Morgunblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 36
:Sími á ritstjórn og skrifsiofu:
10100
|M«rgunbbibib
Síminn á afgreiðslunni er
83033
JM*r0iinblnbtb
LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980
Haukur
Angantýsson
Haukur náði
alþjóðlegum
meistaratitli
IIAUKUR Angantýsson skák-
maður trygííði sér í gær þriðja
og síðasta áfanga alþjóðlogs
meistaratitils í skák á Rilton-
cup skákmótinu í Stokkhólmi.
Haukur hlaut 7 vinninga í 9
skákum og varð í 2.-5. sæti.
Hann tefldi í gær við Svíann
Wedberg og tapaði skákinni
eftir mikla baráttu. Jafntefli í
skákinni hefði tryggt Hauki
efsta sætið því sigurvegarinn
Kaiszauri hlaut Vk vinning.
Fyrir síðustu umferðina var
Haukur efstur ásamt Kaiszauri
með 7 vinninga. Hins vegar
mátti hann tapa fyrir Wedberg
og verða samt alþjóðlegur
meistari. Lagði því Haukur allt
í sölurnar til að vinna mótið
einn en spennti bogann of hátt.
Geir Hallgríms-
son ræddi við
formenn hinna
f lokkanna í gær
GEIR Hallgrímsson. formaður
Sjálfstæðisflokksins, átti í gær við-
ræður við formenn hinna þriggja
stjórnmálaflokkanna, og ýmsa aðra
áhrifamenn. Viðræður Geirs eru
enn á könnunarstigi og er öilum
möguleikum enn haldið opnum, þ.e.
a.s. samstarfi allra flokka.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu, stefnir Geir Hallgrímsson
að því, að línur hafi skýrzt í tilraun
hans til stjórnarmyndunar, þegar
Alþingi kemur saman.
Kratar ókyrrast í ráðherrastólunum:
Fer stjórnin
frá um miðj-
an mánuðinn?
SUMIR ráðamenn Alþýðuflokksins
munu vera þeirrar skoðunar, að
minnihlutastjórn flokksins sem set-
ið hefur sem starfsstjórn um skeið
eigi að hætta störfum og ráðherrar
að yfirgcfa ráðuncytin eftir miðjan
janúar, ef rikisstjórnin fái ekki
meira svigrúm tii starfa en' hún
hcfur nú. Vcrði skattafrumvarpið
ekki afgreitt strax er þing kemur
saman og rikisstjórninni ekki veitt
heimild til þess að gera ráðstafanir
samhliða fiskverðsákvörðun. mun
það skoðun þessara manna að Rene-
dikt Gróndal eigi að tilkynna for-
seta íslands, að ríkisstjórnin láti af
störfum.
Þessi viðhorf voru til umræðu í
Flugleið-
ir segja
upp samn-
ingum við
flugmenn
FLUGLEIÐIR h/f hafa nú
sagt upp kjarasamningum við
flugmenn félagsins. Samning-
arnir falla úr gildi 1. febrúar
n.k.
Formaður Félags Loftleiða-
flugmanna Baldur Oddsson,
upplýsti á blaðamannafundi i
gær, að þetta væri í fyrsta sinn
sem atvinnurekandinn segði
upp samningum við flugmenn.
Venjan væri sú, að flugmenn
hefðu sagt upp samningunum.
Hann bætti því við, að flug-
menn mættu reikna með því að
Flugleiðir settu fram einhverj-
ar kröfur. Það væri a.m.k.
venjan, að sá aðili sem segði
upp samningum gerði það á
þeim grundvelli að ná fram
betri samningum til handa
uppsagnaraðilum.
fyrradag á þingflokksfundi í Alþýðu-
flokknum, þar sem þingmenn flokks-
ins ræddu stjórnmálaviðhorfið al-
mennt. Verði skattalagafrumvarpið
með innheimtuákvæðum ekki að lög-
um, mun ekki unnt að innheimta
skatta og miklir erfiðleikar eru á
fiskverðsákvörðun, sem lögum sam-
kvæmt átti að taka gildi 1. janúar, en
ríkisstjórnin veitti yfirnefnd Verð-
lagsráðsins heimild til frestunar
fram á mánudag, 7. janúar. Þessa
stöðu telja alþýðuflokksmenn algjör-
lega óviðunandi og telja sumir þeirra
að þeim sé ekki sætt við slíkar
aðstæður í valdalausri starfsstjórn,
sem ekkert umboð hafi til þess að
gera nauðsynlegar ráðstafanir.
Þegar eftir alþingiskosningarnar í
desember, baðst ríkisstjórnin lausn-
ar og veitti forseti Islands henni þá
lausn. Samkvæmt venju fór forsetinn
fram á það við stjórnina, að hún sæti
áfram, unz ný ríkisstjórn hefði verið
mynduð og samþykkti stjórnin það.
Nú telja sumir alþýðuflokksmenn
hins vegar forsendur gjörbreyttar og
svo miklar blikur á lofti í þjóðmálun-
um, að eigi sé ríkisstjórninni sætt,
fái hún ekki rýmra umboð til stjórn-
unar en hún hefur. Einn alþýðu-
flokksmanna sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að með því að
sitja algjörlega áhrifalaus, væri ekki
aðeins Alþýðuflokknum gerður óleik-
ur, heldur og landsmönnum öllum,
því að óbreytt ástand leiddi aðeins til
stöðvunar og atvinnuleysis.
