Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980 7 Afkoma manns og þjóöar Engum dylst, aö síðasta áriö höfum við íslendingar veriö aö stefna niður á viö: Oft hefur heimsins gálaust glys gjört mér ama úr kæti. Hæg er leið til helvítis hailar undan fæti, sagöi Bólu-Hjálmar á sínum tíma. Og víst er um þaö, að svo viröist nú sem ýmsa stjórnmála- menn skorti þrek til þess að snúast gegn vandan- um. Þeir hugsa sór, aö þaö sé áhættuminna að láta enn undan síga, hopa fyrir þrýstingnum og freista þess aö kenna öðrum um eftir á, þegar illa hefur tekizt til. Kjarni málsins er að sjálfsögöu sá, aö þjóöar- tekjurnar hafa rýrnað undir vinstri stjórn og þær halda áfram að rýrna á þessu ári á hvern ein- stakan. Af þeim sökum kemur minna til skipta og ;ð Mhwrju !*»\> /ni Mi' Athugasemd vic leiðara Þjóðvilj ans þ. 29. des. sl. ; ; •" Sjálfstgfl ntal a tillögum Framsóknarflokksins 1 15till9%kjaraskerðmg Ph á tveimur árum a.m.k. Einar karl "‘loVr.tum'.ní Haraldsson iS!rfnUan.*, iitiosum svarar V“i'IrS'Z"»iÍ’ Guðmundl G. XSZFZZ, Þórarinssynl . "K .SS, orofjorNinu. lífskjörin halda áfram aö versna. í stórum dráttum helst í hendur afkoma manns og þjóöar. Menn geta ekki vænzt þess, aö þeir geti allir samtímis bætt kjör sín, ef þau versna, þegar á heildina er litið. Þaö er eftirtektarvert, hvernig talsmenn Verka- mannasambands íslands tala núna. Ekki eru nema tæp tvö ár síðan þeir skáru upp herör til þess að mótmæla efnahagsað- geröum, sem fyrst og fremst bitnuöu á þeim, sem hæst höföu launin, en hinir lægst launuöu héldu sínum hlut í stórum dráttum. Þá tók Guð- mundur J. Guðmundsson höndum saman við full- trúa verkfræðinga, flug- manna og lækna og krafðist þess, að verö- bætur launa yröu reikn- aðar í prósentum en ekki krónutölu. Þá var við völd ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar, sem honum þótti mikilvægara að koma höggi á en að standa fast á málstað verkamannsins við höfn- ina. Þrætubókarlist vinstri manna Steingrímur Her- mannsson var ekki fyrr búinn að gefast upp við myndun nýrrar vinstri stjórnar en hann lýsti því yfir, að hann héldi helzt, að þvílík stjórn væri í burðarliðnum. Síðan rifj- aði hann upp, hvað ýmsir forystumenn Framsókn- arflokksins hefðu sagt fyrir 30 eða 40 árum og reyndi að bera sig saman við þá eins og hann væri þjóðmálaskörungur. Steingrími og ýmsum öðrum forkólfum vinstri manna hefur þannig þótt gaman aö því að látast vilja starfa saman, af því að þeir eigi svo margt sameiginlegt, — af því aö stefna þeirra sé svo lík. Þó geymir sagan naum- ast nokkurt dæmi þess, aö þeir hafi náð sam- stöðu í meiriháttar mál- um, — nema á síðasta ári í sambandi við skeröingu kaupmáttarins og krukk- ið í kjarasamningana. Á þeim punkti sameinuöust þeir allir þrír Framsókn- arflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. í Þjóðviljanum í gær eru dæmigerð skrif fyrir þrætubókarlist vinstri manna. Kjaraskerðingin á síðasta ári var sem næst 1% á mánuði. Samt þykjast þeir báðir, Einar Karl Haraldsson ritstjóri Þjóðviljans og Guðmund- ur G. Þórarinsson þing- maður Framsóknar- flokksins, undir engum kringumstæðum geta hugsað sér, að kjör hinna lægst launuðu verði skert hið allra minnstal En þeir brigzla hvor öörum um að vilja það og gengur ritstjórinn svo langt að segja, að nú sé það ein- lægur ásetningur Fram- sóknarflokksins aö skeröa kjörin um ekki minna en 15—19% á næstu tveim árum (til viðbótar kjaraskerðing- unni í fyrra). Þegar skrif manna eins og Einars Karls og Guð- mundar eru lesin og jafn- framt hafðar í huga allar þessar tilraunir til þess aö koma á vinstri stjórn fer ekki hjá því, að rifjist upp fyrir mönnum gamall bókartitill og þó nokkuð breyttur: Ástir mislyndra hjóna. Hressingarleikfimi karla Kennsla hefst aftur mánudaginn 7. janúar í leikfimisal Laugarnesskólans kl. 21.45. Fjölbreyttar æfingar. Veriö meö frá byrjun. Innritun og upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari Hjartans þakkir öllum sem hafa sýnt mér og mínum kisum hlýhug og vinsemd meö alls- konar matarsendingum og mörg peninga- áheit. Kærar kveöjur. Gudrún Á. Símonar. rn^—^^^^mmmmmm^mm^mm^mmm Hjartans þakkir til allra þeirra vina og vandamanna, er heiöruöu okkur á gullbrúðkaupsdegi okkar þann 22. 12. 1979. Sérstakar þakkir viljum viö færa börnum okkar tengdabörnum og barnabörnum ásamt fjölskyldum þeirra. Gleöilegt nýtt ár. Guóbjörg Jónsdóttir Þorvaldur Gudjónsson Sólvallargötu 26, Keflavík ma^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Lærið bridge — betri bridge Námskeið fyrir byrjendur Námskeiö fyrir spilahópa og aöra, sem vilja skerpa kunnáttuna. Almennt spila- og kynningarkvöld ífélagsheimili Fáks mánudaginn 7. janúar kl. 20.30 til 23.30. Lærið bridge, sími 19847, Ásinn, Bridgeskóli Páls Bergssonar. r “N Hef opnað lögmannsskrifstofu að Klapparstíg 40, Reykjavík Viötalstími 9—10 og 15—17. Sími 28188 GÍSLI BALDUR GARÐARSSON HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 56. og 59. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1979 á Holtagerði 56 — hluta — þinglýstri eign Konráös Guðmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudaginn 14. janúar 1980 kl. 17:30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Garðabær Blaöberar óskast til aö bera út Morgunblaöiö í eftirtalin hverfi: hluta af Sunnuflöt og Markarflöt, og Hráunsholt (Ásar). Upplýsingar gefur umboösmaöur Morgun- blaösins í Garðabæ, sími 44146.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.