzlanir, en er þær hættu, komu þar leikfanga- verzlanir í gífurlega stóru hús- næði, sem mörgum ógnar. Þjóðin mun líka eyða í þessar vörur um milljarð króna á ári. Kannski er þetta íhaldsskoðun, miðað við nútímann? Gætum við ekki unnið þetta sjálf að einhverju leyti? Gestur. • Skemmtilestur Að undanförnu hefur Pétur Pétursson útvarpsþulur verið að skrifa greinar í Morgunblaðið, skemmtilestur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Það er dauður maður sem ekki getur hlegið að slíku efni. Auk þess er stíllinn alveg frábær. Og ekki er nú verið þarna að fara í mann- greinarálit. Góðlátleg gamansem- in gengur jafnt yfir háa sem lága. Guði sé lof að eitthvað skuli þó vera eftir af íslenskri kímni. Og mætti gjarnan vera meira af slíku efni í blöðunum. Þökk sé Pétri Péturssyni. Rituhólum 8, Reykjavík. Auður Matthíasdóttir. • Leggið ekki bílum upp á gangstéttar Eldri kona hringdi til Velvak- anda og vildi beina þeim tilmæl- um til bifreiðastjóra að þeir legðu bílum sínum ékki upp á gangstétt- ir. „Það gerir okkur, sem eldri erum og sjóndöpur, svo að segja ókleift að komast um bæinn. Eg tala nú ekki um þá sem eru blindir og verða að þreyfa fyrir sér með stöfum." • Hreintjógúrt Kona hringdi og kvartaði undan því að ekki skyldi vera til hreint jógúrt hér á landi. Vildi hún koma þeirra spurningu á framfæri við Mjólkursamsöluna hvers vegna þeir seldu ekki jógúrt án auka bragðefna. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti unglinga í Skien í Noregi í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Douvens, Hollandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Seirawans, Bandaríkjun- um. 35. Bxg7! - Hxa3 (Ef'35.... Dxg7 þá auðvitað 36. Hh7) 36. Bb2 — e5, 27. Hh7+ - Ke6, 38. Hh6+ og svartur gafst upp. Þetta var eina tapskák Seirawans á mótinu, en hann sigraði og er því núverandi heimsmeistari unglinga. HÖGNI HREKKVÍSI 3KAL éÚhlA Vií<(5f2 HýHWIó A AO ífPlLA/... • ■ AÐ N'A 'i " Mikið úrval af spariskóm fyrir dömur á öllum aldri. Brúnt Kr. 17.160.- Svart E-breidd Kr. 17.060.- Tan og svart Sími 21270 Póstsendum Laugavegi 60. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson segir m. a. í Morg- unblaðinu 6. desember síðastliðinn: „Brugðið er upp myndum úr lífi fimm systkina, sem með vaxtarverkjum táningsins álíta sig flugfær úr hreiðri, nema sú yngsta, auðvitaö, hún er enn „aðeins barn" og á því stað við pilsfald móður. En svo kemur kettlingur inní myndina, lítil písl, sem, eins og systkinin s’ 'if, er að hamast við að átta sig á því umhverfi sem . i er borin í. Myndskreytingar falla skemmtilega ve! að efni, eru jáskafullar og mjög vel gerðar. Prýðis bók fyrir unga íesendur." Verð aðeins kr. 2990. HAGPREIMT HF. Litla kisan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.