Morgunblaðið - 08.01.1980, Side 12

Morgunblaðið - 08.01.1980, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980 Tómas Gunnarsson hdl.: Hvert stefnir í skattamálum? Hinn 19. des. 1979 var lagt fram á Alþingi af Sighvati Björgvins- syni, fjármáiaráðherra, stjórnar- frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt og eignaskatt, nr. 40/1978. Ákvæði í frumvarpi þessu svo og yfirlýsingar í grein- argerð meðfylgjandi því gefa til- efni til þess að spyrja hvert stefni. Þrátt fyrir margar breytingar á skattalögum síðustu árin hefur reynst erfitt að átta sig á megin- stefnu Alþingis í skattamálum. Nokkur dæmi eru þess, að sam- þykkt hafa verið ákvæði í skatta- lögum sem hafa breytt nýlegum ákvæðum og nú er með þessu stjórnarfrumvarpi lagt til að breyta ýmsu sem tekið var upp í lögunum nr. 40/1978, þótt lítil reynsla sé komin á þau lög, enda ekki farið að nota þau við álagn- ingu. Sem dæmi um mjög óskyn- samlegar aðgerðir í skattamálum síðustu ár vil ég nefna tengingu tveggja flókinna kerfa, þ.e. skatt- kerfis og tryggingakerfis, sem hefur leitt til þess að margir gjaldendur skilja ekki hvernig tekjuskattur og fleiri opinber gjöld, sem þeim er gert að greiða, er fundinn. Þá verður einnig að telja að lögin nr. 40/1978 meiri- háttar mistök þar sem svipt er burt meginhluta efnisréttar tekju- skatts, sem tekið hefur áratugi að þróa og byggja upp. Höfuðókostur nýja stjórnar- frumvarpsins felst í ákvæðum 22. gr. þess. í þeirri grein, sem á að verða 53. gr. laga nr. 40/1978, er tekið upp nýtt andlag sem gjald- stofn til tekjuskatts. Hljóðar 2. mgr. 22. gr. þannig: „Árlega skal reikna tiltekinn hundraðshluta af mismun eigna þeirra er um ræðir í 3. mgr. og skulda þeirra er um ræðir í 4. mgr. og færa þá fjárhæð er þannig reiknast til gjalda séu eignirnar hærri, en til tekna séu skuldirnar hærri." Tekið skal fram að þetta ákvæði á við aðila, sem hafa með höndum atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. Eignir þær sem átt er við í tilvitnuðu ákvæði eru allar óverðtryggðar eignir, svo sem sjóður, innistæður í bönkum, viðskiptakröfur, viðskiptavíxlar og aðrar skammtímakröfur, skuldabréf og aðrar langtímakröf- ur, fyrirframgreiðslur og vöru- birgðir. Til skulda teljast hvers konar skuldir. Hinn reiknaði hundraðshluti skal vera jafn hundraðshluta verðbreytinga milli ára. Gjalda- eða tekjufærsl- an á að miðast við stöðu á ákveðnum degi, þ.e. stöðu á fyrsta degi reikningsárs. Markmið þess- arar tillögugerðar er vafalaust að draga úr misrétti sem verðbólgan veldur og er ekkert nema jákvætt um það að segja. Hins vegar er aðferðin vafasöm svo ekki sé meira sagt og afleiðingarnar gætu orðið hrikalegar. Höfundar frum- varpsins hafa um afleiðingar frumvarpsins þetta að segja í greinargerð frá því: „Það er ljóst, að þær breytingar sem felast í lögum nr. 40/1978 ásamt breyt- ingartillögum skv. frumvarpinu munu hafa mikil áhrif varðandi skattlagningu í atvinnurekstri. Hins vegar er mjög erfitt að áætla hvaða áhrif breytingin hefur á tekjur ríkissjóðs. Breytingin er aðeins útreiknanleg með því að umbreyta framtölum