Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980
11
er við að borgin missi fjár-
hagsaðstoð ríkisins við rekst-
ur skólanna.
í tveimur menntaskólum
(high scholls) borgarinnar er
þó stefnt að því að hafa
jafnmarga hvíta og svarta
nemendur. Annar þeirra er
Morgan Park High School.
Hann er í gömlu írsku hverfi
sem er óðum að breytast í
svart miðstéttarhverfi.
Sú þróun er enn algeng í
bandarískum borgum að hvítt
fólk flytur burt úr hverfum
sem blökkufólk byrjar að
flytjast í. Morgan Park þótti
áður einn af betri skólum
Chicago en á nú í erfiðleikum
með að fylla kvóta hvítu
nemendanna. Skólastjórnin
hefur gripið til þess ráðs að
bjóða góðum nemendum úr
síðasta bekk gagnfræðaskóla
að sækja tíma í skólanum
áður en þeirra skóli hefst á
morgnana. Þannig verða
svartir og hvítir nemendur
jafnmargir og vonast er til að
krökkunum lítist nógu vel á
skólann til að velja hann
heldur en einkaskóla næstu
fjögur árin.
Einn þýzkukennari í Morg-
an Park, frú Eva Platzman,
bauð mér að heimsækja skól-
ann einn dag. Auðséð var að
gagnfræðaskólanemendur
sóttu skólann aðeins í fyrsta
tíma. Þau skáru sig úr vegna
þess að þau voru yngri en
aðrir nemendur og auk þess
flest klædd í skólabúninga
írsk-kaþólskra einkaskóla.
Þegar þau fara eru svartir
nemendur í meirihluta. Sam-
skipti þeirra við hvíta eru
heldur lítil. Til dæmis sitja
hvítir og svartir nemendur
varla nokkurn tímann við
sama borð í matsalnum og
einn kennara skólans fullyrti
jafnvel að hvítir nemendur
væru smeykir við að sýna sig
þar inni. Eina iðju stunda þó
nokkrir nemendur af báðum
kynþáttum í sameiningu: Þeir
dunda sér við að kveikja í
auðum húsum í nágrenni
skólans í stað þess að mæta í
tímum.
Nemendum í Morgan Park
hefur fækkað nokkuð á und-
anförnum árum, þeir eru nú
um 2500 talsins. Aðbúnaður í
skólanum virtist mjög góður
og hann búinn fullkomnustu
kennslutækjum. Hæfileikar
kennaranna virtust þó æði
misjafnir. Kennslustund í
sögu Afríku var til dæmis
tímasóun fyrir alla viðstadda
en kennsla í ræðuhöldum
fyrsta flokks. Frú Platzman
sagði að skólar borgarinnar
ættu erfitt með að fá góða
kennara til starfa vegna lágra
launa og ótta kennara við
ofbeldi nemenda.
Það er skemmtilegt að sjá
hvað nemendur í 12. bekk,
sem er síðasti bekkur
menntaskóla, kusu að flytja
ræður um. Þeir áttu að tala
um eitthvert hugðarefni sitt
og reyna að , sannfæra
áheyrendur um réttmæti
skoðunar sinnar. Ein stúlka
talaði um mikilvægi þess að
unglingar fengju rétt til að
láta eyða fóstri án samþykkis
foreldra sinna. Bekknum var
vandamálið augsýnilega hug-
leikið en ræðumanni tókst
ekki að sannfæra alla. Önnur
talaði um nauðsyn þess að
mæta alltaf í kennslustund-
um. Hún benti á að ef búð
væri rænd í nágrenninu væri
bekkjarkladdinn bezta fjar-
vistarsönnunin sem nokkur
gæti haft.
