Morgunblaðið - 08.01.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.01.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980 Grænlensk list í Norræna húsinu SÝNING á grænlenskri list i sögnum og daglegu lifi verður opnuð í Norræna húsinu á morg- un miðvikudaginn 9. janúar kl. 18. Verður sýningin opin daglega kl. 14—19 til 28. janúar. í tengslum við sýninguna mun danski listmálarinn Bodil Kaalund halda erindi um grænlenska list. Bodil Kaalund nam við Listahá- skólann í Kaupmannahöfn. Er hún mjög fróð um grænlenska list og menningu og hefur m.a. ferðast mikið um Grænland. Árið 1969 setti hún upp grænlenska sýningu í Louisiana-safninu í Danmörku og er hún aðalhvatamaður að þeirri farandsýningu, sem nú verður sett upp í Norræna húsinu. Fyrirlestur Bodil Kaalund verð- ur laugardaginn 12. janúar kl. 15 og sýnir hún litskyggnur með fyrirlestrinum. Síðan mun hún og grænlenska listakonan Aka Höegh leiðbeina sýningargestum. Norska stjórn- in fær tveggja vikna frest til að koma vitinu f yrir Islendinga Osló, 7. janúar. Frá fréttaritara Mbl. Jan Erik Lauré. SVO virðist sem lokun norskra hafna til að þrýsta á norsku stjórnina til að lýsa yfir 200 milna efnahagslögsögu við Jan Mayen hafi verið slegið á frest, en í undirbúningi eru einhverjar aðr- ar aðgerðir meðan tveggja vikna frestur ríkisstjórnarinnar líður. Norskir sjómenn eru mjög bitrir vegna afstöðu norsku stjórnarinn- ar og formaður norska bátaút- gerðarfélagsins, Per A. Sævik sagði eftir ársfund félagsins um helgina, að íslendingar hefðu ráð fiskifræðinga að engu og viidu greinilega ráða ferðinni einir. „Okkur finnst við hafa verið gabbaðir svo um munar“, sagði Sævik, „en engu að siður viljum við sýna þá þolinmæði að gefa norskum stjórnvöldum tveggja vikna frest til að koma vitinu fyrir íslendinga“. Loðnuveiðar íslendinga í vetur og Jan Mayen svæðið hafa á nýjan leik orðið efni heitra umræðna í Noregi. Nprskir sjómenn halda því fram að Islendingar ofveiði loðn- una og telja sig svikna af norskum stjórnvöldum meðan þau lýsa ekki einhliða yfir 200 mílna efnahags- lögsögu við Jan Mayen. Á ársfundi norska bátaútgerð- arfélagsins, sem haldinn var í Haugasundi um helgina, gagnrýndi norski sjávarútvegsráðherrann Ey- vind Bolle loðnuveiðar Islendinga og kvaðst hann mundu ræða málið Leiðrétting Þegar birt var hér í blaðinu 5. þ.m. bréf til Útvarpsráðs frá 20. maí sl., féllu niður í prentun nöfn þeirra fjögurra manna, sem rituðu undir orðsendingu þá til blaðsins, sem bréfinu fylgdi. En þeir voru: Broddi Jóhannesson, Helgi Hálf- danarson, Jón úr Vör og Matthías Jónasson. Þeir óska þess, að þetta sé leiðrétt, þar eð einn þeirra fimm manna, sem bréfið höfðu sent til Útvarpsráðs á sínum tíma, Jóhann Gunnar Ólafsson hæstaréttarlög- maður, er nú látinn. við íslenzk stjórnvöld á næstunni. Bolle sagði að það hefði verið erfitt norskum stjórnvöldum að fram- fylgja veiðibanni á norska loðnu- sjómenn eftir 20. ágúst í fyrra. „ Við gerðum það í trú á, að veiðibannið myndi auðvelda samn- inga við íslendinga um Jan Mayen", sagði Bolle. „Við höfum síðan fylgzt áhyggjufullir með veiðum Islendinganna". Bolle sagði að að vísu byggðust auknar loðnu- veiðar Islendinga á niðurstöðum nýrra rannsókna fiskifræðinga. „Hinar miklu loðnuveiðar íslend- inga og auknar veiðar annarra þjóða á öðrum fisktegundum á Jan Mayen svæðinu sýna að það er nauðsynlegt að ná samkomulagi um Jan Mayen hið fyrsta", sagði Bolle. Bolle sagði, að íslendingar hefðu veitt 440.000 tonn af loðnu á haustvertíðinni af þeim 650.000, sem mælt var með veiðum á frá sumri 1979 og fram á vor 1980. „Okkur hefur nú verið tilkynnt að Islendingar muni jafnvel leyfa veiðar á 275.000 tonnum á vetrar- vertíðinni í ár, sem þýðir að loðnuafli Islendinga einna yrði þá um 715.000 tonn. Við þau bætast norski kvótinn upp á 124.000 tonn og minni háttar kvóti Færeyinga, þannig