einstakra aðila. Hvaða áhrif breytingin hef- ur á einstakan aðila er háð aldri eigna, skuldum, lánskjörum o.fl. Það er því óvinnandi verk að áætla áhrifin á tekjur ríkissjóðs með sæmilegri vissu. Hér er um mjög róttækar breytingar að ræða og slíkum breytingum fylgir ávallt nokkur óvissa. Þegar framtöl fara að berast í nokkrum mæli verður betra að áætla áhrifin og athuga hvort ástæða er til endurskoðunar einstakra ákvæða." Meginniðurstaða höfunda frum- varpsins er sú, að þeir telja sig ekki vita hvaða áhrif frumvarpið kemur til með að hafa ef sam- þykkt verður, en telja þó að um sé að ræða mjög róttækar breyt- ingar. Fráleitt verður almennt að telja að löggjafaraðili samþykki lög, sem ekki er vitað hvaða áhrif hafa, en slíkt gerðist þó þegar skattafrumvarpið frá vorinu 1978 var samþykkt í miklum önnum Alþingis þrátt fyrir að það væri ekki langt fram fyrir en um tveimur vikum fyrir þingslit 1978. Vandinn í skattamálum er hins vegar meiri en svo að Alþingi geti látið hjá líða að gera breytingar á skattalögum. Búið er að setja af stað skriðu breytinga, sem fella verður í einhvern farveg ef ekki á mjög illa að fara. Hvort tveggja er að innheimtukaflann vantar í lög- in nr. 40/1978 og ýmis ákvæði þeirra hafa reynst mjög óskyn- samleg og þarfnast mjög breyt- inga, sem framlagning nýja stjórnarfrumvarpsins staðfestir. Hver verða áhrií verðbólguska ttsins ? Telja má að allir fjórir stóru stjórnmálaflokkarnir eigi sök á vandanum í skattamálunum og því er hætta á að stjórnarfrum- varpið verði samþykkt. Ekki er annað verjandi en að reyna að gera sér grein fyrir hvaða afleið- ingar frumvarpið hefur ef sam- þykkt verður. Hér verður þó látið nægja að reyna að meta áhrif verðbólguskattsins á rekstur og afkomu atvinnurekenda. Fyrst skal þó gerð athugasemd við ummæli í greinargerð frumvarps- ins. Þar segir meðal annars: „Áð- alviðfangsefni skattalaga er því að skilgreina þau hugtök sem endan- leg skattlagning miðast við, þ.e. hagnað og hreina eign.“ Þessi ummæli eru að því er varðar tekjuskatt og eignaskatt vafalaust rétt í meginatriðum, en verðbólgu- skatturinn sem lýst var hér að framan þarf ekkert að vera sam- stiga hagnaði eða tapi aðila. Ákvæðin í 22. gr. gera aðilum, sem haft hafa ákveðna stöðu eigna og skulda á einum degi, þ.e. 31. des., mögulegt að stórgræða á verð- bólgu á næsta rekstrarári, en færa engu að víður miklar fjárhæðir til gjalda vegna meints taps af völd- um verðbólgu. Einnig öfug áhrif, aðili, sem í reynd hefur verið að tapa gróflega á verðbólgunni þeg- ar á allt er litið, kann að þurfa að færa miklar verðbólgutekjur til skatts. Stafar þetta af því að staða eigna og skulda á einum degi er látin ráða hagnaði eða tapi yfir heilt ár hvað varðar verðbólguna. Stöður í þessum efnum breytast oft fljótt fram og aftur. Fljótlegt er t.d. að skrifa undir kaupsamn- ing og yfirtaka skuldir og breyta þeim í hlutafé. Af dæmum sem fylgja frumvarpinu er ljóst að áhrifin á hvern einstakan atvinnurekanda geta orðið mjög mikil. Nægir í því sambandi að vísa til dæmis nr. 6 í greinargerð fyrir frumvarpinu, sem er um fiskvinnslu- og