Síðasti ræðumaður, sem
var hvítur, ræddi vandamál
skóla í stórborgum og gagn-
rýndi aðgerðir ríkisins. Hann
var á móti akstri nemenda
milli skólahverfa. Bekkurinn
virtist vera á sama máli
þangað til að bætt var við að
allir skólar væru hvort eð er
jafnir að gæðum. Þá sauð upp
úr og auðheyrt var að nem-
endur töldu skóla í fátækra-
hverfum miðborgarinnar ekki
jafnast á við skóla í auðugri
hverfum og úthverfum.
ab.
gera var að skila aftur til
skattborgaranna þeim 20 millj-
örðum sem þá voru lagðar af 13
mánaðar stjórninni.
Til þess að bæta ríkissjóði
þetta tekjutap var bent á 3—4%
hagræðingu í ríkiskerfinu og
það skal viðurkennt að nokkur
tilflutningur á vinnumarkaðn-
um hefði orðið. En ekki atvinnu-
leysi. En hér með féll ég í þá
gryfju að fara að útskýra stefn-
una með tölum en á því eru
kjósendur orðnir þreyttir. Þeir
vilja heldur sjá árangurinn. Ég
skal því klifra upp úr þeirri
gryfju hið snarasta.
En hvað er þá
framundan?
Ég tel sterkar líkur á því að
starfsstjórn Alþýðuflokksins
hangi fram á vorið. Formenn
flokkanna geri sér brátt ljóst að
enginn geti myndað starfhæfa
meirihlutastjórn.
Komi til kosninga þá á Sjálf-
stæðisflokkurinn að hafa for-
ystu fyrir því að breytingar
verði á kjördæma og kosninga-
fyrirkomulagi.
Sjálfstæðismenn eiga ekki að
láta deigann síga og halda á
lofti þeirri stefnu sem mótuð
var á síðasta landsfundi. Sterk-
lega kemur til greina að boða til
auka landsfundar. Ekki til þess
að skipta um forystu flokksins.
Ég tel það ekki tímabært heldur
til að gefa mönnum kost á að
segja álit sitt á núverandi
stefnu og móta stefnuna í þýð-
ingarmiklum málum s.s. stjórn-
arskrámálinu. Sá landsfundur
yrði til að eyða þeim misskiln-
ingi sem virðist hafa komið upp
í túlkun á stefnunni. Þar eiga
menn að deila málefnalega en
níða ekki skóinn ofan af hvorum
öðrum á síðum dagblaðanna.
Á þeim landsfundi tel ég að
lögfesta beri prófkjör í skipu-
lagsreglum flokksins. Þá tel ég
að endurskoða verði þær reglur
sem miðstjórnin setti.
Sjálfstæðisflokkurinn á gott
málefni að verja og hann á að
móta almenningsálitið en ekki
mótast af því. Með þeim hætti
má vel vera að flokkurinn end-
urheimti það traust er kjósend-
ur sýndu honum í kosningum
1974.
Gísli Baldvinsson.
Þorsteinn Stefánsson:
Yinsældir
verðbólgunnar
Það sem vakti mér mestrar
furðu á þessu líðandi ári eru úrslit
Alþingiskosninganna sem fram
fóru dagana 2. og 3. des. með sigri
Framsóknarflokksins, og þó sér-
staklega hér í Reykjavík. Ég hafði
búist við að það væri á takmörk-
um að Ólafur Jóhannesson næði
hér kosningu, en kemur hér inn
við annan mann. Eru þessi kosn-
ingaúrslit viðurkennig á farsælli
stjórn vinstri flokkanna þetta brot
úr kjörtímabili — 13% mánuð sem
þeir fóru með stjórn landsins?
Mér þykir það ólíklegt. Eða var
það fyrir vinsældir vinstribæjar-
stjórnarinnar og umhyggju Fram-
sóknar fyrir velferð höfuðborgar-
innar? Ekki þykir mér það trú-
legra. Ástæðnanna verður því að
leita annars staðar.
Tvisvar á þessum áratug hefur
Framsóknarflokkurinn staðið
fyrir myndun vinstri stjórnar
undir forustu Ólafs Jóhannesson-
ar; þeirrar fyrri með Alþýðu-
bandalaginu og þeirri síðari með
Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki.
Báðar settu þessar stjórnir met í
verðbólgu, með miklum yfirburð-
um, og báðar skilja þær við mikla
fj árhagserf iðleika.
