Morgunblaðið - 08.01.1980, Síða 21

Morgunblaðið - 08.01.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1980 29 Björgvin Guðmundsson SÍKurjón Pétursson Kristján Benodiktsson Guðrún ÁKÚstsdóttir Fjárhagsstaða borgarinnar erf ið — segir Björgvin Guðmundsson Á FUNDI borgarstjórnar. sem haldinn var fyrir nokkru var rætt um íjárhagsáætlun borgar- innar fyrir árið 1980 og var það fyrri umræða. í upphafi rakti borífarstjóri fjármál horgarinn- ar ok skýrði út hina nýfram- komnu áætiun. en að máli hans ioknu tók til máls Birgir ísi. Gunnarsson. borgarfulltrúi Sjálf- stæðisfiokksins, og útdráttur úr ræðu Birgis birtist i blaðinu sl. laugardag. Að ræðu Birgist lokinni tók til máls Björgvin Guðmundsson (A). um það, sem Birgir sagði um sundurliðun á fjárveitingum til einstakra framkvæmda, sagði Björgvin að sá fundur þar sem afhenda ætti þessi gögn, hefði verið mun styttri en reiknað hefði verið með. Hefði því ekki gefist tími til að afhenda umrædd gögn á þeim fundi. Þá gerði Björgvin athugasemd við þau orð Birgis að allt logaði í illdeilum innan meiri- hlutans. Björgvin sagði þar engan ágreining ríkja og þar væri allt í sátt og samlyndi. Þessu næst vék hann máli sínu að framkomnum tillögum borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem Birgir hefði lýst í ræðu sinni. Frá borgar- stjórn Björgvin tald að næðu þessar tillögur fram að ganga, myndu þær skerða tekjur borgarinnar um rúma 2.5 milljarða. Þá benti hann á, að Birgir hefði ekki bent á neina möguleika til niðurskurðar til að mæta þessum minnkuðu tekjum. Nær hefði verið fyrir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að áliti Björgvins, að benda á einhverjar leiðir til að mæta launahækkun- um sem kæmu til framkvæmda á næsta ári, en nú væri ekki ljóst á hvaða hátt ætti að mæta þeim kostnaði. Jafnframt gat Björgvin þess, að fjárhagsstaða borgarinn- ar væri erfið, hún væri í fjárhags- ógöngum, en þau mál væru von- andi að leysast. Þá gat hann þess að sig undraði það að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kæmu fram með skattalækkunartillögur þegar fjárhagsstaðn væri slík. Nær væri að meiri- og minnihluti tækju höndum saman og byggju tyil áætlun sem gæti staðist. Leiftursókn í borgarstjórn Er Björgvin hafði lokið máli sínu, tók til máls Sigurjón Pét- ursson (Abl). Hann lýsti áliti sínu á skattalækkunartillögum sjálf- stæðismanna og taldi að þegar leiftursóknin hefði brugðist hefði hún verið flutt inn í borgarstjórn, en þar fengi hún væntanlega sömu afgreiðslu og annars staðar. Hann sagði að borginni veitti ekki af þessum 2.5 milljörðum og taldi upp ýmsan kostnað, sem borgin þyrfti að mæta, máli sínu til stuðnings. Síðan spurði hann hvernig mæta ætti þessum niður- skurði á fjárhagsáætlun, sem sjáflstæðismenn legðu til, og benti á að peninga vantaði til að mæta auknum launakostnaði á næsta ári. Að máli Sigurjóns loknu tók til máls Guðrún Ágústsdóttir (Abl). Hún sagði það skoðun sína, að það væri ekki óeðlilegt að strætisvagn- arnir væru reknir með halla og að borgin greiddi með þeim. Þá sagði hún, að það væri ekki tímabært að ræða um sælgætissöluna á Hlemmi þar sem endanlegar tölur lægju ekki fyrir. Hún sagði að meirhlutinn hefði ekkert að fela