Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980
33
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
upphafi dæmt til að mistakast og
sáu það víst flestir menn nema
Steingrímur sjálfur. Hin pólitíska
blinda hans fyrirmunaði honum
að sjá slíkt. Slík afstaða sýnist
ekki lífvænleg til að ná árangri í
aðsteðjandi efnahagsvanda. Og er
alveg forkastanleg fyrir pólitískan
flokksmann.
Sá mikli efnahagsvandi er nú
blasir við oss íslendingum verður
ekki leystur nema til komi sam-
eiginlegur þjóðarvilji allra lands-
ins barna. Náist slík samstaða er
vandinn auðleystur. Og það er von
mín að sú hugarfarsbreyting geti
einmitt orðið nú á þessu ári
trésins 1980.
Já, gamlir fordómar verða að
víkja fyrir lífsnauðsyn heillar
þjóðar, sem nú í bili er í miklum
vanda stödd. Sundrungaröflin
verða að bíða ósigur. Þrettánda
öldin má ekki endurtaka sig hér,
þá er voðinn vís.
Listaskáldið góða, Jónas Hall-
grímsson, kvað fyrir meira en 130
árum þetta fagra og raunsanna
ljóð um framtíð íslands:
„Veit þá engi að eyjan hvíta
á sér enn von ef fólkið þorir.
Guði að treysta, hlekki að
hrista
hlýða réttu, góðs að bíða.
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjálsir menn þegar aldir
renna.
Skáldið hnígur og margir í
moldu
með honum búa. En þessu
trúið.“
borkell Hjaltason."
• Færum Turninn
„Það er krafa okkar meiri-
hluta Reykvíkinga að Turninn á
Lækjartorgi verði færður úr stað.
Ég hefi hvað eftir annað bent á
heppilegan stað. Fyrrverandi
borgarstjóri svaraði mér og sagði
að það yrði endanlegur staður
fyrir Turninn þar sem hann stæði
nú.
Núverandi borgarstjóri svaraði
mér ekki þegar ég hvatti hann til
að ganga upp að Bernhöftstorfu og
niður aftur og sjá hvernig Turninn
þá lokar útsýni eftir Austurstræti.
Háttvirtur borgarstjóri og borg-
arráð, ég þarf ekki að minna
ykkur á að þið eruð kjörnir af
okkur kjósendum til þjónustu-
starfa en ekkí sem ráðherrar yfir
okkur.
Sveinn Sveinsson, staddur
að Ásum 14, Hveragerði.“
Þessir hringdu . . .
• Góður ljóðalestur
Gömul kona:
„Mig langar að koma á fram-
færi þakklæti til útvarpsins vegna
frábærs lesturs á ljóðum Sigurðar
Sigurðssonar frá Arnarholti, er
Jónína H. Jónsdóttir las á kvöld-
vöku í útvarpi. Fór lesturinn fram
í síðustu kvöldvökunni fyrir jólin
og var svo góður hjá þessari konu
að hann náði alveg inn að hjarta-
rótum.
Þá vil ég einnig þakka útvarp-
inu fyrir flutning á leikriti Henrik
Ibsens og reyndar sjónvarpinu
líka. Ég fylgdist með flutningi
þess í báðum fjölmiðlunum og
naut þeirra beggja. Og vegna þess
hversu mikill aðdáandi Ibsens ég
er mætti e.t.v. nefna hvort hægt
væri að heyra bráðum verk hans
Veislan á Sólhaugum, sem var
flutt hér á árunum 1923 eða 1924.“
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í júgó-
slavnesku borgunum Bled og
Portoroz í sumar kom þessi staða
upp í skák stórmeistaranna Saho-
vics, Júgóslavíu, og Kuzmins, Sov-
étríkjunum, sem hafði svart og
átti leik.
39... Rxd4! (39 ... Rxe3 var hægt
að svara með 40. Db8! eða 40. Dxb2
og 39 ... Dxe3+ var afleikur vegna
40. Dxe3 — Rxe3, 41. Hel með
hótuninni 42. Rfl) 40. Ddl (Ef 40.
exd4 þá De2+, 41. Kg3 — He3+, 42.
Dxe3 - Dxe3+, 43. Rf3 - Da3, eða
40. Dxb2 - Dxe3+, 41. Kg2 -
Hg8+ o.s.frv. Rétt var hins vegar
40. Da3! og ef 40 ... Dh3 eða 40 ...
De4 þá 41. a8=D!) Dxe3+ og hvítur
gafst upp.
HÖGNI HREKKVÍSI
Fullt hús
matar
Hafiö þiö
veitt því athygli
aö ódýrasta,
hollasta og
næringamesta fæöan
á matvælamarkaði í dag eru egg, þau eru seld á
lægsta framleiösluverði. Eggin eru líka ódýr í
eldamennsku, fjölbreytt til matargeröar, þola vel
geymslu og úrgangslaus, enda einn algengasti matur
á heimilum og veitingastöðum um víða veröld.
Aðeins 1150.- kr. kg.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979 á Tunguheiði 14 —
hluta — þinglýstri eign Magnúsar Jóhannssonar,
fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 14. janúar
1980 kl. 13:00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1979 á Nýbýlavegi 94 — hluta
— þinglýstri eign Benedikts Guðbrandssonar, fer
fram á eigninni sjálfri mánudaginn 14. janúar 1980
kl. 16:30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 84., 89. og 93. tölublaöi
Lögbirtingablaðsins 1979 á Tunguheiði 14 —
hluta — þinglýstri eign Árna Höskuldssonar, fer
fram á eigninni sjálfri mánudaginn 14. janúar 1980
kl. 13:30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauöungaruppboö
sem auglýst var í 75., 79. og 82. tölublaði
Lögbirtingablaösins 1979 á Hjallabrekku 47 þing-
lýstri eign Benjamíns Ólafssonar, fer fram á
eigninni sjálfri þriöjudaginn 15. janúar 1980 kl.
13:00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi verða eftirtaldir lausafjármunir
seldir á nauðungaruppboöi, sem haldiö verður á bæjarfógetaskrifstofunni aö
Auðbrekku 57, Kópavogi, þriðjudaginn 15. janúar 1980 kl. 14:00.
Verður uppboði síðan framhaldið á öðrum stöðum, þar sem munir eru.
1. Crown hljómflutningstæki.
2. Beygjuvél, Roger Withney, kantpússivél frá Stálvirkjanum, Cehisa
kantlímingarvél, Istobac bíllyfta, Hella Ijósstillitæki, 4 stk. Pfaff iönaöar-
saumavélar.
3. 3. stk. Tjaldborgartjöld.
Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrifstofu uppboöshaldara.
Greiðsla fari fram viö hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.