útgerð- arfélag, sem talið er styðjast við ákveðna fyrirmynd. Það er tekju- færsla vegna verðbreytinga talin 400 (væntanlega milljónir), en samtala eigna á verðlagi 31. des. 1978 er 1000. í öðru dæmi nr. 7 sem er um verslunar- og fasteignakstur, eru heildareignir 700 31. des. 1978 og tekjufærsla vegna verðbreytinga 205. Sérstök aukafyrning, 25%, sem leyfð er vegna þess er 51 og skattskyldur hagnaður þessa fyrirtækis breyt- ist úr -5-18 í 131. Af þessum dæmum er Ijóst að áhrifin á skattskyldar tekjur atvinnurekenda af tekjuf- ærslu verðbólguáhrifa geta orðið mikil. En það á ekki aðeins við um tekjufærslu, heldur einnig um gjaldfærslu. Niðurstöður dæma, sem reiknuð hafa verið í nokkur ár, eru enn hrikalegri. Almennt má gera ráð fyrir, að atvinnurekendur, sem þurfa að nota mikið af veltufjármunum í rekstri sínum svo sem verslunar- aðilar geti farið vel út úr breyting- unum. Um aöila, sem nota þurfa fasta fjármuni í einhverjum mæli, svo sem útgerðir, fiskvinnslufyr- irtæki, bændur, iðnfyrirtæki og samgönguaðila gegnir öðru máli. Þar eru líkur til að skuldir geti numið allmiklu hærri fjárhæðum en óverðtryggðar eignir. Aldur og fjárhagsleg staða getur og skipt miklu máli. Stærri rekstraraðilar eiga örðugra með að aðlaga sig en Tómas Gunnarsson smærri aðilar. Aðilar sem hafa náð saman miklu eigin fé á liðnum árum eða áratugum ættu alla jafna að sleppa mun betur en aðilar, sem nýlega hafa stofnað til kaupa á fastafjármunum. Sérstak- ar ástæður eru til að óttast skattlagningu fyrirtækja, sem átt hafa í rekstrarörðugleikum á síðustu árum og áratugum, sem opinberir aðilar og bankastofnan- ir hafa veitt mikla fyrirgreiðslu í formi lánsfjár. í þeim hópi eru mörg af þeim fyrirtækjum íslenskum, sem hafa verið burðarásar í atvinnulífi landsmanna. Án þess að geta fullyrt hvaða áhrif tekjufærsla verðbólgu hefur á hag atvinnu- rekstraraðila, en það gætu skatt- yfirvöld gert ef þeim væri falið að gera það, má telja líklegt að margur atvinnurekandinn ætti mjög örðugt með að inna af hendi skattgreiðslur í samræmi við ákvæði frumvarpsins. Hafa verður í huga að öflun lánsfjár er oft mjög torveld. Áhugi almennings á að leggja fé í atvinnurekstur er afar lítill. Erlendir fjármagnseig- endur eru ekki fúsir til að leggja fé í íslenskan rekstur nema gegn sérstökum skattalegum ívilnunum o.fl. o.fl. Helst er reynandi að selja eignir og þá oft allar eignir sem tilheyra rekstrinum þar sem skipting rekstrar er oft óhagkvæm. Fáir vilja leggja út í atvinnurekstur vegna tregðu ál- mennings á að leggja fram áhættufé og þess, að tæpast er mögulegt fyrir nýjan rekstrarað- ila að stofna til atvinnurekstrar nema að stofna til skulda, sem aftur hefur í för með sér skatt- greiðslur. Helst kemur til álita þegar frá líður, að aðilar sem njóta frádráttaráhrifa gjalda- færslu vegna verðbreytinga í miklum mæli geti talist líklegir kaupendur. Hitt er líka, að jafnvel þeir verði ekki fúsir að leggja í atvinnurekstur á öðru landshorni fyrr en tekju- og gjaldafærslur verðbreytinga eru orðnar miklar og eða fyrir milligöngu uppboðs- réttanna. Ef atvinnurekandi