Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1980, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1980 Likan af Bernhöftstorfunni sem Sigurður Orlygsson listmálari gerði árið 1973. Likanið er geymt hjá Þróunarstofnun Reykjavíkur. Ilúsaröðin sem nú orðið er kölluð Bernhöftstorfan myndar, ásamt stjórnarráðshúsinu og Menntaskólahúsinu, elstu húsaröð landsins. Elstu hús Torfunnar voru reist á þeim tima þegar Reykjavik var að taka við hlutverki höfuðborgar. Helstu stofnanir og embættismenn voru flutt í bæinn og fleiri bættust við á tímabilinu. Þær hræringar sem leiddu af sér sjálfstæðisbaráttuna voru að hefjast. Þessi elstu hús voru reist í lfnu suður af tugthúsinu/stiftamtmanns- bústaðnum. Þegar Bessastaðaskóli var fluttur til Reykjavikur 1846 var skólahúsið reist i framhaldi af þessari húsaröð. { ráði var að þessi húslina héldi áfram til suðurs. Árið 1868 synjaði byggingarnefnd t.d. um leyfi til að byggja vestan núverandi Laufásvegar þvi hið óbyggða beiti milli Lækjargötu og húsaraðarinnar i Ingólfsbrekku ætti að haldast órofið suður að Tjörn. Húsunum hefur lítið verið breytt frá miðri 19. öld. Tvær byggingar i röðinni eru yngri, viðbygging sunnan við Amtmannsstig 1 og steinhúsið Lækjargata 3. Viðbyggingin við Amtmannsstíg er reist 1905 og teiknuð af fyrsta lærða arkitekt Islands, Rögnvaldi ólafssyni. Lækjargata 3, Gimli. var reist 1905 ug voru i þvi ýmiss konar nýjungar i húsagerð, svo sem járnbent steinsteypuloft á tvcimur stöðum. Knud Zimsen lét reisa það en hann varð síðan borgarstjóri i Reykjavik. Þegar árið 1956 benti Helge Finsen arkitekt á það að húsaröðin i brekkunni væri „det eneste nogenlunde samlede bybillede fra ældre tid og det kan derfor være rimeligt að overveje tanken om bevaring af rækken“. Síðan hafa Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson tekið í sama streng i könnun sinni á gamla miðbænum og mæltu með friðun húsanna 1968. Árið 1970 byrjaði arkitektafélagið að vekja áhuga á málinu og huáin voru mæld upp. Árið eftir var haldin hugmyndasamkeppni um svæðið og 1972 voru torfusamtökin mynduð til að ræða málin á breiðum grundvelli. Úttekt á ástandi húsanna var gerð 1977, en sum þeirra höfðu brunnið það ár. Húsfriðunarnefnd og þjóðminjavörður beindu þeim tilmælum til menntamálaráðherra að hann friðaði húsin. Núverandi menntamálaráðherra, Vilmundur Gylfason, hefur leigt Torfusamtökunum húsin á Bernhöftstorfunni til 12 ára. Gimli er þó ekki inni i þessum samningi. Ákvörðun um hvað gera á við húsin hefur ekki verið tekin en Guðrún Jónsdóttir formaður Torfusamtakanna sagði að fyrst og fremst væri hugsað um að koma þar á fót f jölbreyttr Stefán bjó í húsinu til 1849 og síðan fjölskylda hans. 1858 keypti Martinus Smith, konsúll og kaup- maður húsið á uppboði. Séra Stefán Thorarensen eign- aðist húsið á árunum 1886—1888. Árið 1893 fékk Hannes Hafstein afsal fyrir eigninni. Hann bjó þar, þangað til hann varð sýslumaður á Isafirði 1896, en seldi þá Lands- bankanum eignina. Guðmundur Björnsson, héraðs- læknir og kennari við lækna- skólann, keypti húsið 1897. Guð- mundur varð landlæknir og for- stöðumaður Læknaskólans 1906. Hann sat um tíma í bæjarstjórn Reykjavíkur og þrívegis á Alþingi, síðast sem forseti efri deildar. Landlæknir var hann til 1931. Guðmundur átti húsið og bjó í því til dauðadags 1937. Ríkið keypti húsið 1939. Við- byggingin, „Nýja húsið“, var leigð út til íbúðar og í eldri hlutanum var bókbandsstofa prentsmiðj- unnar Gutenberg. Húsið hefur staðið autt frá því um 1970. 1905 byggja við húsið að sunnan- verðu. Þessi viðbygging nær nokk- uð vestur fyrir húsið og er þar 3 hæða turn. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði viðbygginguna. Lækjargata 3, Gimli Knud Zimsen, verkfræðingur, síðar borgarstjóri, keypti 1904 hluta af lóðinni Amtmannsstíg 1 og reisti þar 1906 steinhúsið Gimii. Hann flutti þaðan 1911 og þar bjó síðan Georg Copland, fiskkaupmaður með fjölskyldu til 1919. Hallgrímur Tulinius stórkaup- maður bjó þar fram til 1932. Mötuneyti var þar um tíma, en um 1944 flutti biskup, Sigurgeir Sigurðsson í húsið. Þá var biskupsskrifstofan í út- byggingu austan við húsið um tíma. Árið 1954 var húsið tekið undir skrifstofur, þar var Varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins og Fasteignamat ríkisins. Ferða- bitum og skeifnateinum á milli. Turnþakið var fyrsta þakið úr járnbentri steinsteypu hér á landi. Það var jarðbikað að ofan og steinsalla stráð í bikið. Útveggir voru jarðbikaðir að innan og síðan sléttaðir og þaktir veggfóðri. Á útidyratröppum og undir eldstó í eldhúsi var sett terrazzo, sem ekki hafði sést hér á landi áður. Vatn var leitt í húsið úr Smithsbrunni á túninu vestan við húsið og var dæla í kjallara. Bankastræti 2 Ein elsta verslunin í Reykjavík var Nordborgarverslunin, sem var í eigu kaupmanna frá Nordborg á Als. Þeir höfðu reist hús við Hafnarstræti (nr. 10, þar var síðan verslunin Edinborg) og var þar sölubúð, vöruskemmur og íbúðir faktora. Árið 1844 varð P.C. Knudtzon einn eigandi fyrirtækisins, en hann hafði starfað við verslunina frá 1814. Hann var nefndur Bemhöftstorfan elsta húsaröð landsins Amtmannsstígur 1 Árið 1838 fékk Stefán Gunn- laugsson útmælda lóð á Stöðla- kotstúni og byggði þar hús. Stefán Gunnlaugsson varð sýslumaður í Gullbringu- og Kjós- arsýslu árið 1935 og flutti þá til Reykjavíkur. Árið 1838 varð hann land- og bæjarfógeti. Hann vann að því að bæjarstjórn var stofnuð 1836 og hefur verið nefndur faðir bæjarstjórnar. Stefán lét setja brú yfir lækinn niður af húsi sínu og framlengja Lækjargötu að brúnni. Stefáni þóttu dönsk áhrif of mikil í Reykjavík, og vildi íslenska bæinn. Hann gaf út tilkynningu um að „íslensk tunga á við í íslenskum kaupstað, hvað allir athugi." Hann vildi einnig bæta drykkjusiði bæjarbúa, og gaf út ýmsar tilkynningar, sem áttu að stuðla að því. Hann lét af embætti 1849 og varð þá sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu. Hús Stefáns Gunnlaugssonar var einlyft timburhús með risi, byggt úr bindingi, múruðum með múrsteini, borðaklætt og með borðaþaki. Húsið var vandað og var ívið hærra undir loft en þá tíðkaðist. Martinus Smith lét 1859 lengja húsið til norðurs og byggði kvist á vesturhliðina og útbygg- ingu í framhaldi af honum á austurhlið. Þá var sett helluþak á húsið. í húsinu voru þá 8 herbergi. Guðmundur Björnsson lét árið skrifstofa ríkisins flutti þangað 1956, og var þar til 1973. Nú eru þar ýmsar skrifstofur. Húsið, framhús að Lækjargötu, millihús og bakhús að Skóla- stræti, var hlaðið úr steypusteini, sem gerður var í verksmiðjunni Mjölni, en Knud Ziemsen var einn af eigendum hennar. Yfir miðstöðvarklefa var steinsteypt loft og á turni stein- steypt þak af sömu gerð. Bæði voru járnbent með grönnum járn- „grosserinn“ og var umsvifamikill kaupmaður bæði hér og í Kaup- mannahöfn. Hann átti kaupskip og hann var um tíma hæsti skattgreiðandi í Reykjavík. Árið 1834 fékk Knudtzon útmælda lóð á svonefndu þrætulandi austan Lækjar. Þar var þá engin byggð nema tugthúsið, sem 1820 hafði verið gert að stiftamt- mannsbústað. Knudtzon hafði fengið hingað Tönnes Daniel Bernhöft bakara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.