í sambandi við sælgætissöluna. Ef sú yrði raunin á, að fyrirtækið myndi ekki bera sig, þá væri sjálfsagt að hætta þeim rekstri. Tillögurnar ábyrgðarlausar Næstur kom í pontu Kristján Benediktsson (F). Hann ræddi um skattalækkunartillögur sjálfstæð- ismanna, sem og aðrir forkólfar meirihlutans. Hann sagði að þess- ar tillögur væru ákaflega ábyrgð- arlausar og geysileg sýndar- mennska, og að hann væri and- vígur þessum tillögum. Þá tók hann undir orð Guðrúnar og sagði að ekki væri tímabært að fella endanlegan dóm yfir sælgætissöl- una á Hlemmi. Hvað varðaði tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins um skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, sagði Kristján, að eðlilegt væri að samþykkja þessa tillögu, því að þarna væri ríkið að seilast inn á annað tekjuöflunarsvið en því bæri. Ef svo væri, að þeir, sem bera ættu þessi gjöld, gætu það, þá væri það sveitarfélagánna að leggja þau á. Er Kristján hafði lokið máli sínu kom upp Guðrún,Ágústsdótt- ir (Abl). Hún kvaðst vilja leggja til að framkominni tillögu sjálf- stæðismanna um að S.V.R. hætti sælgætissölu á Hlemmi yrði vísað til stjórnar Strætisvagnanna. Birgir ísl. Gunnarsson Tilbúinn að aðstoða við niðurskurðinn Þá kom í ræðustól Birgir Isl. Gunnarsson (S). Hann sagði að minnihluti Sjálfstæðisflokksins væri sammála þeirri málsmeðferð sem Guðrún legði til. Um orð þeirra meirihlutamanna um skattalækkunartillögur sjálfstæð- ismanna sagði Birgir, að það væri ekki hægt að flytja tillögu um niðurskurð vegna þess, að enn hefði minnihlutinn ekki fengið að sjá hvernig skipta ætti fé í málaflokka og því væri ómögulegt að gera tillögu um það mál. Hins vegar lýsti Birgir sig tilbúinn til að setjast niður með meirihlutan- um og aðstoða hann við niður- skurðinn. Þá sagðist hann telja að margir tekjustofnar borgarinnar væru vanáætlaðir og því geti borgin átt von á meiri tekjum en fram kæmi í áætluninni. Er borgarfulltrúar höfðu lokið máli sínu og lýst áliti sínu á fjárhagsáætlun voru tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins bornar undir atkvæði. Tillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru allar felldar, að tillögunni um skatt á skrifstofu- og verslunar- húsnæði undanskilinni, en hún var samþykkt. Þá var samþykkt að vísa tillögunni um sælgætissöluna til stjórnar S.V.R. Tæpir 10 milljarðíir til mannræningja á Italíu Mílanó. 1. janúar. AP. Á/ETLAÐ er að mannræningjar á Ítalíu haíi haft tæpa 10 millj- arða króna í lausnarfé fyrir gísla sína á nýliðnu ári. Alda mann- rána gekk yfir Ítalíu og þrátt fyrir gífurlegar upphæðir sem voru reiddar af hendi til mann- ræningja þá er sú upphæð álitin aðeins brot að þeim kostnaði. sem auðugri stéttir Ítalíu eyða í að verjast mannránum. Það voru ekki bara iðjuhöldar og kaup- menn. sem urðu fyrir barðinu á mannræningjum — mikið var um mannrán á læknum og lögfræð- ingum. Álitið er að nú þegar greiði ítalskir auðmenn milljarða króna í tryggingarfé til erlendra trygg- ingafyrirtækja en trygging við mannráni er bönnuð á Italíu. Þá eru reiddar fram stórupphæðir fyrir lífverði, sérstaka bíla ætlaða að verjast árás, ýmis tæki til að verjast mannræningjum, og þjálf- un hunda. Segja má áð stóriðn- aður