að heildarloðnuveiðin yrði nálægt 850.000 tonnum", sagði Bolle. „Okkur er það óskiljanlegt, að norski sjávarútvegsráðherrann skuli harma þróun loðnuveiða Islendinga í haust og vetur", sagði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra Islands í samtali við norska blaðið Aftenposten. „Við ákveðum veiðarnar með hliðsjón af stöðugum rannsóknum á loðnu- stofninum og nýjustu tölur bera það með sér að loðnustofninn er mun stærri, en við álitum í fyrra- haust". Kjartan Jóhannsson sagði, að loðnuveiðarnar í janúar yrðu tak- markaðar við 100.000 lestir og að um mánaðamótin janúar/febrúar yrði tekin ákvörðun um leyfilegt veiðimagn síðar á vetrarvertíðinni. 3 menn hætt komnir á Mývatnsöræfum Mývatnssveit. 7. janúar 1980. 1 GÆR fóru þrír menn héöan úr Mývatnssveit austur í Grafarland og Herðubreiðarlindir. Farið var á snjóbíl og var aðaltilgangurinn með þessari ferð, að leita að kindum. Þeir sem fóru voru Jón Árni Sigfússon, Gunnar Rúnar Pétursson og Hermann Krist- jánsson. Færð var allgóð fyrir snjóbílinn. Stillt og bjart veður var, og frost tólf til fimmtán stig. Gekk allt vel, þar til leitarmenn voru komnir í svonefnd Fell, nokkuð langt suður frá Jökulsá. Verða þeir þá varir við einhverja Þeir héldu nú áfram eftir að vera búnir að jafna sig að nokkru. Urðu þeir að hafa bílinn opinn, og ekki var unnt að hafa miðstöðina í gangi. Köld varð því vistin í bílnum, enda frost allhart eins og áður sagði. Þeir fóru alla leið inn í Herðubreiðar- lindir, en fundu aðeins eitt lamb sem flutt var til byggða. Ljóst var á heimleið- inni að óráðlegt var að fara á snjóbílnum alla leið heim, við þær aðstæður sem þarna voru. Höfðu þeir samt getað ónotakennd, og skiptir engum togum að Gunnar Rúnar missir meðvitund og hinir urðu einnig hætt komnir, en tókst þó að komast út með Gunnar. Var hann í dái í um það bil fimmtán mínútur, og var dasaður alllengi á eftir. Fóru þeir nú að athuga hvað valdið hefði þessu ástandi og kom í ljós að brotnað hafði útblástursrör á bílnum og af þeim sökum komist eitraður kolsýringur inn í býlinn. En bíllinn er loftkældur, og miðstöðin fær heitt loft frá kælingu vélarinnar. Er rörið fór í sundur náði miðstöðin að blása inn í bílinn útblásturslofti vélarinnar. Herðubreiðarlindir. Það sýndi sig í þessari ferð, og raunar í mörgum slíkum ferðum, að nauðsynlegt er að hafa gott talstöðvarsam- band. Rétt er og skylt að færa Grímsstaðamönnum sér- stakt þakklæti fyrir aðstoð- ina. I þessari ferð hefðu getað gerst alvarlegri at- burðir en urðu, fjarri mannabyggðum, uppi á ör- æfum um hávetur. — Kristján. komist á snjóbílnum norður á þjóðveg. Höfðu þeir síðan talstöðvarsamband við Grímsstaði á Fjöllum, og óskuðu eftir að þeir yrðu sóttir austur. En vegna síma- bilana reyndist erfitt fyrir fólk á Grímsstöðum að ná símasambandi við Mývatns- sveit. Tókst það þó að lokum. Farið var á jeppa austur í gærkvöldi, og gekk sú ferð sæmilega. Þó voru allmargir skaflar á leiðinni. Snjóbíll- inn var hins vegar skilinn eftir við vegamótin inn í Eigum til af- greiðslu með stutt um fyrirvara fáeina DODGE ASPEN og PLYMOUTH VOLARE, 2ja og 4ra dyra, árgerö 1979 á sérstöku afsláttarveröi, sem er allt að KR. 1.200.000 TIL 1.500.000 LÆGRA VERÐ en á 1980 órgerðinni. Bílarnir eru aliir í deluxe útgáfu, sjálfskiptir, meö vökvastýri og aflhemlum. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Nýtiö þetta einstaka tækifæri til að eignast óvenju glæstan og hagkvæman vagn á verði, sem nánast vonlaust er að endurtaka og verið á undan næstu efnahagsaögerðum. Taliö við okkur strax í dag, á morgun kann þaö aö vera of seint. SÖLUMENN í CHRYSLER-SAL Símar 83330 og 83454. Sýningarbíll á staðnum O Ifökull hf. Umboðsmenn: Sniöill h.f. Akureyri — Bílasala Hinriks Akranesi — Friörik Ósk- arsson Vestmannaeyjum og Óskar Jónsson Neskaupstaö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.