Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANUAR 1980 9 Einar S. Einarsson forseti Skáksambands íslands og Norðurlanda: Skákkvadning Skáklistin skipar veglegan sess í menningarlífi íslendinga og ísland háan sess meðal skákþjóða. Engin þjóð með innan við eina milljón íbúa á alþjóðlegan meist- ara í sínum röðum, hvað þá stórmeistara, nema Islendingar, sem eiga 2 stórmeistara og 4 alþjóðameistara, enda skákin hér almenningseign. Afreksmenn eru mikilsvirði á sérhverju sviði. Út á við, þjóðinni til vegsauka. Inn á við, til að laða aðra að, sérstaklega ungu kynslóð- ina, til hollra hugðarefna. Þrótt- mikið unglingastarf Skáksam- bandsins og taflfélaganna í land- inu hefur skilað glæstum árangri, svo sem dæmin sanna. Að auðga andann og virkja hugarorkuna yfir skáktafli er öll- um hollt, ekki hvað síst nú á tímum fjölmiðla og strumpa. Á skáksviðinu ríkir engin orku- kreppa, né fyrirfinnst þar kyn- slóðabil. Heilbrigði hugans og andlegt jafnvægi verður ekki metið til fjár og það kostar lítið að viðhalda því, miðað við að hjálpa þeim sem það missa. Skák er vel til þess fallin og hinn félagslegi þáttur hennar hef- ur ekki verið metinn sem skyldi. Framsýni og fyrirhyggja eru aðalsmerki góðra skákmanna og sama má segja að eigi við um ráðstöfunarmenn opinbers fjár. Ekki bera þó fjárveitingar til skákhreyfingarinnar með sér að svo sé, því gætt hefur tilhneig- ingar til að láta fjárstyrki til hennar þorna upp í hrunadansi verðbólgunnar, þrátt fyrir stór- aukin umsvif og fórnfúst frí- stundastarf áhugamanna. Sama er að segja um samnor- ræn skáksamskipti, sem mikill áhugi er fyrir að geti þróast í þá veru og orðið eins náin og að er stefnt með háleitum markmiðum Norðurlandaráðs um norræna samvinnu. Á sama tíma og verið er að leggja á ráðin um samnor- rænan imbakassa, NORDSAT, upp á a.m.k. 100 milljarða, til að einangra mannskapinn enn meira, fyrirfinnst vart króna til að efla persónuleg tengsl og kynni milli grannþjóðanna, svo sem á skák- sviðinu. Hjól menningarlífsins, þar með talið skáklistarinnar, þurfa að geta snúist, ekki síður en atvinnu- lífsins. Félagssamtök mega ekki gjalda þess að þau hafa engan við að semja, og gert að fjármagna þjóðholla starfsemi sína umfram 50% með betlistarfsemi. Þó hugs- un sé til alls fyrst, eru peningarnir þó afl þess sem gera skal. Skáksamband íslands er sá burðarás í skáklífi landsmanna, sem mikils er krafist af, bæði hvað innlent skákmótahald snertir (skólaskák, deildakeppni, lands- mót), og hvað erlend skáksam- skipti varðar. Á þessu nýbyrjaða ári er fjölmargt framundan, m.a. Ólympíumót karla og kvenna, Áttalandakeppni, auk árlegra Heims- og Evrópumóta unglinga, Norðurlandamóta grunn- og fram- haldsskóla og margs fleira. Þá stendur fyrir dyrum að halda hér innan tíðar, í samvinnu við Tafl- félag Reykjavíkur, IX. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, sem orðið er mikið fyrirtæki og kostnaðar- samt (20 millj.), en um leið ómissandi þáttur í skáklífinu, eins konar skáklistahátíð hér á landi á 2ja ára fresti. Um leið og bornar eru fram alúðarþakkir til allra velunnara manntaflsins fyrir mikilsverðan stuðning og annan velvilja skák- hreyfingunni til handa á undan- gengnum árum, er hér með heitið enn á ný á hið opinbera, bæjar- og sveitarstjórnir, stéttarfélög og sýslusjóði, fyrirtæki og einstakl- inga til liðsinnis við mikilvæga starfsemi skákhreyfingarinnar í landinu, ungum og öldnum til heilla. Sigursælt nýár! Þennan heimagerða bíl myndaði blm. Mbl., Anna Nissels, í París á dögunum. Það fyrsta sem áhorfanda gæti dottið í hug við þessa sýn er hvort það geti ekki verið erfiðleikum bundið að leggja honum, — ekki hvað síst í stórborg sem Parísar- borg. Byggmgatækniráð tekið til starf a Nýskipað byggingatækniráð hélt sinn fyrsta fund 16. okt. en það verður Tæknistofnun íslands til ráðuneytis um allt er varðar stöðlun á sviði byggingartækni og mannvirkjagerðar. Meðal ann- ars mun ráðið gera tiilögur um ný stöðlunarverkefni og endur- skoðun eldri staðla. Um helming- ur útkominna íslenzkra staðla fjallar um málefni á sviði bygg- inga- og mannvirkjagerðar, segir í TSÍ-fréttum. Formaður byggingatækniráðs er Gunnar S. Björnsson húsa- smíðameistari, sem tilnefndur er af Landssambandi iðnaðarmanna. Aðrir ráðsmenn eru Ríkharður Kristjánsson, verkfræðingur, til- nefndur af Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Jón Bergs- son, verkfræðingur, tilnefndur af skipulagsstjóra ríkisins, Skúli Guðmundsson, verkfræðingur, til- nefndur af Innkaupastofnun ríkis- ins, Gunnar Sigurðsson, tilnefnd- ur af byggingafulltrúa Reykja- víkurb., Halldór Jónsson, verk- fræðingur, tilnefndur af Félagi ísl. iðnrekanda, Björgvin R. Hjálm- arsson, tæknifræðingur, tilnefnd- ur af Húsnæðismáiastofnun ríkis- ins, og Óttar P. Halldórsson, prófessor, tilnefndur af Iðntækni- stofnun íslands. Öldungadeild í Hveragerði MÁNUDAGINN 7. janúar 1980 kl. 20 hefst starfræksla öldungadeild- ar við Gagnfræðaskólann í Hvera- gerði. Nemendur verða milli 40 og 50 talsins frá 16 ára til sextugs og með mjög ólíka grunnmenntun Sumir eru með gamalt barna- eða fullnaðarpróf, aðrir jafnvel með stúdentspróf, en sérstök inntöku- skilyrði eru nánast engin. Deildin starfar undir eftirliti Mennta- skólans við Hamrahlíð og munu nemendurnir gangast undir sömu vorpróf og öldungarnir við Hamrahlíðarskólann. Jafnframt ávinna þeir sér sömu réttindi til frekara framhaldsnáms og Hamrahl.öldunar þar sem náms- fyrirkomulagið er að öllu leyti byggt á samræmdum námskrám (áfangalýsingum) M.H., fjölbraut- arskólanna og Tækniskóla íslands. Það námsefni, sem er í boði er hið sama og kennt er á fyrsta námsári í M.H., fjölbrautarskól- unum og í frumgreinadeild T.í. og er sameiginlegt öllum námsviðum. Námsáfangarnir eru í íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði, sögu, félagsfræði og jarð- fræði. Háskólamenntaðir kennar- ar annast kennsluna sem fer fram á kvöldin kl. 19—22.30, nema á laugardögum kl. 13—16.30 (ef þörf krefur). Öldungadeildin í Hveragerði er hin fyrsta sinnar tegundar á Suðurlandi og hefur margt full- orðið fólk sýnt stofnun hennar mikinn áhuga. Á kynningarfundi hinn 16. des. sl. og eftir að hann var haldinn hafa um 50 manns leitað upplýsinga og um helming- ur þeirra innritast, en mánudag- inn 7. jan. n.k. kl. 20 verður lokainnritun í námsáfanga, stundaskrá lögð fram og tekið við skólagjöldum (kr. 25—30 þús. fyrir tímabilið jan.