hafi myndast til varnar mannránum. Þá er nú algengt að börn auðmanna á Ítalíu séu send utan til náms, þá einkum til Sviss. Afleiðingarnar eru margvíslegar en Sardiníubúar hafa orðið illa fyrir barðinu á þessum nýja „iðn- aði“. Sardinía hefur um áratuga skeið verið nokkurs konar leikvöll- ur ríkja víðs vegar að úr Evrópu. Fjöldi fólks, sem hefur verið betur settur í hinum ýmsu löndum Evrópu hefur átt þar land og sumarbústað. Nú er-u margir þess- ara bústaða til sölu í kjölfar margra mannrána — og Sardiníu- búar missa þar spón úr aski sínum. Á nýliðnu ári var 61 rænt á Ítalíu. Það er lægra en árið 1977 en þá var 72 rænt. Hins vegar var um mikla aukningu frá 1978 en þá var 43 rænt. Sextán eru enn í höndum mannræningja. Konum og börnum var í auknum mæli rænt og í sumum tilvikum virtist engu líkara en hernaðaraðgerðir væru á ferðinni þegar rán fór fram — allt þaulskipulagt og heilar sveitir að verki. smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Keflavík Til sölu ný og ónotuö 2ja herb. íbúö. Laus strax. Mjög góður staöur. Höfum fjársterka kaup- endur af öllum geröum fast- eigna. Sandgerði Til sölu 3ja herb. góö risíbúö. Laus strax. Góö efri hæö í tvíbýlishúsi. Allt sér. Stórt einbýlishús meö bílskúr. Æskileg skipti á íbúö í Keflavík. Eigna- og veröbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222. Til sölu 2ja herb. ibúð í 1. fl. Bygginga- félags alþýöu. Umsókn sendist á skrifstofu félagsins fyrir 20. jan. 1980, Bræöraborgarstíg 47. Stjórnin. Þjónusta Lögg. skjalaþýö., danska, Bodil Sahn, Lækjargötu 10, s. 10245. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö., dómt. Hafnar- stræti 11, sími 14824, Freyju- götu 37, sími 12105. Vefnaðarnámskeið er aó byrja kvöldnámskeiö í vefnaöi. Uppl. í síma 34077 kl. 4—7 Guðrún Jónasdóttir Verðbréf Fyrirgreiösluskrifstofan Vestur- götu 17, sími 16113. Vefnaðarnámskeið Er aö byrja kvöldnámskeið í vefnaði. Uppl. í síma 34077 kl. 4—7. Guðrún Jónasdóttir. Mercedes Benz vörubifreiö til sölu. Árg. 1973 nýsprautaöur, lítlö keyröur. Uppl. í síma 93— 6370 og 93—6621. RÓSARKROSSREGLAN A M e R c Vv -t— V ATLANTIS PRONAOS □ 813332820 IOOF 7 = 161198% = IOOF 8=161198%= Fl. árssk. IOOF Rb. 1 = 129188% = □ HAMAR 5980187=2 D Edda 5980187-1, Frl. Kvikm. eftir fund Fimir fœtur Templarahöllin 12. janúar — og áfram nú — Fíladelfía Almenn bæn hvert kvöld vikunn- ar kl. 20.30. Enskunámskeið (talæfingar) hjá félaginu Anglia byrja aftur mánudaginn 21. janúar kl. 7 aö Aragötu 14. Kennt verður tvisvar í viku, mánudaga og miöviku- daga frá kl. 7—9 á kvöldin. Innritun verður laugardaginn 12. janúar kl. 4—6 aö Aragötu 14, (enginn sími). Upplýsingar hjá Áslaugu Boöcher í síma 13669 daglega frá kl. 9—11 f.h. Stjórnin. KRisnLeor .MBRf Biblíulestur í kvöld kl. 20.30 að Auöbrekku 34, Kópavogi. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SIMAR 11798 og 19533. Myndakvöld þriðjudag 8. jan kl. 20.30 á Hótel Borg Á fyrsta myndakvöldi ársins sýn- ir Þorsteinn Bjarnar myndir m.a. frá Baröastrandasýslu, Látra- bjargi, Dyrfjöllum, gönguleiöinni Landmannalaugar — Þórsmörk og víöar. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Feröaté|ag js|ands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.