Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 Minning: Steinn Þórðarson frá Kirkjulæk Fæddur 17. ágúst 1882. Dáinn 24. desember 1979. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama, en orð«tírr deyr aldrigi hveims sér góðan getr. (úr Hávamálum) Jarðneskar leifar Steins Þórðar- sonar frá Kirkjulæk verða í dag lagðar til hvílu að Breiðabólstað í Fljótshlíð, í skaut þeirrar sveitar, sem hann unni svo mjög. Þar var hann borinn og barnfæddur og þar fékk hann einnig að lifa og starfa alla sína löngu og farsælu ævi. Steinn fæddist 17. ágúst 1882 að Háamúla í Fljótshlíð og var fyrsta barn hjónanna Ingileifar Jóns- dóttur og Þórðar Guðmundssonar. Ungur fluttist hann með for- eldrum sínum að Lambalæk í sömu sveit, þar sem hann ólst upp í stórum systkinahópi. Snemma bar á dugnaði hans og samvisku- semi. Hann fór ungur „í verið" suður með sjó, en síðar réðst hann vinnumaður til Eggerts Pálssonar prófasts og alþingismanns að Breiðabólstað. Það varð honum örlagaríkt, því þar kynntist hann „stúlkunni sinni“, sem varð konan hans í yfir 60 ár, Sigurbjörgu Gunnarsdóttur frá Torfastöðum. Þar bundust þau heitum og þar héldu þau sinn brúðkaupsdag, 23. janúar 1908. Þann dag, meir en nokkurn annan, lagði Steinn grundvöllinn að gæfu sinni. Þau hefja nú búskap á Lamba- læk, á móti Þórði föður Steins. Þau búa þar í nokkur ár og þar eignast þau þrjú mannvænleg börn. Þau eru: Ingileif Þóra, Gunnbjörg og Ólafur. Öll eru þessi börn á lífi, og hafa erft dugnað og mannkosti foreldra sinna. Séra Eggert Pálsson var þá orðinn þingmaður og vantaði hann dugandi mann, sem hann gæti treyst til að standa fyrir búi sínu meðan hann sat á þingi, og varð það úr, að Steinn tók að sér ráðsmannsstarfið á Breiðabólstað. Brá hann þá búi á Lambalæk og flutti með konu og börn að Breiða- bólstað. Víst er, að slíkur gáfu- og fyrirhyggjumaður sem Eggert Pálsson var, hefði ekki lagt svo fast að Steini sem hann gerði til þess að fá hann til að taka þetta starf að sér, nema hann hafi treyst honum vel til þess, enda þekkti hann vel störf og skaphöfn Steins og Sigurbjargar og vissi sem var, að hann yrði ekki svikinn af veru þeirra og umsjá á búi sínu. En laust eftir heimsstyrjöldina fyrri, losnaði vestasta jörðin á Kirkjulæk, sem lá næst Lamba- læknum, bernsku- og æskustöðv- um Steins. Var hálf jörðin til sölu, en hinn helminginn átti Ingibjörg systir hans, sem þá var orðin ekkja. Hún hafði misst mann sinn af slysför- um og treysti sér ekki lengur til að stunda búskap á Kirkjulæk. Það varð úr, að Steinn keypti hálfa jörðina en leigði hinn helm- inginn af systur sinni. Steinn og Sigurbjörg hófu nú búskap á Kirkjulæk og bjuggu þar óslitið til ársins 1947, en Olafur sonur þeirra tók þá við búi þar. Árin á Kirkjulæk urðu mörg og góð. Þarna bjuggu samhent hjón, sem voru frábær að dugnaði og snyrtimennsku, þar var mikið unnið og miklu afkastað, en fyrst og fremst varð allt að vera fallega unnið, hvert einasta verk, hvort heldur var úti eða inni, varð að vera svo snyrtilegt að tæpast væri hægt að gera það betur. Það var fagurt og ánægjulegt að horfa yfir tún og engi á Kirkjulæk um heyskapartímann. Þar var hver heysáta þráðbein, hver flekk- ur hornréttur og sléttur, hver múgi og sáta fallega mótuð, jöfn og ávöl og hvergi mátti sjá ójöfnu eða strá útúr. Þetta er aðeins dæmi um hvernig unnið var á Kirkjulæk. Það mætti halda að verkin hefðu gengið hægt með slíku nostri, en það var nú öðru nær. Heimilisbragur hjá þeim hjón- um var til fyrirmyndar, hver