Ljðsm. Mbl. Krlstinn.
íþróttamaður ársins 1979
Hreinn Halldórsson var i gær kjörinn íþróttamaður ársins og er það i
þriðja skiptið á siðustu fjórum árum sem Hreinn hlýtur þetta
sæmdarheiti. Hreinn hlaut nú 64 stig af 70 mögulegum. Á iþróttasiðunum
er nánar greint írá kjörinu, auk viðtals við kempuna.
Áhugi á nýsköpun
hjá Alþýðuflokki
Áþreifingar framsóknarmanna við Sjálfstæðisflokk
ÞINGMENN Alþýðuflokksins sátu
þingflokksfund í fyrradag og var
stjórnmáiaviðhorfið til umræðu.
Meirihluta þingflokksins leizt þar
mjög vel á myndun nýsköpunar-
stjórnar, sem menn líta á sem
„vopnah!ésstjórn“ og myndi lang-
lífi hennar byggjast á Alþýðu-
bandalaginu. Innan þingflokks Al-
þýðubandalagsins mun hins vegar
sú skoðun vera uppi, að gangi
Alþýðubandalagið til stjórnarsam-
starfs við Sjálfstæðisflokkinn,
verði Alþýðuflokkurinn að vera
þar einnig. Svipuð afstaða gagn-
vart Alþýðubandalagi mun rikja
innan Alþýðuflokks.
þessi öfl vilji koma í veg fyrir aðrar
stjórnarmyndanir og muni síðan
taka málin í sínar hendur í
febrúarmánuði og standa að mynd-
un slíkrar stjórnar. Er talið, að
Tómas Árnason muni þar fremur
eiga hlut að en Steingrímur Her-
mannsson.
Varðskipið flytur
hrútinn til
LANDHELGISGÆZLAN vinn-
ur mikilvæg þjónustustörf
fyrir landsmenn eins og allir
vita og verkefnin, sem gæzlu-
mönnum eru falin eru hin
margbreytilegustu eins og
dæmin sanna.
Um helgina munu varð-
skipsmenn sinna mjög óvenju-
legu verkefni, nefnilega að
flytja hrút milli staða í Arnar-
firði. Þannig er, að aðstoðar-
beiðni hefur komið frá Aðal-
steini Guðmundssyni bónda að
Laugabóli í Arnarfirði. Aðal-
steinn á ær, sem ganga sjálfala
í skóglendi í Geirþjófsfirði, en
þangað er illfært landleiðina.
Nú er fengitíminn nýbyrjaður
og því brýn nauðsyn fyrir Aðal-
stein að koma hrút sínum þang-
ánna
að og hleypa til ánna. Voru nú
góð ráð dýr en Aðalsteinn fann
lausnina. Hún er sú að flytja
hrútinn frá Laugabóli til Geir-
þjófsfjarðar með varðskipi.
Kom hann beiðni til Landhelg-
isgæzlunnar sem brá skjótt við
og mun flytja hrútinn í dag eða
á morgun.
Það er mikið í húfi fyrir
Aðalstein. I fyrra kom hann
ekki hrútnum til Geirþjófs-
fjarðar í tæka tíð. Fengitíminn
leið hjá og ær Aðalsteins báru
því ekki lömbum og hann varð
því fyrir stórtjóni
Alþýðubandalagið er í raun klofið
í afstöðu sinni til nýsköpunarstjórn-
ar og vill t.d. meirihluti verkalýðs-
arms flokksins í Reykjavík eindreg-
ið reyna þetta stjórnarmynstur og
hefur þar gætt óþolinmæði gagn-
vart því, hve seint stjórnarmyndun-
arkönnun Geirs Hallgrímssonar
gengur. Hinr. armur flokksins mun
reyna að koma í veg fyrir stjórnar-
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í
lengstu lög og vill hann, að stjórn-
armyndunartilraun Geirs mistakist.
Ber hann þá von í brjósti, að Lúðvík
Jósepssyni muni síðan takast það
sem Steingrími Hermannssyni mis-
tókst — að mynda vinstri stjórn.
Takist ekki að koma á slíkri stjórn,
vill þessi armur helzt, að Alþýðu-
bandalagið sé utan stjórnar.
Þá hefur Morgunblaðið haft af því
spurnir, að öfl innan Framsóknar-
flokksins hafi hafið áþreifingar
gagnvart Sjálfstæðisflokki um sam-
stjórn þessara tveggja flokka. Þess-
um öflum finnst Steingrímur Her-
mannsson hafa verið einum of
fljótur á sér að útiloka samstarf við
Sjálfstæðisflokk, sem hafi verið
misráðið. Er uppi kenning um, að
Loðnunótin
kostar um
60-70 mffli
LOÐNUVEIÐAR mega hefjast
þriðjudaginn 8. janúar n.k. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem Mbl.
fékk í gær, er unnið að því af
fullum krafti að gera bátana
klára fyrir vertiðina og taka
næturnar um borð.
Kostar það drjúgan skilding
fyrir útgerðirnar að fá nýjar
nætur, því að stórar loðnunætur
kosta nú 60—70 milljónir króna.
Almennt er búist við því að
loðnubátar leggi úr höfn um
helgina. Einn bátur er þegar
farinn til loðnuleitar, Gígjan frá
Reykjavík.