verður að hætta rekstri t.d. vegna gjaldþrots kemur það jafnan mjög illa við viðskiptaaðila rekstursins svo ekki sé talað um starfsmenn reksturs- ins. Niðurfelling reksturs eins aðila veldur jafnan margföldum samdrætti. Verðbólguskattlagn- ingin gæti því valdið kollsteypu í atvinnulífinu. Miklu skiptir að ljós séu frá byrjun áhrif starfa alþing- ismanna, enda erfitt að ímynda sér hvernig þeir geta efnt starfs- skyldur sínar, ef þeir vita ekki um áhrif verka sinna fyrirfram. Það á alltaf við, en sérstaklega þegar um er að ræða skattalög, sem varða marga mikið. Hvað skal gera? Að framan hefur verið greint frá, að Alþingi getur ekki vikist undan að gera eitthvað til lausnar á vanda í skattamálum. A. Mörgum kemur ef til vill fyrst í hug, að einfaldasta leiðin út úr ógöngunum sé að fella niður tekjuskattinn að mestu eða öllu leyti. Á það hefur verið bent, að hann skilaði tiltölulega litlum tekjum til ríkissjóðs, væri mjög dýr tekjuöflunaraðferð og undan- dráttur á tekjum til skatts ylli miklu misrétti. Þetta má líklega til sanns vegar færa. En á hitt er að líta, að framtöl til tekju- og eignarskatts árlega, sérstaklega ef þau eru miðuð við áramót hjá öllum framteljendum eins og hér er, með upplýsingum um eignir og skuldir allra framteljenda um ein áramót, tekju- og gjaldafærslu og eignabreytingar á næsta ári svo og með upplýsingum um eignir og skuldir við næstu áramót á eftir, mynda mikilsverðan eftirlits- grundvöll fyrir aðra meiri tekju- öflun opinberra aðila og hefur mikla þýðingu að öðru leyti. Þar að auki hefur tekjuskattur víða verið notaður til jöfnunar á kjör- um manna og hefur það verið gert í miklum mæli hér á landi. En hann er ekki sá lífselexír að hann sé allra meina bót í þjóðmálum eins og höfundar stjórnarfrum- varpsins virðast telja. B. Önnur leið er sú að lagfæra verstu gallana á lögunum nr. 40/1978 og stjórnarfrumvarpinu sem fyrir liggur. Fella niður tekju- og gjaldafærslu vegna verð- breytinga, a.m.k. þar til alveg Ijóst er hver áhrif af slíkum ákvæðum verða. Draga úr mismunum þar sem t.d. atvinnurekendur eru látn- ir sæta þyngri skattaákvæðum en aðrir gjaldendur svo sem í sam- bandi við söluhagnað, sparifé o.fl. Þarf þá að sjálfsögðu að haga breytingum þannig, að ekki komi til íþyngjandi afturvirkra áhrifa. Með lögunum nr. 40/1978 er ráðist í það stórvirki að breyta nánast öllum efnisrétti tekjuskatts í meira eða minna mæli og eru einnig gerðar miklar breytingar á ákvæðum um eignarskatt. Fjár- skipti fólks eru afar margvísleg og gjaldendurnir margir, þ.e. á annað hundrað þúsund og margt af þessu getur varðað ákvæði laga um tekjuskatt og eignarskatt. Það verður því verkefni næstu ára og áratuga að ná sæmilegri fram- kvæmd á lögunum og sæmilegri vissu um það hvernig beri að túlka þau. Litlar líkur eru á að íslensk- um skattgreiðendum endist þolin- mæði lengi til að búa við flókið skattakerfi, sem örðugt er að fá traustar upplýsingar um. Sem dæmi um hve flókin þessi lög nr. 40/1978 eru, vil ég upplýsa, að á námskeiði Félags löggiltra end- urskoðenda, sem haldið var í nóvember 1979, lögðu fjórir