hlutur á sínum stað, hvert verk unnið á svo réttum tíma, að engu mátti skeika, allt í röð og reglu, jafnt utan bæjar sem innan. Og þar voru gamlar hefðir í heiðri hafðar, svo sem að Steinn las ævinlega Passíusálmana og hús- lestur á föstunni, allt fram til ársins 1937, en þá vék sá siður fyrir útvarpinu. Mig langar til að vitna hér í ummæli, sem Halldór Sölvason, fyrrv. skólastjóri, skrifaði í af- mælisgrein um Sigurbjörgu níræða. Hann segir þar: Um- gengni öll og heimilisbragur var til fyrirmyndar, enda unnu sam- stilltir hugir að störfum. Prúð- mennska, góðvild, glaðværð og dugnaður hafa jafnan verið trygg- ir förunautar þeirra hjóna. Gætni í orðum og athöfnum var regla, sem aldrei var brotin. Svo segir Halldór, sem var nágranni þeirra í áraraðir. Þetta var svo sannarlega rétt. Á því heimili heyrðist aldrei söguburð- ur, illt umtal, dómharka um aðra né háð og spé. Það mesta sem Steinn sagði ef eitthvað bar útaf hjá náunganum var: „Mikil vand- ræði eru þetta, ég er hreint alveg hissa." Meira var það nú ekki. Aldrei gat Steinn hugsað sér að skulda neinum neitt. Hann var eftirsóttur til vinnu vegna dugn- aðar og hagleiks. Og þá var betra að hafa launin heldur á lægri mörkunum, þegar hann var að taka við þeim, en þegar hann sjálfur greiddi vinnulaun, þurfti það alltaf að vera það hæsta, sem borgað var, og helst ívið meira. Og þegar hann fékk útsvarsseðilinn sinn, fór hann helst daginn eftir að borga sína skatta. Mér er í barnsminni þegar ég fékk að fara með honum í eina slíka ferð austur að Butru, að Valdemar, sem tók við greiðslunni sagði: „Það væri munur, ef allir væru svona skilvísir, Steinn minn.“ Árið 1925 rífur Steinn gamla bæinn og byggir snoturt timbur- hús, sem stóð til ársins 1952. Þá vék það fyrir stóru steinhúsi, sem Ólafur sonur hans reisti. Steina var mikið þakklæti í huga, þegar þetta hús var rifið. Þar hafði hann búið sín bestu ár, þar hafði aldrei neinn legið veikur, sem heitið gat og þar hafði enginn dáið. Sama ár og hann byggir húsið sitt, eru þau hjón beðin um að taka nýfædda telpu, sem engan samastað átti, því móðir hennar lá fársjúk af barnsfararsótt. Þau gátu ekki neitað þessu, þar sem svona var ástatt. Þessa stúlku ólu þau síðan upp og reyndust henni á allan hátt sem bestu foreldrar. Ég, sem var þessi litla telpa, mun aldrei geta fullþakkað fóst- urforeldrum mínum og fóstur- systkinum fyrir alla þeirra ástúð, umhyggju og tryggð. Alla mína ævi hafa þau verið mér til fyrir- myndar. Sigurbjörg og Steinn áttu langa samvist og áttu því láni að fagna að halda heilsu og kröftum fram á elliár. En þegar kraftar þeirra tóku að þverra árið 1962, flytja þau að Miðkrika í Hvolhreppi til Gunnbjargar dóttur sinnar og manns hennar, Guðmundar. Þar dó Sigurbjörg þ. 31. ágúst 1969, þá orðin 94 ára gömul. Síðan hefur Steinn verið í Miðkrika og síðustu árin að mestu rúmliggjandi, en hugsun sinni go skýrleika fékk hann að halda til hins síðasta. Ástúð og umhyggja Gunnbjarg- ar og Guðmundar gagnvart Sigur- björgu og Steini þessi síðustu ár þeirra var slík, að varla verður með orðum lýst. Þau gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð til að hjúkra þeim og létta þeim lífið á alla lund. Má segja, að Gunnbjörg hafi hin síðustu ár varla vikið frá föður sínum. Við stöndum öll í stórri skuld við Gunnbjörgu og Guðmund fyrir þeirra miklu fórnfýsi og biðjum almáttugan Guð að launa þeim. Við öll, sem áttum því láni að fagna að verða samferðamenn þessa góða og glæsilega manns, Steins á Kirkjulæk, munum í dag kveðja hann með djúpri virðingu og þakklæti. Við vonum að bjart verði yfir þessum degi eins og bjart var yfir lífi hans og starfi. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Hittumst heil handan tjalds- ins bjarta, sem aðskilur í bili. Blessun Drottins fylgi Steini Þórðarsyni. Guðrún Hulda. Mikill sóma- og virðingamaður er fallinn frá og verður í dag borinn til moldar að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Fyrsta minning mín um Stein er frá árunum um 1940, þegar „margarín" var í algleymingi og Steinn kom við hjá foreldrum mínum á Þórsgötunni eftir fjár- rekstra og gaf móður minni „íslenskt smjör“. Dagurinn var eftir það tileink- aður Kirkjulækjarfjölskyldunni, skilvindunni, rjómanum, strokkn- um og íslenska smjörinu, sem var skorið af skökunni og allir látnir smakka, og fagfólkið lygndi aftur augunum af nautn og lotningu fyrir þessari sérlegu munngát. Ýmsar sögur komu fram frá æskuheimilinu á Kirkjulæk og tár í auga móður minnar, þegar við- kvæmustu stundirnar rifjuðust upp — og í loftinu lá, að ekkert smjör mundi þessu fremra. Síðar var ég sendur að Kirkju- læk til dvalar, sumarhluta, með t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA SVEINSDÓTTIR, er lést aö Elliheimilinu Grund 18. desember, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 7. janúar kl. 10.30 f.h. Bergþóra Skarphéöinsdóttir Gunnar Steinsson Sveinfríóur Skarphéðinsdóttir Helgi Loftsson og barnabörn t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍOAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Deild, Bessastaöahreppi Læknum og hjúkrunarfólki Sólvangs í Hafnarfiröi færum viö hugheiiar þakkir fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Dætur, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, RAGNARS JÓNS GUÐNASONAR, Mávabraut 9, Keflavfk. Jenný Jóramsdóttir Ragnhildur Ragnarsdóttir Skúli Eyjólfsson Guöný Ragnarsdóttir Þorbjörn Kjærbo Geirmundur Kristinsson Vallý Sverrisdóttir og barnabörn. t innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jaröarför MAGNÚSAR GUNNARSSONAR Mávabraut 11, Keflavík. Sérstaklega þökkum viö þeim fjölmörgu félögum og einstaklingum er lögöu fram mikla vinnu og fyrirhöfn viö leit að honum. Megi góöur Guö launa fórnfúst starf. Ólöf Helga Þór, Gunnar Sveinn Magnússon, Gunnar Sveinsson, Fjóla Sigurbjörnsdóttir, Ragnheiöur Gunnarsdóttir, Jón Baldvin Hannesson, Sigurbjörn Gunnarsson, Gísli B. Gunnarsson, Arnaldur Þór, Kristín Þór. t Eiginkona mín og móöir okkar CORNELÍA MARÍA JÓHANNESSON, Þjórsárgötu 3, Reykjavík, lést aö kvöldi hins 3. janúar. Fyrir hönd vandamanna Ingi Karl Jóhannesson og börn t Faðir okkar HALLDÓR ÞORSTEINSSON, Vörum, Garöi, andaöist á sjúkrahúsi Keflavíkur 3. janúar. Börnin Móðir okkar og tengdamóöir RAGNHILDUR ÓLÖF GOTTSKÁLKSDÓTTIR Tjarnargötu 30 verður jarösungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Barnaspítalal Hringsins. Sesselja Eggertsdóttir, Jón Sig. Guðmundsson, Ólafur Eggertsson, Erla Þorsteinsdóttir, Gottskálk Eggertsson, Guórún Eínarsdóttir, Ragnhildur Eggertsdóttir, Birgir Sigurjónsson Elínbjörg Eggertsdóttir, Kjartan Eggertsson. t Kærar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför dóttur minnar VALGERÐAR JÓNSDÓTTUR DRAUGHN. Óska ykkur ölium árs og friöar. Fyrir hönd allra aöstandenda, Sigríöur Bjarnadóttir. t Hjartans þökk fyrir samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar BENEDIKTU ARNADÓTTUR Mánagötu 23 Systkinin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.