Margir hafa grætt vel á verð-
bólgunni. Að sjálfsögðu er það
annarra tap, því verðbólga er ekki
verðmætaskapandi. Enn aðrir
halda sig græða á henni meðan
hún grefur undan velferð þeirra.
Þessi trú á verðbólguna er stefnu-
markandi í Framsóknarflokknum.
Það staðfesta kosningaúrslitin hér
í Reykjavík. Þessi áhugi fyrir
verðbólgunni nær einnig inn í
raðir Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks.
Mat mitt á kosningaúrslitunum
er því það, að þau séu sigur
verðbólgunnar undir stjórn Fram-
sóknarflokksins. Fleira má svo
tilnefna, sem stuðlar að samtök-
um vinstri flokkanna gegn Sjálf-
stæðisflokknum, svo sem mögu-
leika á því að hægri stjórn næmi
úr gildi kauplagsvísitöluna, þetta
„fenomen" sem er blóðrás verð-
bólgunnar og hvergi á sér sam-
stæðu í allri jarðarkringlunni, og
einnig það að vinnulöggjöfinni
yrði breytt í þá veru að það gæti
ekki endurteki- sig að einn
ábyrgðarlaus skynvillingur geti
bannað alla vöruflutninga frá
landinu í langan tíma til milljarða
tjóns fyrir þjóðfélagið. Þetta heit-
ir helgur réttur til kjarabaráttu
öreiganna. Hver varð svo árangur-
inn? Það hefur ekki verið upplýst.
í kosningabaráttunni lagði
Sjálfstæðisflokkurinn höfuð-
áherslu á viðnám gegn verðbólg-
unni og lækkun skatta. Þetta
reyndist ekki sigurstranglegt, eins
og stemningin er fyrir verðbólg-
unni. Þó skattalækkanir séu vin-
sælar, þá nær það skammt þegar
verðbólgan er annars vegar. En
við erum þó reynslunni ríkari.
Ástandið í íslenskum efna-
hagsmálum er mjög alvarlegt.
Landið má heita stjórnlaust. Er-
lend skuldasöfnun er orðin hroll-
vekjandi og á eftir að valda hér
miklum kjaraskerðingum ef þær
skuldir verða nokkurn tíma borg-
aðar. Skattheimta vinstri flokk-
anna blóðmjólkar fjárvana at-
vinnuvegi, sem eru eins og hús það
sem byggt er á sandi. Hagnaður af
atvinnurekstri heitir arðrán, og
atvinnurekendur arðræningjar.
Verðbólgugróðinn einn er þessum
flokkum þóknanlegur. Hann er
líka skattfrír.
Framhaldandi vinstri stjórn
finnst mér stefna í þá átt að
sjálfstæði þjóðarinnar verði sjálf-
stæði beiningamannsins. Og þá
gæti þess ekki orðið langt að bíða
að einhver sú jþjóð sem sæktist
eftir aðstöðu á Islandi tæki að sér
framfærslu þurfalingsins og skap-
aði sér sjálf þóknun fyrir aðstoð-
ina.
Þorsteinn Stefánsson
Landsleikur í handknattleik
ISLAND
POLLAND
í Laugardalshöll í dag kl. 15.00.
E.Th. Mathiesen h.f.
Dalshrauni 5, Hafnarfirði, sími 51888.
Fékkst þú þér Tropicana í
morgun?
Sól h.f.
s. 26300.
íþróttafólki og áhuga- og stuðningsmönnum
íþrótta óskum viö heilla og góörar ánægju á
nýbyrjuöu ári.
Ágnar Lúðvíksson h.f.,
Reykjavík.
Skrifstofuvélar h.f.
Hverfisgötu 33, Reykjavík,
sími 20560.
LIIVI OG KITTI
ppÁ
Ferðaskrífstofan
ÚTSÝN
— ®
0
Skagfjörð
Lesiö
sérritin.
Frjálst
framtak
Ármúla 18.
HSI
Afram Island
HSI