hinir fróðustu framsögumenn sig fram um að fræða þátttakendur um aðalatriði laganna. Ein meginnið- urstaða námskeiðsins að mínu mati var hve fljótt framsögumenn urðu ósammála innbyrðis eða við ríkisskattstjóra, sem var við- staddur og tók þátt í umræðum. Ef sú leið verður valin að reyna að lappa upp á lögin nr. 40/1978 vona ég að það takist sem bærilegast. En ljóst má vera að sú leið er geysilega kostnaðarsöm af tveim- ur ástæðum. Önnur ástæðan er sú, að réttaróvissa á sviði skattamála fyrstu árin eftir að farið verður að nota lögin við álagningu kemur til með að valda framteljendum og skattyfirvöldum miklum erfiðleik- um og kostnaði. Hitt atriðið er þó afdrifaríkara. Stóraukin vinna við að koma nýju skattalögunum í sæmilega framkvæmd, (ef það tekst), útilokar nánast aðrar um- bætur í skattamálum á næstu árum, svo sem því að bæta skatt- heimtuna. Ef miðað er við erlend- ar hugmyndir um undandrátt op- inberra gjalda má gera ráð fyrir að undandráttur þeirra hér geti numið milljarðatugum á ári. Ef unnið er skipulega að því að minnka undandráttinn, má ná góðum árangri. Forsendur til að fylgjast með fjármundamyndun og viðskiptum í þjóðfélaginu eru alltaf að batna. Ný tækni, svo sem tölvutækni o.fl. gefur mikla mögu- leika. Það voru mistök, að umbóta menn í skattamálum skyldu velja leið laga nr. 40/1978, af því að hún snertir svo mikið á annað hundrað þúsund gjaldendur. Miklu nær hefði verið að leggja áherslu fyrr á umbætur, sem felast fyrst og fremst í breyttum störfum á skattstofunum og skipulagi þar og eða vörðuðu atvinnurekendur eina, sem skipta fáum þúsundum, eða hluta þeirra svo sem sölu- skattsgreiðendur. C. Þriðja leiðin til lausnar á vanda í skattamálum og sú leið sem telja verður lang álitlegasta er að viðurkenna þau mistök sem gerð voru með setningu laga nr. 40/1978. Fella þau úr gildi og lögfesta að nýju ákvæði laga nr. 68/1971 með allra nauðsynlegustu breytingum fyrst í stað, sérstak- lega varðandi atvinnurekstur. Þessi leið er neyðarúrræði eins og t.d. leið B að því leyti að hún krefst þess að sett verði gróflega afturvirk lög. Við lögfestingu ákv. laga nr. 68/1971 að meginstefnu fyrir árið 1979 þarf að gæta þess, að menn sæti ekki þyngri skatt- lagningu en þeir hefðu gert samkv. ákv. laga nr. 40/1978. Sú stefna sem felst í tekjuáætlun nýjasta fjárlagafrumvarpsins að því er varðar heildarfjárhæð tekjuskattsins er í samræmi við þessi sjónarmið og styður að þessi leið verði valin. Lokaorð Nauðsynlegar forsendur fyrir góðri eða sæmilegri framkvæmd skattamála er meðal annars sú, að Alþingi móti til langs tíma stefnu í skattamálum og vinni í megin- atriðum eftir henni. Skattastefn an feli í sér að skattar eru til tekjuöflunar fyrir opinbera aðila og gæta þarf jafnaðar- og örygg- issjónarmiða í framkvæmd eftir því sem unnt er. Sú aðferð að nota skattakerfið sem úrræði til að jafna hið margvíslega misrétti sem menn sjá í þjóðlífinu, svo sem verðbólgumisrétti, og hafa gefist upp við að leysa á réttum vett- vangi, er óframkvæmanleg og leið- ir.til ófarnaðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.