—maí). Nem- endur ráða sjálfir námshraða sínum, hversu marga námsáfanga þeir innritast í. Námið hentar þeim sem hyggjast taka stúd- entspróf í áföngum eða fara í Tækniskóla íslands þar sem það samsvarar byrjunarnámi í þessum skólum. En ekki síst er það hugsað sem almenn fullorðinsfræðsla, tækifæri þar sem fólki gefst kost- ur á að bæta almenna undirstöðu- menntun sína og víkka sjóndeild- arhringinn í skemmtilegum fé- lagsskap. 29555 Glœsileg sérhæð til sölu í Hlíöunum, 144 ferm. 30 ferm bflskúr. Til sölu í sama húsi stór 3ja herb. kjallaraíbúö. Breióagerði 3ja herb. rishæö, 80 ferm. Opið í dag frá 10—5. Eignanaust v/Stjörnubíó Til sölu er 4ra herb. einbýlishús ca. 100 ferm. 40 ferm. bílskúr í Grundarfiröi. Skipti á húsnæöi á Reykjavíkursvæöinu koma til greina. Uppl. ísíma 76859 eftir kl. 17.00. -29555- Einbýlishús Óskum eftir tilboði í 165 ferm. einbýlishús með íbúð í kjallara. Stór bílskúr með herbergi og W.C. Stór garöur. Verð ca. 64—65 millj. Opið í dag frá 10—5. Eignanaust v/Stjörnubíó. Opiö í dag 9—4 Hraunbær Mjög góö 3ja herb. íbúö á 3. hæð. Krummahólar 3ja herb. ca. 90 fm. Þvottahús á hæðinni. Bílskýli fylgir. Fossvogur Einstaklingsíbúö ca. 50 fm. Fífuhvammsvegur, Kóp. 4ra herb. íbúð á 1. hæð. 40 fm bftskúr fylgir. Sléttahraun, Hafn. 3ja herb. íbúö á 1. hæö. 90 fm. Bftskúrsréttur. Útborgun 19 millj. Hjallavegur 3ja herb. risíbúð ca. 80 fm. Sér inngangur. Sér hiti. Barónsstígur 2ja herb. íbúð ca. 65 fm. Verð 13—14 millj. Njálsgata 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Sér inngangur. Sér hiti. Útborgun 8,5—9 millj. Kárastígur 2ja herb. íbúö á jarðhæð. Sér inngangur. Sér hiti. Verð 15 millj. Njálsgata 2ja herb. íbúð á 2. hæð. 80 fm. Sér hiti. Sér inngangur. Keflavík 3ja herb. íbúð ca. 90 fm. Laus nú þegar. Verð 14 millj. Útborg- un 8 millj. Hverageröi, einbýlishús 136 fm einbýlishús. 4 svefnher- bergi. Góð greiöslukjör. ÓSKUM EFTIR ÖLLUM STÆRÐUM EIGNA Á SÖLUSKRÁ Pétur Gunnlaugsson, lögfr. Laugavegi 24, simar 28370 og 28040. Opið 1—4 í dag Vesturberg 3ja herb. ca. 90 fm. íbúð á 3. hæð í blokk. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Góö eign. Verð 26 millj., útb. 19,5 millj. Laugarnesvegur Höfum í einkasölu 2ja herb. samþykkta jarðhæö í tvíbýlishúsi. Sér hiti. Sér inngangur, Laus nú þegar. Verð 16,5 millj., útb. 10 millj. Hraunbær 3ja herb. vönduð íbúö á 3. hæö ca. 90 fm. Haröviðarinnréttingar. Flísalagt bað. Útb. 20 millj. Laugarnesvegur Höfum í einkasölu 3ja herb. íbúð á 4. hæð um 87 fm. Manngengt ris yfir íbúöinni sem hægt væri að tengja viö ibúöina. Laus strax. Verð 25—26 millj. Vesturgata Höfm í einkasölu 4ra herb. íbúð á 3. hæö um 117 fm. Sér hiti. Lyfta. íbúðin er teppalögö. Laus nú þegar. Gott útsýni. Ekkert áhvftandi. Útb. 25 millj. Fossvogur Höfum í einkasölu 2ja herb. íbúö á 1. hæð. Góð íbúð. Útb. 14,5—15 millj. Fífusel Höfum í einkasölu 4ra herb. endaíbúö á 1. hæð um 109 ferm auk herbergis og geymslu í kjallara. Útb. 22—23 millj. iiMNIHGiB t nSTEIGNIB AUSTURSTRÆTI 10 A 5 HÆO Slmi 24850 og 21970. Heimaslmi 37272. . >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.